Innlent

Gistinóttum fjölgar um tíu prósent milli ára

MYND/Teitur

Gistnóttum fjölgaði um tíu prósent í fyrra miðað við árið á undan samkvæmt nýjum tölum Hagstofunar. Þær voru alls 2,5 milljónir í fyrra og fjölgaði gistinóttunum á öllum tegundum gististaða.

Fjölgunin nam rúmum tíu prósentum á hótelum og gistiheimilum, tjaldsvæðum og orlofshúsabyggðum, nærri tólf prósentum á svefnpokagististöðum, rúmum 11 prósentum á farfuglaheimilum, nærri sjö prósentum í óbyggðum og tæplega fimm prósentum á heimagististöðum.

Gistinóttum fjölgaði hlutfallslega mest á Suðurnesjum á síðasta ári eða um rúmlega fjórðung en á Suðurlandi stóðu þær hins vegar nánast í stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×