Innlent

Vill að Seðlabankinn lækki stýrivexti

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. MYND/SK

Seðlabankinn verður að lækka stýrivexti og hætta stuðningi sínum við alltof hátt gengi krónunnar að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir vaxtastefnu bankans hafa lítil áhrif á þróun verðbólgunnar og vinni gegn því að krónan virki eðlilega sem sjálfstæður gjaldmiðill. Mikilvægasta mótvægisaðgerðin fyrir sjávarútveginn og landsbyggðina er lægra gengi krónunnar að hans mati.

Í yfirlýsingu sem Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, birtir á heimasíðu samtakanna kemur fram að mikilvægasta mótvægisaðgerðin fyrir sjávarútveginn í kjölfar minnkun aflaheimilda sé að gengi krónunnar tryggi eðlilega samkeppnisstöðu útflutnings- og samkeppnisgreina.

Að mati Vilhjálms hefur vaxtastefna Seðlabankans þveröfug áhrif. Hann segir eðlilegt að krónan lækki þegar búist er við verulegum samdrætti þjóðarútgjalda og sjávarútvegurinn fái á sig mikinn aflasamdrátt. Gagnrýnir hann Seðlabankann og vill að bankinn hætti að reyna að beita gjaldmiðlinum sem miðlunartæki peningastefnunnar.

Sjá nánar yfirlýsing Vilhjálms.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×