Fleiri fréttir Stöðvaður með smygl á leið frá Grundartanga Lögreglan á Akranesi rannsakar nú smyglmál en hún stöðvaði um hádegisbilið í dag bifreið sem var að koma frá Grundartangahöfn. Eftir því sem segir á vef Skessuhorns reyndust sex kassar af bjór í bílnum, 21 karton af sígarettum og 5 lítrar af sterku áfengi sem lögregla lagði hald á. 10.5.2007 17:08 Landspítala óheimilt að segja Salmann upp Hæstiréttur sneri í dag dómi Héraðsdómur Reykjavíkur í máli Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Ísland, á hendur Landspítalanum vegna uppsagnar í starfi á upplýsingatæknisviði spítalans. Komst dómurinn að því að spítalanum hefði verið óheimilt að segja honum upp á þeim grundvelli sem gert var. 10.5.2007 17:00 Portúgal: Meiriháttar upplýsingar í rannsókn tilkynntar Sýnt verður beint frá blaðamannafundi Lögreglunnar í Portúgal klukkan 17.30 að íslenskum tíma á visir.is. Búist er við að upplýst verði um meiriháttar umskipti í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann. Stúlkan var numin á brott af hótelherbergi sínu fyrir viku og hefur leit staðið yfir síðan. Fundurinn fer fyrst fram á portúgölsku og síðan ensku. 10.5.2007 16:44 Vilja stofna Flugminjasafn Íslands Full ástæða er til að halda utan um flugsögu Íslands meðal annars með því að koma á fót Flugminjasafni Íslands að mati Flugminjanefndar menntamálaráðherra. Nefndin skilaði frá sér tillögum í dag. 10.5.2007 16:44 Sögurlegur fundur Ísraela og Araba Ísraelskur utanríkisráðherra átti í dag fund með arabiskum ráðherrum sem hafa umboð frá Arababandalaginu. Það er í fyrsta skipti síðan slíkt gerist frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Utanríkisráðherrar Egyptalands og Jórdaníu funduðu í Kaíró í dag með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels. 10.5.2007 16:42 Munnmök gætu verið krabbameinsvaldandi Bandarískir vísindamenn staðhæfa að vírus sem smitast getur með munnmökum geti orsakað ákveðna tegund krabbameins í hálsi. Rannsakendur við John Hopkins Háskólann segja að HPV vírusinn sé jafnvel stærri áhættuþáttur en neysla tóbaks og áfengis. 10.5.2007 16:32 Litháar dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir stórfellt smygl Tveir Litháar, Sarunas Budvytis og Virunas Kavalciukas, voru í Hæstarétti í dag dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að smygla nærri tólf kílóum af amfetamíni til landsins. 10.5.2007 16:20 Spurningamerki við Gordon Brown Þrátt fyrir að Gordon Brown hafi verið fjármálaráðherra í tíu ár, er hann óskrifað blað sem forsætisráðherra segir í leiðara Sunday Times í London. Fjölmiðlar ytra eru flestir á sömu skoðun og telja að næstu vikur muni leiða í ljós hvaða stefnu Gordon muni taka í málefnum Bretlands, sérstaklega vegna tengsla við Bandaríkin, en afstaða hans hefur verið afar óljós í gegnum fjármálaráðherra tíð hans. 10.5.2007 16:14 Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms yfir Jónasi Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Jónasi Garðarssyni, fyrrverandi formanni Sjómannafélags Reykjavíkur, fyrir manndráp af gáleysi. 10.5.2007 16:03 Vinna gegn vaxandi manneklu meðal sjúkraliða Endurskoða þarf starfs- og ábyrgðarsvið sjúkraliða og menntun eigi að vera mögulegt að vinna gegn vaxandi manneklu í stéttinni. Þetta var niðurstaða fyrsta fundar starfsnefndar sem leita á leiða til að fjölga sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu segir einnig nauðsynlegt að endurskoða launamál þessara stétta. 10.5.2007 16:02 Fangi vinnur virt fréttamannaverðlaun Alan Johnston fréttaritari BBC sem rænt var á Gasaströnd í marsmánuði hefur unnið fréttamannaverðlaun á hinni virtu London Press Club hátíð. Verðlaunin fær hann fyrir fréttaflutning af Gasa svæðinu en hann þykir hafa varpað ljósi á hvernig ástandið hefur áhrif á venjulega Palestínumenn. Ekki hefur spurst til Alans síðan honum var rænt 12. mars síðastliðinn. 10.5.2007 15:44 Danskar ástir Tuttugu og sex ára gamall Dani var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að lauma sér undir sængina hjá kærustu besta vinar síns og eiga við hana mök. Án þess að hún uppgötvaði að það var ekki kærastinn sem hún var að gamna sér með. 10.5.2007 15:40 Máli vegna ólöglegra hreindýraveiða vísað frá dómi Héraðsdómur Austurlands vísaði í dag frá dómi ákæru á hendur tveimur karlmönnum sem var gert að hafa fellt tvö hreindýr án tilskilinna veiði - og skotvopnaleyfa. Mönnunum var einnig gert að hafa í blekkingarskyni notað merki hreindýraráðs með ólögmætum hætti. 10.5.2007 15:39 Eiríkur kominn í heiminn í Húsdýragarðinum Sauðburður er hafinn í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Það var ærin Botna sem fyrst bar þar á bæ þetta árið en það var um hádegisbil í dag. Botna, sem er svartbotnótt, bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur og eru þau því lambadrottning og lambakóngur, en svo eru fyrstu lömbin jafnan kölluð. 10.5.2007 15:31 Enga víbratora hér Fjarstýrðir víbratorar hafa verið bannaðir á Kýpur. Breska fyrirtækið Anne Summers framleiðir þessi og önnur hjálpartæki ástarlífsins. Fyrirtækið hefur beðið kýpverska viðskiptavini sína afsökunar á því að þeir fá ekki að njóta þessarar tækninýjungar. 10.5.2007 14:38 Fimmtán listamenn fá styrk frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar Alls fá fimmtán íslenskir listamenn styrk frá Kynningarmiðstöð íslenskra myndlistar í ár en styrkjunum var úhlutað í dag. Styrkjunum er fyrst og fremst ætlað að hjálpa listamönnunum vegna verkefna erlendis. 10.5.2007 14:30 Versta lagið fer í úrslit Eurovision Eiríkur Hauksson stígur á svið í Helsinki í kvöld og flytur framlag Íslands Valentine Lost í undankeppni Eurovision. „Í fyrsta sinn er ég með lag sem mig langar virkilega að kynna fyrir Evrópu," segir hann. "Þegar ég fór í Gleðibankann var ég bara ráðinn í starfið." Íslenska lagið er best, en að mati Eiríks fer versta lagið, framlag Úkraínu, beint í úrslit . 10.5.2007 14:20 Börn í Írak deyja eins og flugur Engar hömlur eru á barnadauða í Írak. Eitt af hverjum átta börnum sem þar fæðast lifir ekki til fimm ára aldurs. Barnadauði í landinu hefur aukist um 150 prósent síðan árið 1990. Það er langtum meiri aukning en í nokkru öðru landi. Níu af hverjum tíu börnum sem deyja fyrir fimm ára aldur fæðast í 60 fátækustu löndum heimsins. 10.5.2007 14:17 Danir elska stóra bróður Níu af hverjum tíu Dönum eru hlynntir nýjum lögum sem heimila yfirvöldum að fjölga eftirlitsmyndavélum á göngugötum og torgum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var þar í landi. Meirihluti er fyrir þessum lögum á danska þinginu og er búist við að þau verði samþykkt áður en þingið fer í sumarfrí. 10.5.2007 13:52 Ríkið minnkar skattbyrði hátekjufólks á kostnað láglaunafólks Tekjuskattur láglaunafólks hefur aukist á síðastliðnum tólf árum um 5 prósent en lækkað um allt 15 prósent á hjá hálaunafólki. Þetta kemur fram í grein Indriða H. Þorlákssonar, hagfræðings. Hann segir aukna skattbyrði láglaunafólks hafa leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum sama hóps um allt að 20 prósent. 10.5.2007 13:51 Fjölmennt á fundi um uppbyggingu eftir bruna Fjölmenni mætti í Listasafni Íslands í gær þar sem ræddar voru hugmyndir um uppbyggingu á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Borgarstjóri lagði áherslu á að götumyndin fyrir brunann yrði varðveitt. Yfirskrift fundarins var hvernig bætum við brunann. 10.5.2007 13:00 Tveir karlar og kona grunuð um aðild að hvarfi Madeleine Portúgalska lögreglan hefur þrjár manneskjur grunaðar um að vera valdar að hvarfi Madeleine McCann í Portúgal fyrir viku síðan. Samkvæmt fréttastofu Sky er lögreglan að kanna aðild tveggja manna og konu, sem sáust með telpu sem svipar til Madeleine, að málinu. 10.5.2007 12:58 Netsamband víða óviðunandi í dreifbýli Aðgangur að netsambandi enn víða óviðunandi í dreifbýli. Ferðaþjónustubóndi í Þingeyjarsýslu segir ástandið eins og að búa í torfkofa en Síminn segir unnið að aukinni þjónustu. 10.5.2007 12:45 Íslendingar kjósa að flytja til Danmerkur Alls hafa 7.300 fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess á síðustu tuttugu árum samkvæmt samantekt fjármálaráðuneytisins á búferlaflutningum íslenskra ríkisborgara. Á sama tíma hafa rúmlega 20 þúsund fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því. Brottfluttir Íslendingar kjósa helst að búa í Danmörku. 10.5.2007 12:44 Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnun Capacent Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar hins vegar og sömuleiðis Íslandshreyfingarinnar. Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnuninni. 10.5.2007 12:39 Hafna beiðni Guðmundar um að stofna lögbýli í frístundabyggð Hreppsnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps hafnaði í síðust viku beiðni Guðmundar í Byrginu um að fá að stofna lögbýli á lóðum sínum í hreppnum. Svæðið er nú frístundabyggð og samanstendur af sex frístundahúsalóðum. 10.5.2007 12:30 Yahoo kannar möguleika á netþjónabúi á Íslandi Netfyrirtækið Yahoo kannar möguleika á því að reisa netþjónabú á Íslandi. Fulltrúar fyrirtækisins eru staddir hér á landi og funduðu í morgun með Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, stjórnarformanni Orkuveitunnar. 10.5.2007 12:11 Kaffibandalagið gæti myndað ríkisstjórn Kaffibandalagið gæti myndað næstu ríkisstjórn ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Samkvæmt henni er ríkisstjórnin fallin. 10.5.2007 12:00 Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrkinn úr Pokasjóði Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrkinn úr Pokasjóði verslunarinnar en úthlutað var úr sjóðnum í dag. Nemur styrkurinn 7,5 milljón krónum og fer í verkefni í tengslum við gróðurræktun á Haukadalsheiði. Alls var úthlutað rúmlega 100 milljónum úr Pokasjóði til 122 verkefna. 10.5.2007 12:00 Á 153 km hraða á Gullinbrú Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi karlmann á tvítugsaldri fyrir ofsaakstur á Gullinbrú í Grafarvogi. Bíll hans mældist á 153 kílómetra hraða en þar hámarkshraði 60 kílómetrar. Maðurinn var færður á lögreglustöð til yfirheyrslu og sviptur ökuréttindum. 10.5.2007 11:51 Allir nema sjálfstæðismenn vilja Norðlingaölduveitu úr sögunni Allir stjórnmálaflokkarnir nema Sjálfstæðisflokkurinn hafa lýst yfir stuðningi við stækkun friðlands Þjórsárvera þannig að Norðlingaölduveita verði þar með úr sögunni. Þetta segja Náttúruverndarsamtök Íslands í tilkynningu fyrir fjölmiðla. 10.5.2007 11:49 Dýrt að kjósa í Júróvisjón Langsamlega dýrast er að kjósa í símakosningu Eurovision söngvakeppninnar á Íslandi og munar 44 krónum á Íslandi og næstdýrasta landinu, sem er Pólland. Íslendingar þurfa að greiða 99,9 krónur fyrir símtalið, en Danir verða hins vegar aðeins rukkaðir um þrjár krónur. 10.5.2007 11:11 Norah Jones til Íslands í haust Norah Jones heldur tónleika í Laugardalshöll 2. september nk. Um þessar mundir stendur Norah í ströngu við að fylgja eftir þriðju breiðskífu sinni, Not too late, sem kom út sl. janúar. Það er FL Group sem gerir tónleika Noruh Jones mögulega og stendur fyrir tónleikunum í samvinnu við Hr. Örlyg, segir í tilkynningu frá tónleikahöldurunum. 10.5.2007 11:06 Jón Baldvin Hannibalsson tilbúinn að taka við ráðherraembætti Jón Baldvin Hannibalsson segist gefa kost á sér sem ráðherra í ríkisstjórn verði til hans leitað. Þetta kom fram í máli Jóns á fundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gær. 10.5.2007 11:06 Blair hættir 27. júní Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að hann myndi segja af sér þann 27. júní í sumar. Þetta kom fram á fundi hans með stuðningsmönnum sínum í kjördæmi hans, Sedgefield. 10.5.2007 11:03 Gæslan gæti nýtt risaskýli á Keflavíkurflugvelli Ekkert er því til fyrirstöðu að Landhelgisgæslan geti flutt starfsemi sína til Keflavíkurflugvallar ef vilji til þess er fyrir hendi. Þetta hafa Víkurfréttir eftir sínum heimildarmönnum. 10.5.2007 10:56 Nafni Höfðahrepps breytt í Skagaströnd? Samþykkt hefur verið að gera skoðanakönnun á viðhorfi íbúa Höfðahrepps til þess að nafni sveitarfélagsins verði breytt og tekið upp nafnið Sveitarfélagið Skagaströnd. Samhliða Alþingiskosningum verður því spurt um viðhorf til nafnbreytingarinnar. 10.5.2007 10:28 Grænmetisætur sveltu kornabarn í hel Bandarískir foreldrar hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að svelta kornabarn sitt í hel. Crown Shakur var aðeins 1500 grömm að þyngd þegar hann lést, sex vikna gamall. Foreldrarnir, Jade Sanders og Lamont Thomas eru grænmetisætur og gáfu barninu mat í samræmi við þann lífsstíl sinn. Crown litli fékk aðallega smáskammta af eppelsínusafa og sojamjólk. 10.5.2007 10:22 Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10.5.2007 10:17 Opinber gjöld lækkuð á Nesinu en fráveitugjald tekið upp Meirihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi samþykkti á fundi sínum í gær að lækka opinber gjöld í sveitarfélaginu en taka jafnframt upp fráveitugjald sem ekki hefur verið innheimt til þessa. 10.5.2007 10:15 Dómur kveðinn upp í máli á hendur Jónasi Garðarssyni í dag Dómur verður kveðinn upp í dag í máli á hendur Jónasi Garðarssyni, fyrrverandi formanni Sjómannafélags Reykjavíkur. Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa verið valdur að dauða tveggja manna eftir að skemmtibátur hans, Harpan, steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005. 10.5.2007 10:12 Fullorðinsvefur fyrir blinda og sjónskerta Athafnamaður á Bretlandi hefur sett upp nýja vefsíðu með efni fyrir fullorðna á. Hún er hins vegar frábrugðin að því leyti að hún er ætluð þeim sem eru blindir eða sjá mjög illa. 9.5.2007 23:36 Fá rafmagn í fjóra tíma á dag Almenningur í Zimbabwe mun aðeins fá rafmagn í fjórar klukkustundir í dag. Ákvörðunin tók gildi í dag og verður í gildi næstu þrjá mánuðina. Með þessu aðgerðum eru stjórnvöld að reyna að gefa kornbóndum í landinu orku til þess að knýja vatnsúðunarkerfi en þau eru nauðsynleg svo að ekki verði uppsprettubrestur í landinu. 9.5.2007 22:26 Páfinn í Suður-Ameríku Benedikt páfi er nú kominn til Sao Paulo og hefur þar fimm daga heimsókn sína til fjölmennustu rómversk-kaþólsku þjóðar í heiminum. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Suður-Ameríku síðan hann tók við embætti. 9.5.2007 21:05 Bíll á bíl ofan Sérstætt óhapp varð nú síðdegis í Kaupvangsstrætinu á Akureyri eða Gilinu eins og það nefnist í daglegu tali. Bifreið annað hvort rann eða var bakkað niður brekkuna og yfir allháan kant og aftan á aðra bifreið og ofaná hana eins og sést á þessum myndum. 9.5.2007 20:06 Sjá næstu 50 fréttir
Stöðvaður með smygl á leið frá Grundartanga Lögreglan á Akranesi rannsakar nú smyglmál en hún stöðvaði um hádegisbilið í dag bifreið sem var að koma frá Grundartangahöfn. Eftir því sem segir á vef Skessuhorns reyndust sex kassar af bjór í bílnum, 21 karton af sígarettum og 5 lítrar af sterku áfengi sem lögregla lagði hald á. 10.5.2007 17:08
Landspítala óheimilt að segja Salmann upp Hæstiréttur sneri í dag dómi Héraðsdómur Reykjavíkur í máli Salmanns Tamimi, formanns Félags múslíma á Ísland, á hendur Landspítalanum vegna uppsagnar í starfi á upplýsingatæknisviði spítalans. Komst dómurinn að því að spítalanum hefði verið óheimilt að segja honum upp á þeim grundvelli sem gert var. 10.5.2007 17:00
Portúgal: Meiriháttar upplýsingar í rannsókn tilkynntar Sýnt verður beint frá blaðamannafundi Lögreglunnar í Portúgal klukkan 17.30 að íslenskum tíma á visir.is. Búist er við að upplýst verði um meiriháttar umskipti í rannsókn lögreglunnar á hvarfi Madeleine McCann. Stúlkan var numin á brott af hótelherbergi sínu fyrir viku og hefur leit staðið yfir síðan. Fundurinn fer fyrst fram á portúgölsku og síðan ensku. 10.5.2007 16:44
Vilja stofna Flugminjasafn Íslands Full ástæða er til að halda utan um flugsögu Íslands meðal annars með því að koma á fót Flugminjasafni Íslands að mati Flugminjanefndar menntamálaráðherra. Nefndin skilaði frá sér tillögum í dag. 10.5.2007 16:44
Sögurlegur fundur Ísraela og Araba Ísraelskur utanríkisráðherra átti í dag fund með arabiskum ráðherrum sem hafa umboð frá Arababandalaginu. Það er í fyrsta skipti síðan slíkt gerist frá stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Utanríkisráðherrar Egyptalands og Jórdaníu funduðu í Kaíró í dag með Tzipi Livni, utanríkisráðherra Ísraels. 10.5.2007 16:42
Munnmök gætu verið krabbameinsvaldandi Bandarískir vísindamenn staðhæfa að vírus sem smitast getur með munnmökum geti orsakað ákveðna tegund krabbameins í hálsi. Rannsakendur við John Hopkins Háskólann segja að HPV vírusinn sé jafnvel stærri áhættuþáttur en neysla tóbaks og áfengis. 10.5.2007 16:32
Litháar dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir stórfellt smygl Tveir Litháar, Sarunas Budvytis og Virunas Kavalciukas, voru í Hæstarétti í dag dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir að reyna að smygla nærri tólf kílóum af amfetamíni til landsins. 10.5.2007 16:20
Spurningamerki við Gordon Brown Þrátt fyrir að Gordon Brown hafi verið fjármálaráðherra í tíu ár, er hann óskrifað blað sem forsætisráðherra segir í leiðara Sunday Times í London. Fjölmiðlar ytra eru flestir á sömu skoðun og telja að næstu vikur muni leiða í ljós hvaða stefnu Gordon muni taka í málefnum Bretlands, sérstaklega vegna tengsla við Bandaríkin, en afstaða hans hefur verið afar óljós í gegnum fjármálaráðherra tíð hans. 10.5.2007 16:14
Hæstiréttur staðfesti dóm héraðsdóms yfir Jónasi Hæstiréttur staðfesti í dag þriggja ára fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Jónasi Garðarssyni, fyrrverandi formanni Sjómannafélags Reykjavíkur, fyrir manndráp af gáleysi. 10.5.2007 16:03
Vinna gegn vaxandi manneklu meðal sjúkraliða Endurskoða þarf starfs- og ábyrgðarsvið sjúkraliða og menntun eigi að vera mögulegt að vinna gegn vaxandi manneklu í stéttinni. Þetta var niðurstaða fyrsta fundar starfsnefndar sem leita á leiða til að fjölga sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum. Yfirhjúkrunarfræðingur hjá Landlæknisembættinu segir einnig nauðsynlegt að endurskoða launamál þessara stétta. 10.5.2007 16:02
Fangi vinnur virt fréttamannaverðlaun Alan Johnston fréttaritari BBC sem rænt var á Gasaströnd í marsmánuði hefur unnið fréttamannaverðlaun á hinni virtu London Press Club hátíð. Verðlaunin fær hann fyrir fréttaflutning af Gasa svæðinu en hann þykir hafa varpað ljósi á hvernig ástandið hefur áhrif á venjulega Palestínumenn. Ekki hefur spurst til Alans síðan honum var rænt 12. mars síðastliðinn. 10.5.2007 15:44
Danskar ástir Tuttugu og sex ára gamall Dani var dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að lauma sér undir sængina hjá kærustu besta vinar síns og eiga við hana mök. Án þess að hún uppgötvaði að það var ekki kærastinn sem hún var að gamna sér með. 10.5.2007 15:40
Máli vegna ólöglegra hreindýraveiða vísað frá dómi Héraðsdómur Austurlands vísaði í dag frá dómi ákæru á hendur tveimur karlmönnum sem var gert að hafa fellt tvö hreindýr án tilskilinna veiði - og skotvopnaleyfa. Mönnunum var einnig gert að hafa í blekkingarskyni notað merki hreindýraráðs með ólögmætum hætti. 10.5.2007 15:39
Eiríkur kominn í heiminn í Húsdýragarðinum Sauðburður er hafinn í Húsdýragarðinum í Reykjavík. Það var ærin Botna sem fyrst bar þar á bæ þetta árið en það var um hádegisbil í dag. Botna, sem er svartbotnótt, bar tveimur lömbum, hrúti og gimbur og eru þau því lambadrottning og lambakóngur, en svo eru fyrstu lömbin jafnan kölluð. 10.5.2007 15:31
Enga víbratora hér Fjarstýrðir víbratorar hafa verið bannaðir á Kýpur. Breska fyrirtækið Anne Summers framleiðir þessi og önnur hjálpartæki ástarlífsins. Fyrirtækið hefur beðið kýpverska viðskiptavini sína afsökunar á því að þeir fá ekki að njóta þessarar tækninýjungar. 10.5.2007 14:38
Fimmtán listamenn fá styrk frá Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar Alls fá fimmtán íslenskir listamenn styrk frá Kynningarmiðstöð íslenskra myndlistar í ár en styrkjunum var úhlutað í dag. Styrkjunum er fyrst og fremst ætlað að hjálpa listamönnunum vegna verkefna erlendis. 10.5.2007 14:30
Versta lagið fer í úrslit Eurovision Eiríkur Hauksson stígur á svið í Helsinki í kvöld og flytur framlag Íslands Valentine Lost í undankeppni Eurovision. „Í fyrsta sinn er ég með lag sem mig langar virkilega að kynna fyrir Evrópu," segir hann. "Þegar ég fór í Gleðibankann var ég bara ráðinn í starfið." Íslenska lagið er best, en að mati Eiríks fer versta lagið, framlag Úkraínu, beint í úrslit . 10.5.2007 14:20
Börn í Írak deyja eins og flugur Engar hömlur eru á barnadauða í Írak. Eitt af hverjum átta börnum sem þar fæðast lifir ekki til fimm ára aldurs. Barnadauði í landinu hefur aukist um 150 prósent síðan árið 1990. Það er langtum meiri aukning en í nokkru öðru landi. Níu af hverjum tíu börnum sem deyja fyrir fimm ára aldur fæðast í 60 fátækustu löndum heimsins. 10.5.2007 14:17
Danir elska stóra bróður Níu af hverjum tíu Dönum eru hlynntir nýjum lögum sem heimila yfirvöldum að fjölga eftirlitsmyndavélum á göngugötum og torgum. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem gerð var þar í landi. Meirihluti er fyrir þessum lögum á danska þinginu og er búist við að þau verði samþykkt áður en þingið fer í sumarfrí. 10.5.2007 13:52
Ríkið minnkar skattbyrði hátekjufólks á kostnað láglaunafólks Tekjuskattur láglaunafólks hefur aukist á síðastliðnum tólf árum um 5 prósent en lækkað um allt 15 prósent á hjá hálaunafólki. Þetta kemur fram í grein Indriða H. Þorlákssonar, hagfræðings. Hann segir aukna skattbyrði láglaunafólks hafa leitt til lækkunar á ráðstöfunartekjum sama hóps um allt að 20 prósent. 10.5.2007 13:51
Fjölmennt á fundi um uppbyggingu eftir bruna Fjölmenni mætti í Listasafni Íslands í gær þar sem ræddar voru hugmyndir um uppbyggingu á horni Austurstrætis og Lækjargötu. Borgarstjóri lagði áherslu á að götumyndin fyrir brunann yrði varðveitt. Yfirskrift fundarins var hvernig bætum við brunann. 10.5.2007 13:00
Tveir karlar og kona grunuð um aðild að hvarfi Madeleine Portúgalska lögreglan hefur þrjár manneskjur grunaðar um að vera valdar að hvarfi Madeleine McCann í Portúgal fyrir viku síðan. Samkvæmt fréttastofu Sky er lögreglan að kanna aðild tveggja manna og konu, sem sáust með telpu sem svipar til Madeleine, að málinu. 10.5.2007 12:58
Netsamband víða óviðunandi í dreifbýli Aðgangur að netsambandi enn víða óviðunandi í dreifbýli. Ferðaþjónustubóndi í Þingeyjarsýslu segir ástandið eins og að búa í torfkofa en Síminn segir unnið að aukinni þjónustu. 10.5.2007 12:45
Íslendingar kjósa að flytja til Danmerkur Alls hafa 7.300 fleiri Íslendingar flutt frá landinu en til þess á síðustu tuttugu árum samkvæmt samantekt fjármálaráðuneytisins á búferlaflutningum íslenskra ríkisborgara. Á sama tíma hafa rúmlega 20 þúsund fleiri útlendingar flutt til landsins en frá því. Brottfluttir Íslendingar kjósa helst að búa í Danmörku. 10.5.2007 12:44
Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnun Capacent Samfylkingin og Vinstri græn bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup fyrir Morgunblaðið og Ríkisútvarpið. Fylgi Framsóknarflokksins minnkar hins vegar og sömuleiðis Íslandshreyfingarinnar. Ríkisstjórnin heldur naumlega velli samkvæmt könnuninni. 10.5.2007 12:39
Hafna beiðni Guðmundar um að stofna lögbýli í frístundabyggð Hreppsnefnd Grímsnes- og Grafningshrepps hafnaði í síðust viku beiðni Guðmundar í Byrginu um að fá að stofna lögbýli á lóðum sínum í hreppnum. Svæðið er nú frístundabyggð og samanstendur af sex frístundahúsalóðum. 10.5.2007 12:30
Yahoo kannar möguleika á netþjónabúi á Íslandi Netfyrirtækið Yahoo kannar möguleika á því að reisa netþjónabú á Íslandi. Fulltrúar fyrirtækisins eru staddir hér á landi og funduðu í morgun með Geir H. Haarde, forsætisráðherra, og Guðlaugi Þór Þórðarsyni, stjórnarformanni Orkuveitunnar. 10.5.2007 12:11
Kaffibandalagið gæti myndað ríkisstjórn Kaffibandalagið gæti myndað næstu ríkisstjórn ef marka má könnun Stöðvar tvö sem birt var í gær. Samkvæmt henni er ríkisstjórnin fallin. 10.5.2007 12:00
Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrkinn úr Pokasjóði Landgræðslufélag Biskupstungna fékk hæsta styrkinn úr Pokasjóði verslunarinnar en úthlutað var úr sjóðnum í dag. Nemur styrkurinn 7,5 milljón krónum og fer í verkefni í tengslum við gróðurræktun á Haukadalsheiði. Alls var úthlutað rúmlega 100 milljónum úr Pokasjóði til 122 verkefna. 10.5.2007 12:00
Á 153 km hraða á Gullinbrú Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í gærkvöldi karlmann á tvítugsaldri fyrir ofsaakstur á Gullinbrú í Grafarvogi. Bíll hans mældist á 153 kílómetra hraða en þar hámarkshraði 60 kílómetrar. Maðurinn var færður á lögreglustöð til yfirheyrslu og sviptur ökuréttindum. 10.5.2007 11:51
Allir nema sjálfstæðismenn vilja Norðlingaölduveitu úr sögunni Allir stjórnmálaflokkarnir nema Sjálfstæðisflokkurinn hafa lýst yfir stuðningi við stækkun friðlands Þjórsárvera þannig að Norðlingaölduveita verði þar með úr sögunni. Þetta segja Náttúruverndarsamtök Íslands í tilkynningu fyrir fjölmiðla. 10.5.2007 11:49
Dýrt að kjósa í Júróvisjón Langsamlega dýrast er að kjósa í símakosningu Eurovision söngvakeppninnar á Íslandi og munar 44 krónum á Íslandi og næstdýrasta landinu, sem er Pólland. Íslendingar þurfa að greiða 99,9 krónur fyrir símtalið, en Danir verða hins vegar aðeins rukkaðir um þrjár krónur. 10.5.2007 11:11
Norah Jones til Íslands í haust Norah Jones heldur tónleika í Laugardalshöll 2. september nk. Um þessar mundir stendur Norah í ströngu við að fylgja eftir þriðju breiðskífu sinni, Not too late, sem kom út sl. janúar. Það er FL Group sem gerir tónleika Noruh Jones mögulega og stendur fyrir tónleikunum í samvinnu við Hr. Örlyg, segir í tilkynningu frá tónleikahöldurunum. 10.5.2007 11:06
Jón Baldvin Hannibalsson tilbúinn að taka við ráðherraembætti Jón Baldvin Hannibalsson segist gefa kost á sér sem ráðherra í ríkisstjórn verði til hans leitað. Þetta kom fram í máli Jóns á fundi Samfylkingarinnar á Akureyri í gær. 10.5.2007 11:06
Blair hættir 27. júní Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í morgun að hann myndi segja af sér þann 27. júní í sumar. Þetta kom fram á fundi hans með stuðningsmönnum sínum í kjördæmi hans, Sedgefield. 10.5.2007 11:03
Gæslan gæti nýtt risaskýli á Keflavíkurflugvelli Ekkert er því til fyrirstöðu að Landhelgisgæslan geti flutt starfsemi sína til Keflavíkurflugvallar ef vilji til þess er fyrir hendi. Þetta hafa Víkurfréttir eftir sínum heimildarmönnum. 10.5.2007 10:56
Nafni Höfðahrepps breytt í Skagaströnd? Samþykkt hefur verið að gera skoðanakönnun á viðhorfi íbúa Höfðahrepps til þess að nafni sveitarfélagsins verði breytt og tekið upp nafnið Sveitarfélagið Skagaströnd. Samhliða Alþingiskosningum verður því spurt um viðhorf til nafnbreytingarinnar. 10.5.2007 10:28
Grænmetisætur sveltu kornabarn í hel Bandarískir foreldrar hafa verið dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að svelta kornabarn sitt í hel. Crown Shakur var aðeins 1500 grömm að þyngd þegar hann lést, sex vikna gamall. Foreldrarnir, Jade Sanders og Lamont Thomas eru grænmetisætur og gáfu barninu mat í samræmi við þann lífsstíl sinn. Crown litli fékk aðallega smáskammta af eppelsínusafa og sojamjólk. 10.5.2007 10:22
Jónína Bjartmarz friðlýsir æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar Æskustöðvar Jónasar Hallgrímssonar, þjóðskálds, að Hrauni í Öxnadal verða framvegis á lista yfir friðlýst svæði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Jónína, Bjartmarz, umhverfisráðherra, undirritar friðlýsinguna í dag en þá verða einnig Arnarnesstrýtur á botni Eyjafjarðar friðlýstar. 10.5.2007 10:17
Opinber gjöld lækkuð á Nesinu en fráveitugjald tekið upp Meirihluti bæjarstjórnar á Seltjarnarnesi samþykkti á fundi sínum í gær að lækka opinber gjöld í sveitarfélaginu en taka jafnframt upp fráveitugjald sem ekki hefur verið innheimt til þessa. 10.5.2007 10:15
Dómur kveðinn upp í máli á hendur Jónasi Garðarssyni í dag Dómur verður kveðinn upp í dag í máli á hendur Jónasi Garðarssyni, fyrrverandi formanni Sjómannafélags Reykjavíkur. Jónas er ákærður fyrir manndráp af gáleysi með því að hafa verið valdur að dauða tveggja manna eftir að skemmtibátur hans, Harpan, steytti á Skarfaskeri á Faxaflóa haustið 2005. 10.5.2007 10:12
Fullorðinsvefur fyrir blinda og sjónskerta Athafnamaður á Bretlandi hefur sett upp nýja vefsíðu með efni fyrir fullorðna á. Hún er hins vegar frábrugðin að því leyti að hún er ætluð þeim sem eru blindir eða sjá mjög illa. 9.5.2007 23:36
Fá rafmagn í fjóra tíma á dag Almenningur í Zimbabwe mun aðeins fá rafmagn í fjórar klukkustundir í dag. Ákvörðunin tók gildi í dag og verður í gildi næstu þrjá mánuðina. Með þessu aðgerðum eru stjórnvöld að reyna að gefa kornbóndum í landinu orku til þess að knýja vatnsúðunarkerfi en þau eru nauðsynleg svo að ekki verði uppsprettubrestur í landinu. 9.5.2007 22:26
Páfinn í Suður-Ameríku Benedikt páfi er nú kominn til Sao Paulo og hefur þar fimm daga heimsókn sína til fjölmennustu rómversk-kaþólsku þjóðar í heiminum. Þetta er fyrsta heimsókn hans til Suður-Ameríku síðan hann tók við embætti. 9.5.2007 21:05
Bíll á bíl ofan Sérstætt óhapp varð nú síðdegis í Kaupvangsstrætinu á Akureyri eða Gilinu eins og það nefnist í daglegu tali. Bifreið annað hvort rann eða var bakkað niður brekkuna og yfir allháan kant og aftan á aðra bifreið og ofaná hana eins og sést á þessum myndum. 9.5.2007 20:06