Innlent

Á yfir 100 km hraða í Hvalfjarðargöngum

MYND/Pjetur

Lögreglan á Akranesi hafði í nógu að snúast í síðustu viku vegna hraðaksturbrota í umdæmi hennar. Alls kærði lögreglan 37 ökumenn fyrir of hraðan akstur í vikunna og var einn þeirra á rúmlega 100 kílómetra hraða í Hvalfjarðargöngum, en þar er hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund. Öllum þessum málum mátti ljúka með sektarboði á staðnum og nýttu langflestir ökumanna sér þann kost. Segist lögregla á Akranes vona að þeir passi sig á því að halda ökuhraðanum innan löglegra marka í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×