Fleiri fréttir Allir út að ýta - lestinni Á Indlandi er það þannig að lestarnar fá rafstraum á vissum köflum leiðarinnar. Það fleytir þeim yfir rafmagnslausu kaflana og að næsta aflgjafa. Í Bihar héraði á dögunum vildi svo til að einhver tók óvart í neyðarbremsu og lestin stoppaði rétt áður en hún komst að kafla með rafmagni. En það vill svo vel til að Indverjar eru margir og lestarnar alltaf yfirfullar. 16.5.2007 10:11 Mál Wolfowitz fyrir stjórn Alþjóðabankans Paul Wolfowitz bankastjóri Alþjóðabankans fundar nú með 24 manna stjórn bankans vegna ásakana gegn honum. Áður hafði stjórnin komist að niðurstöðu um að Wolfowitz hefði brotið reglur með því að stuðla að launahækkun ástkonu sinnar, sem vinnur hjá bankanum. Stjórnin hefur völd til að reka Wolfowitz, eða lýsa yfir vantrausti á hann. 15.5.2007 23:21 Sauðburður hjá sjómanni Ólafur Helgi Ólafsson sjómaður í Ólafsvík er einnig frístundabóndi. Þessa dagana er í nógu af snúast hjá honum þar sem sauðburður stendur sem hæst. Á fréttavef Skessuhorns segist Ólafur hafa fengið delluna af einum vinnufélaga sínum síðastliðið haust. Nú sé þetta líf hans og yndi. Stússið í kringum kindurnar eigi hug hans allan. 15.5.2007 23:04 Murat segir gruninn hafa eyðilagt líf sitt Robert Murat sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í kvöld að grunurinn um að hann tengdist mannráni Madeline McCann hefði eyðilagt líf hans. Hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli af lögreglu í málinu. Murat var handtekinn í gær og yfirheyrður í 18 klukkustundir. Hann var látinn laus í dag vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum. 15.5.2007 22:09 Chirac kveður þjóð sína Jacques Chirac fráfarandi forseti Frakklands kvaddi þjóðina sem hann hefur leitt í áratug í sjónvarpsávarpi í dag. Chirac hefur verið í stjórnmálum í fjóra áratugi og sagðist vera stoltur af því að hafa sinnt skyldustörfum sínum vel. Hann lét í ljóst mikið traust á framtíð landsins og óskaði arftaka sínum og keppinaut, Nicholas Sarkozy, velfarnaðar í starfi. 15.5.2007 21:50 Grunur um aðsvif undir stýri Umferðaróhapp varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandsvegi undir kvöld þegar bíll fór út af við Þóroddsstaðanámur. Grunur er á að ökumaðurinn sem er áttræður hafi fengið aðsvif og ekið út af í kjölfarið. Sjúkralið kom á staðinn og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. 15.5.2007 21:27 Ofhlaðnar kerrur valda umferðarslysum Tvö umferðaróhöpp urðu í dag þar sem ofhlaðnar kerrur toguðu til bíla sem lentu í umferðaróhöppum í kjölfarið. Í fyrra skiptið missti ökumaður jeppa stjórn á bílnum þegar kerra með miklu timbri orsakaði slynk á bílinn þannig að hann keyrði utan í vegrið á Borgarfjarðarbrú. Í seinna tilfellinu fór jeppi út af á Biskupstungnabraut af sömu ástæðum. 15.5.2007 21:20 Yfir sextíu handteknir í Kristjaníu Átök lögreglu og mótmælenda í fríríkinu Kristjaníu héldu áfram í nótt og í morgun og þegar yfir lauk hafði lögregla handtekið á sjötta tug manna. Mótmælin hófust í gærmorgun þegar yfirvöld hófu niðurrif húss sem kallaðist Vindlakassinn. 15.5.2007 19:45 Spielberg þrýstir á Kína vegna Darfur Óskarsverðlaunahafinn og leikstjórinn Steven Spielberg hefur krafist þess að forseti Kína beiti sér fyrir því að endi verði bundinn á þjóðarmorðin í Darfur í Súdan. Í bréfi til Hu Jintao, forseta Kína, hvatti leikstjórinn Kína til að þrýsta á Afríkulandið að leyfa Sameinuðu þjóðunum að senda friðargæslusveitir til landsins. 15.5.2007 19:45 Sjónvarpspresturinn Jerry Falwell deyr Jerry Falwell einn fyrsti sjónvarpsprestur Bandaríkjamanna lést á sjúrkahúsi í Bandaríkjunum í dag. Hann fannst meðvitundarlaus á skrifstofu sinni í Virginíu í eftirmiðdaginn og var fluttur á sjúkrahús. Aðstoðarmenn Falwells greindu frá því að lífgunartilraunir á sjúkrahúsinu hefðu ekki borið árangur. 15.5.2007 19:38 Fékk 2.000 ára fangelsisdóm Dómstóll í Valencia á Spáni dæmdi í dag svæfingalækni í tvö þúsund ára fangelsi fyrir að hafa smitað hátt í þrjú hundruð manns af lifrarbólgu af C-stofni. Brotin áttu sér stað á árunum 1988-1997 en á þeim tíma var læknirinn háður morfíni. Áður en hann sprautaði sjúklinga sína með lyfinu hafði hann það fyrir sið að sprauta sjálfan sig með sömu nál og þar með flytja veiruna úr sér yfir í þá. 15.5.2007 19:30 Reyndu að stöðva framkvæmdir í Álafosskvosinni Íbúar í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ kölluðu á lögreglu í dag til að reyna að stöðva framkvæmdir í kvosinni. Íbúarnir segja framkvæmdirnar ólöglegar enda tengist þær lagningu Helgafellsbrautar. Bæjarstjóri segir það kolrangt, aðeins sé verið að leggja skólp. 15.5.2007 19:26 13 atkvæða munur á stjórn og stórnarandstöðu Samfylking, Frjálslyndir og Vinstri grænir fengu samtals þrettán atkvæðum meira í kosningunum en stjórnarflokkarnir tveir. Tugir atkvæða greidd í útlöndum voru ógild vegna klúðurs hjá starfsmönnum utanríkisþjónustunnar. 15.5.2007 19:13 Bretanum hefur verið sleppt Portúgalska lögreglan greindi frá því nú síðdegis að ekki væru nægar vísbendingar til að ákæra breskan mann vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn var handtekinn í gærkvöld en hann er búsettur nærri hótelinu í Praia De Luz á Algarve þaðan sem hin fjögurra ára gamla telpan var numin á brott. 15.5.2007 19:00 Hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalurinn er oft nær tómur Nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist á tímum hafa fundist þingmenn mæta illa í vinnuna og hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalur er oft nærri tómur. Fjöldi nýrra þingmanna tekur til starfa á Alþingi þegar það kemur saman á ný. 15.5.2007 18:57 Stjórnarflokkar veita formönnum umboð Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu í gærkvöldi og veittu báðir formönnum sínum óskorað umboð til að leiða viðræður um framhald stjórnarsamstarfs. 15.5.2007 18:53 Þorgerður lýsir áhyggjum af Framsókn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af innri vanda Framsóknarflokksins í hádegisviðtalinu á Stöð tvö og andstöðu meðal framsóknarmanna við endurnýjun stjórnarsamstarfs. Hún telur einsýnt að farið verði í endurskipulagningu Stjórnarráðsins og atvinnuvegaráðuneyti sameinuð. 15.5.2007 18:47 Geir segir ágætar líkur á endurnýjun stjórnarsamstarfs Formenn stjórnarflokkanna segja það skýrast innan fárra daga hvort þeir endurnýja samstarf sitt. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hann teldi ágætar líkur á að það tækist en það væri ekki öruggt. 15.5.2007 18:44 Watson segir öllum ráðum beitt Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. 15.5.2007 18:30 Aukið umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið aukið umferðareftirlit í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Næstu mánuði verður lögreglan því mjög sýnileg víða á höfuðborgarsvæðinu. Helst er fylgst með hraðakstri og ógætilegum framúrakstri. Ástand ökumanna verður einnig kannað og fylgst með bílbeltanotkun auk notkunar annars öryggisbúnaðar, t.d. varðandi eftirvagna. 15.5.2007 18:06 Árni Þór Sigmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn Árni Þór Sigmundsson hefur verið settur aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árni hefur verið aðalvarðstjóri fyrir B-vakt frá árinu 2004. Áður gegndi hann ýmsum störfum á vegum lögreglunnar meðal annars í auðgunarbrotadeild, ávana- og fíkniefnadeild og almennri rannsóknardeild. 15.5.2007 17:56 Skortir sönnunargögn til að handtaka meintan ræningja Madeleine Portúgalska lögreglan tilkynnti á blaðamannafundi fyrir skömmu að hún hefði ekki næg sönnunargögn til að handtaka Robert Murat meintan ræningja Madeleine McCann, fögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Lögreglan handtók Robert í gær en hann 41 árs gamall Breti búsettur í Portúgal. 15.5.2007 17:17 Keypti bensín fyrir á fjórða hundrað þúsund út á stolið kort Lögreglan á Akranesi hafði á dögunum afskipti af manni sem stolið hafði greiðslukorti og keypt bensín á það fyrir á fjórða hundrað þúsund. 15.5.2007 16:39 Villepin biðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, gekk í dag á fund Jacques Chiracs, fráfarandi forseta landsins, og baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína. 15.5.2007 16:28 Íslendingar nota kreditkortin í auknum mæli Landsmenn voru duglegir að strauja kreditkortin sín í síðasta mánuði en alls nam heildarveltan rúmum 22 milljörðum króna. Jókst veltan um tvo milljarða miðað við sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt greiningar Glitnis. Bankinn telur ekki miklar líkur á því að almenningur muni draga úr neyslu á þessu ári. 15.5.2007 16:28 Graðnagli gripinn í hjálpartækjaverslun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær ungan karlmann sem virðist ásælast hjálpartæki ástarlífsins meira en góðu hófi gegnir. Pilturinn var fyrst gripinn á föstudag í einni af hjálpartækjabúðum borgarinnar þar sem hann reyndi að stela þaðan vörum. 15.5.2007 15:55 Ársreikningur borgarinnar óviðunandi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir ársreikning borgarinnar fyrir árið 2006 óviðunandi en halli af rekstri borgarinnar nam 4,3 milljörðum í fyrra. 15.5.2007 15:46 Bandaríkin verja Wolfowitz Bandaríkjamenn hafa tekið upp hanskann fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Hann á mjög undir högg að sækja eftir að upp komst að hann hafði hyglað ástkonu sinni sem starfar hjá bankan um. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins viðurkenndi í dag að Wolfowitz hefði gert mistök, en þau væru ekki svo alvarleg að ástæða væri til þess að reka hann úr starfi. 15.5.2007 15:43 Neyðumst til að taka upp evruna fyrr eða síðar Íslendingar munu ekki komast hjá því að taka upp evruna á næstu árum að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Samiðnar, Sambands Iðnfélaga. Hann segir einboðið að vextir muni lækka hér á landi við upptöku evrunnar og að verðtrygging muni heyra sögunni til. 15.5.2007 15:27 Samskip dæmt til að greiða ekkju sjómanns bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Samskip til að greiða ekkju skipverja, sem lést þegar skip Samskipa sökk árið 1997 á leið sinni frá Íslandi til meginlands Evrópu, 1,8 milljónir króna vegna missis framfæranda. 15.5.2007 15:24 Danskur hermaður særðist í Afganistan Danskur hermaður særðist þegar hann og félagar hans óku yfir jarðsprengju á eftirlitsferð í Helmand-héraði í Afganistan í dag. Alls voru þrír í faratækinu sem ók yfir sprengjuna og voru þeir allir fluttir með þyrlu í á sjúkrahús í nálægri herstöð. 15.5.2007 15:02 Reykjavíkurborg tapar 4,3 milljarða króna Tap Reykjavíkurborgar á árinu 2006 nemur rúmum 4,3 milljöðrum króna þegar horft er til bæði A- og B-hluta rekstrarreiknings. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Er þetta um sex milljörðum króna lakari afkoma en gert var ráð fyrir í í fjárhagsáætlun ársins 2006 15.5.2007 14:23 Hættu þessu bulli Vladimir Bandaríkin munu ekki leyfa Rússum að beita neinskonar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að eldflaugaskjöldur verði byggður í Evrópu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra, sagði þetta í Molskvu í dag eftir fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Rice segir að það sé hlægilegt að halda því fram að Rússum stafi hætta af skildinum. 15.5.2007 14:17 Norðurál skilar frummatsskýrslu vegna álvers í Helguvík Skipulagsstofnun hefur borist frummatsskýrsla Norðuráls vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers í Helguvík sem framleiða mun 250 þúsund tonn af áli. 15.5.2007 13:57 Blóðugir bardagar milli Palestínumanna Að minnsta kosti ellefu Palestínumenn voru drepnir í innbyrðist átökum á Gaza ströndinni í dag. Í einni árásinni voru átta liðsmenn forsetavarðar Abbas forseta felldir í fyrirsát þegar þeir voru á leið að hjálpa félögum sínum sem byssumenn Hamas höfðu gert árás á. Einn varðanna sem komst lífs af segir að Hamas liðar hafi myrt félaga hans með köldu blóði. 15.5.2007 13:51 Keyrði á tvo bíla og stakk af Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir þriggja bíla árekstur í Breiðholti síðdegis í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Maðurinn keyrði á tvo bíla sem voru kyrrstæðir fyrir aftan strætisvagn og stakk síðan af. Litlu munaði að hann æki yfir ófríska kona. 15.5.2007 13:44 Rannsaka ólöglegar skotveiðar í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú tvö mál sem snúa að meintum brotum á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. Grunur leikur á að skotveiði verið stunduð af nálægt fuglabjargi, annars vegar við Stórhöfða og hins vegar við Smáeyjarnar. 15.5.2007 13:30 Þrír unglingspiltar sýknaðir af ákæru um nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þrjá unglingspilta, fædda á árunum 1988 og 1989, af ákæru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í húsi í Reykjavík í febrúar í fyrra. 15.5.2007 13:23 Enn barist á Gaza Ekkert lát er á ofbeldinu á Gaza-ströndinni þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi á milli Fatah og Hamas-samtakanna. Í morgun gerðu nokkrir Hamas-liðar árás á þjálfunarbúðir lífvarðar forsetans nærri landamærastöð sem kallast Karni. Átta manns létu lífið, allt saman Fatah-menn. 15.5.2007 13:15 Minnstu munað stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun Minnstu munaði að stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun þegar sjór flæddi þar inn um brostið rör og gufa fyllti verksmiðjuhúsið í kjölfar rafmagnsbilunar í gær. 15.5.2007 13:00 Telja bæjarstjóra hafa svikið gefin loforð Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur svikið gefin loforð í tengslum við framkvæmdirnar við Álafossveg að mati fulltrúa Varmársamtakanna. Gjaldkeri samtakanna segir ekkert samráð verið haft við íbúa vegna þeirra framkvæmda sem hófust í gær. Íbúar kölluðu á lögreglu morgun, í annað skiptið á innan við einum sólarhring til að stöðva framkvæmdirnar. Bæjarstjóri segir íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. 15.5.2007 12:59 Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. 15.5.2007 12:45 Ágætar líkur á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. 15.5.2007 12:29 Atkvæðamisvægi tryggir að stjórnin heldur velli Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. 15.5.2007 12:15 Breti grunaður um að hafa rænt Madeleine Portúgalska lögreglan hefur handtekið mann sem grunur leikur á að tengist hvarfinu á Madeleine McCann, fjögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Maðurinn er breskur ríkisborgari og býr hann með móður sinni skammt frá hótelinu sem Madeleine var rænt af. 15.5.2007 12:15 Sjá næstu 50 fréttir
Allir út að ýta - lestinni Á Indlandi er það þannig að lestarnar fá rafstraum á vissum köflum leiðarinnar. Það fleytir þeim yfir rafmagnslausu kaflana og að næsta aflgjafa. Í Bihar héraði á dögunum vildi svo til að einhver tók óvart í neyðarbremsu og lestin stoppaði rétt áður en hún komst að kafla með rafmagni. En það vill svo vel til að Indverjar eru margir og lestarnar alltaf yfirfullar. 16.5.2007 10:11
Mál Wolfowitz fyrir stjórn Alþjóðabankans Paul Wolfowitz bankastjóri Alþjóðabankans fundar nú með 24 manna stjórn bankans vegna ásakana gegn honum. Áður hafði stjórnin komist að niðurstöðu um að Wolfowitz hefði brotið reglur með því að stuðla að launahækkun ástkonu sinnar, sem vinnur hjá bankanum. Stjórnin hefur völd til að reka Wolfowitz, eða lýsa yfir vantrausti á hann. 15.5.2007 23:21
Sauðburður hjá sjómanni Ólafur Helgi Ólafsson sjómaður í Ólafsvík er einnig frístundabóndi. Þessa dagana er í nógu af snúast hjá honum þar sem sauðburður stendur sem hæst. Á fréttavef Skessuhorns segist Ólafur hafa fengið delluna af einum vinnufélaga sínum síðastliðið haust. Nú sé þetta líf hans og yndi. Stússið í kringum kindurnar eigi hug hans allan. 15.5.2007 23:04
Murat segir gruninn hafa eyðilagt líf sitt Robert Murat sagði í viðtali við Sky fréttastofuna í kvöld að grunurinn um að hann tengdist mannráni Madeline McCann hefði eyðilagt líf hans. Hann sagðist hafa verið gerður að blóraböggli af lögreglu í málinu. Murat var handtekinn í gær og yfirheyrður í 18 klukkustundir. Hann var látinn laus í dag vegna skorts á sönnunargögnum gegn honum. 15.5.2007 22:09
Chirac kveður þjóð sína Jacques Chirac fráfarandi forseti Frakklands kvaddi þjóðina sem hann hefur leitt í áratug í sjónvarpsávarpi í dag. Chirac hefur verið í stjórnmálum í fjóra áratugi og sagðist vera stoltur af því að hafa sinnt skyldustörfum sínum vel. Hann lét í ljóst mikið traust á framtíð landsins og óskaði arftaka sínum og keppinaut, Nicholas Sarkozy, velfarnaðar í starfi. 15.5.2007 21:50
Grunur um aðsvif undir stýri Umferðaróhapp varð undir Ingólfsfjalli á Suðurlandsvegi undir kvöld þegar bíll fór út af við Þóroddsstaðanámur. Grunur er á að ökumaðurinn sem er áttræður hafi fengið aðsvif og ekið út af í kjölfarið. Sjúkralið kom á staðinn og var maðurinn fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur. 15.5.2007 21:27
Ofhlaðnar kerrur valda umferðarslysum Tvö umferðaróhöpp urðu í dag þar sem ofhlaðnar kerrur toguðu til bíla sem lentu í umferðaróhöppum í kjölfarið. Í fyrra skiptið missti ökumaður jeppa stjórn á bílnum þegar kerra með miklu timbri orsakaði slynk á bílinn þannig að hann keyrði utan í vegrið á Borgarfjarðarbrú. Í seinna tilfellinu fór jeppi út af á Biskupstungnabraut af sömu ástæðum. 15.5.2007 21:20
Yfir sextíu handteknir í Kristjaníu Átök lögreglu og mótmælenda í fríríkinu Kristjaníu héldu áfram í nótt og í morgun og þegar yfir lauk hafði lögregla handtekið á sjötta tug manna. Mótmælin hófust í gærmorgun þegar yfirvöld hófu niðurrif húss sem kallaðist Vindlakassinn. 15.5.2007 19:45
Spielberg þrýstir á Kína vegna Darfur Óskarsverðlaunahafinn og leikstjórinn Steven Spielberg hefur krafist þess að forseti Kína beiti sér fyrir því að endi verði bundinn á þjóðarmorðin í Darfur í Súdan. Í bréfi til Hu Jintao, forseta Kína, hvatti leikstjórinn Kína til að þrýsta á Afríkulandið að leyfa Sameinuðu þjóðunum að senda friðargæslusveitir til landsins. 15.5.2007 19:45
Sjónvarpspresturinn Jerry Falwell deyr Jerry Falwell einn fyrsti sjónvarpsprestur Bandaríkjamanna lést á sjúrkahúsi í Bandaríkjunum í dag. Hann fannst meðvitundarlaus á skrifstofu sinni í Virginíu í eftirmiðdaginn og var fluttur á sjúkrahús. Aðstoðarmenn Falwells greindu frá því að lífgunartilraunir á sjúkrahúsinu hefðu ekki borið árangur. 15.5.2007 19:38
Fékk 2.000 ára fangelsisdóm Dómstóll í Valencia á Spáni dæmdi í dag svæfingalækni í tvö þúsund ára fangelsi fyrir að hafa smitað hátt í þrjú hundruð manns af lifrarbólgu af C-stofni. Brotin áttu sér stað á árunum 1988-1997 en á þeim tíma var læknirinn háður morfíni. Áður en hann sprautaði sjúklinga sína með lyfinu hafði hann það fyrir sið að sprauta sjálfan sig með sömu nál og þar með flytja veiruna úr sér yfir í þá. 15.5.2007 19:30
Reyndu að stöðva framkvæmdir í Álafosskvosinni Íbúar í Álafosskvosinni í Mosfellsbæ kölluðu á lögreglu í dag til að reyna að stöðva framkvæmdir í kvosinni. Íbúarnir segja framkvæmdirnar ólöglegar enda tengist þær lagningu Helgafellsbrautar. Bæjarstjóri segir það kolrangt, aðeins sé verið að leggja skólp. 15.5.2007 19:26
13 atkvæða munur á stjórn og stórnarandstöðu Samfylking, Frjálslyndir og Vinstri grænir fengu samtals þrettán atkvæðum meira í kosningunum en stjórnarflokkarnir tveir. Tugir atkvæða greidd í útlöndum voru ógild vegna klúðurs hjá starfsmönnum utanríkisþjónustunnar. 15.5.2007 19:13
Bretanum hefur verið sleppt Portúgalska lögreglan greindi frá því nú síðdegis að ekki væru nægar vísbendingar til að ákæra breskan mann vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Maðurinn var handtekinn í gærkvöld en hann er búsettur nærri hótelinu í Praia De Luz á Algarve þaðan sem hin fjögurra ára gamla telpan var numin á brott. 15.5.2007 19:00
Hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalurinn er oft nær tómur Nýr þingmaður Sjálfstæðisflokksins segist á tímum hafa fundist þingmenn mæta illa í vinnuna og hlakkar til að fá að vita af hverju þingsalur er oft nærri tómur. Fjöldi nýrra þingmanna tekur til starfa á Alþingi þegar það kemur saman á ný. 15.5.2007 18:57
Stjórnarflokkar veita formönnum umboð Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu í gærkvöldi og veittu báðir formönnum sínum óskorað umboð til að leiða viðræður um framhald stjórnarsamstarfs. 15.5.2007 18:53
Þorgerður lýsir áhyggjum af Framsókn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, lýsti áhyggjum af innri vanda Framsóknarflokksins í hádegisviðtalinu á Stöð tvö og andstöðu meðal framsóknarmanna við endurnýjun stjórnarsamstarfs. Hún telur einsýnt að farið verði í endurskipulagningu Stjórnarráðsins og atvinnuvegaráðuneyti sameinuð. 15.5.2007 18:47
Geir segir ágætar líkur á endurnýjun stjórnarsamstarfs Formenn stjórnarflokkanna segja það skýrast innan fárra daga hvort þeir endurnýja samstarf sitt. Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hann teldi ágætar líkur á að það tækist en það væri ekki öruggt. 15.5.2007 18:44
Watson segir öllum ráðum beitt Skip á vegum Sea Sheperd-samtakanna undir stjórn Pauls Watson er á leið hingað til lands til að trufla hvalveiðar íslenskra skipa. Hann segir að öllum ráðum verði beitt, þar á meðal ásiglingum, og óttast ekki íslensku landhelgisgæsluna. 15.5.2007 18:30
Aukið umferðareftirlit á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur hafið aukið umferðareftirlit í samvinnu við ríkislögreglustjóra. Næstu mánuði verður lögreglan því mjög sýnileg víða á höfuðborgarsvæðinu. Helst er fylgst með hraðakstri og ógætilegum framúrakstri. Ástand ökumanna verður einnig kannað og fylgst með bílbeltanotkun auk notkunar annars öryggisbúnaðar, t.d. varðandi eftirvagna. 15.5.2007 18:06
Árni Þór Sigmundsson settur aðstoðaryfirlögregluþjónn Árni Þór Sigmundsson hefur verið settur aðstoðaryfirlögregluþjónn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Árni hefur verið aðalvarðstjóri fyrir B-vakt frá árinu 2004. Áður gegndi hann ýmsum störfum á vegum lögreglunnar meðal annars í auðgunarbrotadeild, ávana- og fíkniefnadeild og almennri rannsóknardeild. 15.5.2007 17:56
Skortir sönnunargögn til að handtaka meintan ræningja Madeleine Portúgalska lögreglan tilkynnti á blaðamannafundi fyrir skömmu að hún hefði ekki næg sönnunargögn til að handtaka Robert Murat meintan ræningja Madeleine McCann, fögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Lögreglan handtók Robert í gær en hann 41 árs gamall Breti búsettur í Portúgal. 15.5.2007 17:17
Keypti bensín fyrir á fjórða hundrað þúsund út á stolið kort Lögreglan á Akranesi hafði á dögunum afskipti af manni sem stolið hafði greiðslukorti og keypt bensín á það fyrir á fjórða hundrað þúsund. 15.5.2007 16:39
Villepin biðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína Dominique de Villepin, forsætisráðherra Frakklands, gekk í dag á fund Jacques Chiracs, fráfarandi forseta landsins, og baðst lausnar fyrir ríkisstjórn sína. 15.5.2007 16:28
Íslendingar nota kreditkortin í auknum mæli Landsmenn voru duglegir að strauja kreditkortin sín í síðasta mánuði en alls nam heildarveltan rúmum 22 milljörðum króna. Jókst veltan um tvo milljarða miðað við sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í frétt greiningar Glitnis. Bankinn telur ekki miklar líkur á því að almenningur muni draga úr neyslu á þessu ári. 15.5.2007 16:28
Graðnagli gripinn í hjálpartækjaverslun Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær ungan karlmann sem virðist ásælast hjálpartæki ástarlífsins meira en góðu hófi gegnir. Pilturinn var fyrst gripinn á föstudag í einni af hjálpartækjabúðum borgarinnar þar sem hann reyndi að stela þaðan vörum. 15.5.2007 15:55
Ársreikningur borgarinnar óviðunandi Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarstjóri segir ársreikning borgarinnar fyrir árið 2006 óviðunandi en halli af rekstri borgarinnar nam 4,3 milljörðum í fyrra. 15.5.2007 15:46
Bandaríkin verja Wolfowitz Bandaríkjamenn hafa tekið upp hanskann fyrir Paul Wolfowitz, bankastjóra Alþjóðabankans. Hann á mjög undir högg að sækja eftir að upp komst að hann hafði hyglað ástkonu sinni sem starfar hjá bankan um. Tony Snow, talsmaður Hvíta hússins viðurkenndi í dag að Wolfowitz hefði gert mistök, en þau væru ekki svo alvarleg að ástæða væri til þess að reka hann úr starfi. 15.5.2007 15:43
Neyðumst til að taka upp evruna fyrr eða síðar Íslendingar munu ekki komast hjá því að taka upp evruna á næstu árum að mati Þórólfs Matthíassonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist í nýjasta tölublaði Samiðnar, Sambands Iðnfélaga. Hann segir einboðið að vextir muni lækka hér á landi við upptöku evrunnar og að verðtrygging muni heyra sögunni til. 15.5.2007 15:27
Samskip dæmt til að greiða ekkju sjómanns bætur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Samskip til að greiða ekkju skipverja, sem lést þegar skip Samskipa sökk árið 1997 á leið sinni frá Íslandi til meginlands Evrópu, 1,8 milljónir króna vegna missis framfæranda. 15.5.2007 15:24
Danskur hermaður særðist í Afganistan Danskur hermaður særðist þegar hann og félagar hans óku yfir jarðsprengju á eftirlitsferð í Helmand-héraði í Afganistan í dag. Alls voru þrír í faratækinu sem ók yfir sprengjuna og voru þeir allir fluttir með þyrlu í á sjúkrahús í nálægri herstöð. 15.5.2007 15:02
Reykjavíkurborg tapar 4,3 milljarða króna Tap Reykjavíkurborgar á árinu 2006 nemur rúmum 4,3 milljöðrum króna þegar horft er til bæði A- og B-hluta rekstrarreiknings. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallar Íslands. Er þetta um sex milljörðum króna lakari afkoma en gert var ráð fyrir í í fjárhagsáætlun ársins 2006 15.5.2007 14:23
Hættu þessu bulli Vladimir Bandaríkin munu ekki leyfa Rússum að beita neinskonar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir að eldflaugaskjöldur verði byggður í Evrópu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra, sagði þetta í Molskvu í dag eftir fund með Vladimir Putin forseta Rússlands. Rice segir að það sé hlægilegt að halda því fram að Rússum stafi hætta af skildinum. 15.5.2007 14:17
Norðurál skilar frummatsskýrslu vegna álvers í Helguvík Skipulagsstofnun hefur borist frummatsskýrsla Norðuráls vegna mats á umhverfisáhrifum fyrirhugaðs álvers í Helguvík sem framleiða mun 250 þúsund tonn af áli. 15.5.2007 13:57
Blóðugir bardagar milli Palestínumanna Að minnsta kosti ellefu Palestínumenn voru drepnir í innbyrðist átökum á Gaza ströndinni í dag. Í einni árásinni voru átta liðsmenn forsetavarðar Abbas forseta felldir í fyrirsát þegar þeir voru á leið að hjálpa félögum sínum sem byssumenn Hamas höfðu gert árás á. Einn varðanna sem komst lífs af segir að Hamas liðar hafi myrt félaga hans með köldu blóði. 15.5.2007 13:51
Keyrði á tvo bíla og stakk af Karlmaður á fertugsaldri var handtekinn eftir þriggja bíla árekstur í Breiðholti síðdegis í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Maðurinn keyrði á tvo bíla sem voru kyrrstæðir fyrir aftan strætisvagn og stakk síðan af. Litlu munaði að hann æki yfir ófríska kona. 15.5.2007 13:44
Rannsaka ólöglegar skotveiðar í Eyjum Lögreglan í Vestmannaeyjum rannsakar nú tvö mál sem snúa að meintum brotum á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum. Grunur leikur á að skotveiði verið stunduð af nálægt fuglabjargi, annars vegar við Stórhöfða og hins vegar við Smáeyjarnar. 15.5.2007 13:30
Þrír unglingspiltar sýknaðir af ákæru um nauðgun Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þrjá unglingspilta, fædda á árunum 1988 og 1989, af ákæru um að hafa nauðgað 16 ára stúlku í húsi í Reykjavík í febrúar í fyrra. 15.5.2007 13:23
Enn barist á Gaza Ekkert lát er á ofbeldinu á Gaza-ströndinni þrátt fyrir að vopnahlé eigi að vera í gildi á milli Fatah og Hamas-samtakanna. Í morgun gerðu nokkrir Hamas-liðar árás á þjálfunarbúðir lífvarðar forsetans nærri landamærastöð sem kallast Karni. Átta manns létu lífið, allt saman Fatah-menn. 15.5.2007 13:15
Minnstu munað stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun Minnstu munaði að stórtjón yrði í Reykjanesvirkjun þegar sjór flæddi þar inn um brostið rör og gufa fyllti verksmiðjuhúsið í kjölfar rafmagnsbilunar í gær. 15.5.2007 13:00
Telja bæjarstjóra hafa svikið gefin loforð Bæjarstjóri Mosfellsbæjar hefur svikið gefin loforð í tengslum við framkvæmdirnar við Álafossveg að mati fulltrúa Varmársamtakanna. Gjaldkeri samtakanna segir ekkert samráð verið haft við íbúa vegna þeirra framkvæmda sem hófust í gær. Íbúar kölluðu á lögreglu morgun, í annað skiptið á innan við einum sólarhring til að stöðva framkvæmdirnar. Bæjarstjóri segir íbúa fara með rangt mál og ekki sé búið að svíkja nein loforð. 15.5.2007 12:59
Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Shepherd Skip Sea Sheperd-samtakanna er á leið hingað til lands í þeim tilgangi að spilla fyrir hvalveiðum Íslendinga. Paul Watson, leiðtogi samtakanna, segir liðsmenn þeirra ætla að leggja líf sitt að veði til að koma í veg fyrir dráp á hvölum. Landhelgisgæslan fylgist með ferðum Sea Sheperd. 15.5.2007 12:45
Ágætar líkur á áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarfi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir ágætar líkur á að ríkisstjórnarflokknum takist að endurnýja samstarf sitt. Formenn stjórnarflokkanna vonast til að málin skýrist innan fárra daga. 15.5.2007 12:29
Atkvæðamisvægi tryggir að stjórnin heldur velli Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. 15.5.2007 12:15
Breti grunaður um að hafa rænt Madeleine Portúgalska lögreglan hefur handtekið mann sem grunur leikur á að tengist hvarfinu á Madeleine McCann, fjögurra ára gamalli telpu sem hefur verið saknað í tólf daga. Maðurinn er breskur ríkisborgari og býr hann með móður sinni skammt frá hótelinu sem Madeleine var rænt af. 15.5.2007 12:15