Fleiri fréttir

Hæstiréttur þvær hendur sínar af Gvantanamo

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að hann muni ekki fjalla um hvort fangar í Gvantanamo fangabúðunum hafi rétt til þess að áfrýja fangavist sinni til alríkisdómara. Þrír af níu dómurum skiluðu séráliti og töldu að hæstiréttur ætti að taka málið fyrir.

Fundaði með formanni hermálanefndar NATO

Valgerður Sverrisdóttur utanríkisráðherra átti í dag fund með Raymond Henault, formanni hermálanefndar Atlantshafsbandalagsins. Fram kemur í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu að rætt hafi verið um samskipti Íslands og Atlantshafsbandalagsins og framlög Íslands til aðgerða á vegum þess, einkum í Afganistan.

Segir íbúafjölgun með eðilegum hætti í Hafnarfirði

Íbúafjölgun fram til 10. mars, þegar kjörskrá vegna atkvæðagreiðslunnar um stækkun álversins í Straumsvík var lokað, var með eðlilegum hætti og í takt við það sem hefur verið mánuðina á undan, segir í tilkynningu sem Hafnarfjarðarbær hefur sent frá sér.

Þreyttir á straumi innflytjenda -Sarkozy

Nicolas Sarkozy, frambjóðandi í frönsku forsetakosningunum, sagði í dag að Frakkar væru þreyttir á óheftum straumi innflytjenda til landsins. Hann sagði að augljós tengsl væru á milli fjölda innflytjenda og hinnar félagslegu uppreisnar sem orðið hefði í mörgum frönskum borgum. Átök í borgunum hafa aðallega verið milli lögreglu og innflytjenda frá Afríku- og Arabaríkjum.

Vilja 15 milljarða króna lán til að takast á við vanda DR

Forrráðamenn danska ríkisútvarpsins, Danmarks Radio, hafa óskað eftir því við danska þingið að fá ríkisábyrgð fyrir láni upp á um 15 milljarða íslenskra króna sem ætlað er til að takast á við versnandi afkomu stofnunarinnar.

Krefjast dauðadóms yfir frænda Saddams

Saksóknarar í Írak hafa krafist dauðadóms yfir frænda Saddams Hussein, sem þekktur er undir nafninu Efnavopna-Ali. Ali Hassan al-Majeed og fimm aðrir fyrrverandi ráðamenn í Bath flokknum eru nú fyrir dómi fyrir þátt sinn í þjóðarmorði á Kúrdum á áttunda áratur síðustu aldar. Krafist er dauðadóms yfir þeim öllum.

Nærri 600 hjúkrunarfræðinga vantar til starfa

Alls vantar 582 hjúkrunarfræðinga til að leysa úr þeim skorti sem nú er á íslenskum stofnunum samkvæmt nýrri skýrslu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem kynnt verður síðar í dag. Alls er um að ræða 445 stöðugildi sem ekki eru mönnuð.

Hún kann heldur ekki að syngja

Þýsk kona hefur rofið 913 ára gamla hefð með því að verða fyrsti kvenkyns gondólaræðari í Feneyjum. Leyfið sem hin 35 ára gamla Alexandra Hai fékk, er þó takmarkað við flutning á farþegum til þriggja hótela í borginni. Ástæðan fyrir takmörkunum er sú að hún féll þrisvar á stýriprófi gondóla síns.

Tugþúsundir hafa flúið Mogadishu

Fimm daga átakahrina í Mogadisjú í Sómalíu er í rénun en talið er að hundruð manna, bæði uppreisnarmenn og borgarar, hafi fallið í bardögunum.

Meiri líkur á mjúkri lendingu eftir álverskosningar

Greiningardeild Glitnis segir að meiri líkur séu á tiltölulega mjúkri lendingu hagkerfisins, að vextir taki að lækka fyrir árslok og verðbólga verði í námunda við markmið Seðlabanka á komandi misserum eftir að ljóst varð að Hafnfirðingar hefðu hafnað stækkun álversins í Straumsvík.

Hefja tilraunaútflutning á lifandi humri

Útflutningur er að hefjast á lifandi humri frá Höfn í Hornafirði til meginlands Evrópu í tilraunaskyni. Humarinn bíður nú brottfarar á humarhótelinu á Höfn.

Allir sjóliðarnir sagðir hafa játað

Allir bresku sjóliðarnir sem Íranar hafa í haldi sínu hafa nú viðurkennt að hafa siglt inn í lögsögu ríkisins í óleyfi, að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íranska ríkissjónvarpið birti í gærkvöld og í morgun nýjar myndir af sjóliðunum þar sem þeir játa brot sín.

Væri nær að biðja stofnendur afsökunar

Stofnendur Iceland Express segja að forstjóra Samkeppniseftirlitsins væri fremur sæmandi að biðja þá afsökunar en að reyna að klóra yfir úrræðaleysi stofnunarinnar með ótrúverðugum rökum.

Kaffibandalagið sagt búið að vera

Eiríkur Bergmann Einarsson, dósent í stjórnmálafræði, segir að kaffibandalag Samfylkingar, Vinstri grænna og Frjálslyndra sé búið að vera. Nýlegar auglýsingar Frjálslyndra um að hefta innflutning erlends vinnuafls til landsins samræmist alls ekki stefnu Samfylkingar og Vinstri grænna.

Heilu þorpin fóru á kaf

Að minnsta kosti þrettán fórust þegar risavaxin flóðbylgja sem myndaðist í kjölfar neðansjávarskjálfta skall á Salómonseyjum í Kyrrahafi í gærkvöld. Fjölda fólks er saknað og því er óttast að mun fleiri hafi látist vegna flóðbylgjunnar en fyrstu upplýsingar benda til.

Undirbúningur hafinn á strandstað Wilson Muuga

Undirbúningur að því að draga Wilson Muuga á flot hófst fyrir alvöru í gær þegar Steinríkur, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti ýmsan búnað um borð í flutningaskipið á strandstað í Hvalsnesfjöru í Sandgerði.

Hafnfirðingum fjölgaði með eðlilegum hætti

Það er úr lausu lofti gripið að Hafnfirðingum hafi fjölgað um 700 manns fyrir kosningar um stækkun álversins síðastliðinn laugardag. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir fjölgun bæjarbúa hafa verið með eðlilegum hætti undanfarna mánuði. Viðtalið við Lúðvík fylgir fréttinni.

Íranar segja jákvæðar breytinga á viðhorfi Breta

Ríkisútvarpið í Íran sagði frá því í dag að jákvæðra breytinga hefði orðið vart í viðhorfi Breta til sjóliðadeilunnar og því hefðu írönsk yfirvöld ákveðið að sýna ekki fleiri myndbönd af sjóliðunum 15 sem handteknir voru þann 23. mars síðastliðinn.

Grunaðir um þjófnaði á suðvesturhorninu

Lögreglan á Akranesi handtók í síðustu viku tvo menn en þeir eru grunaðir um aðild að nokkrum þjófnaðarmálum á suðvesturhorninu. Eftir því sem segir í dagbók lögreglunnar á Akranesi voru mennirnir teknir eftir að hafa stolið fartölvu í verslun BT á Akranesi.

Á yfir 100 km hraða í Hvalfjarðargöngum

Lögreglan á Akranesi hafði í nógu að snúast í síðustu viku vegna hraðaksturbrota í umdæmi hennar. Alls kærði lögreglan 37 ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunna og var einn þeirra á rúmlega 100 kílómetra hraða í Hvalfjarðargöngum, en þar er hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund.

Samkeppniseftirlitið blessar samruna SPV og SPH

Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Sparisjóðs Vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar en sjóðirnir hafa nú sameinast undir nafninu BYR sparisjóður.

Vísindamenn rækta hjartaloku

Breskir vísindamenn hafa í fyrsta skipti ræktað hluta úr mannshjarta úr stofnfrumum. Sir Magdi Yacoub, sem fór fyrir vísindamönnunum, sagði að læknar gætu farið að nota íhluti, ræktaða í tilraunastofum, í hjartaaðgerðum innan þriggja ára. Einnig spáði hann því að hægt yrði að rækta heilt hjarta úr stofnfrumum innan tíu ára.

Veittu manni á númerslausri rútu eftirför

Lögregla á Hólmavík þurfti á föstudag að veita manni á rútu eftirför eftir að hann skeytti ekki um stöðvunarmerki. Fram kemur í dagbók lögreglunnar á Vestfjörðum að atvikið hafi átt sér stað um hádegisbil en maðurinn ók þá um Hólmavík á númerslausri rútunni.

Leita fanga sem frelsaður var úr varðhaldi í Danmörku

Lögregla í Danmörku leitar nú manns sem frelsaður var úr varðhaldi á laugardag í Fredreikssund á Sjálandi. Eftir því sem fram kemur á vef Nyhedsavisen telur lögregla að hann sé enn í Danmörku en muni reyna að komast úr landi, hugsanlega á fölsuðu vegabréfi.

Glitnir vekur skelfingu í Noregi

Glitnir er á stórfelldum mannaveiðum í Noregi, að sögn norska blaðsins Aftenposten. Blaðið segir að verðbréfadeild Glitnis í Noregi hafi boðið nokkrum bestu starfsmönnum verðbréfafyrirtækisins DnB Nor Markets allt að 200 milljónum króna fyrir að skipta um vinnu. Framkvæmdastjóri Glitnis í Noregi staðfestir að þrír starfsmenn DnB Nor Markets muni koma yfir til þeirra.

Fimm friðargæsluliðar skotnir til bana í Darfur

Óþekktir vígamenn skutu fimm liðsmenn friðargæsluliðs Afríkusambandsins í til bana í Darfurhéraði í Súdan í gær. Friðargæsluliðarnir voru að gæta vatnsbóls nálægt landamærum Chad og Súdan þegar á þá var ráðist. Fjórir létust í átökunum og sá fimmti lést af sárum sínum í morgun. Talsmaður Afríkusambandsins skýrði frá þessu í dag. Þrír vígamannanna létust í bardaganum við friðargæsluliðana.

Geir og Reinfeldt funda í dag

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann mun meðal annars funda og snæða hádegisverð með Geir H. Haarde forsætisráðherra. Að honum loknum halda ráðherrarnir fund með blaðamönnum og Reinfeldt mun svo hitta íslenska kaupsýslumenn í Viðskiptaráði Íslands.

Gistinóttum fjölgar um tíu prósent milli ára

Gistnóttum fjölgaði um tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan samkvæmt nýjum tölum Hagstofunar. Þær voru alls 2,5 milljónir í fyrra og fjölgaði gistinóttunum á öllum tegundum gististaða.

Hægist um í Mogadishu

Ró komst á í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í nótt. Hart hafði verið barist undanfarna fjóra daga. Almenningur gat farið úr fylgsnum sínum út á götur og hófst handa við að grafa lík sem lágu á víð og dreif um höfuðborgina.

Lögregla á Sauðárkróki stöðvaði 50 fyrir hraðakstur um helgina

Lögreglan á Sauðárkróki stöðvaði um 50 ökumenn um helgina fyrir of hraðan akstur við reglubundið eftirlit. Að sögn varðstjóra voru þeir sem hraðast óku á rétt um eða yfir 120 kílómetra hraða á klukkustund. Margir voru á faraldsfæti um helgina enda skólafrí framundan og páskar. Því hafi lögregla ákveðið að hafa öflugt eftirlit með aksturshraða. Varðstjóri lagði áherslu á forvarnargildi sýnilegrar löggæslu og sagði að þó menn gætu vissulega svekkt sig á því að þurfa að greiða sektir þá verði seint settur verðmiði á það ef einhver þessara ökumanna hefði lent í slysi.

Sjóliðar játa að hafa verið í íranskri lögsögu

Íranska sjónvarpið sýndi í kvöld viðtöl við tvo af bresku sjóliðunum sem handteknir voru á Persaflóa fyrir rúmri viku. Í viðtölunum játa sjóliðarnir að hafa verið í íranskri lögsögu þegar þeir voru handteknir. Breska varnarmálaráðuneytið hefur staðhæft að það hafi undir höndum gögn úr staðsetningarbúnaði sem sanni að sjóliðarnir hafi verið Íraks-megin í lögsögunni. Bretar hafa sagt að löndin eigi í tvíhliða viðræðum um lausn málsins en hafa ekki viljað gefa upp smáatriði um þær viðræður.

Steinasafnarar sækja í Héðinsfjarðargöng

Íslenskir steinasafnarar kætast þessa dagana vegna borunar Héðinsfjarðarganga en þar hafa ýmsir fágætir steinar fundist undanfarið. Íslenskt grjót er jafnvel sagt búa yfir lækningamætti.

Ný reiðhöll í Dýrafirði

Vestfirðingar fjölmenntu á opnunarhátíð Knapaskjóls, nýrrar reiðhallar á Söndum í Dýrafirði, sem var formlega vígð í gær. Það er hestamannafélagið Stormur sem stóð fyrir byggingu hallarinnar. Nú á að bæta aðstöðu til iðkunnar hestaíþrótta á Vestfjörðum, aðstöðu til þjálfunar, keppni, reiðkennslu og annars er varðar íslenska hestinn.

Sautján sendiherrar á kjörtímabilinu

Á kjörtímabilinu sem nú er að ljúka hafa sautján nýir sendiherrar verið skipaðir í embætti á vegum utanríkisráðuneytisins og tvö ný sendiráð opnuð. Framlag úr ríkissjóði til sendiráða Íslands hefur hækkað nokkuð til samræmis við það.

Byrgismálið til ríkissaksóknara

Rannsókn á meintum misbeitingarbrotum Guðmundar Jónssonar í Byrginu er á lokastigi og verður málið sent til Ríkissaksóknara á næstu dögum. Í það minnsta átta konur lögðu inn kæru á hendur Guðmundi en málið hefur verið til rannsóknar hjá Sýslumanninum á Selfossi.

Iðnaðarráðherra hefur áhyggjur af efnahagsmálum

Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra, hefur áhyggjur af því að efnahagslífið í landinu líði fyrir ákvörðun Hafnfirðinga um að hafna stækkun álversins. Hann segir óheppilegt að kosningar af þessu tagi beinist gegn einu fyrirtæki og vanda verði betur til verka ef færa eigi valdið til íbúanna.

Frjálslyndir gera innflytjendamál að kosningamáli

Frjálslyndi flokkurinn, sem lagði aðaláherslu á baráttu gegn kvótakerfinu fyrir síðustu kosningar, gerir innflutning á erlendu vinnuafli til landsins að einu helsta baráttumáli sínu. Flokkurinn byrjar kosningabaráttu sína í dag á heilsíðuauglýsingu gegn erlendu vinnuafli.

Grjóti og flugeldum kastað að sendiráðinu

Vonir standa til að deilan, vegna bresku sjóliðanna sem Íranar hafa í haldi sínu, leysist á næstu dögum eftir að greint var frá því að beinar viðræður á milli ríkjanna standi yfir. Mótmælendur köstuðu grjóti og flugeldum að breska sendiráðinu í Teheran í dag.

Norðurál stefnir að álveri í Helguvík innan þriggja ára

Norðurál stefnir að því að hefja smíði 250 þúsund tonna álvers í Helguvík strax á þessu ári og þar á að bræða fyrsta álið innan þriggja ára. Ekkert bendir til að Suðurnesjamenn muni hafa neitt um það að segja að stóriðjuver rísi í bakgarðinum, ólíkt Hafnfirðingum.

Olmert vill ræða við alla arabaleiðtoga

Ehud Olmert forsætisráðherra Ísraels hefur boðið öllum leiðtogum arabaríkja að eiga við sig viðræður. Hann segist sjá mjög jákvæðar hliðar á land fyrir frið-áætluninni sem samþykkt var á þingi Arabaráðsins í síðustu viku.

Vinstri grænir fagna úrslitunum í Hafnarfirði

Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fagnar úrslitum í álverskosningunni í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var í dag. Þar segir að úrslitin séu mikilvægur áfangi í baráttunni fyrir náttúru- og umhverfisvernd og gegn stóriðjustefnu stjórnvalda. Í ályktuninni segir enn fremur að það sé athyglisvert að rúmur helmingur Hafnfirðinga hafni stækkun þó að aðeins bæjarfulltrúi Vinstri grænna hafi andæft stækkunaráformum.

Sjá næstu 50 fréttir