Innlent

Lögregla á Sauðárkróki stöðvaði 50 fyrir hraðakstur um helgina

MYND/GVA

Lögreglan á Sauðárkróki stöðvaði um 50 ökumenn um helgina fyrir of hraðan akstur við reglubundið eftirlit. Að sögn varðstjóra voru þeir sem hraðast óku á rétt um eða yfir 120 kílómetra hraða á klukkustund. Margir voru á faraldsfæti um helgina enda skólafrí framundan og páskar. Því hafi lögregla ákveðið að hafa öflugt eftirlit með aksturshraða. Varðstjóri lagði áherslu á forvarnargildi sýnilegrar löggæslu og sagði að þó menn gætu vissulega svekkt sig á því að þurfa að greiða sektir þá verði seint settur verðmiði á það ef einhver þessara ökumanna hefði lent í slysi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×