Innlent

Frjálslyndir gera innflytjendamál að kosningamáli

Frjálslyndi flokkurinn, sem lagði aðaláherslu á baráttu gegn kvótakerfinu fyrir síðustu kosningar, gerir innflutning á erlendu vinnuafli til landsins að einu helsta baráttumáli sínu. Flokkurinn byrjar kosningabaráttu sína í dag á heilsíðuauglýsingu gegn erlendu vinnuafli.

Frjálslyndi flokkurinn birtir heilsíðuauglýsingu í Fréttablaðinu í morgun undir yfirskriftinni: Viljum við sitja uppi með sömu vandamál og aðrar þjóðir sem hafa leyft óhindraðan innflutning erlends vinnuafls. Lagt er upp með að innflytjendur skerði kaup og kjör íslenskra iðnaðar- og byggingaverkamanna. Fulllyrt er að geta okkar til að kenna öllu því fólki íslensku sem flyst til landsins sé takmörkuð og spurt hvort verið sé að leggja of mikið á velferðarkerfið með ótakmörkuðum innflutningi erlends vinnuafls á skömmum tíma.

Frjálslyndi flokkurinn, sem lagði aðaláherslu á baráttu gegn kvótakerfinu fyrir síðustu kosningar, virðist því ætla að gera þetta að einu helsta baráttumáli sínu nú, það er að setja hömlur á innflutning erlends vinnuafls til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×