Fleiri fréttir Ók á grindverk Karlmaður á tvítugsaldri slasaðist lítillega í Keflavík í dag þegar hann missti stjórn á móturhjóli með þeim afleiðingum að hann keyrði á grindverk. 22.4.2007 15:34 Framsókn og Samfylking tapa fylgi í Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn tapar einum þingmanni og Samfylkingin tveimur í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkissjónvarpið og Morgunblaðið í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. 22.4.2007 14:36 Offita vaxandi vandamál í Evrópu Fjöldi þeirra Evrópubúa sem glíma við offitu fer vaxandi og þá hefur offita meðal ungra barna aukist verulega á síðustu árum. Þetta kom fram á þingi Evrópulanda um offitu sem haldið var í Búdapest um helgina. Talið er að milli 10 til 20 prósent Evrópubúa glími við offitu. 22.4.2007 14:31 Lögreglan verst frétta Ekkert hefur enn komið út úr rannsókn lögreglu á eldsupptökum í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag og verst lögregla allra frétta í málinu. 22.4.2007 13:00 Of mörg fríblöð á danska markaðinum Fyrsta fríblaðið hefur hætt keppni í danska fríblaðastríðinu. Danskur fjölmiðlaprófessor telur fríblöðin enn of mörg og að markaðinn í Danmörku beri aðeins tvö fríblöð. Hann segir að staða hins íslenska Nyhedsavisen sé góð, þrátt fyrir að blaðið sé ekki það mest lesna. 22.4.2007 12:54 Hús hrundu ofan í sprungur Íbúar smábæjar á Nýfundnalandi í Kanada hafa haft litla ástæðu til að gleðjast yfir komu vorsins þetta árið (LUM). Með hækkandi hitastigi hefur klaki í jörðu þiðnað og við það hefur mikið los komist á jarðveginn undir því svæði sem bærinn stendur á. 22.4.2007 12:51 Þriðjungur búinn að kjósa Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. 22.4.2007 12:51 Krónprinsessan fer heim á morgun Mary krónprinsessa Dana fer heim af Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á morgun samkvæmt tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni. Í fyrstu var haldið að Mary færi heim í dag. 22.4.2007 12:20 Ríkisstjórnin eykur þingmeirihluta sinn Ríkisstjórnin heldur velli og stjórnarflokkarnir auka þingmeirihluta sinn, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Saman fengju þeir 36 þingmenn, tveimur fleiri en í síðustu þingkosningum. Hvorki Frjálslyndir né Íslandshreyfingin næðu inn mönnum á þing, samkvæmt könnuninni. 22.4.2007 12:00 Þota hrapar í miðri flugsýningu Einn lét lífið og að minnsta kosti átta slösuðust þegar þota úr listflugssveit bandaríska flotans hrapaði í miðri flugsýningu í bænum Bueaufort í Bandaríkjunum í gær. Brak úr þotunni dreifðist yfir íbúðabyggð skammt frá flugvellinum. 22.4.2007 11:53 Rotnandi lík á strætum Mógadisjú Talið er að í það minnsta 200 manns hafi látið lífið í vargöldinni sem geisað hefur í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna fimm daga. Rotnandi lík eru sögð á götum borgarinnar og skothríð og sprengjudrunur kveða stöðugt við í átökum íslamista og stjórnarhers Sómalíu, studdum af eþíópískum hersveitum. 22.4.2007 11:45 Allir helstu þjóðvegir færir Allir helstu þjóðvegir landins eru færir samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálka er á heiðum á Vestfjörðum og hálkublettir víða á Norðausturlandi. Ófært er um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. 22.4.2007 11:15 Halda ætti aðrar kosningar Að mati stærstu eftirlitssamtakanna sem fylgdust með nígerísku forsetakosningunum í gær var framkvæmd þeirra svo gölluð að þær ætti að ógilda og halda aðrar síðar. Kosningarnar voru háðar í skugga ofbeldis en talið er að yfir fimmtíu manns hafi látist í átökum þeim tengdum. 22.4.2007 10:45 Nægur snjór í Hlíðarfjalli Opið verður í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag frá klukkan tíu til fimm. Nægur snjór er á svæðinu og allar brautir opnar. 22.4.2007 10:44 Frakkar ganga að kjörborðinu Kjörfundur er hafinn í Frakklandi vegna frönsku forsetakosninganna en kjörstaðir voru opnaðir klukkan átta í morgun. Íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. 22.4.2007 10:15 Tólf farast með færeyskum togara 12 manns fórust þegar eldur kom upp í vélarrúmi færeyska frystitogarans Herkúlesar þegar hann var að veiðum úti fyrir ströndum Chile á föstudagskvöldið. 105 manna áhöfn skipsins var bjargað í fjögur nálæg fiskiskip og sjómönnunum var svo komið fyrir í Póseidoni, systuskipi Herkúlesar. 22.4.2007 10:00 Orri Vigfússon hlýtur Goldman umhverfisverðlaunin Orri Vigfússon, formaður formaður verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), hlýtur Goldman umhverfisverðlaunin í ár. Verðlaunin fær Orri fyrir baráttu sína fyrir verndun laxastofnsins í Norður Atlantshafi. Í tilkynningu frá Goldman stofnuninni segir að áratuga baráttu Orra hafi komið í veg fyrir útrýmingu laxastofnsins í Norður Atlantshafi. 22.4.2007 09:54 Ók útaf vegna ölvunar Ölvaður ökumaður keyrði útaf við gatnamót Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabraut í Grímsnesi í nótt. Við leit í bílnum fann lögreglan tóbaksblandað hass. Alls stöðvaði lögreglan á Selfossi fimm ökumenn í nótt vegna ölvunaraksturs. 22.4.2007 09:30 Sex stútar í höfuðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sex ökumenn í nótt vegna ölvun við akstur. Ekki þurfti þó að stinga neinum inn. 22.4.2007 09:14 Ölvun og slagsmál á Suðurnesjum Mikið annríki var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt vegna ölvunar og slagsmála. Fimm gistu fangageymslu. Þá maður sleginn í andlitið í Keflavík með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. 22.4.2007 09:03 Ferðalangur lendir utan úr geimi Bandaríski milljarðarmæringurinn Charles Simonyi er kominn aftur til jarðar eftir tveggja vikna ferðalag út í geim. Ferðin kostaði hann 25 milljónir dollara, eða rúmlegan einn og hálfan milljarð króna. 21.4.2007 23:33 Mikil spenna í Frakklandi fyrir kosningar Mikil spenna ríkir í Frakklandi um þessar mundir en fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á morgun. Nánast öruggt er talið að Nicolas Sarkozy og Segolene Royal fari áfram í seinni umferðina. 21.4.2007 20:14 Slasaðist þegar hann féll af torfæruhjóli Karlmaður á fimmtugsaldri slasaðist þegar hann féll af torfæruhjóli á Suðurlandsvegi við Sandskeið laust eftir klukkan fjögur í dag. 21.4.2007 19:52 Kosningar í skugga ofbeldis Nígeríumenn gengu að kjörborðinu í dag og kusu sér forseta, en synd væri að segja kosningarnar hefðu farið vel fram. Tugir hafa látist í ofbeldisverkum í tengslum við þær og framkvæmdin virðist hafa verið að flestu leyti meingölluð. 21.4.2007 19:45 Harður árekstur á Reykjanesbraut Harður árekstur varð milli tveggja fólksbíla á Reykjanesbraut við Vífilstaðaveg um sjöleytið í kvöld. Enginn slasaðist í árekstrinum en takmarka þurfti umferð um svæðið tímabundið. 21.4.2007 19:43 Setti saman lista yfir fólk sem hann vildi drepa Fjölskylda Seung-Hui Cho, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkunum. Svo virðist sem Seung-Hui hafi lengi áformað að myrða skólafélaga sína til að hefna fyrir einelti sem hann varð fyrir. 21.4.2007 19:15 Mikil eftirspurn eftir lóðum við höfnina hjá Fjarðaráli Mikið eftirspurn er eftir lóðum við höfnina hjá Fjarðaráli á Reyðarfirði. Á aðra milljón tonna af vörum verða flutt um höfnina á hverju ári, sem gerir hana að annarri stærstu höfn landsins á eftir Faxaflóahöfnum. 21.4.2007 19:05 Kokkakeppni grunnskólanna í Reykjavík haldin í dag Fyrsta kokkakeppni grunnskólanna í Reykjavík var haldin í dag. Sigurvegarar hennar eru í 10. bekk og elduðu innbakaðan íslenskan lax með peru og eplamauki. Markmið keppninnar er að vekja áhuga grunnskólabarna á matreiðslu. 21.4.2007 18:55 Mun líklega heita Margrét Lítil prinsessa bættist í dönsku konungsfjölskylduna í dag þegar Friðrik krónprins og Mary eiginkona hans eignuðust dóttur. Þetta er í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæðist í fjölskyldunni. 21.4.2007 18:45 Geðdeild yfirfull og sjúkrarými alltof fá Yfirlæknir á geðdeild Landspítalans segir aðstæður þunglyndissjúklings í sjálfsvígshugleiðingum sem nýlegar var vistaður inn á salerni deildarinnar fyrir neðan allar hellur og algjörlega ómannsæmandi. Deildin hafi verið yfirfull og ekki hægt að vísa manninum annað því hann hafi verið talinn í bráðri lífshættu. 21.4.2007 18:28 Höggmyndasýning í húsagarði í Árbæ Höggmyndasýning var opnuð í dag í garði einbýlishúss í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Sýningin er meðal annars hugsuð fyrir göngufólk á leið um Elliðaárdal enda stendur garðurinn við einn göngustíginn. 21.4.2007 18:10 Dekk fór undan eldsneytisbíl Litlu munaði að stórslys yrði í gær þegar dekk fór undan tengivagni við eldsneytisbíl á leið að Keflavíkurflugvelli. 21.4.2007 17:54 Óskaði eftir að gista fangageymslu Lögreglan á Selfossi stöðvaði fimm ökumenn fyrir ölvunarakstur í nótt og einn í morgun. Einn þeirra sem var stöðvaður óskaði eftir að gista fangageymslu þar sem hann hafði ekki í önnur hús að venda eftir að búið var að taka bílinn af honum. 21.4.2007 17:06 Hnífaárás í Þorlákshöfn Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á sjúkrahús Selfoss í hádeginu í dag eftir hann var stunginn í handlegginn með hníf í Þorlákshöfn. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við málið en það er enn í rannsókn. Maðurinn sem varð fyrir árásinna er ekki alvarlega slasaður. 21.4.2007 16:53 „Falleg og flott fæðing“ „Þetta var falleg og flott fæðing,“ sagði Friðrik, danski krónprinsinn og nýsleginn faðir í annað sinn á blaðamannfundi í Kaupmannahöfn fyrir stundu. Eiginkona hans Mary fæddi í dag stúlkubarn og heilsast mægðunum vel. 21.4.2007 16:25 Auðkýfingur snýr aftur til jarðar Bandaríski auðkýfingurinn, Charles Simonyi, sneri aftur til jarðar í dag eftir að dvalið í tvær vikur um borð í ISS, alþjóðlegu geimstöðinni. Charles er fimmti ferðamaðurinn sem fer út í geim en fyrir túrinn greiddi hann rúman einn og hálfan milljarð íslenskra króna. 21.4.2007 16:00 Mary krónprinsessa búin að fæða Mary krónprinsessa Dana fæddi fyrir stundu stúlkubarn á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Samkvæmt talsmönnum dönsku konungsfjölskyldunnar heilsast mæðgunum vel. 21.4.2007 15:06 Jónína Bjartmarz nær ekki inn Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni í Reykjavíkurkjördæmi suður samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkissjónvarpið og Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir bæta við sig þingmanni. 21.4.2007 14:57 Lögregla stöðvar ökuferð tveggja unglinga Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í morgun ökuferð tveggja unglingspilta í Breiðholtinu. Drengirnir, sem eru á 15. og 16. aldursári, voru að sögn lögreglunnar í annarlegu ástandi. 21.4.2007 14:19 Mary krónprinssessa í fæðingu Mary krónprinsessa Dana var lögð inn á spítala nú skömmu fyrir hádegi. Reiknað er með að nýr erfingi dönsku konungsfjölskyldunnar komi í heiminn seinna í dag. 21.4.2007 13:37 Vilja að sveitarfélögin leggi 100 milljónir í betra gólf Öll körfuboltalið landsins í efstu deild karla og kvenna skulu leika á parketgólfi en ekki dúk, frá og með keppnistímabilinu 2008 til 2009 samkvæmt tillögum sem liggja fyrir ársþing Körfuknattleikssambands Íslands. Talið er að heildarkostnaður vegna þessa sé um 100 milljónir króna og mun hann falla á sveitarfélögin. 21.4.2007 13:21 Mikil fjölgun farþega um Egilsstaðaflugvöll Farþegum sem fara um Egilsstaðaflugvöll hefur fjölgað um 150 prósent á undanförnum fjórum árum. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur fjölgunin verið 17 prósent. Hafnar eru framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar á flugvellinum. 21.4.2007 13:11 Hvarf áhafnarinnar alger ráðgáta Enn hafa engar vísbendingar fundist afdrif þriggja manna áhafnar skútu sem fannst mannlaus á reki út fyrir ströndum Queensland í Ástralíu vikunni. Þegar björgunarmenn komust um borð í bátinn í gær voru öll segl hans uppi, vélar og tölvur í gangi og ósnertur matur lá á eldhúsborðinu. Þá voru öll björgunarvesti enn um borð. 21.4.2007 13:00 Borgin vill kaupa húsin sem brunnu Borgaryfirvöld hafa ákveðið að hefja viðræður við eigendur húsanna tveggja sem brunnu síðastliðinn miðvikudag í miðbæ Reykjavíkur um kaup á lóðunum tveimur í þeim tilgangi að hefja uppbyggingu þar sem fyrst. Samningaviðræður hefjast í næstu viku. 21.4.2007 12:56 Fjölskyldan gjörsamlega miður sín Fjölskylda Cho Seung-hui, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkum ástvinar síns. 21.4.2007 12:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ók á grindverk Karlmaður á tvítugsaldri slasaðist lítillega í Keflavík í dag þegar hann missti stjórn á móturhjóli með þeim afleiðingum að hann keyrði á grindverk. 22.4.2007 15:34
Framsókn og Samfylking tapa fylgi í Suðurkjördæmi Framsóknarflokkurinn tapar einum þingmanni og Samfylkingin tveimur í Suðurkjördæmi samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkissjónvarpið og Morgunblaðið í kjördæminu. Sjálfstæðisflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. 22.4.2007 14:36
Offita vaxandi vandamál í Evrópu Fjöldi þeirra Evrópubúa sem glíma við offitu fer vaxandi og þá hefur offita meðal ungra barna aukist verulega á síðustu árum. Þetta kom fram á þingi Evrópulanda um offitu sem haldið var í Búdapest um helgina. Talið er að milli 10 til 20 prósent Evrópubúa glími við offitu. 22.4.2007 14:31
Lögreglan verst frétta Ekkert hefur enn komið út úr rannsókn lögreglu á eldsupptökum í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn miðvikudag og verst lögregla allra frétta í málinu. 22.4.2007 13:00
Of mörg fríblöð á danska markaðinum Fyrsta fríblaðið hefur hætt keppni í danska fríblaðastríðinu. Danskur fjölmiðlaprófessor telur fríblöðin enn of mörg og að markaðinn í Danmörku beri aðeins tvö fríblöð. Hann segir að staða hins íslenska Nyhedsavisen sé góð, þrátt fyrir að blaðið sé ekki það mest lesna. 22.4.2007 12:54
Hús hrundu ofan í sprungur Íbúar smábæjar á Nýfundnalandi í Kanada hafa haft litla ástæðu til að gleðjast yfir komu vorsins þetta árið (LUM). Með hækkandi hitastigi hefur klaki í jörðu þiðnað og við það hefur mikið los komist á jarðveginn undir því svæði sem bærinn stendur á. 22.4.2007 12:51
Þriðjungur búinn að kjósa Kjörsókn hefur verið óvenju mikil það sem af er degi í Frakklandi en fyrri umferð forsetakosninga í landinu fer fram í dag. Flest bendir til að þau Nicolas Sarkozy og Segolene Royal komist áfram, fjöldi óákveðinna gæti þó sett strik í reikninginn. 22.4.2007 12:51
Krónprinsessan fer heim á morgun Mary krónprinsessa Dana fer heim af Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn á morgun samkvæmt tilkynningu frá dönsku konungsfjölskyldunni. Í fyrstu var haldið að Mary færi heim í dag. 22.4.2007 12:20
Ríkisstjórnin eykur þingmeirihluta sinn Ríkisstjórnin heldur velli og stjórnarflokkarnir auka þingmeirihluta sinn, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins í dag. Saman fengju þeir 36 þingmenn, tveimur fleiri en í síðustu þingkosningum. Hvorki Frjálslyndir né Íslandshreyfingin næðu inn mönnum á þing, samkvæmt könnuninni. 22.4.2007 12:00
Þota hrapar í miðri flugsýningu Einn lét lífið og að minnsta kosti átta slösuðust þegar þota úr listflugssveit bandaríska flotans hrapaði í miðri flugsýningu í bænum Bueaufort í Bandaríkjunum í gær. Brak úr þotunni dreifðist yfir íbúðabyggð skammt frá flugvellinum. 22.4.2007 11:53
Rotnandi lík á strætum Mógadisjú Talið er að í það minnsta 200 manns hafi látið lífið í vargöldinni sem geisað hefur í Mógadisjú, höfuðborg Sómalíu, undanfarna fimm daga. Rotnandi lík eru sögð á götum borgarinnar og skothríð og sprengjudrunur kveða stöðugt við í átökum íslamista og stjórnarhers Sómalíu, studdum af eþíópískum hersveitum. 22.4.2007 11:45
Allir helstu þjóðvegir færir Allir helstu þjóðvegir landins eru færir samkvæmt tilkynningu frá Vegagerðinni. Hálka er á heiðum á Vestfjörðum og hálkublettir víða á Norðausturlandi. Ófært er um Dynjandis- og Hrafnseyrarheiðar. 22.4.2007 11:15
Halda ætti aðrar kosningar Að mati stærstu eftirlitssamtakanna sem fylgdust með nígerísku forsetakosningunum í gær var framkvæmd þeirra svo gölluð að þær ætti að ógilda og halda aðrar síðar. Kosningarnar voru háðar í skugga ofbeldis en talið er að yfir fimmtíu manns hafi látist í átökum þeim tengdum. 22.4.2007 10:45
Nægur snjór í Hlíðarfjalli Opið verður í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag frá klukkan tíu til fimm. Nægur snjór er á svæðinu og allar brautir opnar. 22.4.2007 10:44
Frakkar ganga að kjörborðinu Kjörfundur er hafinn í Frakklandi vegna frönsku forsetakosninganna en kjörstaðir voru opnaðir klukkan átta í morgun. Íbúar franskra yfirráðasvæða erlendis greiddu hins vegar atkvæði í gær. 22.4.2007 10:15
Tólf farast með færeyskum togara 12 manns fórust þegar eldur kom upp í vélarrúmi færeyska frystitogarans Herkúlesar þegar hann var að veiðum úti fyrir ströndum Chile á föstudagskvöldið. 105 manna áhöfn skipsins var bjargað í fjögur nálæg fiskiskip og sjómönnunum var svo komið fyrir í Póseidoni, systuskipi Herkúlesar. 22.4.2007 10:00
Orri Vigfússon hlýtur Goldman umhverfisverðlaunin Orri Vigfússon, formaður formaður verndarsjóðs villtra laxastofna (NASF), hlýtur Goldman umhverfisverðlaunin í ár. Verðlaunin fær Orri fyrir baráttu sína fyrir verndun laxastofnsins í Norður Atlantshafi. Í tilkynningu frá Goldman stofnuninni segir að áratuga baráttu Orra hafi komið í veg fyrir útrýmingu laxastofnsins í Norður Atlantshafi. 22.4.2007 09:54
Ók útaf vegna ölvunar Ölvaður ökumaður keyrði útaf við gatnamót Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabraut í Grímsnesi í nótt. Við leit í bílnum fann lögreglan tóbaksblandað hass. Alls stöðvaði lögreglan á Selfossi fimm ökumenn í nótt vegna ölvunaraksturs. 22.4.2007 09:30
Sex stútar í höfuðborginni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sex ökumenn í nótt vegna ölvun við akstur. Ekki þurfti þó að stinga neinum inn. 22.4.2007 09:14
Ölvun og slagsmál á Suðurnesjum Mikið annríki var hjá lögreglunni á Suðurnesjum í nótt vegna ölvunar og slagsmála. Fimm gistu fangageymslu. Þá maður sleginn í andlitið í Keflavík með þeim afleiðingum að tönn brotnaði. 22.4.2007 09:03
Ferðalangur lendir utan úr geimi Bandaríski milljarðarmæringurinn Charles Simonyi er kominn aftur til jarðar eftir tveggja vikna ferðalag út í geim. Ferðin kostaði hann 25 milljónir dollara, eða rúmlegan einn og hálfan milljarð króna. 21.4.2007 23:33
Mikil spenna í Frakklandi fyrir kosningar Mikil spenna ríkir í Frakklandi um þessar mundir en fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fer fram á morgun. Nánast öruggt er talið að Nicolas Sarkozy og Segolene Royal fari áfram í seinni umferðina. 21.4.2007 20:14
Slasaðist þegar hann féll af torfæruhjóli Karlmaður á fimmtugsaldri slasaðist þegar hann féll af torfæruhjóli á Suðurlandsvegi við Sandskeið laust eftir klukkan fjögur í dag. 21.4.2007 19:52
Kosningar í skugga ofbeldis Nígeríumenn gengu að kjörborðinu í dag og kusu sér forseta, en synd væri að segja kosningarnar hefðu farið vel fram. Tugir hafa látist í ofbeldisverkum í tengslum við þær og framkvæmdin virðist hafa verið að flestu leyti meingölluð. 21.4.2007 19:45
Harður árekstur á Reykjanesbraut Harður árekstur varð milli tveggja fólksbíla á Reykjanesbraut við Vífilstaðaveg um sjöleytið í kvöld. Enginn slasaðist í árekstrinum en takmarka þurfti umferð um svæðið tímabundið. 21.4.2007 19:43
Setti saman lista yfir fólk sem hann vildi drepa Fjölskylda Seung-Hui Cho, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkunum. Svo virðist sem Seung-Hui hafi lengi áformað að myrða skólafélaga sína til að hefna fyrir einelti sem hann varð fyrir. 21.4.2007 19:15
Mikil eftirspurn eftir lóðum við höfnina hjá Fjarðaráli Mikið eftirspurn er eftir lóðum við höfnina hjá Fjarðaráli á Reyðarfirði. Á aðra milljón tonna af vörum verða flutt um höfnina á hverju ári, sem gerir hana að annarri stærstu höfn landsins á eftir Faxaflóahöfnum. 21.4.2007 19:05
Kokkakeppni grunnskólanna í Reykjavík haldin í dag Fyrsta kokkakeppni grunnskólanna í Reykjavík var haldin í dag. Sigurvegarar hennar eru í 10. bekk og elduðu innbakaðan íslenskan lax með peru og eplamauki. Markmið keppninnar er að vekja áhuga grunnskólabarna á matreiðslu. 21.4.2007 18:55
Mun líklega heita Margrét Lítil prinsessa bættist í dönsku konungsfjölskylduna í dag þegar Friðrik krónprins og Mary eiginkona hans eignuðust dóttur. Þetta er í fyrsta sinn í 61 ár sem stúlkubarn fæðist í fjölskyldunni. 21.4.2007 18:45
Geðdeild yfirfull og sjúkrarými alltof fá Yfirlæknir á geðdeild Landspítalans segir aðstæður þunglyndissjúklings í sjálfsvígshugleiðingum sem nýlegar var vistaður inn á salerni deildarinnar fyrir neðan allar hellur og algjörlega ómannsæmandi. Deildin hafi verið yfirfull og ekki hægt að vísa manninum annað því hann hafi verið talinn í bráðri lífshættu. 21.4.2007 18:28
Höggmyndasýning í húsagarði í Árbæ Höggmyndasýning var opnuð í dag í garði einbýlishúss í Árbæjarhverfi í Reykjavík. Sýningin er meðal annars hugsuð fyrir göngufólk á leið um Elliðaárdal enda stendur garðurinn við einn göngustíginn. 21.4.2007 18:10
Dekk fór undan eldsneytisbíl Litlu munaði að stórslys yrði í gær þegar dekk fór undan tengivagni við eldsneytisbíl á leið að Keflavíkurflugvelli. 21.4.2007 17:54
Óskaði eftir að gista fangageymslu Lögreglan á Selfossi stöðvaði fimm ökumenn fyrir ölvunarakstur í nótt og einn í morgun. Einn þeirra sem var stöðvaður óskaði eftir að gista fangageymslu þar sem hann hafði ekki í önnur hús að venda eftir að búið var að taka bílinn af honum. 21.4.2007 17:06
Hnífaárás í Þorlákshöfn Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á sjúkrahús Selfoss í hádeginu í dag eftir hann var stunginn í handlegginn með hníf í Þorlákshöfn. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við málið en það er enn í rannsókn. Maðurinn sem varð fyrir árásinna er ekki alvarlega slasaður. 21.4.2007 16:53
„Falleg og flott fæðing“ „Þetta var falleg og flott fæðing,“ sagði Friðrik, danski krónprinsinn og nýsleginn faðir í annað sinn á blaðamannfundi í Kaupmannahöfn fyrir stundu. Eiginkona hans Mary fæddi í dag stúlkubarn og heilsast mægðunum vel. 21.4.2007 16:25
Auðkýfingur snýr aftur til jarðar Bandaríski auðkýfingurinn, Charles Simonyi, sneri aftur til jarðar í dag eftir að dvalið í tvær vikur um borð í ISS, alþjóðlegu geimstöðinni. Charles er fimmti ferðamaðurinn sem fer út í geim en fyrir túrinn greiddi hann rúman einn og hálfan milljarð íslenskra króna. 21.4.2007 16:00
Mary krónprinsessa búin að fæða Mary krónprinsessa Dana fæddi fyrir stundu stúlkubarn á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Samkvæmt talsmönnum dönsku konungsfjölskyldunnar heilsast mæðgunum vel. 21.4.2007 15:06
Jónína Bjartmarz nær ekki inn Framsóknarflokkurinn nær ekki inn manni í Reykjavíkurkjördæmi suður samkvæmt könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Ríkissjónvarpið og Morgunblaðið. Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir bæta við sig þingmanni. 21.4.2007 14:57
Lögregla stöðvar ökuferð tveggja unglinga Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í morgun ökuferð tveggja unglingspilta í Breiðholtinu. Drengirnir, sem eru á 15. og 16. aldursári, voru að sögn lögreglunnar í annarlegu ástandi. 21.4.2007 14:19
Mary krónprinssessa í fæðingu Mary krónprinsessa Dana var lögð inn á spítala nú skömmu fyrir hádegi. Reiknað er með að nýr erfingi dönsku konungsfjölskyldunnar komi í heiminn seinna í dag. 21.4.2007 13:37
Vilja að sveitarfélögin leggi 100 milljónir í betra gólf Öll körfuboltalið landsins í efstu deild karla og kvenna skulu leika á parketgólfi en ekki dúk, frá og með keppnistímabilinu 2008 til 2009 samkvæmt tillögum sem liggja fyrir ársþing Körfuknattleikssambands Íslands. Talið er að heildarkostnaður vegna þessa sé um 100 milljónir króna og mun hann falla á sveitarfélögin. 21.4.2007 13:21
Mikil fjölgun farþega um Egilsstaðaflugvöll Farþegum sem fara um Egilsstaðaflugvöll hefur fjölgað um 150 prósent á undanförnum fjórum árum. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hefur fjölgunin verið 17 prósent. Hafnar eru framkvæmdir við stækkun flugstöðvarinnar á flugvellinum. 21.4.2007 13:11
Hvarf áhafnarinnar alger ráðgáta Enn hafa engar vísbendingar fundist afdrif þriggja manna áhafnar skútu sem fannst mannlaus á reki út fyrir ströndum Queensland í Ástralíu vikunni. Þegar björgunarmenn komust um borð í bátinn í gær voru öll segl hans uppi, vélar og tölvur í gangi og ósnertur matur lá á eldhúsborðinu. Þá voru öll björgunarvesti enn um borð. 21.4.2007 13:00
Borgin vill kaupa húsin sem brunnu Borgaryfirvöld hafa ákveðið að hefja viðræður við eigendur húsanna tveggja sem brunnu síðastliðinn miðvikudag í miðbæ Reykjavíkur um kaup á lóðunum tveimur í þeim tilgangi að hefja uppbyggingu þar sem fyrst. Samningaviðræður hefjast í næstu viku. 21.4.2007 12:56
Fjölskyldan gjörsamlega miður sín Fjölskylda Cho Seung-hui, mannsins sem banaði 32 samnemendum sínum og kennurum við Virginía Tech-háskólann í Blacksburg í byrjun vikunnar, sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hún kveðst miður sín yfir voðaverkum ástvinar síns. 21.4.2007 12:30