Fleiri fréttir Útlit fyrir stórsigur mið- og hægrimanna í Frakklandi Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. 10.6.2007 18:30 Valgerður orðin varaformaður Framsóknarflokksins Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var kjörin varaformaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi á Grand-hóteli í dag. Valgerður var ein í kjöri og greiddi alls 101 maður atkvæði. Hlaut Valgerður 85 atkvæði eða 89,5 prósent atkvæða 10.6.2007 18:23 Svipast um eftir kajakræðurum á Faxaflóa Landhelgisgæslan er farin að svipast um eftir tveimur kajakræðurum sem hugðust róa frá Garðaskaga í gær og upp á Snæfellsnes. 10.6.2007 18:02 Madeleine Svíaprinsessa 25 ára í dag Fjöldi fólks kom saman við konungshöllina í Stokkhólmi í dag til þess að samgleðjast með Madeleine Svíaprinsessu sem fagnaði 25 ára afmæli sínu. 10.6.2007 17:54 Fellibylurinn Gonu veldur usla í Íran Tuttugu og þrír eru látnir í Íran eftir yfirreið fellibyljarins Gonus um helgina. Þorp í héruðum í suðurhluta Írans urðu verst úti í bylnum og er haft eftir yfirmanni hamfarastofnunar landsins í írönskum fjölmiðlum að erfiðlega gangi að koma hjálpargögnum til um 1850 þorpa. 10.6.2007 17:30 Útlit fyrir að stjórnin sé fallin í Belgíu Útlit er fyrir að átta valdatíð Guys Verhofstadts, forsætisráðherra Belgíu, sé á enda því fyrstu tölur eftir þingkosningar í dag benda til þess að kjósendur hafi fellt ríkisstjórn frjálsyndra og sósíalista í landinu. 10.6.2007 17:16 Tugir látnir eftir flóð í Kína Á sjöunda tug manna eru látnir og yfir 600 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir mikil flóð í suðurhluta Kína. Flóðin má rekja til mikilla rigninga í nokkrum héruðum landsins en þar hefur rignt sleitulaust í fjóra daga. 10.6.2007 16:38 Powell: Ég myndi loka Guantánamo í strax í dag Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að Bandaríkjastjórn loki fangabúðunum við Gunatánamo-flóa hið fyrsta. „Ef ég fengi að ráða myndi ég loka búðunum strax í kvöld," sagði Powell í þættinum Meet the Press á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag. 10.6.2007 16:16 Á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal Ungur maður, sem nýverið fékk ökuskírteinið, var gripinn á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal á Austurlandi í gær. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Seyðisfirði að hún hafi ásamt lögreglunni á Eskifirði verið við eftirlit í dalnum þar sem pilturinn ók um. 10.6.2007 16:09 Áttunda hverju barni í Danmörku enn þá refsað með ofbeldi Því fer fjarri að foreldrar séu hættir að rassskella börn sín eða refsa þeim á annan hátt með ofbeldi í Danmörku. Þetta sýnir ný rannsókn sem greint er frá vef Jótlandspóstins. 10.6.2007 15:35 Galdranornir brenndar í Úganda Þrjár konur, sem sakaðar voru um fjölkynngi, voru grýttar og svo brenndar lifandi í flóttamannabúðum í Úganda á dögum. Eftir því sem Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá mun ökumaður leigumótorhjóls hafa tekið undarlega sótt sem læknar á svæðinu gátu ekki skýrt en hún dró manninn að lokum til dauða. 10.6.2007 15:17 Á þriðja tug slasaður eftir umferðarslys í Belgíu Tuttugu og þrír slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar rúta með breska ferðamenn ók á bíl og í framhaldinu á hús í bænum Middelkerke í Belgíu í dag. Nítján hinna slösuðu voru í rútunni en tveir farþegar í bílnum og tveir íbúar í húsinu slösuðust lítillega í óhappinu. 10.6.2007 14:55 Sjö skotnir í heimahúsi í Wisconsin Lögregla hefur fundið sex manns látna og barn illa sært eftir skotárás í bænum Delavan í suðurhluta Wisconsin-ríkis í Bandaríkjunum. 10.6.2007 14:36 Vilja stofna lýðháskóla að Núpi í Dýrafirði Ungmennafélag Íslands vill koma á á fót lýðháskóla með umhverfissviði í gamla skólanum að Núpi í Dýrafirði. Fram kemur á vef Bæjarins besta að slíkur skóli yrði starfræktur í samstarfi við systursamtök Ungmennafélagsins í Danmörku sem reka átta lýðháskóla. 10.6.2007 14:28 Framsóknarmenn geta sjálfum sér kennt um tapið Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum. 10.6.2007 13:53 Paris Hilton ætlar að taka út sína refsingu Bandaríski hótelerfinginn Paris Hilton segist ekki ætla að aðhafast frekar vegna fangelsisvistar sinnar heldur sitja inni þann tíma sem dómstólar ákveði. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær hvetur hún fjölmiðla til þess að snúa sér að öðrum málum en hennar, til að mynda Íraksstríðinu. 10.6.2007 13:28 Bush í Albaníu George Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Albaníu í morgun, fyrstur bandarískra forseta. Bush átti fund með Sali Berisha, forsætsisráðherra, og fullvissaði hann um að aðildarumsókn Albana að Atlantshafsbandalaginu væri til meðferðar og stutt í að hún yrði samþykkt. 10.6.2007 13:15 Mikið um dýrðir í brúðkaupi dóttur soldánsins af Brunei Liðlega tveggja vikna hátíðahöld í olíuríkinu Brunei í Suðaustur-Asíu vegna brúðkaups eins af börnum soldánsins náðu í dag hámarki sínu þegar brúðhjónin voru kynnt fyrir þjóðinni. 10.6.2007 13:13 Mugabe ráðlagt að draga sig í hlé Robert Mugabe, forseta Simbabve, hefur verið ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Ekki er þó víst að hann farið að ráðum samstarfsmanna sinna. 10.6.2007 12:45 Leita hefnda eftir tapið gegn Svíum Eitt af undrum Íslands, knattspyrnufélagið Nörd, mun taka að sér að leita hefnda eftir ófarir Íslendinga í Svíþjóð á dögunum þar sem drengirnir hans Eyjólfs Sverrissonar töpuðu 5-0. 10.6.2007 12:30 Valgerður gróðursetti tré við álver Án efa er afrakstur eins stærsta pólitíska verks Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kominn á daginn en hún var við vígslu nýja álversins á Reyðarfirði í gær. 10.6.2007 12:15 Ein æðstu verðlaun rússneska lýðveldisins Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum, Global Energy International Prize, fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Verðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins. 10.6.2007 12:08 Virkjanaframkvæmdir hafa áhrif á starfsemi meðferðarheimilis Stjórn meðferðarheimilisins Skaftholts skora á stjórnvöld að falla frá fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á íbúa á heimilinu og þá uppbyggingu sem þar hefur farið fram. 10.6.2007 12:00 Feneyjatvíæringurinn hafinn Ein elsta og viðamesta listsýning heims, Feneyjatvíæringurinn, hófst í dag í Feneyjum. Þetta er í 52. sinn sem hátíðin er haldin en hún fer fram annað hvert ár. 10.6.2007 11:53 Sex sagðir látnir í skotárás í Wisconsin Sex hið minnsta eru sagðir látnir í Wisconsin í Bandaríkjunum eftir að byssumaður eða byssumenn gengu þar berserksgang. Frá þessu er greint á Fox-sjónvarpsstöðinni en litlar aðrar upplýsingar er að hafa um málið að svo stöddu. 10.6.2007 11:48 Réttað verði yfir Lugovoj í þriðja landi Bresk stjórnvöld vinna nú að málamiðlunartillögu í deilunni við Rússa um framsal Andreis Lugovoj, fyrrverandi njósnara hjá KGB, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða annan fyrrverandi njósnara KGB, Alexander Litvininenko. 10.6.2007 11:34 Reynt að ráða Karzai af dögum Reynt var að ráða Hamid Karzai, forseta Afganistans, af dögum í heimsókn í Ghazni-héraði í austurhluta landsins í dag. Karzai var að halda ræðu á fundi um uppbyggingu í héraðinu þegar eldflaugar lentu í nokkur hundruð metra fjarlægð frá honum. 10.6.2007 11:16 Framsóknarmenn velja varaformann Framsóknarmenn halda miðstjórnarfund í dag þar sem meðal annars verður valinn nýr varaformaður floksins verður valinn í stað Guðna Ágústssonar. 10.6.2007 11:03 Mugabe ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri Robert Mugabe, forseta Simbabve, hefur verið ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Mugabe, sem er 83 ára, hefur setið á forsetastól frá því landið fékk sjálfstæði árið 1980. 10.6.2007 10:45 Belgar ganga að kjörborðinu Nágrannar Frakka í Belgíu kjósa einnig þing í dag. Óvíst er hvort ríkisstjórn frjálslyndra og sósíalista undir forystu Guy Verhofstadt forsætisráðherra haldi velli eftir átta ára samstarf. S 10.6.2007 10:30 Bush í Albaníu George Bush Bandaríkjaforseti kom til Albaníu í morgun, fyrstur bandarískra forseta. Þetta ríki á Balkanskaga var áður vígi harðlínu kommúnista sem aðhylltust einangrunarstefnu en þar er nú að finna dygga stuðningsmenn Bandaríkjanna. 10.6.2007 10:15 TF-Líf til aðstoðar Flugfélagi Íslands Twin Otter flugvél Flugfélags Íslands féll niður um þunnt íslag á yfirborði Grænlandsjökuls í gær þegar hún lenti þar til að sækja hóp ferðamanna á jökulinn. Þegar ekki náðist að rétta hana við var kallað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fór með tvo flugvirkja á staðinn sem freistuðu þess að koma vélinni í loft á nýjan leik. 10.6.2007 10:00 Þingkosningar í Frakklandi í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa þing. Síðustu kannanir benda til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys Frakklandsforseta bæti töluvert við sig. 10.6.2007 09:59 Leita enn manns vegna tilraunar til nauðgunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga konu á tvítugsaldiri í porti nálægt Þjóðleikhúsinu um sexleytið í gærmorgun. Konu var nauðgað á svipuðum stað í október síðastliðnum. 10.6.2007 09:52 Á ofsahraða frá Mosfellsbæ inn í Hvalfjörð Tuttugu og fjögurra ára karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hún veitti honum eftirför í nótt alla leið inn í Hvalfjarðarbotn á miklum hraða. 10.6.2007 09:49 Foreldrar Madeleine litlu gera hlé á leitinni Foreldrar hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine McCann, sem rænt var í Portúgal fyrir rúmum mánuði, hyggjast taka sér hvíld á leitinni að dóttur sinni og hugsa málið. 9.6.2007 20:41 Dýrbítur á ferð í Borgarfirði Labrador-hundur beit í dag tvö lömb til bana við bæ í Lundareykjadal í Borgarfirði. Eftir því sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld var hundurinn á ferð við bæinn Þverfell ásamt hópi fólks sem var með hross í svokölluðum sleppitúr. 9.6.2007 20:38 Réðust á ísraelska eftirlitsstöð Fjórir herskáir Palestínumenn réðust í dag á eftirlitsstöð ísraelska hersins og skiptust á skotum við ísraelska hermenn. 9.6.2007 20:24 Vilja framlengja farbann yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra VSP Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hyggst fara fram á framlengingu á farbanni yfir Viggó Viggóssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfastofu Sparisjóðanna. 9.6.2007 19:29 Íslendingar yfir gegn Serbum eftir fyrri hálfleik Íslendingar eru einu marki yfir gegn Serbum, 14-13, í viðureign um laust sæti á Evrópumótinu í handknattleik í Noregi á næsta ári. Leikurinn fer fram í Serbíu og er fyrri viðureign liðanna. Þau mætast aftur á Íslandi eftir viku. 9.6.2007 19:23 Gekk grátandi úr dómssal Paris Hilton gekk grátandi úr dómssal í Los Angeles í gær eftir að dómari úrskurðaði að hún skyldi send aftur í fangelsi. Lögreglustjóri segir Hilton eiga við geðræn vandamál að stríða og því ekki rétt að senda hana aftur í steininn. 9.6.2007 19:00 Alvarlegt að fylgja ekki ráðgjöf Það er hættulegur leikur að gera vísindin að blóraböggli fyrir slakri stöðu þorstofnsins, segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Hann telur það grafalvarlegt mál ef ekki verður farið að tillögum stofnunarinnar um stórfelldan niðurskurð þorskafla. 9.6.2007 18:48 Bush á ferð og flugi Mótmælendur létu hátt í sér heyra á götum Rómarborgar í dag. George Bush Bandaríkjaforseti sótti borgina heim og var allt annað en velkominn. Forsetinn er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana og ræðir eldflaugavarnarkerfi og Kósóvódeiluna. 9.6.2007 18:38 Umhverfisvænasta álver Alcoa Forstjóri Alcoa segir álverið á Reyðarfirði það umhverfisvænasta af tæplega þrjátíu verksmiðjum fyrirtækisins víðs vegar um heiminn og stefnir ótrauður á byggingu álvers við Húsavík. Forsætisráðherra segir að fyrirtækið geti áfram búist við velvilja íslenskra stjórnvalda, en verksmiðja Fjarðaáls var formlega opnuð í dag. 9.6.2007 18:37 Hafna sérstöðu og græða á því Álverið í Straumsvík hefur verið losað undan öllum undanþágum um skatta, gjöld og tolla sem fyrirtækið fékk þegar álverið var reist fyrir 40 árum. Þetta fól í sér miklar ívilnanir í gegnum tíðina. Svo miklar breytingar hafa aftur á móti orðið á almennu skattaumhverfi fyrirtækja að álverið sparar sér hálfan milljarð á ári með því að vera skattlagt eins og hvert annað fyrirtæki. 9.6.2007 18:30 Sjá næstu 50 fréttir
Útlit fyrir stórsigur mið- og hægrimanna í Frakklandi Útgönguspár benda til þess að bandalag mið- og hægrimenn hafi unnið stórsigur í frönsku þingkosningunum í dag og hafi ríflegan meirihluta í neðri deild þingsins - sjötíu til áttatíu prósent þingsæta. Endanleg úrslit liggja þó ekki fyrir fyrr en eftir viku. Einnig var kosið til þings í Belgíu í dag og benda fyrstu tölur til þess að stjórn frjálslyndra og sósíalista sé fallin. Kristilegir demókratar í Flæmingjalandi eru sigurvegarar kosninganna með rúm þrjátíu prósent atkvæða. 10.6.2007 18:30
Valgerður orðin varaformaður Framsóknarflokksins Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, var kjörin varaformaður Framsóknarflokksins á miðstjórnarfundi á Grand-hóteli í dag. Valgerður var ein í kjöri og greiddi alls 101 maður atkvæði. Hlaut Valgerður 85 atkvæði eða 89,5 prósent atkvæða 10.6.2007 18:23
Svipast um eftir kajakræðurum á Faxaflóa Landhelgisgæslan er farin að svipast um eftir tveimur kajakræðurum sem hugðust róa frá Garðaskaga í gær og upp á Snæfellsnes. 10.6.2007 18:02
Madeleine Svíaprinsessa 25 ára í dag Fjöldi fólks kom saman við konungshöllina í Stokkhólmi í dag til þess að samgleðjast með Madeleine Svíaprinsessu sem fagnaði 25 ára afmæli sínu. 10.6.2007 17:54
Fellibylurinn Gonu veldur usla í Íran Tuttugu og þrír eru látnir í Íran eftir yfirreið fellibyljarins Gonus um helgina. Þorp í héruðum í suðurhluta Írans urðu verst úti í bylnum og er haft eftir yfirmanni hamfarastofnunar landsins í írönskum fjölmiðlum að erfiðlega gangi að koma hjálpargögnum til um 1850 þorpa. 10.6.2007 17:30
Útlit fyrir að stjórnin sé fallin í Belgíu Útlit er fyrir að átta valdatíð Guys Verhofstadts, forsætisráðherra Belgíu, sé á enda því fyrstu tölur eftir þingkosningar í dag benda til þess að kjósendur hafi fellt ríkisstjórn frjálsyndra og sósíalista í landinu. 10.6.2007 17:16
Tugir látnir eftir flóð í Kína Á sjöunda tug manna eru látnir og yfir 600 þúsund hafa þurft að yfirgefa heimili sín eftir mikil flóð í suðurhluta Kína. Flóðin má rekja til mikilla rigninga í nokkrum héruðum landsins en þar hefur rignt sleitulaust í fjóra daga. 10.6.2007 16:38
Powell: Ég myndi loka Guantánamo í strax í dag Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, vill að Bandaríkjastjórn loki fangabúðunum við Gunatánamo-flóa hið fyrsta. „Ef ég fengi að ráða myndi ég loka búðunum strax í kvöld," sagði Powell í þættinum Meet the Press á NBC-sjónvarpsstöðinni í dag. 10.6.2007 16:16
Á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal Ungur maður, sem nýverið fékk ökuskírteinið, var gripinn á nærri 150 kílómetra hraða í Fagradal á Austurlandi í gær. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Seyðisfirði að hún hafi ásamt lögreglunni á Eskifirði verið við eftirlit í dalnum þar sem pilturinn ók um. 10.6.2007 16:09
Áttunda hverju barni í Danmörku enn þá refsað með ofbeldi Því fer fjarri að foreldrar séu hættir að rassskella börn sín eða refsa þeim á annan hátt með ofbeldi í Danmörku. Þetta sýnir ný rannsókn sem greint er frá vef Jótlandspóstins. 10.6.2007 15:35
Galdranornir brenndar í Úganda Þrjár konur, sem sakaðar voru um fjölkynngi, voru grýttar og svo brenndar lifandi í flóttamannabúðum í Úganda á dögum. Eftir því sem Sky-sjónvarpsstöðin greinir frá mun ökumaður leigumótorhjóls hafa tekið undarlega sótt sem læknar á svæðinu gátu ekki skýrt en hún dró manninn að lokum til dauða. 10.6.2007 15:17
Á þriðja tug slasaður eftir umferðarslys í Belgíu Tuttugu og þrír slösuðust, þar af fjórir alvarlega, þegar rúta með breska ferðamenn ók á bíl og í framhaldinu á hús í bænum Middelkerke í Belgíu í dag. Nítján hinna slösuðu voru í rútunni en tveir farþegar í bílnum og tveir íbúar í húsinu slösuðust lítillega í óhappinu. 10.6.2007 14:55
Sjö skotnir í heimahúsi í Wisconsin Lögregla hefur fundið sex manns látna og barn illa sært eftir skotárás í bænum Delavan í suðurhluta Wisconsin-ríkis í Bandaríkjunum. 10.6.2007 14:36
Vilja stofna lýðháskóla að Núpi í Dýrafirði Ungmennafélag Íslands vill koma á á fót lýðháskóla með umhverfissviði í gamla skólanum að Núpi í Dýrafirði. Fram kemur á vef Bæjarins besta að slíkur skóli yrði starfræktur í samstarfi við systursamtök Ungmennafélagsins í Danmörku sem reka átta lýðháskóla. 10.6.2007 14:28
Framsóknarmenn geta sjálfum sér kennt um tapið Það er við framsóknarmenn sjálfa að sakast að flokkurinn tapaði fylgi í þingkosningunum í vor, sagði Guðni Ágústsson, nýr formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sinni á miðstjónarfundi á Grand-hóteli í dag. Hann sagði meðal annars Baugsmál, Íraksmál og einkavæðingarmál hafa reynst flokknum erfið á síðustu árum. 10.6.2007 13:53
Paris Hilton ætlar að taka út sína refsingu Bandaríski hótelerfinginn Paris Hilton segist ekki ætla að aðhafast frekar vegna fangelsisvistar sinnar heldur sitja inni þann tíma sem dómstólar ákveði. Í yfirlýsingu sem hún sendi frá sér í gær hvetur hún fjölmiðla til þess að snúa sér að öðrum málum en hennar, til að mynda Íraksstríðinu. 10.6.2007 13:28
Bush í Albaníu George Bush, Bandaríkjaforseti, kom til Albaníu í morgun, fyrstur bandarískra forseta. Bush átti fund með Sali Berisha, forsætsisráðherra, og fullvissaði hann um að aðildarumsókn Albana að Atlantshafsbandalaginu væri til meðferðar og stutt í að hún yrði samþykkt. 10.6.2007 13:15
Mikið um dýrðir í brúðkaupi dóttur soldánsins af Brunei Liðlega tveggja vikna hátíðahöld í olíuríkinu Brunei í Suðaustur-Asíu vegna brúðkaups eins af börnum soldánsins náðu í dag hámarki sínu þegar brúðhjónin voru kynnt fyrir þjóðinni. 10.6.2007 13:13
Mugabe ráðlagt að draga sig í hlé Robert Mugabe, forseta Simbabve, hefur verið ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Ekki er þó víst að hann farið að ráðum samstarfsmanna sinna. 10.6.2007 12:45
Leita hefnda eftir tapið gegn Svíum Eitt af undrum Íslands, knattspyrnufélagið Nörd, mun taka að sér að leita hefnda eftir ófarir Íslendinga í Svíþjóð á dögunum þar sem drengirnir hans Eyjólfs Sverrissonar töpuðu 5-0. 10.6.2007 12:30
Valgerður gróðursetti tré við álver Án efa er afrakstur eins stærsta pólitíska verks Valgerðar Sverrisdóttur, fyrrverandi iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kominn á daginn en hún var við vígslu nýja álversins á Reyðarfirði í gær. 10.6.2007 12:15
Ein æðstu verðlaun rússneska lýðveldisins Dr. Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Háskóla Íslands, tók í gær við Alheimsorkuverðlaununum, Global Energy International Prize, fyrir rannsóknir sínar í orkumálum, ekki síst vetnisrannsóknir. Verðlaunin eru ein æðsta viðurkenning rússneska lýðveldisins. 10.6.2007 12:08
Virkjanaframkvæmdir hafa áhrif á starfsemi meðferðarheimilis Stjórn meðferðarheimilisins Skaftholts skora á stjórnvöld að falla frá fyrirhuguðum virkjanaframkvæmdum í Þjórsá. Framkvæmdirnar hafi mikil áhrif á íbúa á heimilinu og þá uppbyggingu sem þar hefur farið fram. 10.6.2007 12:00
Feneyjatvíæringurinn hafinn Ein elsta og viðamesta listsýning heims, Feneyjatvíæringurinn, hófst í dag í Feneyjum. Þetta er í 52. sinn sem hátíðin er haldin en hún fer fram annað hvert ár. 10.6.2007 11:53
Sex sagðir látnir í skotárás í Wisconsin Sex hið minnsta eru sagðir látnir í Wisconsin í Bandaríkjunum eftir að byssumaður eða byssumenn gengu þar berserksgang. Frá þessu er greint á Fox-sjónvarpsstöðinni en litlar aðrar upplýsingar er að hafa um málið að svo stöddu. 10.6.2007 11:48
Réttað verði yfir Lugovoj í þriðja landi Bresk stjórnvöld vinna nú að málamiðlunartillögu í deilunni við Rússa um framsal Andreis Lugovoj, fyrrverandi njósnara hjá KGB, sem ákærður hefur verið fyrir að myrða annan fyrrverandi njósnara KGB, Alexander Litvininenko. 10.6.2007 11:34
Reynt að ráða Karzai af dögum Reynt var að ráða Hamid Karzai, forseta Afganistans, af dögum í heimsókn í Ghazni-héraði í austurhluta landsins í dag. Karzai var að halda ræðu á fundi um uppbyggingu í héraðinu þegar eldflaugar lentu í nokkur hundruð metra fjarlægð frá honum. 10.6.2007 11:16
Framsóknarmenn velja varaformann Framsóknarmenn halda miðstjórnarfund í dag þar sem meðal annars verður valinn nýr varaformaður floksins verður valinn í stað Guðna Ágústssonar. 10.6.2007 11:03
Mugabe ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri Robert Mugabe, forseta Simbabve, hefur verið ráðið frá því að sækjast eftir endurkjöri á næsta ári. Mugabe, sem er 83 ára, hefur setið á forsetastól frá því landið fékk sjálfstæði árið 1980. 10.6.2007 10:45
Belgar ganga að kjörborðinu Nágrannar Frakka í Belgíu kjósa einnig þing í dag. Óvíst er hvort ríkisstjórn frjálslyndra og sósíalista undir forystu Guy Verhofstadt forsætisráðherra haldi velli eftir átta ára samstarf. S 10.6.2007 10:30
Bush í Albaníu George Bush Bandaríkjaforseti kom til Albaníu í morgun, fyrstur bandarískra forseta. Þetta ríki á Balkanskaga var áður vígi harðlínu kommúnista sem aðhylltust einangrunarstefnu en þar er nú að finna dygga stuðningsmenn Bandaríkjanna. 10.6.2007 10:15
TF-Líf til aðstoðar Flugfélagi Íslands Twin Otter flugvél Flugfélags Íslands féll niður um þunnt íslag á yfirborði Grænlandsjökuls í gær þegar hún lenti þar til að sækja hóp ferðamanna á jökulinn. Þegar ekki náðist að rétta hana við var kallað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar sem fór með tvo flugvirkja á staðinn sem freistuðu þess að koma vélinni í loft á nýjan leik. 10.6.2007 10:00
Þingkosningar í Frakklandi í dag Frakkar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa þing. Síðustu kannanir benda til þess að hægriflokkur Nicolas Sarkozys Frakklandsforseta bæti töluvert við sig. 10.6.2007 09:59
Leita enn manns vegna tilraunar til nauðgunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn manns sem grunaður er um að hafa reynt að nauðga konu á tvítugsaldiri í porti nálægt Þjóðleikhúsinu um sexleytið í gærmorgun. Konu var nauðgað á svipuðum stað í október síðastliðnum. 10.6.2007 09:52
Á ofsahraða frá Mosfellsbæ inn í Hvalfjörð Tuttugu og fjögurra ára karlmaður er í haldi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu eftir að hún veitti honum eftirför í nótt alla leið inn í Hvalfjarðarbotn á miklum hraða. 10.6.2007 09:49
Foreldrar Madeleine litlu gera hlé á leitinni Foreldrar hinnar fjögurra ára gömlu Madeleine McCann, sem rænt var í Portúgal fyrir rúmum mánuði, hyggjast taka sér hvíld á leitinni að dóttur sinni og hugsa málið. 9.6.2007 20:41
Dýrbítur á ferð í Borgarfirði Labrador-hundur beit í dag tvö lömb til bana við bæ í Lundareykjadal í Borgarfirði. Eftir því sem greint var frá í fréttum Ríkisútvarpsins í kvöld var hundurinn á ferð við bæinn Þverfell ásamt hópi fólks sem var með hross í svokölluðum sleppitúr. 9.6.2007 20:38
Réðust á ísraelska eftirlitsstöð Fjórir herskáir Palestínumenn réðust í dag á eftirlitsstöð ísraelska hersins og skiptust á skotum við ísraelska hermenn. 9.6.2007 20:24
Vilja framlengja farbann yfir fyrrverandi framkvæmdastjóra VSP Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra hyggst fara fram á framlengingu á farbanni yfir Viggó Viggóssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Verðbréfastofu Sparisjóðanna. 9.6.2007 19:29
Íslendingar yfir gegn Serbum eftir fyrri hálfleik Íslendingar eru einu marki yfir gegn Serbum, 14-13, í viðureign um laust sæti á Evrópumótinu í handknattleik í Noregi á næsta ári. Leikurinn fer fram í Serbíu og er fyrri viðureign liðanna. Þau mætast aftur á Íslandi eftir viku. 9.6.2007 19:23
Gekk grátandi úr dómssal Paris Hilton gekk grátandi úr dómssal í Los Angeles í gær eftir að dómari úrskurðaði að hún skyldi send aftur í fangelsi. Lögreglustjóri segir Hilton eiga við geðræn vandamál að stríða og því ekki rétt að senda hana aftur í steininn. 9.6.2007 19:00
Alvarlegt að fylgja ekki ráðgjöf Það er hættulegur leikur að gera vísindin að blóraböggli fyrir slakri stöðu þorstofnsins, segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Hann telur það grafalvarlegt mál ef ekki verður farið að tillögum stofnunarinnar um stórfelldan niðurskurð þorskafla. 9.6.2007 18:48
Bush á ferð og flugi Mótmælendur létu hátt í sér heyra á götum Rómarborgar í dag. George Bush Bandaríkjaforseti sótti borgina heim og var allt annað en velkominn. Forsetinn er á ferð og flugi um Evrópu þessa dagana og ræðir eldflaugavarnarkerfi og Kósóvódeiluna. 9.6.2007 18:38
Umhverfisvænasta álver Alcoa Forstjóri Alcoa segir álverið á Reyðarfirði það umhverfisvænasta af tæplega þrjátíu verksmiðjum fyrirtækisins víðs vegar um heiminn og stefnir ótrauður á byggingu álvers við Húsavík. Forsætisráðherra segir að fyrirtækið geti áfram búist við velvilja íslenskra stjórnvalda, en verksmiðja Fjarðaáls var formlega opnuð í dag. 9.6.2007 18:37
Hafna sérstöðu og græða á því Álverið í Straumsvík hefur verið losað undan öllum undanþágum um skatta, gjöld og tolla sem fyrirtækið fékk þegar álverið var reist fyrir 40 árum. Þetta fól í sér miklar ívilnanir í gegnum tíðina. Svo miklar breytingar hafa aftur á móti orðið á almennu skattaumhverfi fyrirtækja að álverið sparar sér hálfan milljarð á ári með því að vera skattlagt eins og hvert annað fyrirtæki. 9.6.2007 18:30