Innlent

Mikil eftirspurn eftir lóðum við höfnina hjá Fjarðaráli

Mikið eftirspurn er eftir lóðum við höfnina hjá Fjarðaráli á Reyðarfirði. Á aðra milljón tonna af vörum verða flutt um höfnina á hverju ári, sem gerir hana að annarri stærstu höfn landsins á eftir Faxaflóahöfnum.

Mjóeyrarhöfn en svo kallast nýja höfnin við Fjarðarál á Reyðarfirði er með einn lengsta viðlegukant allra hafna á Ísland alls 380 metra. Þá er höfnin 14 metra djúp frá náttúrunnar hendi og sú allra dýpsta í landinu. Það er kannski eins gott því stærstu skip sem sigla til Íslands munu koma til Mjóeyrarhafnar að minnsta kosti tuttugu sinnum á hverju ári. Flutningar á vegum fjarðaráls verða um 1,3 milljónir tonna á ári en þá á eftir að telja alla aðra flutninga. Fyrirtæki sækja í að fá aðstöðu við nýju höfnina.

Kristófer Dan Róbertsson, hafnarstjóri, segir eftirspurn mun meiri en framboðið. „Við erum að reyna að koma sem best til móts við þá aðila sem eru að sækja um."

Eimskip mun flytja starfsemi sína frá Eskifirði og Samskip frá gömlu höfninni í Reyðarfirði yfir á nýju höfnina.

Eftirspurn eftir Mjóeyrahöfn er svo mikil að nú þegar er byrjað að stækka höfnina sjálfa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×