Innlent

Samkeppniseftirlitið blessar samruna SPV og SPH

Samkeppniseftirlitið gerir ekki athugasemdir við samruna Sparisjóðs Vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar en sjóðirnir hafa nú sameinast undir nafninu BYR sparisjóður.

Eftir því sem fram kemur á vef Samkeppniseftirlitisins óskaði stofnunin eftir gögnum frá félögunum tveimur eftir að fréttir voru fluttar af því að Sparisjóður Vélstjóra hefði yfirtekið allt stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar seint á síðasta ári.

Eftir að hafa rannsakað málið komst Samkeppniseftirlitið að því að yfirtakan væri samruni í skilningi samkeppnislaga. Hins vegar leiddi athugunin ekki í ljós atriði sem bentu til þess að samruninn myndi brjóta gegn samkeppnislögum. Því taldi eftirlitið ekki ástæðu til að aðhafast nokkuð vegna samrunans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×