Innlent

Vinstri grænir fagna úrslitunum í Hafnarfirði

MYND/GVA

Stjórn Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs fagnar úrslitum í álverskosningunni í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í ályktun stjórnarinnar sem samþykkt var í dag. Þar segir að úrslitin séu mikilvægur áfangi í baráttunni fyrir náttúru- og umhverfisvernd og gegn stóriðjustefnu stjórnvalda. Í ályktuninni segir enn fremur að það sé athyglisvert að rúmur helmingur Hafnfirðinga hafni stækkun þó að aðeins bæjarfulltrúi Vinstri grænna hafi andæft stækkunaráformum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×