Innlent

Hnífaárás í Þorlákshöfn

Þorlákshöfn.
Þorlákshöfn. MYND/EE

Karlmaður á þrítugsaldri var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi í hádeginu í dag eftir hann var stunginn í handlegginn með hníf í Þorlákshöfn. Einn maður hefur verið handtekinn í tengslum við málið en það er enn í rannsókn. Maðurinn sem varð fyrir árásinna er ekki alvarlega slasaður.

Samkvæmt upplýsinum frá lögreglunni á Selfossi voru mennirnir báðir í glasi þegar til átakanna kom í Þorlákshöfn. Enduðu átökin með því annar maðurinn lamdi hinn með stól og stakk hann síðan í handlegginn með hníf.

Maðurinn sem varð fyrir árásinni var fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi þar sem þurfti að sauma hann til að loka sárinu. Hann fór heim að lokinni aðhlynningu.

Lögreglan handtók fljótlega meintan árásarmann í heimahúsi á Þorlákshöfn. Málið er enn í rannsókn að sögn lögreglu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×