Fleiri fréttir Neyðast til að gera Björn Bjarnasona að ráðherra Sjálfstæðisflokkurinn er tilneyddur til að gera Björn Bjarnason að ráðherra í nýrri ríkisstjórn til að svara atlögu Jóhannesar Jónssonar í Bónus að mati Björns Inga Hrafnssonar, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík. Hann segir að öðrum kosti sé forysta flokksins að taka undir gagnrýni Jóhannesar á embættisfærslur Björns. 15.5.2007 11:28 Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut Lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu fimm manns fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt og mældist sá sem hraðast ók á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. 15.5.2007 11:19 Lögreglan í Portúgal með mann í haldi Robert Murat, maðurinn sem var yfirheyrður í gær vegna hvarfs Madeleine McCann, hefur réttarstöðu grunaðs manns samkvæmt nýjustu fregnum. Lögreglan hóf leit á heimili hans í gær eftir vísbendingu frá blaðakonu Sunday Mirror. 15.5.2007 11:05 Tíu handteknir vegna skipulags vændis í Osló Tíu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Osló í gær gegn skipulögðu vændi. Um var að ræða þrjár konur og sjö menn og er einn þeirra jafnframt ákærður fyrir mansal. 15.5.2007 10:56 Íranar byrjaðir að framleiða úran í miklu magni Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. 15.5.2007 10:51 Gervifæturnir frá Össuri of góðir? Óvíst er hvort fótalausi hlauparinn Oscar Pistorius fær að keppa á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ástæðan er sú að gervifætur hans frá Össuri eru taldir gefa honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Pistorius er tvítugur Suður-Afríkubúi sem fæddist með beinlausa kálfa. Hann var aðeins ellefu mánaða gamall þegar báðir fætur hans voru teknir af fyrir neðan hné. 15.5.2007 10:46 Landsbankinn opnar nýtt útibú Landsbankinn opnar nýtt útibú við Vínlandsleið í Grafarholti í dag en útibúið tekur við af Grafarvogsútibúi. Hið nýja húsnæði er mun stærra en það gamla og mun þjónusta einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. 15.5.2007 10:45 Sakfelldur fyrir að smygla 13 tonnum af hassi til Danmerkur Dómstóll í Danmörku sakfelldi í morgun mann fyrir morð og fyrir að smygla þrettán tonnum af hassi til landsins, en það er mesta magn efnisins sem smyglað hefur verið til Danmörku. 15.5.2007 10:09 Sjálfstæðisráðherrar hafa lokið fundi sínum Ríkisstjórnarfundi lauk laust fyrir klukkan tíu en fundurinn stóð í 20 mínútur. Ráðherrar Framsóknarflokksins fóru þá úr húsi en sjálfstæðismenn funduðu áfram. 15.5.2007 10:01 24 létu lífið í sprengjuárás í Pakistan 24 létu lífið og 30 særðust í borginni Peshawar í Pakistan í dag en sprengju hafði verið komið fyrir í andyri hótels. Afganir eru reglulegir gestir á hótelinu og er það einnig nálgæt þekktri mosku á svæðinu. Peshawar er í norðvesturhluta Pakistan en róstursamt hefur verið þar undanfarna mánuði. 15.5.2007 09:54 DHL harmar misbrest í afgreiðslu utankjörfundaratkvæða Flutningafyrirtækið DHL hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök við afgreiðslu utankjörfundaratkvæða sem send voru frá Boston eru hörmuð. Starfsmenn sem sinna öryggiseftirliti í borginni ákváðu að kanna innihald umslagsins nánar. Vanalega er það ekki gert hafi umslaginu verið lokað í viðurvist starfsmanna DHL. Fyrirtækið lítur málið mjög alvarlegum augum segir í tilkynningunni. 14.5.2007 23:41 Óeirðir halda áfram í Kristjaníu Óeirðir héldu áfram í Kristjaníu í Kaupmannahöfn nú í kvöld. Íslendingur sem leggur stund á ljósmyndanám í borginni var á staðnum og myndaði aðgerðir lögreglu. Ekkert lát virðist vera á óeirðunum sem standa vegna ákvörðunar borgaryfirvalda um að rífa timburhúsið Vindlakassann. 14.5.2007 23:15 Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér Paul McNulty aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja af sér. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skýrði frá því að hann hefði lagt inn afsagnarbeiðni sína. McNulty flæktist í umdeildar uppsagnir nokkurra ríkissaksóknara sem Bush stjórnin fyrirskipaði. Hann var lykilmaður í viðræðum og fundum vegna uppstokkunarinnar. 14.5.2007 22:42 Óvenju mörg umferðaróhöpp um helgina Óvenju mörg umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu um nýliðna helgi, eða 69 talsins. Á vef lögreglunnar kemur fram að þetta sé meira en gengur og gerist. 14.5.2007 22:38 Framsóknarmenn funda á Hverfisgötu Framsóknarmenn sitja nú á fundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Á fundinum eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz sem féllu út af þingi í Alþingiskosningunum um helgina. Auk þeirra sitja fundinn aðrir þingmenn flokksins. 14.5.2007 22:14 Ferðamaður slasaðist í Surtshelli Erlendur ferðamaður slasaðist lítilsháttar í Surtshelli í eftirmiðdaginn í dag og var fluttur með sjúkrabíl á Akranes. Þar var gert að sárum mannsins sem er frá Kanada. Hann datt í hellinum og fékk áverki á höfuð. Sauma þurfti skurð á enni mannsins en hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akranesi undir kvöld. 14.5.2007 21:53 Keyrt á dreng við KR völlinn Fólksbifreið ók á átta ára gamlan dreng á Kaplaskjólsvegi við KR áhorfendastúkuna um níu leitið í kvöld. Drengurinn var á reiðhjóli og með hjálm, og mun hafa slasast lítillega að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Sjúkralið kom á vettvang og hlúði að drengnum en hann er nú til skoðunar á slysadeild. 14.5.2007 21:29 Endurnýjun á samstarfi D og B nauðsynleg Geir H. Haarde sagði í dag að endurnýjun á sáttmála milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri nauðsynleg og hugsanlega breytt verkaskipting eftir fylgistap framsóknar í kosningunum. Ekki væri þó þörf á stjórnarmyndunarviðræðum nú þar sem stjórnin hefði haldið velli. Talsverðar efasemdir hafa heyrst meðal manna í röðum flokksins hvort endurnýja eigi samstarf við Framsókn. 14.5.2007 20:53 Athyglissjúkt andapar í tilhugalífinu Andarsteggur sem átti leið um Skaftahlíðina beitti afar óvenjulegri aðferð til að ganga í augun á kollu sem var þar skammt hjá. Hann vildi ekkert gefa upp um það hvort aðferðin væri algeng í tilhugalífi anda en svo virðist sem hún hafi borið árangur. 14.5.2007 20:41 Niðurstöður kosninga í samræmi við veður Niðurstöður kosninganna á laugardag eru í góðu samræmi við veðrið á kjördag. Eins og greint hefur verið frá virðast náin tengsl vera á milli veðurs á kjördag og úrslita kosninga. Sigurður Þ. Ragnarsson bar saman úrslit kosninganna við veðrið á kjördag og komst að ýmsu forvitnilegu eins og fréttin hér ber með sér. 14.5.2007 20:30 Kvótasvindl fyrirtækis á Norðurlandi til rannsóknar Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. 14.5.2007 20:21 Stjórnin hefði fallið ef vægi atkvæða væri jafnt Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. Mismörg atkvæði eru á bak við hvern þingmann samkvæmt núverandi kosningakerfi. Þetta gerir það að verkum að stjórnarflokkarnir halda meirihluta þingmanna - 32 - þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu að fá samtals minnihluta atkvæða eða 48,3 prósent. 14.5.2007 20:14 Rice: Ekkert kalt stríð í uppsiglingu Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu en hún kom til Rússlands í dag. Rússar eru uggandi yfir uppsetningu bandarísks eldflaugavarnakerfis í Póllandi sem þeir telja að sé beint gegn sér. 14.5.2007 19:45 Túlkur í yfirheyrslu vegna hvarfs Madeleine Fréttastofa Sky greindi frá því nú rétt í þessu að maður hefði verið færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Portúgal vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Verið er að leita í húsi sem er stutt þaðan sem hin þriggja ára gamla stúlka hvarf. Maðurinn mun vera túlkur og hafði sagt fólki að hann væri að aðstoða lögregluna við rannsóknina. 14.5.2007 19:35 Þrjú þúsund kengúrum verður lógað Dýraverndunarsinnar eru æfir yfir þeim áformum borgaryfirvalda í Canberra í Ástralíu að fella yfir þrjú þúsund kengúrur á næstunni. Kengúrum hefur fjölgað mikið í námunda við höfuðborgina og því óttast ráðamenn að þær verði í framtíðinni aðgangsharðari í matarleit sinni. 14.5.2007 19:30 Útstrikanir Björns enn í talningu Útlit er fyrir að útstrikanir á Birni Bjarnasyni og Árna Johnsen verði til þess að færa þá niður um eitt sæti á listum sínum. Enn er verið að telja atkvæði með útstrikunum. Á Suðurlandi strikaði ríflega fimmtungur kjósenda flokksins yfir nafn Árna Johnsen. Þetta veldur því að Kjartan Ólafsson færist upp fyrir Árna og verður annar kjördæmakjörinn þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi en Árni verður þriðji. 14.5.2007 19:22 Josh Groban á Íslandi Bandaríski tónlistarmaðurinn Josh Groban treður upp í Laugardalshöllinni á morgun. Groban sem kom til landsins í gær er heillaður af landi og þjóð. 14.5.2007 19:14 Heilsast vel á afmælisdeginum Forseti Íslands hafði í nógu að snúast í dag þegar barnahópur heimsótti hann á afmælisdeginum. Heilsa forsetans er með besta móti en aðeins er rúm vika síðan hann var fluttur á spítala með hraði. Hann segir atvikið ekki hafa áhrif á ákvörðun sína um hvort hann bjóði sig aftur fram sem forseta. 14.5.2007 19:10 Sætar stelpur á glugga Geirs Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segir bæði Samfylkingu og Vinstri græna komna á gluggann hjá Geir Haarde til að vera næstsætasta stelpan á ballinu. Hann segir alveg ljóst að Framsóknarflokkur gefi eftir ráðuneyti til Sjálfstæðisflokks, endurnýi flokkarnir samstarf sitt. 14.5.2007 19:07 Tilbúinn að aðstoða ef til þess kemur Því var velt upp í aðdraganda kosninganna hvert hlutverk Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, gæti orðið við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Sjálfur segir hann eðlilegast að stjórnmálaflokkarnir leysi málið sín á milli en hann sé þó tilbúinn að aðstoða ef til þess kemur. 14.5.2007 19:06 Enn tekist á í Kaupmannahöfn Til harkalegra átaka kom á milli óeirðalögreglu og mótmælenda í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í dag. Tólf voru handteknir í átökunum og nokkrir slösuðust enda var táragasi og kylfum óspart beitt. 14.5.2007 19:00 Breiðþota lenti með veikan farþega Breiðþota Air France flugélagsins af Boeing 777-300 gerð millilenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag með veikan farþega. Sjúkrabifreið ók með manninn á sjúkrahús í Reykjavík. Vélin var á leið frá París til Los Angeles í Kaliforníu þegar ákveðið var að lenda hér á landi. 14.5.2007 18:17 Fara ekki heim fyrr en Maddie er fundin Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem rænt var í Portúgal fyrir tæpum tveimur vikum, eru viss um að dóttir þeirra sé heil á húfi og ætla ekki að snúa aftur til Bretlands fyrr en hún er komin í leitirnar. Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er á meðal þeirra sem lofað hafa þeim fé sem varpað geta ljósi á hvarf Madeleine. 14.5.2007 18:00 Sautján ára sviptur á 171 km Sautján ára piltur var sviptur ökuréttindum um helgina þegar hann mældist á 171 km hraða á Vesturlandsvegi. Einungis þrjár vikur eru síðan pilturinn fékk bílpróf. Að sögn lögreglu voru alls 69 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina og er það yfir meðallagi. Í sjö tilfellanna var grunur um ölvun, eða áhrif lyfja. 14.5.2007 17:53 Helgi Tómasson sæmdur stórkrossi fálkaorðunnar Helgi Tómasson var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu við tilfinningaþrungna athöfn á Bessastöðum í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti Helga verðlaunin sem eru æðsta viðurkenning lýðveldisins til einstaklinga. Halldór Laxness hlaut viðurkenninguna á sínum tíma. 14.5.2007 17:35 Fangelsi og miskabætur vegna líkamsárásar Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa ráðist á annan mann, kýlt hann í jörðina og svo sparkað í hann. 14.5.2007 16:56 Eins mánaðar fangelsi fyrir að vera með falsað vegabréf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmenskan ríkisborgara í eins mánaðar fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi. Upp komst um brotið þegar maðurinn hugðist kaupa sér flugmiða á Reykjavíkurflugvelli til Færeyja í desember síðastliðnum en hann var þá í farbanni. 14.5.2007 16:45 Dæmdur í fangelsi fyrir ofsakstur Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af þrjá óskilorðsbundna, fyrir ofsakstur. Þá var manninum einnig gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt til ríkissjóð. 14.5.2007 16:35 Stolni sendibíllinn fannst Hvítur sendibíll sem var stolið fyrir utan Nóatún í porti JL hússins í hádeginu í dag fannst síðdegis í Yrsufelli, óskemmdur. Sendibíllinn er frá heildsölunni Bugt og var að koma með vörur í verslunina. Lyklarnir voru í bílnum. Þjófurinn beið færis eftir því að ökumaðurinn færi inn í verslunina og keyrði svo á brott. 14.5.2007 16:33 Reykjavík styrkir björgunarsveitir um 18 milljónir Reykjavíkurborg mun styrkja fjórar björgunarsveitar á höfuðborgarsvæðinu um 18 milljónir króna á næstu þremur árum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, undirritaði samkomulag þessa efnis í dag. 14.5.2007 16:25 Fjögurra mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart sambýliskonu sinni. Var honum gefið að sök að hafa kýlt hana í andlit og höfuð þannig að hún hlaut skurð á höfði, fyrir ofan efri vör og missti fjórar tennur. 14.5.2007 16:16 Skemmtiferðaskip strandar við Alaska Flytja varð vel á þriðja hundrað manns frá borði skemmtiferðaskips þegar það strandaði við suðausturhluta Alaska snemma í morgun. 14.5.2007 15:55 Réttarhöld vegna árekstrar í lofti Réttarhöld hefjast í Sviss á morgun yfir átta starfsmönnum flugumferðarstjórnar-fyrirtækisins Skyguide vegna árekstrar í lofti árið 2002, sem kostaði 71 mann lífið. Flest fórnarlambanna voru börn. Rússneskur fjölskyldufaðir myrti yfirflugumverðarstjórann síðar með hnífi, en hann missti eiginkonu sína og dóttur í slysinu. 14.5.2007 15:43 Kanna verður sein viðbrögð vegna veikinda við Kárahnjúka Kanna verður betur afhverju ekki var brugðist fyrr við þegar hópur vinnumanna veiktist við Kárahnjúkavirkjun í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í nýútkomnum Farsóttafréttum sóttvarnarlæknis. 14.5.2007 15:26 Haraldur tekur við af Ragnheiði Ákveðið hefur verið að Haraldur Sverrisson taki við af Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ í sumar þegar Ragnheiður heldur til starfa á Alþingi. 14.5.2007 15:08 Sjá næstu 50 fréttir
Neyðast til að gera Björn Bjarnasona að ráðherra Sjálfstæðisflokkurinn er tilneyddur til að gera Björn Bjarnason að ráðherra í nýrri ríkisstjórn til að svara atlögu Jóhannesar Jónssonar í Bónus að mati Björns Inga Hrafnssonar, oddvita framsóknarmanna í Reykjavík. Hann segir að öðrum kosti sé forysta flokksins að taka undir gagnrýni Jóhannesar á embættisfærslur Björns. 15.5.2007 11:28
Á 150 kílómetra hraða á Reykjanesbraut Lögreglumenn á Suðurnesjum stöðvuðu fimm manns fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt og mældist sá sem hraðast ók á 150 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund. 15.5.2007 11:19
Lögreglan í Portúgal með mann í haldi Robert Murat, maðurinn sem var yfirheyrður í gær vegna hvarfs Madeleine McCann, hefur réttarstöðu grunaðs manns samkvæmt nýjustu fregnum. Lögreglan hóf leit á heimili hans í gær eftir vísbendingu frá blaðakonu Sunday Mirror. 15.5.2007 11:05
Tíu handteknir vegna skipulags vændis í Osló Tíu manns voru handteknir í aðgerðum lögreglunnar í Osló í gær gegn skipulögðu vændi. Um var að ræða þrjár konur og sjö menn og er einn þeirra jafnframt ákærður fyrir mansal. 15.5.2007 10:56
Íranar byrjaðir að framleiða úran í miklu magni Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar hafa komist að því að Íranar virðast hafa leyst helstu tæknileg vandamál sín og séu byrjaðir að auðga úran í mun meira magni en áður var haldið. 15.5.2007 10:51
Gervifæturnir frá Össuri of góðir? Óvíst er hvort fótalausi hlauparinn Oscar Pistorius fær að keppa á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Ástæðan er sú að gervifætur hans frá Össuri eru taldir gefa honum óeðlilegt forskot á aðra hlaupara. Pistorius er tvítugur Suður-Afríkubúi sem fæddist með beinlausa kálfa. Hann var aðeins ellefu mánaða gamall þegar báðir fætur hans voru teknir af fyrir neðan hné. 15.5.2007 10:46
Landsbankinn opnar nýtt útibú Landsbankinn opnar nýtt útibú við Vínlandsleið í Grafarholti í dag en útibúið tekur við af Grafarvogsútibúi. Hið nýja húsnæði er mun stærra en það gamla og mun þjónusta einstaklinga jafnt sem fyrirtæki. 15.5.2007 10:45
Sakfelldur fyrir að smygla 13 tonnum af hassi til Danmerkur Dómstóll í Danmörku sakfelldi í morgun mann fyrir morð og fyrir að smygla þrettán tonnum af hassi til landsins, en það er mesta magn efnisins sem smyglað hefur verið til Danmörku. 15.5.2007 10:09
Sjálfstæðisráðherrar hafa lokið fundi sínum Ríkisstjórnarfundi lauk laust fyrir klukkan tíu en fundurinn stóð í 20 mínútur. Ráðherrar Framsóknarflokksins fóru þá úr húsi en sjálfstæðismenn funduðu áfram. 15.5.2007 10:01
24 létu lífið í sprengjuárás í Pakistan 24 létu lífið og 30 særðust í borginni Peshawar í Pakistan í dag en sprengju hafði verið komið fyrir í andyri hótels. Afganir eru reglulegir gestir á hótelinu og er það einnig nálgæt þekktri mosku á svæðinu. Peshawar er í norðvesturhluta Pakistan en róstursamt hefur verið þar undanfarna mánuði. 15.5.2007 09:54
DHL harmar misbrest í afgreiðslu utankjörfundaratkvæða Flutningafyrirtækið DHL hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem mistök við afgreiðslu utankjörfundaratkvæða sem send voru frá Boston eru hörmuð. Starfsmenn sem sinna öryggiseftirliti í borginni ákváðu að kanna innihald umslagsins nánar. Vanalega er það ekki gert hafi umslaginu verið lokað í viðurvist starfsmanna DHL. Fyrirtækið lítur málið mjög alvarlegum augum segir í tilkynningunni. 14.5.2007 23:41
Óeirðir halda áfram í Kristjaníu Óeirðir héldu áfram í Kristjaníu í Kaupmannahöfn nú í kvöld. Íslendingur sem leggur stund á ljósmyndanám í borginni var á staðnum og myndaði aðgerðir lögreglu. Ekkert lát virðist vera á óeirðunum sem standa vegna ákvörðunar borgaryfirvalda um að rífa timburhúsið Vindlakassann. 14.5.2007 23:15
Aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir af sér Paul McNulty aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna hefur ákveðið að segja af sér. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna skýrði frá því að hann hefði lagt inn afsagnarbeiðni sína. McNulty flæktist í umdeildar uppsagnir nokkurra ríkissaksóknara sem Bush stjórnin fyrirskipaði. Hann var lykilmaður í viðræðum og fundum vegna uppstokkunarinnar. 14.5.2007 22:42
Óvenju mörg umferðaróhöpp um helgina Óvenju mörg umferðaróhöpp voru tilkynnt lögreglu um nýliðna helgi, eða 69 talsins. Á vef lögreglunnar kemur fram að þetta sé meira en gengur og gerist. 14.5.2007 22:38
Framsóknarmenn funda á Hverfisgötu Framsóknarmenn sitja nú á fundi í höfuðstöðvum flokksins við Hverfisgötu. Á fundinum eru ráðherrarnir Jón Sigurðsson og Jónína Bjartmarz sem féllu út af þingi í Alþingiskosningunum um helgina. Auk þeirra sitja fundinn aðrir þingmenn flokksins. 14.5.2007 22:14
Ferðamaður slasaðist í Surtshelli Erlendur ferðamaður slasaðist lítilsháttar í Surtshelli í eftirmiðdaginn í dag og var fluttur með sjúkrabíl á Akranes. Þar var gert að sárum mannsins sem er frá Kanada. Hann datt í hellinum og fékk áverki á höfuð. Sauma þurfti skurð á enni mannsins en hann var útskrifaður af sjúkrahúsinu á Akranesi undir kvöld. 14.5.2007 21:53
Keyrt á dreng við KR völlinn Fólksbifreið ók á átta ára gamlan dreng á Kaplaskjólsvegi við KR áhorfendastúkuna um níu leitið í kvöld. Drengurinn var á reiðhjóli og með hjálm, og mun hafa slasast lítillega að sögn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Sjúkralið kom á vettvang og hlúði að drengnum en hann er nú til skoðunar á slysadeild. 14.5.2007 21:29
Endurnýjun á samstarfi D og B nauðsynleg Geir H. Haarde sagði í dag að endurnýjun á sáttmála milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar væri nauðsynleg og hugsanlega breytt verkaskipting eftir fylgistap framsóknar í kosningunum. Ekki væri þó þörf á stjórnarmyndunarviðræðum nú þar sem stjórnin hefði haldið velli. Talsverðar efasemdir hafa heyrst meðal manna í röðum flokksins hvort endurnýja eigi samstarf við Framsókn. 14.5.2007 20:53
Athyglissjúkt andapar í tilhugalífinu Andarsteggur sem átti leið um Skaftahlíðina beitti afar óvenjulegri aðferð til að ganga í augun á kollu sem var þar skammt hjá. Hann vildi ekkert gefa upp um það hvort aðferðin væri algeng í tilhugalífi anda en svo virðist sem hún hafi borið árangur. 14.5.2007 20:41
Niðurstöður kosninga í samræmi við veður Niðurstöður kosninganna á laugardag eru í góðu samræmi við veðrið á kjördag. Eins og greint hefur verið frá virðast náin tengsl vera á milli veðurs á kjördag og úrslita kosninga. Sigurður Þ. Ragnarsson bar saman úrslit kosninganna við veðrið á kjördag og komst að ýmsu forvitnilegu eins og fréttin hér ber með sér. 14.5.2007 20:30
Kvótasvindl fyrirtækis á Norðurlandi til rannsóknar Fiskistofa hefur til rannsóknar stórfellt kvótasvindl hjá fiskvinnslufyrirtæki á Norðurlandi. Fyrir liggur vitnisburður um að þetta fyrirtæki hafi landað framhjá vigt að minnsta kosti þúsund tonnum af þorski á ári í sex ár. Með þessu hefur verið skotið undan verðmætum uppá vel yfir hálfan annan milljarð króna. 14.5.2007 20:21
Stjórnin hefði fallið ef vægi atkvæða væri jafnt Ef öll atkvæði í landinu hefju jafnmikið vægi hefðu stjórnarflokkarnir fengið 30 þingmenn og fallið en stjórnarandstaðan fengi 33 þingmenn. Mismörg atkvæði eru á bak við hvern þingmann samkvæmt núverandi kosningakerfi. Þetta gerir það að verkum að stjórnarflokkarnir halda meirihluta þingmanna - 32 - þrátt fyrir að stjórnarflokkarnir séu að fá samtals minnihluta atkvæða eða 48,3 prósent. 14.5.2007 20:14
Rice: Ekkert kalt stríð í uppsiglingu Condoleezza Rice utanríkisráðherra Bandaríkjanna hafnar því að nýtt kalt stríð sé í uppsiglingu en hún kom til Rússlands í dag. Rússar eru uggandi yfir uppsetningu bandarísks eldflaugavarnakerfis í Póllandi sem þeir telja að sé beint gegn sér. 14.5.2007 19:45
Túlkur í yfirheyrslu vegna hvarfs Madeleine Fréttastofa Sky greindi frá því nú rétt í þessu að maður hefði verið færður til yfirheyrslu á lögreglustöð í Portúgal vegna hvarfsins á Madeleine McCann. Verið er að leita í húsi sem er stutt þaðan sem hin þriggja ára gamla stúlka hvarf. Maðurinn mun vera túlkur og hafði sagt fólki að hann væri að aðstoða lögregluna við rannsóknina. 14.5.2007 19:35
Þrjú þúsund kengúrum verður lógað Dýraverndunarsinnar eru æfir yfir þeim áformum borgaryfirvalda í Canberra í Ástralíu að fella yfir þrjú þúsund kengúrur á næstunni. Kengúrum hefur fjölgað mikið í námunda við höfuðborgina og því óttast ráðamenn að þær verði í framtíðinni aðgangsharðari í matarleit sinni. 14.5.2007 19:30
Útstrikanir Björns enn í talningu Útlit er fyrir að útstrikanir á Birni Bjarnasyni og Árna Johnsen verði til þess að færa þá niður um eitt sæti á listum sínum. Enn er verið að telja atkvæði með útstrikunum. Á Suðurlandi strikaði ríflega fimmtungur kjósenda flokksins yfir nafn Árna Johnsen. Þetta veldur því að Kjartan Ólafsson færist upp fyrir Árna og verður annar kjördæmakjörinn þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi en Árni verður þriðji. 14.5.2007 19:22
Josh Groban á Íslandi Bandaríski tónlistarmaðurinn Josh Groban treður upp í Laugardalshöllinni á morgun. Groban sem kom til landsins í gær er heillaður af landi og þjóð. 14.5.2007 19:14
Heilsast vel á afmælisdeginum Forseti Íslands hafði í nógu að snúast í dag þegar barnahópur heimsótti hann á afmælisdeginum. Heilsa forsetans er með besta móti en aðeins er rúm vika síðan hann var fluttur á spítala með hraði. Hann segir atvikið ekki hafa áhrif á ákvörðun sína um hvort hann bjóði sig aftur fram sem forseta. 14.5.2007 19:10
Sætar stelpur á glugga Geirs Guðni Ágústsson varaformaður Framsóknarflokksins segir bæði Samfylkingu og Vinstri græna komna á gluggann hjá Geir Haarde til að vera næstsætasta stelpan á ballinu. Hann segir alveg ljóst að Framsóknarflokkur gefi eftir ráðuneyti til Sjálfstæðisflokks, endurnýi flokkarnir samstarf sitt. 14.5.2007 19:07
Tilbúinn að aðstoða ef til þess kemur Því var velt upp í aðdraganda kosninganna hvert hlutverk Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, gæti orðið við myndun ríkisstjórnar eftir kosningar. Sjálfur segir hann eðlilegast að stjórnmálaflokkarnir leysi málið sín á milli en hann sé þó tilbúinn að aðstoða ef til þess kemur. 14.5.2007 19:06
Enn tekist á í Kaupmannahöfn Til harkalegra átaka kom á milli óeirðalögreglu og mótmælenda í Kristjaníu í Kaupmannahöfn í dag. Tólf voru handteknir í átökunum og nokkrir slösuðust enda var táragasi og kylfum óspart beitt. 14.5.2007 19:00
Breiðþota lenti með veikan farþega Breiðþota Air France flugélagsins af Boeing 777-300 gerð millilenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag með veikan farþega. Sjúkrabifreið ók með manninn á sjúkrahús í Reykjavík. Vélin var á leið frá París til Los Angeles í Kaliforníu þegar ákveðið var að lenda hér á landi. 14.5.2007 18:17
Fara ekki heim fyrr en Maddie er fundin Foreldrar Madeleine McCann, litlu telpunnar sem rænt var í Portúgal fyrir tæpum tveimur vikum, eru viss um að dóttir þeirra sé heil á húfi og ætla ekki að snúa aftur til Bretlands fyrr en hún er komin í leitirnar. Eggert Magnússon, stjórnarformaður West Ham, er á meðal þeirra sem lofað hafa þeim fé sem varpað geta ljósi á hvarf Madeleine. 14.5.2007 18:00
Sautján ára sviptur á 171 km Sautján ára piltur var sviptur ökuréttindum um helgina þegar hann mældist á 171 km hraða á Vesturlandsvegi. Einungis þrjár vikur eru síðan pilturinn fékk bílpróf. Að sögn lögreglu voru alls 69 umferðaróhöpp tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um helgina og er það yfir meðallagi. Í sjö tilfellanna var grunur um ölvun, eða áhrif lyfja. 14.5.2007 17:53
Helgi Tómasson sæmdur stórkrossi fálkaorðunnar Helgi Tómasson var sæmdur stórkrossi hinnar íslensku fálkaorðu við tilfinningaþrungna athöfn á Bessastöðum í dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands afhenti Helga verðlaunin sem eru æðsta viðurkenning lýðveldisins til einstaklinga. Halldór Laxness hlaut viðurkenninguna á sínum tíma. 14.5.2007 17:35
Fangelsi og miskabætur vegna líkamsárásar Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi, þar af tvo mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa ráðist á annan mann, kýlt hann í jörðina og svo sparkað í hann. 14.5.2007 16:56
Eins mánaðar fangelsi fyrir að vera með falsað vegabréf Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag rúmenskan ríkisborgara í eins mánaðar fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi. Upp komst um brotið þegar maðurinn hugðist kaupa sér flugmiða á Reykjavíkurflugvelli til Færeyja í desember síðastliðnum en hann var þá í farbanni. 14.5.2007 16:45
Dæmdur í fangelsi fyrir ofsakstur Karlmaður var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdur í 12 mánaða fangelsi, þar af þrjá óskilorðsbundna, fyrir ofsakstur. Þá var manninum einnig gert að greiða 300 þúsund krónur í sekt til ríkissjóð. 14.5.2007 16:35
Stolni sendibíllinn fannst Hvítur sendibíll sem var stolið fyrir utan Nóatún í porti JL hússins í hádeginu í dag fannst síðdegis í Yrsufelli, óskemmdur. Sendibíllinn er frá heildsölunni Bugt og var að koma með vörur í verslunina. Lyklarnir voru í bílnum. Þjófurinn beið færis eftir því að ökumaðurinn færi inn í verslunina og keyrði svo á brott. 14.5.2007 16:33
Reykjavík styrkir björgunarsveitir um 18 milljónir Reykjavíkurborg mun styrkja fjórar björgunarsveitar á höfuðborgarsvæðinu um 18 milljónir króna á næstu þremur árum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóri, undirritaði samkomulag þessa efnis í dag. 14.5.2007 16:25
Fjögurra mánaða fangelsi fyrir heimilisofbeldi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás gagnvart sambýliskonu sinni. Var honum gefið að sök að hafa kýlt hana í andlit og höfuð þannig að hún hlaut skurð á höfði, fyrir ofan efri vör og missti fjórar tennur. 14.5.2007 16:16
Skemmtiferðaskip strandar við Alaska Flytja varð vel á þriðja hundrað manns frá borði skemmtiferðaskips þegar það strandaði við suðausturhluta Alaska snemma í morgun. 14.5.2007 15:55
Réttarhöld vegna árekstrar í lofti Réttarhöld hefjast í Sviss á morgun yfir átta starfsmönnum flugumferðarstjórnar-fyrirtækisins Skyguide vegna árekstrar í lofti árið 2002, sem kostaði 71 mann lífið. Flest fórnarlambanna voru börn. Rússneskur fjölskyldufaðir myrti yfirflugumverðarstjórann síðar með hnífi, en hann missti eiginkonu sína og dóttur í slysinu. 14.5.2007 15:43
Kanna verður sein viðbrögð vegna veikinda við Kárahnjúka Kanna verður betur afhverju ekki var brugðist fyrr við þegar hópur vinnumanna veiktist við Kárahnjúkavirkjun í síðasta mánuði. Þetta kemur fram í nýútkomnum Farsóttafréttum sóttvarnarlæknis. 14.5.2007 15:26
Haraldur tekur við af Ragnheiði Ákveðið hefur verið að Haraldur Sverrisson taki við af Ragnheiði Ríkharðsdóttur sem bæjarstjóri í Mosfellsbæ í sumar þegar Ragnheiður heldur til starfa á Alþingi. 14.5.2007 15:08