Innlent

Jarðboranir fá risabor

Í dag er skipað upp í Hafnarfirði lang stærsta jarðbor, sem notaður hefur verið hér á landi til þessa. Hann getur jafnframt borað dýpra en gert hefur verið til þessa.

Þyngstu einstöku stykkin vega um 90 tonn, eða sem jafngildir um 60 litlum fólksbílum. Til samanburðar er hann 30% afkastameiri en borarnir Óðinn og Geysir, sem eru þó stærstu borar sinnar tegundar á Norðurlöndum.

Jarðboranir hf keyptu borinn á Ítalíu. Hann verður settur saman uppi á Hellisheiði. Búist er við að verkið taki umþaðbil mánuð. Þar á hann að bora niður á háhitasvæði og afla Orkuveitu Reykjavíkur orku.

Borinn getur jafnframt borað mun dýpra en hinir borarnir tveir, eða fjóran og hálfan kílómetra ofan í jröðina, og nýtist því við tilraunir við svonefndar djúpboranir niður á mun heitari og orkuríkari svæði en borað hefur verið niðru á til þessa. Talið er að slíkar holur geti skilað margfaldri orku á við öflugust borholur núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×