Innlent

Ók útaf vegna ölvunar

MYND/HÞG

Ölvaður ökumaður keyrði útaf við gatnamót Laugarvatnsvegar og Biskupstungnabraut í Grímsnesi í nótt. Við leit í bílnum fann lögreglan tóbaksblandað hass. Alls stöðvaði lögreglan á Selfossi fimm ökumenn í nótt vegna ölvunaraksturs.

Að sögn lögreglunnar var maðurinn það ölvaður að hann sá ekki gatnamótin og keyrði því beint útaf. Maðurinn slasaðist ekki en bíllinn var óökufær eftir slysið. Hann var fluttur í fangageymslu og látinn sofa úr sér en lögreglan gerði fíkniefnin upptæk.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×