Innlent

Hefja tilraunaútflutning á lifandi humri

Útflutningur er að hefjast á lifandi humri frá Höfn í Hornafirði til meginlands Evrópu í tilraunaskyni. Humarinn bíður nú brottfarar á humarhótelinu á Höfn.

Humarbátur hefur að undanförnu haft leyfi til tilraunaveiða eystra til að safna hráefni til útflutningsins. Allur óskaddaður humar, sem komið hefur upp í veiðarfærunum, sem eru gildrur hefur verið vistaður á svonefndu humarhóteli þar sem honum er haldið lifandi við bestu skilyrði áður en hann heldur út.

Humnarinn getur lifað góðu lífi á hótellinu svo mánuðum skiptir sem er mikils viðri því aðalmarkaðstíminn er um jól og páska. Fyrsta sendingin fer til Spánar þaðan sem fyrirspurn barst en fljótlega fara þær víðar. Ef humrinum verður vel tekið yfir páskana er mjög gott verð í boði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×