Fleiri fréttir Bæta þjónustu við blinda og sjónskerta Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að setja á laggirnar sex nýjar kennslu- og þjónustustöður til að bæta úr brýnum skorti á þjónustu við blinda og sjónskerta. Tillaga þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Nú starfa einungis tveir starfsmenn á sviði blindrakennslu og þjónusta þeir um 1.500 manns. Fjórir verða sendir út í nám til að afla sér sérhæfingar. 10.7.2007 15:16 Málverkum að verðmæti milljóna dala stolið í Moskvu Þjófar í Moskvu stálu 13 málverkum, sem metin eru á margar milljónir dala. Rússneskur ellilífeyrisþegi hafði geymt verkin í óvarinni, tómri íbúð sem að hann á. Kamo Manukyan, fyrrverandi dómari, átti verkin. Þau eru eftir fræga listamenn á borð við Georges-Pierre Seurat, Ivan Aivazovsky og Alexej Jawlenski. 10.7.2007 14:57 Biðjast afsökunar á rafmagnsleysi Alcoa Fjarðarál hefur sent út afsökunarbeiðni vegna rafmagnsleysis sem varð á Austurlandi í gær vegna prófana á tæknibúnaði fyrirtækisins. Samkvæmt yfirlýsingunni vinna sérfræðingar fyrirtækisins nú í samvinnu við Landsnet að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig. Rafmagn fór af álverinu og af stórum hluta Austurlands í um tvo klukkutíma síðdegis í gær. 10.7.2007 14:50 Klerkurinn drepinn í áhlaupinu á Rauðu moskuna Yfirvöld í Islamabad í Pakistan segjast nú hafa drepið klerkinn Abdul Rashid Ghazi í áhlaupinu á Rauðu moskuna sem hófst á miðnætti. Hann er æðsti trúarleiðtogi þeirra vígamanna sem neituðu að gefast upp. Hann hafði lokað sig inni í einu af herbergjunum í kjallara nálægs bænaskóla. Þar var líka fjöldi kvenna og barna sem vígamennirnir notuðu sem mannlega skildi. 10.7.2007 14:34 Vill að Seðlabankinn lækki stýrivexti Seðlabankinn verður að lækka stýrivexti og hætta stuðningi sínum við alltof hátt gengi krónunnar að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir vaxtastefnu bankans hafa lítil áhrif á þróun verðbólgunnar og vinni gegn því að krónan virki eðlilega sem sjálfstæður gjaldmiðill. Mikilvægasta mótvægisaðgerðin fyrir sjávarútveginn og landsbyggðina er lægra gengi krónunnar að hans mati. 10.7.2007 14:34 Heill loðfílsungi fannst í Síberíu Leifar af ungviði loðfíls sem fundust í sífreri í Síberíu á dögunum eru líklega þær heilustu sem fundist hafa af þessari útdauðu skepnu. Talið er að leifarnar séu um 10,000 ára gamlar. 10.7.2007 14:24 2 látnir og 4 slasaðir eftir flugslys í Flórída Lítil Cessna 310 flugvél hrapaði á tvö heimili í Sanford, Flórída í morgun. Samkvæmt Cleo Cohen, talsmanni lögreglunnar, eru að minnsta kosti tveir látnir og fjórir alvarlega slasaðir og voru þeir fluttir með tveimur þyrlum á nærliggjandi sjúkrahús. Einnig er einn slökkviliðsmaður til aðhlynningar vegna brjóstverkja. 10.7.2007 14:18 Vegagerðinni gert að greiða 900 þúsund krónur í skaðabætur Vegagerðinni var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða Veiðifélagi Skagafjarðar tæpar 900 þúsund krónur í skaðabætur vegna umhverfisraskana völdum vegaframkvæmda. Um var ræða umhverfisáhrif vegna lagningu hringvegar í Norðurárdal. Að auki var Vegagerðinni gert að greiða um 270 þúsund krónur í málskostnað. 10.7.2007 14:04 Íbúafjöldasprengja yfirvofandi í Kaliforníu Íbúafjöldasprengja í Kaliforníu er yfirvofandi samkvæmt spá fjármálastofnunar ríkisins sem birtist á heimasíðu L.A. Times í dag. Á næstu 50 árum mun fólksfjöldinn aukast um 75%, sem þýðir fólksfjöldinn í ríkinu mun nálgast 60 milljóna markið. 10.7.2007 13:34 Náttúruverndarsinnar mótmæla í Kringlunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgdi fyrir skömmu út hópi mótmælenda sem voru búnir að koma sér fyrir í Kringlunni í Reykjavík. Mótmælendurnir, sem eru af ýmsum þjóðernum,tengjast samtökunum Saving Iceland sem staðið hefur fyrir mótmælaaðgerðum við Kárahnjúkavirkjun á Austurlandi. Hollenskur talsmaður samtakanna undrast aðgerðir lögreglu og segir um friðsöm mótmæli að ræða. 10.7.2007 13:05 Ný hraðleið í Leifsstöð Farþegar á Saga Class hjá Icelandair geta nú notið þess að komast hraðar í gegnum öryggiseftirlit í Leifsstöð en áður. Sérstök braut hefur verið gerð fyrir þá sem ferðast á Saga Class, og mun hún auka bæði þægindi og hraða. Fordæmi fyrir þessa þjónustu þekkist víða, t.d. má nefna Kaupmannahöfn, heathrow og Frankfurt. 10.7.2007 12:17 Jarðboranir fá risabor Í dag er skipað upp í Hafnarfirði lang stærsta jarðbor, sem notaður hefur verið hér á landi til þessa. Þyngstu einstöku stykkin vega um 90 tonn, eða sem jafngildir um 60 litlum fólksbílum. Hann getur borað dýpra en gert hefur verið til þessa og nýtist því við tilraunir við svonefndar djúpboranir. 10.7.2007 12:14 Bandaríkin senda þriðja flugmóðurskipið til Persaflóa Bandaríkin hafa sent þriðja flugmóðurskipið, Enterprise, til Persaflóans, á svæði nálægt írönsku hafsvæði. Sjóherinn sagði frá þessu í tilkynningu í morgun. „Enterprise er mótvægi við þær truflandi aðgerðir sem sum lönd á svæðinu standa fyrir. Einnig styður það við bakið á hermönnum okkar í Írak og Afganistan.“ sagði í tilkynningunni. 10.7.2007 12:08 Vegaframkvæmdum upp á 6,6 milljarða króna flýtt Ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún ætlar að flýta framkvæmdum í vegagerð upp á 6,6 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þetta er gert til að mótvægis við skerðingu á aflamarki á næsta fiskveiðiári. 10.7.2007 12:01 60 handteknir í aðgerðum gegn mafíunni Lögreglan á suðurhluta Ítalíu handtók í dag fleiri en 60 manns í aðgerðum gegn mafíunni á svæðinu en hún kallast 'Ndrangheta. Meðlimir hennar eru grunaðir um smygl á eiturlyfjum, fólki og tryggingasvindl. 'Ndrangheta er staðsett í Kalabríu, rétt suður af Napólí, og er orðin stærri en Cosa Nostra mafían sem hefur aðsetur á Sikiley. 10.7.2007 11:51 Dómsmálaráðherra vill að Valgerður skýri ummæli sín Dómsmálaráðherra vill að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, skýri ummæli sín um Baugsmálið betur. Valgerður sagði í blaðaviðtali að hún hefði upplifað hvernig sjálfstæðismenn töluðu um Baugsmenn og rannsaka þyrfti upphaf og tilurð málsins. 10.7.2007 11:45 Skattalækkanir skila sér ekki til neytenda Lækkanir á virðisaukaskatti hafa ekki skilað sér til neytenda samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Á tímabilinu mars til maí hefur verð þvert á móti farið hækkandi og þá mest um 4,6 prósent í verslunum Krónunnar. Aðeins í Nettó lækkar verð lítillega eða um 0,2 prósent. Upphaflega var gert ráð fyrir að lækkun virðisaukaskatts myndi skila sér í að minnsta kosti 7,4 prósenta verðlækkun til neytenda. Niðurstaðan er vonbrigði að mati Alþýðusambandins. 10.7.2007 11:37 Bæjarráð Bolungarvíkur virðir ákvörðun sjávarútvegsráðherra Bæjarráð Bolungarvíkur hittist á fundi í dag þar sem rætt var um skerðingu veiðiheimilda. Á fundinum kom fram að bæjarráðið virði ákvörðun sjávarútvegsráðherra, þar sem hún er byggð á niðurstöðum sérfræðinga um nýtingu fiskistofnanna. Bæjarráðiðið telur þó að tekjutap vegna skerðingarinnar muni nema nokkrum hundruðum milljóna króna. 10.7.2007 11:36 Einn staður blaktir í laxveiðinni í Borgarfirði Straumarnir í Hvítá skera sig úr örðum laxveiðisvæðum í Borgarfirði vegna ónenju mikillar veiði, á sama tíma og laxveiði í Borgarfirði er almennt í sögulegu lágmarki. Þar veiddust fjórtán laxar í tveggja daga veiðiholli, sem lauk í gær, en aðeins er veitt á tvær stangir í Straumunum. Það sem af er veiðitímanum hafa veiðst 80 laxar þar, en veiðin er að jafnaði best þegar líður á júlí, þannig að met er í augsýn. Að sögn veiðimanna er mikið af laxi í Hvítá sjálfri, en hann gengur ekki upp í þverárnar vegna vatnsleysis. 10.7.2007 11:28 Þúsundir fluttar á brott vegna goshættu Þúsundir Indónesa hafa þurft að flýja heimili sín vegna goshættu í eldfjallinu Mount Gamkonora. Fjallið spýr þegar út ösku og eldi allt upp í fjögur þúsund metra hæð. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndir þaðan. 10.7.2007 11:01 Benedikt búinn að synda 14 kílómetra Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson var búinn að synda 14 kílómetra yfir Ermasundið um klukkan hálf ellefu í morgun. Benedikt lagði af stað um klukkan hálf sex frá Dover í Englandi en áætlað er að hann komi til Calais í Frakklandi í nótt ef vel gengur. 10.7.2007 10:50 11 látast í sprengjuárás í Afganistan Sjálfsmorðssprengjumaður gerði í dag árás á hersveitir NATO í suðurhluta Afganistan og varð 11 almennum borgurum að bana. Þó nokkur börn voru á meðal þeirra látnu. Talið er að allt að 30 manns hafi særst í árásinni. Talsmaður NATO í Kabúl sagði að sjö hermenn hefðu særst í henni. 10.7.2007 10:26 TM og Knattspyrnufélag Siglufjarðar undirrita samstarfssamning Tryggingamiðstöðin og og Knattspyrnufélag Siglufjarðar hafa undirritað þriggja ára samstarfssamning, og samkvæmt honum mun Tryggingamiðstöðin verða aðalstyrktaraðili Pæjumóts Siglufjarðar. Mótið mun nú heita Pæjumót TM Siglufirði. 10.7.2007 10:20 Bretar bregðast ókvæða við neitun á framsali Rússar neituðu því formlega í morgun að framselja Andrei Lugovoy, fyrrum njósnara, og manninn sem er grunaður um að hafa myrt Alexander Litvinenko. Bretar brugðust ókvæða viða og segja svar Rússa við framsalsbeiðninni „óásættanlegt.“ Bretar hafa ávallt haldið því fram að litið sé á morðið á Litvinenko sem mikilvægt mál. 10.7.2007 10:08 Enn varað við skemmdum á Þingvallavegi Enn eru miklar skemmdir á klæðningu á 1,5 kílómetra kafla á Þingvallavegi við Grafningsvegamót. Vegagerðin biður ökumenn að fara varlega og sérstaklega bifhjólamenn. Hefur ökuhraði verið takmarkaður við fimmtíu kílómetra. 10.7.2007 09:54 Afli dróst saman um 346 þúsund tonn á síðasta ári Afli íslenskra skipa dróst saman um 346 þúsund tonn á síðasta ári miðað við fyrra ár samkvæmt nýútkomnu riti Hagstofunnar um aflaverðmæti og ráðstöfun afla. Á sama tíma jókst aflaverðmæti um 12,1 prósent milli ára. Mest var landað á Austurlandi. 10.7.2007 09:30 Þrír umsækjendur eru um Sauðárkróksprestakall Þrír umsækjendur eru um Sauðárkróksprestakall sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsóknarfrestur rann út 5. júlí og embættið verður veitt frá 1. ágúst. Kirkjumálaráðherra veitir það að fenginni umsögn valnefndar. Í valnefnd sitja níu fulltrúar prestakallsins auk prófasts og vígslubiskupsins á Hólum. 10.7.2007 09:28 Lögregluhundur finnur fíkniefni Tveir karlar og kona voru færð á lögreglustöð á sunnudagsmorgun en í fórum þeirra fundust lyf sem þau gátu ekki gert grein fyrir. Það var sérþjálfaður lögregluhundur frá lögreglunni sem fann fíkniefnin. Fólkið, sem er um tvítugt og var í annarlegu ástandi, var stöðvað við hefðbundið eftirlit en fíkniefnin voru vel falin í bíl þeirra. 10.7.2007 09:19 Snjór í fyrsta sinn í 90 ár í Buenos Aires Það eru nærri nítíu ár síðan síðast snjóaði í Bueons Aires, höfuðborg Argentínu, en í gær var komin hvít dula yfir borgina og svæðið í kring. Óvenjukalt er þar miðað við árstíma. Veðurstofa Argentínu sagði þetta í fyrsta sinn síðan 22. júní árið 1918 sem snjó festi. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndir þaðan. 10.7.2007 08:21 Eldur í Smárabíó Slökkviliðið var kallað að Smárabíó í Kópavogi á tólfta tímanum í kvöld vegna elds í einum sýningarsalnum. Húsið var rýmt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og búið er að opna húsið að nýju. Samkvæmt lögreglu kviknaði í út frá spennubreyti. 9.7.2007 23:56 Stjórnarslit í Póllandi Miklar líkur eru á að kosningar verði í Póllandi innan skamms. Sjálfsvarnarflokkurinn hefur ákveðið að slíta stjórnarsamstarfi og án stjórnarþátttöku hans hefur Kaczynski forsætisráðherra ekki meirihluta á þinginu. Hann getur ekki hugsað sér að starfa í minnihlutastjórn. 9.7.2007 23:34 Segja ummæli Morgunblaðsins særandi Stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda hvetur Morgunblaðið til að láta af stanslausum árásum á sjómenn og útgerðarmenn. Í ályktun frá þeim segir að þau ummæli Morgunblaðsins að sjómenn séu að ræna íslenska þjóð séu bæði særandi og meiðandi. 9.7.2007 23:06 Vill meira umferðareftirlit úr þyrlu Lögregluflug í þyrlu á að vera fastur liður í íslenskri löggæslu að mati Júlíusar Einarssonar, fyrrverandi lögreglumanns og áhugamanns um löggæslu. Jóhann starfaði um borð í löggæsluþyrlunni TF-GRÓ á árunum 1993-1994 og segir það hafa borið mikinn árangur. 9.7.2007 22:08 Fjórar til átta líkamsárásir tilkynntar á nóttu Á aðfararnótt sunnudags var tilkynnt um sex árásir til lögreglu í miðborg Reykjavíkur. Ein árásin var með þeim hætti að ráðist var á mann á Vegamótastíg rétt fyrir klukkan fimm og hann kýldur þrisvar í andlit. Fórnarlambið tengdist árásarmanninum ekkert og gat ekki gefið neina lýsingu á honum. 9.7.2007 21:54 Stórslysi forðað Rafmagn komst aftur á í álveri Alcoa Fjarðaráls í Reyðarfirði um klukkan sjö í kvöld og er framleiðsla að færast í átt að eðlilegu horfi. Rafmagnslaust hafði verið í tvær klukkustundir. 9.7.2007 20:16 Reiðhjólaferð slökkviliðsmanna gengur vel Reiðhjólamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins komu í Herðubreiðarlindir upp úr fimm, en þeir lögðu af stað frá Grímsstöðum um ellefuleytið í morgun. Alls hafa þeir því lagt 67 kílómetra að baki í dag. 9.7.2007 20:06 Rafmagslaust í Reyðarfirði Rafmagn fór af álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði rétt um klukkan fimm nú síðdegis. Hætta er á stórtjóni ef álið storknar í bræðslukerjum. 9.7.2007 19:29 Erfiðlega getur gengið að veiða þorskinn Sjómenn segja að erfitt geti reynst að sækja ýsuna næsta fiskveiðiárið sökum minni þorskkvóta. Þeir telja að þorskur sé allt upp í fimmtíu prósent meðafla. 9.7.2007 19:28 Afgreiðslustúlkum ógnað í vopnuðu ráni Tvær stúlkur, sextán og sautján ára, voru einar við við störf í verslun 10/11 í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í gær þegar tveir karlmenn frömdu þar vopnað rán og hótuðu þeim með skammbyssu. 9.7.2007 19:17 Engum hleypt inn í íbúðir nema fyllsta öryggis sé gætt Það verður engum hleypt inn í íbúðir á gamla varnarsvæðinu nema allt rafmagn verði yfirfarið og lagað samkvæmt íslenskum öryggisstuðlum segir framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Rafiðnaðarfræðingur á svæðinu segir enga hættu stafa af rafkerfinu. 9.7.2007 19:15 Dreamliner þotan kynnt Boeing flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum kynntu í gær fyrstu nýju þotuna sína í 12 ár - 787 Dreamliner kallast hún. Vélin er að mestu gerð úr klefnistrefjum og sögð umhverfisvænni en aðrar þotur. Icelandair hefur pantað 4 slíkar. 9.7.2007 19:15 Rannsaka þarf tilurð og upphaf Baugsmálsins Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins segir Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins. Allir eigi að vera jafnir fyrir lögum og hún hafi upplifað hvernig Sjálfstæðismenn hafi talað um Baugsmenn. 9.7.2007 19:06 „Breiðavíkursamtökin björguðu lífi mínu“ Breiðavíkursamtökin björgðu lífi míni segir einn þeirra manna sem dvöldu í Breiðavík í æsku. Hann lýsir dvölinni sem helvíti á jörð. Heimasíða Breiðavíkursamtakanna var opnuð í dag en með henni vilja samtökin upplýsa fólk um það sem gerðist á Breiðavík, deila reynslu sinni og hjálpa þeim sem þar dvöldu. 9.7.2007 19:00 Fordæma matreiðslumenn Dýravinir hafa fordæmt matreiðslumeistara í Taívan sem hafa tekið upp á því að djúpsteikja vatnakarfa og bera fram lifandi. Gestir gæða sér á honum um leið og hausinn á fisknum kippist til. Herramanns matur segja sumir, villimennska telja aðrir. 9.7.2007 19:00 Stórfellt framboð atvinnuhúsnæðis í vændum Tugir þúsunda fermetra atvinnuhúsnæðis koma inná leigumarkaðinn á næstu mánuðum. Byggingaaðilar hafa ekki áhyggjur af verðhruni. Verktakar hafa ekki áhyggjur af verðfalli þrátt fyrir stórfellda aukningu á framboði. 9.7.2007 18:50 Sjá næstu 50 fréttir
Bæta þjónustu við blinda og sjónskerta Menntamálaráðuneytið hefur ákveðið að setja á laggirnar sex nýjar kennslu- og þjónustustöður til að bæta úr brýnum skorti á þjónustu við blinda og sjónskerta. Tillaga þessa efnis var samþykkt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Nú starfa einungis tveir starfsmenn á sviði blindrakennslu og þjónusta þeir um 1.500 manns. Fjórir verða sendir út í nám til að afla sér sérhæfingar. 10.7.2007 15:16
Málverkum að verðmæti milljóna dala stolið í Moskvu Þjófar í Moskvu stálu 13 málverkum, sem metin eru á margar milljónir dala. Rússneskur ellilífeyrisþegi hafði geymt verkin í óvarinni, tómri íbúð sem að hann á. Kamo Manukyan, fyrrverandi dómari, átti verkin. Þau eru eftir fræga listamenn á borð við Georges-Pierre Seurat, Ivan Aivazovsky og Alexej Jawlenski. 10.7.2007 14:57
Biðjast afsökunar á rafmagnsleysi Alcoa Fjarðarál hefur sent út afsökunarbeiðni vegna rafmagnsleysis sem varð á Austurlandi í gær vegna prófana á tæknibúnaði fyrirtækisins. Samkvæmt yfirlýsingunni vinna sérfræðingar fyrirtækisins nú í samvinnu við Landsnet að koma í veg fyrir að þetta geti endurtekið sig. Rafmagn fór af álverinu og af stórum hluta Austurlands í um tvo klukkutíma síðdegis í gær. 10.7.2007 14:50
Klerkurinn drepinn í áhlaupinu á Rauðu moskuna Yfirvöld í Islamabad í Pakistan segjast nú hafa drepið klerkinn Abdul Rashid Ghazi í áhlaupinu á Rauðu moskuna sem hófst á miðnætti. Hann er æðsti trúarleiðtogi þeirra vígamanna sem neituðu að gefast upp. Hann hafði lokað sig inni í einu af herbergjunum í kjallara nálægs bænaskóla. Þar var líka fjöldi kvenna og barna sem vígamennirnir notuðu sem mannlega skildi. 10.7.2007 14:34
Vill að Seðlabankinn lækki stýrivexti Seðlabankinn verður að lækka stýrivexti og hætta stuðningi sínum við alltof hátt gengi krónunnar að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir vaxtastefnu bankans hafa lítil áhrif á þróun verðbólgunnar og vinni gegn því að krónan virki eðlilega sem sjálfstæður gjaldmiðill. Mikilvægasta mótvægisaðgerðin fyrir sjávarútveginn og landsbyggðina er lægra gengi krónunnar að hans mati. 10.7.2007 14:34
Heill loðfílsungi fannst í Síberíu Leifar af ungviði loðfíls sem fundust í sífreri í Síberíu á dögunum eru líklega þær heilustu sem fundist hafa af þessari útdauðu skepnu. Talið er að leifarnar séu um 10,000 ára gamlar. 10.7.2007 14:24
2 látnir og 4 slasaðir eftir flugslys í Flórída Lítil Cessna 310 flugvél hrapaði á tvö heimili í Sanford, Flórída í morgun. Samkvæmt Cleo Cohen, talsmanni lögreglunnar, eru að minnsta kosti tveir látnir og fjórir alvarlega slasaðir og voru þeir fluttir með tveimur þyrlum á nærliggjandi sjúkrahús. Einnig er einn slökkviliðsmaður til aðhlynningar vegna brjóstverkja. 10.7.2007 14:18
Vegagerðinni gert að greiða 900 þúsund krónur í skaðabætur Vegagerðinni var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða Veiðifélagi Skagafjarðar tæpar 900 þúsund krónur í skaðabætur vegna umhverfisraskana völdum vegaframkvæmda. Um var ræða umhverfisáhrif vegna lagningu hringvegar í Norðurárdal. Að auki var Vegagerðinni gert að greiða um 270 þúsund krónur í málskostnað. 10.7.2007 14:04
Íbúafjöldasprengja yfirvofandi í Kaliforníu Íbúafjöldasprengja í Kaliforníu er yfirvofandi samkvæmt spá fjármálastofnunar ríkisins sem birtist á heimasíðu L.A. Times í dag. Á næstu 50 árum mun fólksfjöldinn aukast um 75%, sem þýðir fólksfjöldinn í ríkinu mun nálgast 60 milljóna markið. 10.7.2007 13:34
Náttúruverndarsinnar mótmæla í Kringlunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fylgdi fyrir skömmu út hópi mótmælenda sem voru búnir að koma sér fyrir í Kringlunni í Reykjavík. Mótmælendurnir, sem eru af ýmsum þjóðernum,tengjast samtökunum Saving Iceland sem staðið hefur fyrir mótmælaaðgerðum við Kárahnjúkavirkjun á Austurlandi. Hollenskur talsmaður samtakanna undrast aðgerðir lögreglu og segir um friðsöm mótmæli að ræða. 10.7.2007 13:05
Ný hraðleið í Leifsstöð Farþegar á Saga Class hjá Icelandair geta nú notið þess að komast hraðar í gegnum öryggiseftirlit í Leifsstöð en áður. Sérstök braut hefur verið gerð fyrir þá sem ferðast á Saga Class, og mun hún auka bæði þægindi og hraða. Fordæmi fyrir þessa þjónustu þekkist víða, t.d. má nefna Kaupmannahöfn, heathrow og Frankfurt. 10.7.2007 12:17
Jarðboranir fá risabor Í dag er skipað upp í Hafnarfirði lang stærsta jarðbor, sem notaður hefur verið hér á landi til þessa. Þyngstu einstöku stykkin vega um 90 tonn, eða sem jafngildir um 60 litlum fólksbílum. Hann getur borað dýpra en gert hefur verið til þessa og nýtist því við tilraunir við svonefndar djúpboranir. 10.7.2007 12:14
Bandaríkin senda þriðja flugmóðurskipið til Persaflóa Bandaríkin hafa sent þriðja flugmóðurskipið, Enterprise, til Persaflóans, á svæði nálægt írönsku hafsvæði. Sjóherinn sagði frá þessu í tilkynningu í morgun. „Enterprise er mótvægi við þær truflandi aðgerðir sem sum lönd á svæðinu standa fyrir. Einnig styður það við bakið á hermönnum okkar í Írak og Afganistan.“ sagði í tilkynningunni. 10.7.2007 12:08
Vegaframkvæmdum upp á 6,6 milljarða króna flýtt Ríkisstjórnin tilkynnti í morgun að hún ætlar að flýta framkvæmdum í vegagerð upp á 6,6 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þetta er gert til að mótvægis við skerðingu á aflamarki á næsta fiskveiðiári. 10.7.2007 12:01
60 handteknir í aðgerðum gegn mafíunni Lögreglan á suðurhluta Ítalíu handtók í dag fleiri en 60 manns í aðgerðum gegn mafíunni á svæðinu en hún kallast 'Ndrangheta. Meðlimir hennar eru grunaðir um smygl á eiturlyfjum, fólki og tryggingasvindl. 'Ndrangheta er staðsett í Kalabríu, rétt suður af Napólí, og er orðin stærri en Cosa Nostra mafían sem hefur aðsetur á Sikiley. 10.7.2007 11:51
Dómsmálaráðherra vill að Valgerður skýri ummæli sín Dómsmálaráðherra vill að Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi ráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, skýri ummæli sín um Baugsmálið betur. Valgerður sagði í blaðaviðtali að hún hefði upplifað hvernig sjálfstæðismenn töluðu um Baugsmenn og rannsaka þyrfti upphaf og tilurð málsins. 10.7.2007 11:45
Skattalækkanir skila sér ekki til neytenda Lækkanir á virðisaukaskatti hafa ekki skilað sér til neytenda samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands. Á tímabilinu mars til maí hefur verð þvert á móti farið hækkandi og þá mest um 4,6 prósent í verslunum Krónunnar. Aðeins í Nettó lækkar verð lítillega eða um 0,2 prósent. Upphaflega var gert ráð fyrir að lækkun virðisaukaskatts myndi skila sér í að minnsta kosti 7,4 prósenta verðlækkun til neytenda. Niðurstaðan er vonbrigði að mati Alþýðusambandins. 10.7.2007 11:37
Bæjarráð Bolungarvíkur virðir ákvörðun sjávarútvegsráðherra Bæjarráð Bolungarvíkur hittist á fundi í dag þar sem rætt var um skerðingu veiðiheimilda. Á fundinum kom fram að bæjarráðið virði ákvörðun sjávarútvegsráðherra, þar sem hún er byggð á niðurstöðum sérfræðinga um nýtingu fiskistofnanna. Bæjarráðiðið telur þó að tekjutap vegna skerðingarinnar muni nema nokkrum hundruðum milljóna króna. 10.7.2007 11:36
Einn staður blaktir í laxveiðinni í Borgarfirði Straumarnir í Hvítá skera sig úr örðum laxveiðisvæðum í Borgarfirði vegna ónenju mikillar veiði, á sama tíma og laxveiði í Borgarfirði er almennt í sögulegu lágmarki. Þar veiddust fjórtán laxar í tveggja daga veiðiholli, sem lauk í gær, en aðeins er veitt á tvær stangir í Straumunum. Það sem af er veiðitímanum hafa veiðst 80 laxar þar, en veiðin er að jafnaði best þegar líður á júlí, þannig að met er í augsýn. Að sögn veiðimanna er mikið af laxi í Hvítá sjálfri, en hann gengur ekki upp í þverárnar vegna vatnsleysis. 10.7.2007 11:28
Þúsundir fluttar á brott vegna goshættu Þúsundir Indónesa hafa þurft að flýja heimili sín vegna goshættu í eldfjallinu Mount Gamkonora. Fjallið spýr þegar út ösku og eldi allt upp í fjögur þúsund metra hæð. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndir þaðan. 10.7.2007 11:01
Benedikt búinn að synda 14 kílómetra Sundmaðurinn Benedikt Hjartarson var búinn að synda 14 kílómetra yfir Ermasundið um klukkan hálf ellefu í morgun. Benedikt lagði af stað um klukkan hálf sex frá Dover í Englandi en áætlað er að hann komi til Calais í Frakklandi í nótt ef vel gengur. 10.7.2007 10:50
11 látast í sprengjuárás í Afganistan Sjálfsmorðssprengjumaður gerði í dag árás á hersveitir NATO í suðurhluta Afganistan og varð 11 almennum borgurum að bana. Þó nokkur börn voru á meðal þeirra látnu. Talið er að allt að 30 manns hafi særst í árásinni. Talsmaður NATO í Kabúl sagði að sjö hermenn hefðu særst í henni. 10.7.2007 10:26
TM og Knattspyrnufélag Siglufjarðar undirrita samstarfssamning Tryggingamiðstöðin og og Knattspyrnufélag Siglufjarðar hafa undirritað þriggja ára samstarfssamning, og samkvæmt honum mun Tryggingamiðstöðin verða aðalstyrktaraðili Pæjumóts Siglufjarðar. Mótið mun nú heita Pæjumót TM Siglufirði. 10.7.2007 10:20
Bretar bregðast ókvæða við neitun á framsali Rússar neituðu því formlega í morgun að framselja Andrei Lugovoy, fyrrum njósnara, og manninn sem er grunaður um að hafa myrt Alexander Litvinenko. Bretar brugðust ókvæða viða og segja svar Rússa við framsalsbeiðninni „óásættanlegt.“ Bretar hafa ávallt haldið því fram að litið sé á morðið á Litvinenko sem mikilvægt mál. 10.7.2007 10:08
Enn varað við skemmdum á Þingvallavegi Enn eru miklar skemmdir á klæðningu á 1,5 kílómetra kafla á Þingvallavegi við Grafningsvegamót. Vegagerðin biður ökumenn að fara varlega og sérstaklega bifhjólamenn. Hefur ökuhraði verið takmarkaður við fimmtíu kílómetra. 10.7.2007 09:54
Afli dróst saman um 346 þúsund tonn á síðasta ári Afli íslenskra skipa dróst saman um 346 þúsund tonn á síðasta ári miðað við fyrra ár samkvæmt nýútkomnu riti Hagstofunnar um aflaverðmæti og ráðstöfun afla. Á sama tíma jókst aflaverðmæti um 12,1 prósent milli ára. Mest var landað á Austurlandi. 10.7.2007 09:30
Þrír umsækjendur eru um Sauðárkróksprestakall Þrír umsækjendur eru um Sauðárkróksprestakall sem auglýst var laust til umsóknar nýlega. Umsóknarfrestur rann út 5. júlí og embættið verður veitt frá 1. ágúst. Kirkjumálaráðherra veitir það að fenginni umsögn valnefndar. Í valnefnd sitja níu fulltrúar prestakallsins auk prófasts og vígslubiskupsins á Hólum. 10.7.2007 09:28
Lögregluhundur finnur fíkniefni Tveir karlar og kona voru færð á lögreglustöð á sunnudagsmorgun en í fórum þeirra fundust lyf sem þau gátu ekki gert grein fyrir. Það var sérþjálfaður lögregluhundur frá lögreglunni sem fann fíkniefnin. Fólkið, sem er um tvítugt og var í annarlegu ástandi, var stöðvað við hefðbundið eftirlit en fíkniefnin voru vel falin í bíl þeirra. 10.7.2007 09:19
Snjór í fyrsta sinn í 90 ár í Buenos Aires Það eru nærri nítíu ár síðan síðast snjóaði í Bueons Aires, höfuðborg Argentínu, en í gær var komin hvít dula yfir borgina og svæðið í kring. Óvenjukalt er þar miðað við árstíma. Veðurstofa Argentínu sagði þetta í fyrsta sinn síðan 22. júní árið 1918 sem snjó festi. Smellið á „Spila“ hnappinn til þess að sjá myndir þaðan. 10.7.2007 08:21
Eldur í Smárabíó Slökkviliðið var kallað að Smárabíó í Kópavogi á tólfta tímanum í kvöld vegna elds í einum sýningarsalnum. Húsið var rýmt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og búið er að opna húsið að nýju. Samkvæmt lögreglu kviknaði í út frá spennubreyti. 9.7.2007 23:56
Stjórnarslit í Póllandi Miklar líkur eru á að kosningar verði í Póllandi innan skamms. Sjálfsvarnarflokkurinn hefur ákveðið að slíta stjórnarsamstarfi og án stjórnarþátttöku hans hefur Kaczynski forsætisráðherra ekki meirihluta á þinginu. Hann getur ekki hugsað sér að starfa í minnihlutastjórn. 9.7.2007 23:34
Segja ummæli Morgunblaðsins særandi Stjórn Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Verðanda hvetur Morgunblaðið til að láta af stanslausum árásum á sjómenn og útgerðarmenn. Í ályktun frá þeim segir að þau ummæli Morgunblaðsins að sjómenn séu að ræna íslenska þjóð séu bæði særandi og meiðandi. 9.7.2007 23:06
Vill meira umferðareftirlit úr þyrlu Lögregluflug í þyrlu á að vera fastur liður í íslenskri löggæslu að mati Júlíusar Einarssonar, fyrrverandi lögreglumanns og áhugamanns um löggæslu. Jóhann starfaði um borð í löggæsluþyrlunni TF-GRÓ á árunum 1993-1994 og segir það hafa borið mikinn árangur. 9.7.2007 22:08
Fjórar til átta líkamsárásir tilkynntar á nóttu Á aðfararnótt sunnudags var tilkynnt um sex árásir til lögreglu í miðborg Reykjavíkur. Ein árásin var með þeim hætti að ráðist var á mann á Vegamótastíg rétt fyrir klukkan fimm og hann kýldur þrisvar í andlit. Fórnarlambið tengdist árásarmanninum ekkert og gat ekki gefið neina lýsingu á honum. 9.7.2007 21:54
Stórslysi forðað Rafmagn komst aftur á í álveri Alcoa Fjarðaráls í Reyðarfirði um klukkan sjö í kvöld og er framleiðsla að færast í átt að eðlilegu horfi. Rafmagnslaust hafði verið í tvær klukkustundir. 9.7.2007 20:16
Reiðhjólaferð slökkviliðsmanna gengur vel Reiðhjólamenn Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins komu í Herðubreiðarlindir upp úr fimm, en þeir lögðu af stað frá Grímsstöðum um ellefuleytið í morgun. Alls hafa þeir því lagt 67 kílómetra að baki í dag. 9.7.2007 20:06
Rafmagslaust í Reyðarfirði Rafmagn fór af álveri Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði rétt um klukkan fimm nú síðdegis. Hætta er á stórtjóni ef álið storknar í bræðslukerjum. 9.7.2007 19:29
Erfiðlega getur gengið að veiða þorskinn Sjómenn segja að erfitt geti reynst að sækja ýsuna næsta fiskveiðiárið sökum minni þorskkvóta. Þeir telja að þorskur sé allt upp í fimmtíu prósent meðafla. 9.7.2007 19:28
Afgreiðslustúlkum ógnað í vopnuðu ráni Tvær stúlkur, sextán og sautján ára, voru einar við við störf í verslun 10/11 í miðbæ Reykjavíkur rétt fyrir miðnætti í gær þegar tveir karlmenn frömdu þar vopnað rán og hótuðu þeim með skammbyssu. 9.7.2007 19:17
Engum hleypt inn í íbúðir nema fyllsta öryggis sé gætt Það verður engum hleypt inn í íbúðir á gamla varnarsvæðinu nema allt rafmagn verði yfirfarið og lagað samkvæmt íslenskum öryggisstuðlum segir framkvæmdastjóri Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar. Rafiðnaðarfræðingur á svæðinu segir enga hættu stafa af rafkerfinu. 9.7.2007 19:15
Dreamliner þotan kynnt Boeing flugvélaverksmiðjurnar í Bandaríkjunum kynntu í gær fyrstu nýju þotuna sína í 12 ár - 787 Dreamliner kallast hún. Vélin er að mestu gerð úr klefnistrefjum og sögð umhverfisvænni en aðrar þotur. Icelandair hefur pantað 4 slíkar. 9.7.2007 19:15
Rannsaka þarf tilurð og upphaf Baugsmálsins Dómsmálayfirvöld þurfa að rannsaka tilurð og upphaf Baugsmálsins segir Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi ráðherra og varaformanns Framsóknarflokksins. Allir eigi að vera jafnir fyrir lögum og hún hafi upplifað hvernig Sjálfstæðismenn hafi talað um Baugsmenn. 9.7.2007 19:06
„Breiðavíkursamtökin björguðu lífi mínu“ Breiðavíkursamtökin björgðu lífi míni segir einn þeirra manna sem dvöldu í Breiðavík í æsku. Hann lýsir dvölinni sem helvíti á jörð. Heimasíða Breiðavíkursamtakanna var opnuð í dag en með henni vilja samtökin upplýsa fólk um það sem gerðist á Breiðavík, deila reynslu sinni og hjálpa þeim sem þar dvöldu. 9.7.2007 19:00
Fordæma matreiðslumenn Dýravinir hafa fordæmt matreiðslumeistara í Taívan sem hafa tekið upp á því að djúpsteikja vatnakarfa og bera fram lifandi. Gestir gæða sér á honum um leið og hausinn á fisknum kippist til. Herramanns matur segja sumir, villimennska telja aðrir. 9.7.2007 19:00
Stórfellt framboð atvinnuhúsnæðis í vændum Tugir þúsunda fermetra atvinnuhúsnæðis koma inná leigumarkaðinn á næstu mánuðum. Byggingaaðilar hafa ekki áhyggjur af verðhruni. Verktakar hafa ekki áhyggjur af verðfalli þrátt fyrir stórfellda aukningu á framboði. 9.7.2007 18:50