Fleiri fréttir

Hver gýs í miðborg Reykjavíkur

Hver er farinn að gjósa í miðborg Reykjavíkur og tré hefur vaxið upp í gegnum bifreið á Skólavörðustígnum. Þessi náttúruundur tengjast Fornleifastofnun Frakklands og lokum frönsku menningarhátíðarinnar Pourquoi Pas?

Játar stórfellt kvótasvindl

Fyrrverandi útgerðarmaður á Vestfjörðum játar stórfellt kvótasvindl uppá þúsundir tonna.Þetta gerir hann í yfirlýsingu á Netinu. Hann játar fölsun farmbréfa þar sem þorskur er skráður sem varahlutir og að hann hafi mútað vigtarmanni fyrir að líta framhjá því að þorskafli var gefin upp sem steinbítur.

Ofbeldi algengt í starfi lögreglumanna

Nærri helmingur lögreglumanna hefur orðið fyrir ofbeldi í starfi, samkvæmt nýrri rannsókn. Um fjórðungi lögreglumanna hefur verið hótað ofbeldi utan vinnutíma vegna starfa sinna.

Madeleine McCann enn ófundin

Enn hefur ekkert spurst til litlu bresku telpunnar sem rænt var á Algarve í Portúgal fyrir viku síðan. Foreldrar hennar segjast enn vongóðir um að hún finnist heil á húfi.

Írsk stúlka fær leyfi fyrir fóstureyðingu í Bretlandi

Írsk táningsstúlka hefur unnið mál fyrir hæstarétti Dublinarborgar þar sem henni er heimilað að fara til Bretlands í fóstureyðingu. Læknar höfðu sagt 17 ára móðurinni að hluta af heila og höfuðkúpu fóstursins vantaði. Barnið myndi einungis lifa örfáa daga eftir fæðingu. Stúlkan er í umsjá heilbrigðisyfirvalda á Írlandi sem höfðu hindrað hana í að fara til Bretlands.

Harmar umfjöllun um fjöldskyldutengsl Páls inn í ráðuneyti

Landssamband lögreglumanna harmar þá umfjöllun sem átt hefur sér stað um fjölskyldutengsl Páls Winkels inn í dómsmálaráðuneytið í fjölmiðlum. Páll hefur einn manna sótt um stöðu aðstoðarríkisslögreglustjóra eftir að starfið var auglýst í Lögbirtingarblaðinu og greint var frá því að móðir hans væri ritari Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra.

Hægt að hringja í tré

Reykjavíkurborg og Vodafone gerðu í dag með sér samning sem miðar að því að draga úr áhrifum gróðurhúsalofttegunda í Reykjavík. Fólki gefst tækifæri á að hringja í númerið 900-9555 og þá gjaldfærast 500 krónur á símreikning þess.

Mikill sigur fyrir fólk sem þurfi þjónustu sálfræðinga

Halldór Kr. Júlíusson, formaður Sálfræðingafélags Íslands, segir dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli félagsins á hendur ríkinu og Samkeppniseftirlitinu mikinn sigur fyrir það fólk sem þurfi á þjónustu sálfræðinga að halda. Næsta eðlilega skref sé að heilbrigðisráðuneytið boði sálfræðinga til viðræðna um greiðsluþátttöku ríkisins í viðtalsmeðferðum.

Blair greinir frá framtíð sinni á morgun

Tony Blair forsætisráðherra Bretlands mun tilkynna ráðherrum á morgun um framtíð sína í embætti og sem leiðtoga Verkamannaflokksins. Þetta var staðfest af skrifstofu hans í dag samkvæmt fréttastofu Sky. Hann mun ekki halda sérstakan blaðamannafund til að greina frá ákvörðun sinni.

Allsnakin hefnd

Skilnaðurinn hafði verið bitur. Hinn 42 ára gamli Dani hafði verið borinn út úr húsi sínu og kærustu sinnar með fógetavaldi. Auk þess hafði verið sett á hann nálgunarbann. Hann vildi hefna sín. Kærastan rak eigið ráðgjafafyrirtæki. Honum tókst að stela listanum yfir viðskiptavini hennar. Og sendi þeim nektarmyndir af henni í allskonar stellingum.

Sjónvarpsáhorf í Bandaríkjunum snarminnkar

Taugatitringur hefur gripið um sig meðal helstu sjónvarpsstöðva í Bandaríkjunum eftir að verstu áhorfstölur í manna minnum voru birtar. Fækkunin í mars og apríl nam rúmlega tveimur og hálfri milljón sjónvarpsáhorfenda frá sömu mánuðum í fyrra. Flestir hafa skýringar á reiðum höndum;

Morgnarnir erfiðastir

Erfiðast er að gera margt í einu á morgnana og kvöldin. Vísindamenn finna sér mismunandi viðfangsefni og sum þeirra koma spánskt fyrir sjónir. Vísindamaðurinn Daniel Bratzke starfar við háskólann í Tübingen í Þýskalandi. Hann hefur síðustu ár rannsakað viðbragðstíma fólks á mismunandi tímum sólarhringsins.

Fimmtán mánaða fangelsi fyrir fjölmörg brot

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag síbrotamann í 15 mánaða fangelsi fyrir fjölda brota. Þá var hann jafnframt dæmdur til að greiða um 300 þúsund krónur í skaðabætur til nokkurra aðila vegna brota sinna.

Sagaði af sér höfuðið

Þýskir lögreglumenn sem voru sendir að húsi í Köln segja að þeir hafi sjaldan upplifað aðra eins aðkomu. Aldraður maður hafði hringt í neyðarlínuna, en þagnað í miðri setningu. Ástæðuna sáu lögregluþjónarnir strax. Sjötugur maðurinn lá í blóði sínu eftir að sonur hans hafði stungið hann til bana með hnífi.

Veggjakrotarar staðnir að verki

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu greip þrjá unglingspilta glóðvolga við að krota á veggi í miðborginni eftir hádegi í gær. Drengirnir eru tólf ára og var gert að þrífa krotið af veggjunum. Forráðamönnum þeirra var tilkynnt um málavexti. Tíu ára drengur var tekinn við sömu iðju í Breiðholti skömmu síðar og var ekið heim. Hann iðraðist sáran.

Danir skutu á sænskt herskip

Ekki hefur þó slegist upp í vinskapinn hjá frændum okkar heldur var 21 fallbyssuskoti hleypt af til þess að fagna opinberri heimsókn sænsku konungshjónanna til Danmerkur. Svíar nátturlega svöruðu fyrir sig og herskipið sem þau Karl Gústav og Sylvía komu með þrumaði líka út í loftið með kanónum sínum.

Nýr dósent viðskiptadeildar á Bifröst

Ásta Dís Óladóttir hefur verið ráðin dósent við viðskiptadeild Háskólans á Bifröst. Ásta hefur undanfarin ár starfað við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn auk þess að sinna doktorsrannsóknum í alþjóðaviðskiptum. Þær beinast meðal annars að erlendum fjárfestingafyrirtækjum frá smáum hagkerfum.

Barist við elda í Hollywood-hæðum

Slökkviliðsmenn í Los Angeles berjast nú við elda í frægum garði í Hollywood-hæðum sem kviknuðu í gærdag. Eftir því sem fram kemur á fréttavef CNN hafa um 15 prósent af Griffith-garðinum eyðilagst í eldinum en hann er um 15 kílómetra frá miðborg Los Angeles.

Niðurfelling vörugjalda stuðlar að orkusparnaði

Samtök verslunar og þjónustu hvetja stjórnvöld til að fella niður vörugjöld á raftæki. Það myndi örva neytendur til að endurnýja orkufrek raftæki eins og ísskápa og eldavélar. Í Evrópu eru í notkun um 188 milljónir slíkra tækja eldri en 10 ára. Ef þeim væri öllum skipt út minnkaði orkunotkun þeirra um 40 prósent.

Te dregur úr líkum á húðkrabbameini

Rannsóknir sýna að grænt og svart te minnkar hugsanlega líkur á húðkrabbameini. Tveir bollar af grænu eða svörtu tei gætu dregið úr líkum á krabbameini. Þetta eru niðurstöður breskra og bandarískra rannsókna á greindum húðkrabbameinstilfellum árin 1993 til 1995 og 1997 til 2000.

Gagnrýna Sarkozy fyrir frí á lystisnekkju

Nicolas Sarkozy, nýkjörinn Frakklandsforseti, er nú í fríi á lystisnekkju úti fyrir ströndum Möltu ásamt fjölskyldu sinni. Verkalýðsleiðtogar gagnrýndu ferðalagið í morgun og sögðu það lýsa óviðeigandi munaði.

Vilja aukið fé til að hækka laun hjúkrunarfræðinga

Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga skorar á fjármálaráðherra að veita aukið fé til heilbrigðisstofnana svo hægt sé að hækka laun hjúkrunarfræðinga. Þá lýsir þingið yfir verulegum áhyggjum af fyrirsjáanlegum skorti á hjúkrunarfræðingum og skorar á stjórnvöld að bregðast við því með því að efla hjúkrunarnám í landinu.

Minntust loka síðari heimisstyrjaldarinnar

Í dag er þess víða minnst að 62 ár eru liðin frá því að herir nasista gáfust upp fyrir bandamönnum í heimsstyrjöldinni síðari. Að því tilefni lagði sendiherra Rússlands á Íslandi, Viktor Tatarintsev, blómsveig að minnismerkinu Vonin sem stendur í Fossvogskirkjugarði.

Enn ein árásin á borgara

21 borgari er sagður hafa látið lífið í árásum Atlantshafsbandalagsins á búðir talibana í Helmand-héraði í Afganistan í morgun.

Framsókn í sókn

Framsóknarflokkurinn er í stórsókn ef marka má nýja könnun Capacent Gallup sem sagt var frá í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins. Flokkurinn nálgast nú kjörfylgi sitt og mælist með tvöfalt meira fylgi en í Gallup könnun í fyrradag.

Rúmenar við betl í borginni í morgun

Eitthvað á annan tug Rúmena sem gisti fangageymslur lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, greip tækifærið í morgun og fór að betla á götum borgarinnar, en þeir fara ekki úr landi fyrr en síðdegis.

Aðgengi að áfengi yrði auðvelt fyrir ungmenni

Ungmenni undir tóbakskaupaaldri eiga auðvelt með að kaupa sér sígarettur samkvæmt könnun. Í ljósi þessa er varhugavert að leyfa sölu á áfengi í matvöruverslunum, segir prófessor í félagsfræði.

Fjölskyldunefnd í þrettán mánaða fríi

Fjölskyldunefnd ríkisstjórnarinnar hefur ekki komið saman í þrettán mánuði. Síðasti fundur nefndarinnar var sjötta apríl árið 2006. Björk Vilhelmsdóttir fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur skrifað Birni Inga Hrafnssyni formanni nefndarinnar bréf og óskað eftir því að nefndin verði kölluð saman.

Ferskur fiskur farinn að hlaðast upp í Grímsey

Ferskur fiskur er farinn að hlaðast upp í Grímsey og hætt er við að hann falli í verði ef hann kemst ekki til kaupenda í tæka tíð. Gamla Grímseyjarferjan er biluð, sú nýja er enn í endurbyggingu og samgöngur við eyjuna þar með í molum.

Reynt að finna hentugan fundartíma fyrir kosningar

Formaður sjávarútvegsnefndar, Guðjón Hjörleifsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að verið sé að vinna að því finna tíma fyrir fund í nefndinni. Magnús Þór Hafsteinsson óskaði eftir fundinum í kjölfar umfjöllunar Kompáss á sunnudag þar sem ljóstrað var upp um kvótasvindl.

Úrskurður áfrýjunarnefndar í máli sálfræðinga ógiltur

Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti í morgun ákvörðun áfrýjunarnefndar samkeppnismála í málatilbúnaði Sálfræðingafélags Íslands á hendur Samkeppniseftirlitinu og íslenska ríkinu vegna greiðsluþátttöku ríkisins í viðtalsmeðferðum. Dómurinn vísaði hins vegar frá kröfu félagsins um að úrskurður Samkeppniseftirlitsins í málinu yrði staðfestur. Hins vegar var kröfu félagsins um að úrskurður Samkeppniseftirlitsins þess efnis að heilbrigðisyfirvöld hefðu brotið samkeppnislög með því að semja ekki við klíníska sálfræðinga líkt og geðlækna vegna viðtalsmeðferða geðsjúkra, vísað frá.

Allir bannfærðir

Benedikt páfi sextándi segist sammála því að mexíkóskir stjórnmálamenn sem studdu lög sem leyfa fóstureyðingu verði bannfærðir. Slík lög voru sett í Mexíkóborg fyrir skömmu. Páfi lét þessi orð falla um borð í flugvél sem var að flytja hann í sína fyrstu pílagrímsferð til Suður-Ameríku.

Elsku Arnold

París Hilton hefur lagt blessun sína yfir bréf til Arnolds Schwarzeneggers ríkisstjóra í Kaliforníu þar sem henni er beðið griða. París hefur verið dæmd í 45 daga fangelsi í ríki Tortímandans fyrir að aka fyrst undir áhrifum og síðan próflaus. Í bréfinu er henni lýst sem fyrirmynd sem lífgi upp á gráan hversdagsleika milljóna manna.

Stoðtækjafræðingar fá löggildingu

Í dag var undirrituð reglugerð um löggildingu stoðtækjafræðinga þar sem kveðið er á um menntun, réttindi og skyldur þeirra. Fulltrúar Félags stoðtækjafræðinga voru viðstaddir undirskriftina en félagið hefur barist fyrir löggildingu starfsins um árabil.

Heimskasti strokufanginn

Norðmenn hafa valið heimskasta strokufanga ársins. Og það þótt það sé aðeins tæplega hálfnað. Norska útvarpið skýrði frá því að fanginn hefði strokið úr Indre Östfold fangelsinu fyrir rúmum þrem mánuðum, ásamt félaga sínum.

Cheney í óvæntri heimsókn til Íraks

Dick Cheney, varaforseti Bandaríkjanna, kom í óvænta heimsókn til Íraks í dag. Heimsóknin er liður í ferð hans um Miðausturlönd sem ætlað er að stemma stigu við átökum ýmissa þjóðarbrota í Írak.

Dönum hent út úr Evróvisjón vegna niðurskurðar?

Hugsanlegt er að Danir verði útlokaðir frá Evróvisjón frá og með næsta ári vegna niðurskurðar hjá danska ríkisútvarpinu, Danmarks Radio, á útsendingum frá íþróttaviðburðum. Þetta kemur frá vef Politiken.

Ógiltu úrskurð forseta

Egypskur dómstóll ógilti í dag úrskurð forseta landsins um að rétta yfir 40 meðlimum Bræðaralags múslima í herrétti. Forsetinn, Hosni Mubarak, hafði vísað máli þeirra til herréttar vegna gruns um að þeir tengdust hryðjuverkastarfsemi.

Erótíkin bjargar bókasafninu

Borgaryfirvöld í Vín í Austurríki hafa tekið upp á óvenjulegri aðferð til þess að afla fjár fyrir bókasöfnin. Þau réðu stúlku til þess að hvísla. Hún hvíslast á við viðskiptavini kynlífslínu sem borgin stofnaði.

Ætluðu að myrða bandaríska hermenn

Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fimm öfgasinnaða múslima fyrir að hafa ætlað að myrða bandaríska hermenn á herstöðinni Fort Dix í New Jersey. Sjötti maðurinn var síðan ákærður fyrir að hafa aðstoðað þrjá þeirra við að verða sér úti um vopn.

Sjá næstu 50 fréttir