Innlent

Ný reiðhöll í Dýrafirði

Vestfirðingar fjölmenntu á opnunarhátíð Knapaskjóls, nýrrar reiðhallar á Söndum í Dýrafirði, sem var formlega vígð í gær.

Það er hestamannafélagið Stormur sem stóð fyrir byggingu hallarinnar. Nú á að bæta aðstöðu til iðkunnar hestaíþrótta á Vestfjörðum, aðstöðu til þjálfunar, keppni, reiðkennslu og annars er varðar íslenska hestinn.

Reiðhöllin, sem er hin glæsilegasta er 820 fermetrar, og á einnig að nýtast í tengslum við menningartengdaferðaþjónustu í Dýrafirði og Arnarfirði.

Vestfirðingar fjölmenntu á opnunarhátíðina og komu ríðandi hver á fætur öðrum á þvílíkum eðalklárum að annað eins hefur ekki sést þar vestra um langa hríð að sögn viðstaddra. Meðal gesta voru þeir Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og Einar Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×