Innlent

Vegagerðinni gert að greiða 900 þúsund krónur í skaðabætur

Héraðsdómur Reykjavíkur.
Héraðsdómur Reykjavíkur. MYND/Ingólfur

Vegagerðinni var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag gert að greiða Veiðifélagi Skagafjarðar tæpar 900 þúsund krónur í skaðabætur vegna umhverfisraskana völdum vegaframkvæmda. Um var ræða umhverfisáhrif vegna lagningu hringvegar í Norðurárdal. Að auki var Vegagerðinni gert að greiða um 270 þúsund krónur í málskostnað.

Vegagerðin og Veiðifélag Skagafjarðar gerðu með sér samkomulag á sínum tíma til að lágmarka umhverfisáhrif vegna lagningu vegarins. Í því samkomulag fólst að Vegagerðin greiddi félaginu allt það fjárhagslegt tjón sem framkvæmdirnar kynnu að valda.

Að auki krafðist Veiðifélagið að Vegagerðin greiddi kostnað vegna hagsmunagæslu félagsins í aðdraganda framkvæmdanna. Á það féllst Vegagerðin hins vegar ekki og var málinu því stefnt fyrir dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×