Fleiri fréttir Vespur valda vandræðum í Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af ökumönnum léttra bifhjóla, svokölluðum vespum. Fjórir voru stöðvaðir við akstur á vespum nýverið þar sem þeir höfðu ekki réttindi til að aka þeim. 5.6.2007 23:35 Bíll fauk útaf Vesturlandsvegi Jeppabifreið með kerru í afturdragi fór útaf Vesturlandsvegi við Hafnarfjall laust fyrir klukkan tíu í kvöld. Tveir voru í bílnum en þá sakaði ekki. Talið er vindhviða hafi feykt kerrunni til með þeim afleiðingum að ökumaður missti stjórn á bílnum. Nokkuð hvasst er á svæðinu að sögn lögreglu. 5.6.2007 22:21 Stal veski af roskinni konu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir manni sem hrifsaði handtösku af roskinni konu á Leifsgötu í hádeginu í dag. Maðurinn komst undan á hlaupum en konuna sakaði ekki. 5.6.2007 22:01 Útafkeyrsla í Keflavík Ungur ökumaður slapp með skrekkinn þegar að bíll sem hann keyrði fór útaf veginum á mótum Flugvallarvegs og Skólavegs í Keflavík um sjöleytið í kvöld. Pilturinn er 17 ára gamall en hann sakaði ekki. 5.6.2007 21:53 Telur samning Orkuveitunnar við Norðurál óráðlegan Orkusölusamningur Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál er ótímabær og óráðlegur að mati Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta kom fram í máli hans í viðtali í Íslandi í dag. Hann greiddi atkvæði gegn samninginum þegar stjórn orkuveitunnar samþykkti hann í dag. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitunnar, gekk út af fundinum þegar tillaga hennar um að leynd á orkuverði yrði aflétt var felld. 5.6.2007 20:58 Stakk dómara með hníf eftir að henni var synjað um forræði Frakkar íhuga nú að herða öryggi í réttarsölum eftir að dómari í borginni Metz varð fyrir árás trylltrar móður. Dómarinn var nýbúinn að kveða upp úrskurð sinn í máli konunnar þegar hún réðst að honum og stakk hann þrisvar með hníf. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. Líðan hans er nú stöðug og hann er ekki í lífshættu. 5.6.2007 20:18 Ætlunin ekki að skaða atvinnulífið heldur ná niður verðbólgunni Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að bankinn eigi að sæta samfelldri gagnrýni og sé ekki yfir hana hafinn að neinu leyti. Markmið bankans sé hins vegar að ná verbólgunni niður og hækkun stýrivaxta sé eina tækið til þess. Ætlunin sé alls ekki að skaða atvinnulífið eins og Samtök atvinnulífsins vilji meina. 5.6.2007 19:35 Framleiðendur vilja skýrar reglur um notkun íslenska fánans Íslenskir framleiðendur hafa beðið í níu ár eftir reglugerð sem segir hvernig nota má íslenska fánann á umbúðir íslenskrar framleiðslu. Ekkert bólar á reglugerðinni og formaður samtaka iðnaðarins kallar eftir skýrum línum. 5.6.2007 19:31 Íslendingar áberandi í Stokkhólmi Íslendingar gerðu sig gildandi á götum Stokkhólms í dag en karlalið Íslendinga og Svía í knattspyrnu mætast þar í undankeppni EM á morgun. Upphitunarhátíð var haldin á Norrmalstorgi um miðjan dag þar sem keppt var í ýmsum aflraunaþrautum. Síðdegis hófust svo tónleikar við Berzelii garð þar sem fólk fær að heyra eitthvað íslenskt. Stuðmenn, Björgvinn Halldórsson, KK og Ragnheiður Gröndal skemmta og búa landann og Svía undir tuðruspark morgundagsins. 5.6.2007 19:30 Rökstuddur grunur um brot á samkeppnislögum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að húsleit hjá Mjólkursamsölunni í morgun hafi verið gerð vegna rökstudds gruns um brot á samkeppnislögum. Ólafur Magnús Magnússon hjá Mjólku hf, segist fagna þessari aðgerð og treysta á réttláta niðurstöðu. Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri MS, segist ekkert hafa að fela. 5.6.2007 19:24 Börnin í sérstökum forgangi Foreldrar eru hvattir til að hafa börnin í sérstökum forgangi í sumar svo forða megi þeim frá böli víns og vímuefna. Auglýsingaherferð SAMAN hópsins þess efnis var kynnt í dag. Heilbrigðisráðherra segir samvinnu einu leiðina í forvarnarstarfi. 5.6.2007 19:15 Megrun borgar sig Rúmlega helmingur þeirra einstaklinga sem fara í megrun viðhalda þyngdartapinu að einhverju leyti ári eftir að megruninni lýkur samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Niðurstöðurnar eru á skjön við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt fram á hið gagnstæða. Um 59 prósent þeirra sem tóku þátt í rannsókninni voru enn undir sinni upprunalegu þyngd ári eftir að þeir hættu í megrun. 5.6.2007 19:08 Svört skýrsla um bráðnun Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. 5.6.2007 18:53 Stefnumótun gegn einangrun innflytjenda Upplýsingaflæði til foreldra grunnskólabarna af erlendum uppruna verður bætt samkvæmt stefnumótun sem kynnt var af menntaráði Reykjavíkur í dag. Aðstoð við aðlögun og virkni barnanna verður að auki stórefld. Þetta þykir mikilvægur þáttur í að sporna gegn mögulegri einangrun fjölskyldna af erlendum uppruna. 5.6.2007 18:40 Orkuveita Reykjavíkur gerir orkusölusamning við Norðurál Stjórn Orkuveitur Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær orkusölusamning við Norðurál vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Þetta kemur fram á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur. Haft er eftir Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að með samninginum sé orkusala frá varmastöðinni á Hellisheiði tryggð. 5.6.2007 18:14 Engin svefnlyf skilin eftir í mávavarpi Engin svefnlyf í tengslum við fyrirhugaðar svæfingar máva í vísindaskyni verða skilin eftir í vörpunum eftir að verkefninu lýkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Svæfa á 600 pör máva í tilraun með svefnlyf í mávavörpum við Garðarholt, Korpúlfsstaðahólm og Þerney í júní. Íbúi á svæðinu undirbýr kæru til umhverfisráðuneytisins. 5.6.2007 17:49 Borgarfulltrúar setja sér siðareglur Stefnt verður að því að taka upp siðareglur fyrir borgarfulltrúa næsta haust en tillaga þessa efnis var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í dag. Reglunum er ætlað að skilgreina það hátterni sem kjörnir fulltrúar sýni að sér við störf sín fyrir hönd borgarinnar eins og segir í drögum að siðareglunum. 5.6.2007 17:27 Rannsókn á andláti manns í Hveragerði lokið Rannsókn lögreglunnar á andláti manns í Hveragerði þann 27. apríl er lokið. Niðurstöður úr krufningu benda ekki til að innvortis blæðingar mannsins og áverkar á nefi hans sé tilkomið vegna árásar eða átaka. 5.6.2007 17:15 Fyrrum ritstjórar DV dæmdir fyrir meiðyrði Páll Baldvin Baldvinsson og Björgvin Guðmundsson, fyrrum ritstjórar DV voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða Geir Hlöðveri Ericssyni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem birtust í DV í apríl á síðasta ári. Málsatvik voru þau að í fréttum í DV var sagt frá aðgerðum fíkniefnalögreglunnar og víkingasveitarinnar þegar ráðist var inn í húsnæði við Ármúla, þar sem sagt var að fundist hefðu fíkniefni. 5.6.2007 17:05 Rannsókn á mannsláti í Hveragerði lokið Lögreglan á Selfossi hefur lokið rannsókn á mannsláti í heimahúsi í Hveragerði hinn 27. apríl. Samkvæmt niðurstöðu krufningar var um miklar innvortis blæðingar að ræða. 5.6.2007 16:40 Surtseyjarsýning í Þjóðmenningarhúsinu Í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá lokum Surtseyjargossins stendur nú yfir sýning í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu sem ber heitið: Surtsey - jörð úr ægi. Þar er myndunar- og þróunarsaga Surtseyjar rakin frá myndun hennar og fram til dagsins í dag. 5.6.2007 16:30 Libby í 30 mánaða fangelsi 5.6.2007 16:18 Sýknaðir af ákæru um hópnauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fjóra unglingspilta af ákæru um að hafa nauðgað 14 ára stúlku í nóvember 2005. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa þröngvað stúlkunni til samræðis við sig, sumpart með ofbeldi og sumpart með því að notfæra sér ölvunar- og vímuefnaástand stúlkunnar. 5.6.2007 16:05 Smokkarnir voru of litlir Meðalstærð af smokkum sem grænlenska landsstjórnin útdeildi ókeypis til þegna sinna reyndist vera of lítil fyrir grænlenska karlmenn. Forvarnarstofnunin Paarisa sendi í fyrra smokka með nafninu Torrak til allra karlmanna á Grænlandi til þess að draga úr kynsjúkdómum og óæskilegum þungunum. Og ekki vantaði að smokkunum var vel tekið. 5.6.2007 15:49 Ók niður gönguljósastaur Óhapp varð við gönguljósin á Miklubraut til móts við Skaftahlíð um hálf fjögur þegar bíll ók á gönguljósastaur. Ökumaðurinn virðist hafa sloppið ómeiddur en umferðarljósin á mótum Hringbrautar og Lönguhlíðar biluðu í kjölfarið. Töluverðar tafir hafa myndast á Miklubraut vegna þessa. Lögregla segir hugsanlegt að ökumaður hafi verið ölvaður. 5.6.2007 15:36 Dregin marga kílómetra undir sendiferðabíl Tveir menn hafa verið handteknir í Flórída fyrir að draga konu margra kílómetra leið undir sendiferðabíl sínum. Lögreglan hafði upp á sendiferðabílnum með því að fylgja blóðslóðinni á veginum. Þegar hún fann bílinn var konan látin og mennirnir flúnir af vettvangi. 5.6.2007 15:35 Vélmenni með tilfinningar Japanska vélmenninu Kansei finnst sushi gott, hann frýs þegar hann heyrir orðið sprengja og er illa við forsetann. 5.6.2007 15:05 Viðbeinsbrotnaði í umferðaróhappi á Akureyri Tíu ára stúlka viðbeinsbrotnaði á Akureyri í klukkan eitt í dag þegar hún hjólaði inn í hlið bíls sem var á ferð. Stúlkan var með hjálm og er hann talinn hafa komið í veg fyrir að ekki fór verr. 5.6.2007 15:04 Ráðherra kynni áform stóriðjufyrirtækja fyrir almenningi Fulltrúar Sólar í Straumi, Sólar á Suðurnesjum og Sólar á Suðurlandi afhentu Þórunni Sveinbjarnardóttur, nýjum umhverfisráðherra, sameiginlega áskorun um að fela stofnunum ráðuneytisins að kynna fyrir almenningi heildarmynd áforma stóriðjufyrirtækja, orkufyrirtækja og orkuflutningafyrirtækja á Suður- og Suðvesturlandi. 5.6.2007 14:48 Forsætisráðherra Dana ver tjáningarfrelsið Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, varði einstaklingsfrelsið í ræðu sem hann hélt í tilefni af Grundlovsdag, sem er í dag. Hann sagði að það væri óverjandi þegar öfgakennd trú og öfgafull þjóðerniskennd bitnaði á einstaklingfrelsi, gerði konur undirgefnar karlmönnum og hindraði framþróun í efnahags-, þjóðfélags-, og menntamálum. 5.6.2007 14:35 Drap sjálfan sig og tvö börn sín eftir að hafa komist að framhjáhaldi konunnar Iain Varma, 34 ára kokkur frá norðurhluta Devon í Bretlandi, sem lést ásamt tveimur börnum sínum í eldsvoða er talinn hafa stungið börnin sín tvö og sjálfan sig áður en hann kveikti svo í húsinu. 5.6.2007 14:23 Vandi sjávarbyggða til umræðu á Alþingi Vandi sjávarbyggðanna var til umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi var varaþingmaður Vinstri grænna norðvesturkjördæmi og sjávarútvegsráðherra var til andsvara. Fleiri þingmenn fylgdu svo í kjölfarið. 5.6.2007 14:21 Fiskimálasetur opnað í Mósambík Fiskimálasetur var nýlega tekið í notkun í norðanverðri Mósambík. Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) lagði ásamt Þróunarsamvinnustofnun Breta (DIFID) til fjármagn til byggingar á nýju húsnæði undir setrið í hafnarborginni Quelimane. 5.6.2007 14:20 Íkveikja í Vestmannaeyjum Í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum kemur fram að um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var tilkynnt um að eldur væri í búnaði þjóðhátíðarnefndar sem geymdur er á svæði þjónustumiðstöðvar bæjarins. 5.6.2007 14:05 Dæmdur fyrir að ætla að selja yfir 400 e-töflur Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 22 mánaða fangelsi fyrir að hafa í fórum sínum hátt í 420 e-töflur sem ætlaðar voru til sölu. Töflurnar fundust á heimili foreldra mannsins í fyrrasumar. 5.6.2007 13:58 Reiðhjól í búðum ólögleg Meira en þriðjungur nýrra reiðhjóla í verslunum á Höfuðborgarsvæðinu hafa ekki nægilegan öryggisbúnað, eða 38%. Þau eru því ólögleg samkvæmt reglugerð. 5.6.2007 13:35 Ætla að sýna Díönu deyja Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 mun ekki að verða við beiðni prinsanna Williams og Harrys um að sleppa myndum af síðustu augnablikunum í lífi móður þeirra, í sjónvarpsþætti um lát Díönu prinsessu. 5.6.2007 13:30 Tveir dæmdir og tveir sýknaðir af morðinu á Jóni Þór Dómstóll í El Salvador hefur dæmt tvo menn í sjötíu ára fangelsi hvorn fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Salinas fyrir tæpu einu og hálfu ári. Réttað var yfir fjórum mönnum og voru tveir sýknaðir. 5.6.2007 13:26 Bush róar Rússa út af eldflaugakerfi George Bush Bandaríkjaforseti reynir nú að bera klæði á vopnin gangvart Vladimír Pútín Rússlandsforseta og fullvissa hann um að óþarfi sé að að óttast fyrirhugað eldflaugarkerfi í Austur-Evrópu. 5.6.2007 13:15 Með samúðarkveðjum -bin Laden Bróðir talibanaforingja sem féll í Afganistan í maí, segist hafa fengið samúðarbréf frá Osama bin Laden. Mullah Dadullah féll í árás Bandaríkjamanna. Fall hans er talið mesta áfall sem talibanar hafa orðið fyrir síðan þeim var steypt af stóli árið 2001. 5.6.2007 13:15 Biðlistum eytt, fæðingarorlof lengt og barnabætur hækkaðar Ríkisstjórnin hyggst eyða biðlistum hjá Barna og unglingageðdeild Landspítalans og Greiningarstöð ríkisins, lengja fæðingarorlofið í áföngum og hækka barnabætur til tekjulágra. Þá munu atvinnutekjur ellilífeyrisþega og vistmanna 70 ára og eldri ekki hafa áhrif á fjárhæð ellilífeyris og almannatryggingar. 5.6.2007 12:36 Þorskkvóti á norðurslóð gæti dregist saman um 100 þúsund tonn Alþjóðahafrannsóknaráðið ICES leggur til að að þorskveiðar í Barentshafi verði skornar niður um 15 þúsund tonn á næsta ári og að aflinn verði 409 þúsund tonn. Þá leggur ráðið til að að þorkveiðar verði bannaðar með öllu í Norðursjó á næsta ári, en áætlaður afli þar í ár verður 20 þúsund tonn. 5.6.2007 12:15 Aðstoðarforstjóri segir húsleitarheimild byggja á veikum grunni Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri MS, segir að dómur héraðsdóms frá því í gær sem heimilaði Samkeppniseftirlitinu að gera húsleit í höfuðstöðvum MS í morgun, byggi á afskaplega veikum grunni. Hann segir fyrirtækið ávallt hafa upplýst samkeppniseftirlitið um stöðu mála á hverjum tíma, og að Mjólkursamsalan hafi ekkert að fela. 5.6.2007 12:11 Kínverjar lofa aðgerðum í umhverfismálum Ríkisstjórn Kína hefur opinberað skýrslu þar sem fram kemur stefna þeirra og áætlaðar aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Í skýrslunni heitir stjórnin því að láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni. Þó er tekið skýrt fram að ekkert verði aðhafst, ógni það örum vexti efnahagskerfis landsins. 5.6.2007 12:10 Fjársjóðsskip vekur deilur Spænsk stjórnvöld hafa lagt fram kæru hjá dómstól í Bandaríkjunum vegna skipsflaks sem bandaríska fyrirtækið Odyssey Marine Exploration hefur fundið og hirt fjársjóð úr. Fjársjóðurinn er sagður vera rúmlega þrjátíu milljarða króna virði. 5.6.2007 12:00 Sjá næstu 50 fréttir
Vespur valda vandræðum í Vestmannaeyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af ökumönnum léttra bifhjóla, svokölluðum vespum. Fjórir voru stöðvaðir við akstur á vespum nýverið þar sem þeir höfðu ekki réttindi til að aka þeim. 5.6.2007 23:35
Bíll fauk útaf Vesturlandsvegi Jeppabifreið með kerru í afturdragi fór útaf Vesturlandsvegi við Hafnarfjall laust fyrir klukkan tíu í kvöld. Tveir voru í bílnum en þá sakaði ekki. Talið er vindhviða hafi feykt kerrunni til með þeim afleiðingum að ökumaður missti stjórn á bílnum. Nokkuð hvasst er á svæðinu að sögn lögreglu. 5.6.2007 22:21
Stal veski af roskinni konu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir manni sem hrifsaði handtösku af roskinni konu á Leifsgötu í hádeginu í dag. Maðurinn komst undan á hlaupum en konuna sakaði ekki. 5.6.2007 22:01
Útafkeyrsla í Keflavík Ungur ökumaður slapp með skrekkinn þegar að bíll sem hann keyrði fór útaf veginum á mótum Flugvallarvegs og Skólavegs í Keflavík um sjöleytið í kvöld. Pilturinn er 17 ára gamall en hann sakaði ekki. 5.6.2007 21:53
Telur samning Orkuveitunnar við Norðurál óráðlegan Orkusölusamningur Orkuveitu Reykjavíkur við Norðurál er ótímabær og óráðlegur að mati Dags B. Eggertssonar, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík. Þetta kom fram í máli hans í viðtali í Íslandi í dag. Hann greiddi atkvæði gegn samninginum þegar stjórn orkuveitunnar samþykkti hann í dag. Svandís Svavarsdóttir, fulltrúi Vinstri grænna í stjórn Orkuveitunnar, gekk út af fundinum þegar tillaga hennar um að leynd á orkuverði yrði aflétt var felld. 5.6.2007 20:58
Stakk dómara með hníf eftir að henni var synjað um forræði Frakkar íhuga nú að herða öryggi í réttarsölum eftir að dómari í borginni Metz varð fyrir árás trylltrar móður. Dómarinn var nýbúinn að kveða upp úrskurð sinn í máli konunnar þegar hún réðst að honum og stakk hann þrisvar með hníf. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð. Líðan hans er nú stöðug og hann er ekki í lífshættu. 5.6.2007 20:18
Ætlunin ekki að skaða atvinnulífið heldur ná niður verðbólgunni Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir að bankinn eigi að sæta samfelldri gagnrýni og sé ekki yfir hana hafinn að neinu leyti. Markmið bankans sé hins vegar að ná verbólgunni niður og hækkun stýrivaxta sé eina tækið til þess. Ætlunin sé alls ekki að skaða atvinnulífið eins og Samtök atvinnulífsins vilji meina. 5.6.2007 19:35
Framleiðendur vilja skýrar reglur um notkun íslenska fánans Íslenskir framleiðendur hafa beðið í níu ár eftir reglugerð sem segir hvernig nota má íslenska fánann á umbúðir íslenskrar framleiðslu. Ekkert bólar á reglugerðinni og formaður samtaka iðnaðarins kallar eftir skýrum línum. 5.6.2007 19:31
Íslendingar áberandi í Stokkhólmi Íslendingar gerðu sig gildandi á götum Stokkhólms í dag en karlalið Íslendinga og Svía í knattspyrnu mætast þar í undankeppni EM á morgun. Upphitunarhátíð var haldin á Norrmalstorgi um miðjan dag þar sem keppt var í ýmsum aflraunaþrautum. Síðdegis hófust svo tónleikar við Berzelii garð þar sem fólk fær að heyra eitthvað íslenskt. Stuðmenn, Björgvinn Halldórsson, KK og Ragnheiður Gröndal skemmta og búa landann og Svía undir tuðruspark morgundagsins. 5.6.2007 19:30
Rökstuddur grunur um brot á samkeppnislögum Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, segir að húsleit hjá Mjólkursamsölunni í morgun hafi verið gerð vegna rökstudds gruns um brot á samkeppnislögum. Ólafur Magnús Magnússon hjá Mjólku hf, segist fagna þessari aðgerð og treysta á réttláta niðurstöðu. Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri MS, segist ekkert hafa að fela. 5.6.2007 19:24
Börnin í sérstökum forgangi Foreldrar eru hvattir til að hafa börnin í sérstökum forgangi í sumar svo forða megi þeim frá böli víns og vímuefna. Auglýsingaherferð SAMAN hópsins þess efnis var kynnt í dag. Heilbrigðisráðherra segir samvinnu einu leiðina í forvarnarstarfi. 5.6.2007 19:15
Megrun borgar sig Rúmlega helmingur þeirra einstaklinga sem fara í megrun viðhalda þyngdartapinu að einhverju leyti ári eftir að megruninni lýkur samkvæmt nýrri bandarískri rannsókn. Niðurstöðurnar eru á skjön við aðrar rannsóknir sem hafa sýnt fram á hið gagnstæða. Um 59 prósent þeirra sem tóku þátt í rannsókninni voru enn undir sinni upprunalegu þyngd ári eftir að þeir hættu í megrun. 5.6.2007 19:08
Svört skýrsla um bráðnun Lífsviðurværi hundruð milljóna manna er ógnað vegna snjó- og ísbráðununar af völdum hlýnunar jarðar. Að óbreyttu skerðist aðgangur fólks að drykkjarvatni um leið og sjávarborð hækkar. 5.6.2007 18:53
Stefnumótun gegn einangrun innflytjenda Upplýsingaflæði til foreldra grunnskólabarna af erlendum uppruna verður bætt samkvæmt stefnumótun sem kynnt var af menntaráði Reykjavíkur í dag. Aðstoð við aðlögun og virkni barnanna verður að auki stórefld. Þetta þykir mikilvægur þáttur í að sporna gegn mögulegri einangrun fjölskyldna af erlendum uppruna. 5.6.2007 18:40
Orkuveita Reykjavíkur gerir orkusölusamning við Norðurál Stjórn Orkuveitur Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í gær orkusölusamning við Norðurál vegna fyrirhugaðs álvers í Helguvík. Þetta kemur fram á heimasíðu Orkuveitu Reykjavíkur. Haft er eftir Guðmundi Þóroddssyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, að með samninginum sé orkusala frá varmastöðinni á Hellisheiði tryggð. 5.6.2007 18:14
Engin svefnlyf skilin eftir í mávavarpi Engin svefnlyf í tengslum við fyrirhugaðar svæfingar máva í vísindaskyni verða skilin eftir í vörpunum eftir að verkefninu lýkur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Umhverfisstofnun. Svæfa á 600 pör máva í tilraun með svefnlyf í mávavörpum við Garðarholt, Korpúlfsstaðahólm og Þerney í júní. Íbúi á svæðinu undirbýr kæru til umhverfisráðuneytisins. 5.6.2007 17:49
Borgarfulltrúar setja sér siðareglur Stefnt verður að því að taka upp siðareglur fyrir borgarfulltrúa næsta haust en tillaga þessa efnis var samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur í dag. Reglunum er ætlað að skilgreina það hátterni sem kjörnir fulltrúar sýni að sér við störf sín fyrir hönd borgarinnar eins og segir í drögum að siðareglunum. 5.6.2007 17:27
Rannsókn á andláti manns í Hveragerði lokið Rannsókn lögreglunnar á andláti manns í Hveragerði þann 27. apríl er lokið. Niðurstöður úr krufningu benda ekki til að innvortis blæðingar mannsins og áverkar á nefi hans sé tilkomið vegna árásar eða átaka. 5.6.2007 17:15
Fyrrum ritstjórar DV dæmdir fyrir meiðyrði Páll Baldvin Baldvinsson og Björgvin Guðmundsson, fyrrum ritstjórar DV voru í dag dæmdir í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða Geir Hlöðveri Ericssyni 500 þúsund krónur í miskabætur vegna ummæla sem birtust í DV í apríl á síðasta ári. Málsatvik voru þau að í fréttum í DV var sagt frá aðgerðum fíkniefnalögreglunnar og víkingasveitarinnar þegar ráðist var inn í húsnæði við Ármúla, þar sem sagt var að fundist hefðu fíkniefni. 5.6.2007 17:05
Rannsókn á mannsláti í Hveragerði lokið Lögreglan á Selfossi hefur lokið rannsókn á mannsláti í heimahúsi í Hveragerði hinn 27. apríl. Samkvæmt niðurstöðu krufningar var um miklar innvortis blæðingar að ræða. 5.6.2007 16:40
Surtseyjarsýning í Þjóðmenningarhúsinu Í tilefni af því að 40 ár eru liðin frá lokum Surtseyjargossins stendur nú yfir sýning í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu sem ber heitið: Surtsey - jörð úr ægi. Þar er myndunar- og þróunarsaga Surtseyjar rakin frá myndun hennar og fram til dagsins í dag. 5.6.2007 16:30
Sýknaðir af ákæru um hópnauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag fjóra unglingspilta af ákæru um að hafa nauðgað 14 ára stúlku í nóvember 2005. Þeir voru ákærðir fyrir að hafa þröngvað stúlkunni til samræðis við sig, sumpart með ofbeldi og sumpart með því að notfæra sér ölvunar- og vímuefnaástand stúlkunnar. 5.6.2007 16:05
Smokkarnir voru of litlir Meðalstærð af smokkum sem grænlenska landsstjórnin útdeildi ókeypis til þegna sinna reyndist vera of lítil fyrir grænlenska karlmenn. Forvarnarstofnunin Paarisa sendi í fyrra smokka með nafninu Torrak til allra karlmanna á Grænlandi til þess að draga úr kynsjúkdómum og óæskilegum þungunum. Og ekki vantaði að smokkunum var vel tekið. 5.6.2007 15:49
Ók niður gönguljósastaur Óhapp varð við gönguljósin á Miklubraut til móts við Skaftahlíð um hálf fjögur þegar bíll ók á gönguljósastaur. Ökumaðurinn virðist hafa sloppið ómeiddur en umferðarljósin á mótum Hringbrautar og Lönguhlíðar biluðu í kjölfarið. Töluverðar tafir hafa myndast á Miklubraut vegna þessa. Lögregla segir hugsanlegt að ökumaður hafi verið ölvaður. 5.6.2007 15:36
Dregin marga kílómetra undir sendiferðabíl Tveir menn hafa verið handteknir í Flórída fyrir að draga konu margra kílómetra leið undir sendiferðabíl sínum. Lögreglan hafði upp á sendiferðabílnum með því að fylgja blóðslóðinni á veginum. Þegar hún fann bílinn var konan látin og mennirnir flúnir af vettvangi. 5.6.2007 15:35
Vélmenni með tilfinningar Japanska vélmenninu Kansei finnst sushi gott, hann frýs þegar hann heyrir orðið sprengja og er illa við forsetann. 5.6.2007 15:05
Viðbeinsbrotnaði í umferðaróhappi á Akureyri Tíu ára stúlka viðbeinsbrotnaði á Akureyri í klukkan eitt í dag þegar hún hjólaði inn í hlið bíls sem var á ferð. Stúlkan var með hjálm og er hann talinn hafa komið í veg fyrir að ekki fór verr. 5.6.2007 15:04
Ráðherra kynni áform stóriðjufyrirtækja fyrir almenningi Fulltrúar Sólar í Straumi, Sólar á Suðurnesjum og Sólar á Suðurlandi afhentu Þórunni Sveinbjarnardóttur, nýjum umhverfisráðherra, sameiginlega áskorun um að fela stofnunum ráðuneytisins að kynna fyrir almenningi heildarmynd áforma stóriðjufyrirtækja, orkufyrirtækja og orkuflutningafyrirtækja á Suður- og Suðvesturlandi. 5.6.2007 14:48
Forsætisráðherra Dana ver tjáningarfrelsið Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Dana, varði einstaklingsfrelsið í ræðu sem hann hélt í tilefni af Grundlovsdag, sem er í dag. Hann sagði að það væri óverjandi þegar öfgakennd trú og öfgafull þjóðerniskennd bitnaði á einstaklingfrelsi, gerði konur undirgefnar karlmönnum og hindraði framþróun í efnahags-, þjóðfélags-, og menntamálum. 5.6.2007 14:35
Drap sjálfan sig og tvö börn sín eftir að hafa komist að framhjáhaldi konunnar Iain Varma, 34 ára kokkur frá norðurhluta Devon í Bretlandi, sem lést ásamt tveimur börnum sínum í eldsvoða er talinn hafa stungið börnin sín tvö og sjálfan sig áður en hann kveikti svo í húsinu. 5.6.2007 14:23
Vandi sjávarbyggða til umræðu á Alþingi Vandi sjávarbyggðanna var til umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag. Málshefjandi var varaþingmaður Vinstri grænna norðvesturkjördæmi og sjávarútvegsráðherra var til andsvara. Fleiri þingmenn fylgdu svo í kjölfarið. 5.6.2007 14:21
Fiskimálasetur opnað í Mósambík Fiskimálasetur var nýlega tekið í notkun í norðanverðri Mósambík. Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) lagði ásamt Þróunarsamvinnustofnun Breta (DIFID) til fjármagn til byggingar á nýju húsnæði undir setrið í hafnarborginni Quelimane. 5.6.2007 14:20
Íkveikja í Vestmannaeyjum Í dagbók lögreglunnar í Vestmannaeyjum kemur fram að um kvöldmatarleytið í gærkvöldi var tilkynnt um að eldur væri í búnaði þjóðhátíðarnefndar sem geymdur er á svæði þjónustumiðstöðvar bæjarins. 5.6.2007 14:05
Dæmdur fyrir að ætla að selja yfir 400 e-töflur Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í 22 mánaða fangelsi fyrir að hafa í fórum sínum hátt í 420 e-töflur sem ætlaðar voru til sölu. Töflurnar fundust á heimili foreldra mannsins í fyrrasumar. 5.6.2007 13:58
Reiðhjól í búðum ólögleg Meira en þriðjungur nýrra reiðhjóla í verslunum á Höfuðborgarsvæðinu hafa ekki nægilegan öryggisbúnað, eða 38%. Þau eru því ólögleg samkvæmt reglugerð. 5.6.2007 13:35
Ætla að sýna Díönu deyja Breska sjónvarpsstöðin Channel 4 mun ekki að verða við beiðni prinsanna Williams og Harrys um að sleppa myndum af síðustu augnablikunum í lífi móður þeirra, í sjónvarpsþætti um lát Díönu prinsessu. 5.6.2007 13:30
Tveir dæmdir og tveir sýknaðir af morðinu á Jóni Þór Dómstóll í El Salvador hefur dæmt tvo menn í sjötíu ára fangelsi hvorn fyrir morðið á Jóni Þór Ólafssyni og Brendu Salinas fyrir tæpu einu og hálfu ári. Réttað var yfir fjórum mönnum og voru tveir sýknaðir. 5.6.2007 13:26
Bush róar Rússa út af eldflaugakerfi George Bush Bandaríkjaforseti reynir nú að bera klæði á vopnin gangvart Vladimír Pútín Rússlandsforseta og fullvissa hann um að óþarfi sé að að óttast fyrirhugað eldflaugarkerfi í Austur-Evrópu. 5.6.2007 13:15
Með samúðarkveðjum -bin Laden Bróðir talibanaforingja sem féll í Afganistan í maí, segist hafa fengið samúðarbréf frá Osama bin Laden. Mullah Dadullah féll í árás Bandaríkjamanna. Fall hans er talið mesta áfall sem talibanar hafa orðið fyrir síðan þeim var steypt af stóli árið 2001. 5.6.2007 13:15
Biðlistum eytt, fæðingarorlof lengt og barnabætur hækkaðar Ríkisstjórnin hyggst eyða biðlistum hjá Barna og unglingageðdeild Landspítalans og Greiningarstöð ríkisins, lengja fæðingarorlofið í áföngum og hækka barnabætur til tekjulágra. Þá munu atvinnutekjur ellilífeyrisþega og vistmanna 70 ára og eldri ekki hafa áhrif á fjárhæð ellilífeyris og almannatryggingar. 5.6.2007 12:36
Þorskkvóti á norðurslóð gæti dregist saman um 100 þúsund tonn Alþjóðahafrannsóknaráðið ICES leggur til að að þorskveiðar í Barentshafi verði skornar niður um 15 þúsund tonn á næsta ári og að aflinn verði 409 þúsund tonn. Þá leggur ráðið til að að þorkveiðar verði bannaðar með öllu í Norðursjó á næsta ári, en áætlaður afli þar í ár verður 20 þúsund tonn. 5.6.2007 12:15
Aðstoðarforstjóri segir húsleitarheimild byggja á veikum grunni Magnús Ólafsson, aðstoðarforstjóri MS, segir að dómur héraðsdóms frá því í gær sem heimilaði Samkeppniseftirlitinu að gera húsleit í höfuðstöðvum MS í morgun, byggi á afskaplega veikum grunni. Hann segir fyrirtækið ávallt hafa upplýst samkeppniseftirlitið um stöðu mála á hverjum tíma, og að Mjólkursamsalan hafi ekkert að fela. 5.6.2007 12:11
Kínverjar lofa aðgerðum í umhverfismálum Ríkisstjórn Kína hefur opinberað skýrslu þar sem fram kemur stefna þeirra og áætlaðar aðgerðir gegn loftlagsbreytingum. Í skýrslunni heitir stjórnin því að láta ekki sitt eftir liggja í baráttunni. Þó er tekið skýrt fram að ekkert verði aðhafst, ógni það örum vexti efnahagskerfis landsins. 5.6.2007 12:10
Fjársjóðsskip vekur deilur Spænsk stjórnvöld hafa lagt fram kæru hjá dómstól í Bandaríkjunum vegna skipsflaks sem bandaríska fyrirtækið Odyssey Marine Exploration hefur fundið og hirt fjársjóð úr. Fjársjóðurinn er sagður vera rúmlega þrjátíu milljarða króna virði. 5.6.2007 12:00