Fleiri fréttir Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag. Verður athugað með flug í fyrramálið. Á þetta við um bæði Flugfélag Íslands og flugfélagið Landsflug. 10.11.2006 16:58 Stór lottóvinningur 10.11.2006 16:50 Vegur um Óshlíð opnaður á ný Vegagerðin vill koma því á framfæri að búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að ástæðalausu. Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og snjóþekja og éljagangur er á Fróðárheiði. 10.11.2006 16:48 Náttúrufræðistofnun hefur óskað eftir rannsókn á hvarfi gripa í eigu stofnunarinnar Náttúrufræðistofnun Íslands hefur að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið óskað eftir opinberri rannsókn á hvarfi á náttúrurannsóknargögnum og náttúrugripum í eigu íslenska ríkisins sem varðveittir voru í frystigeymslu sem stofnunin hafði á leigu. 10.11.2006 16:39 26 umferðaróhöpp í vikunni Í síðastliðinni viku var tilkynnt um 26 umferðaróhöpp til lögreglunnar og telst það óvenju mikið. Í tveimur þeirra kvörtuðu ökumenn um minni háttar eymsli, en öll teljast þau slysalaus. 10.11.2006 16:28 Pólverjar íhuga að reisa kjarnorkuver vegna vantrausts á Rússum Pólverjar eru að íhuga að reisa kjarnorkuver til orkuframleiðslu, því þeir treysta ekki Rússum til þess að sjá sér fyrir orku. Rússar hafa sýnt sig að vera ekki mjög áreiðanlegir byrgjar, og nota orku sína í pólitískum tilgangi. 10.11.2006 16:24 Vatnajökulsþjóðgarður verður að veruleika Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun tillögu Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stjórnarfrumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum. 10.11.2006 16:17 Leita leiða til að lifa í breyttu loftslagi Evrópusambandið mun á næsta ári leita eftir hugmyndum um hvernig það getur bætt undirbúning sinn undir loftslagsbreytingar. 10.11.2006 15:41 Vörður um homma og lesbíur Öflugur lögregluvörður var um nokkur þúsund homma og lesbíur og stuðningsfólk þeirra, í skrúðgöngu á Hinsegin dögum í Jerúsalem, í dag. 10.11.2006 15:14 Náttúruverndarráð Noregs vill útrýma kóngakrabba í Noregi Náttúruverndarráð Noregs vill að kóngakrabbar verði álitin umhverfisógn en ekki nytjategund og að veiðar á þeim verði auknar til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Krabbinn er mesti vargur og leggst til dæmis á síldar- og loðnuhrogn. Hann er nýleg tegund í norskri lögsögu og skilur eftir sig sviðna jörð þar sem hann hefur farið um sjávarbotninn. 10.11.2006 15:07 52 krossar reistir við Suðurlandsveg 52 krossar voru reistir við Kögunarhól rétt vestan við Selfoss, við fallega athöfn klukkan þrjú í dag, til minningar um þá sem látið hafa lífið í umferðarslysum á Suðurlandsvegi. Vel á annað hundrað manns voru á staðnum, 2-3 til að reisa hvern kross. Framámenn í sveitarstjórnum og á Alþingi lýstu margir yfir vilja til framkvæmda í samgöngumálum Sunnlendinga. 10.11.2006 15:00 Lendingaræfing Airbus 380 í Keflavík gekk vel Æfing Airbus-vélar 380 á Keflavíkurflugvelli í dag gekk mjög vel en vélin var að æfa lendingu í miklum hliðarvindi. Vélin kom í sérferð hingað til lands í morgun þegar vitað var að vindurinn yrði þetta mikill. Vélin er talsvert stærri en Boeing 757 vélarnar sem eru algengastar á Keflavíkurflugvelli. Hún vegur 560 tonn en 757 vélarnar vega aðeins 99 tonn. 10.11.2006 14:52 Jólabjórinn flæðir í kvöld Íslendingar virðast komnir á bragðið af jólabjór frá Akureyri. Margir þekkja hefðina frá Danmörku þar sem tappinn er sleginn úr jólabjórtunnunni um gjörvallt landið á sama tíma. Hér er þessi hefð einnig að festa sig í sessi að sögn Þrastar Gestssonar, sem rekur nokkra veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík undir nafninu 101-heild. 10.11.2006 14:39 Fyrsta ríkisstjórn Svartfjallalands staðfest Þing Svartfjallalands staðfesti í dag fyrstu ríkisstjórn þessa nýlega sjálfstæða ríkis. 10.11.2006 14:23 Uppstokkun í bresku ríkisstjórninni Breski iðnaðar- og viðskiptaráðherrann Alistair Darling mun taka við embætti orkumálaráðherra, til viðbótar við núverandi embætti. Malcolm Wicks, sem verið hefur orkumálaráðherra færist yfir í vísindaráðuneytið þar sem David Sainsbury lávarður ætlar að draga sig í hlé úr stjórnmálum eftir átta ár sem ráðherra. 10.11.2006 14:19 Slysahættan mest á heimleið eftir Miklubrautinni Höfuðborgarbúar eru í mestri hættu á að lenda í umferðarslysi á leiðinni heim úr vinnu síðdegis, að því er kemur fram í samantekt Forvarnahúss Sjóvár fyrir árið 2005. Hins vegar slasast flestir í hádegisumferðinni. 10.11.2006 14:05 Vilja kaupa gegnumlýsingarbifreið til tolleftirlits Tollstjórinn í Reykjavík fékk í morgun umboð frá ríkisstjórninni til að leita tilboða í gegnumlýsingarbifreið sem verður notuð við tolleftirlit til að gegnumlýsa stærri einingar, svo sem flutningsgáma. Búist er við að bifreiðin og nauðsynlegur búnaður kosti í kringum 120 milljónir króna. 10.11.2006 14:05 Miklir skipsskaðar í sjóorrustum á Sri Lanka Stjórnarherinn á Srí Lanka sökkti í morgun tveimur skipum tamíla-tígra sem sögð voru hlaðin sprengiefnum. Þá var háttsettur stjórnmálamaður úr röðum tamíla skotinn til bana í morgun í höfuðborginni Colombo. 10.11.2006 13:47 Innanlandsflugi frestað til 17:00 - öllu flugi til Vestfjarða aflýst Flugfélag Íslands er búið að aflýsa öllu flugi til og frá Vestfjörðum í dag, tveimur flugum til og frá Ísafirði og einu flugi til og frá Bíldudal. Veður fer versnandi á Vestfjörðum núna og lægir ekki fyrr en í nótt. Öðru innanlandsflugi hefur enn verið frestað, það verður nú athugað fyrir klukkan fimm. 10.11.2006 13:37 Skortur á hæfu starfsfólki helsta ógnunin Helsta ógnunin í starfsumhverfi nýrra íslenskra tæknifyrirtækja, að mati stjórnenda, er skortur á hæfu starfsfólki, frekar en framboð á fjármagni eða almennt efnahagsumhverfi. Mikill meirihluti þessara fyrirtækja eru þjónustufyrirtæki og um helmingur þeirra sérhæfir sig í tölvutækni. 10.11.2006 13:26 Innheimtumiðstöð frestar opnun Sýslumaðurinn á Blönduósi hefur ákveðið að fresta opnun innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar, sem átti að fara fram á morgun. Fyrirhugað var að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra opnaði miðstöðina með formlegum hætti. 10.11.2006 13:19 10 farþegar sluppu lítið meiddir á Holtavörðuheiði Rúta valt út af veginum í kafaldsbyl á Holtavörðuheiði rétt fyrir hádegi í dag. Lögreglubílar frá Borgarnesi og Blönduósi fóru á staðinn en óhappið varð norðan megin í heiðinni. 10 farþegar voru í rútunni en þeir munu ekki hafa slasast mikið. Þegar björgunarsveit kom á staðinn var búið að taka alla farþegana upp í og fóru 6 þeirra suður yfir og 4 norður. 10.11.2006 13:10 Bæjarstjórn Grundarfjarðar mótmælir flottrollsveiðum við Snæfellsnes Bæjarstjórn Grundarfjarðar mótmælir ákvörðun Einars Kristins Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, frá í síðustu viku, sem heimilar síldveiðar með flottrolli innan 12 sjómílna við Snæfellsnes. Segir í ályktun bæjarstjórnarinnar að "heimild til flotvörpuveiða við landsteina, eingöngu á Snæfellsnesi, sé ekki í takt við vinnureglur fiskveiðistjórnunar á undanförnum áratugum." 10.11.2006 12:45 Ríkisstjórnin eflir íslenskukennslu Ríkisstjórnin ætlar að verja 100 milljónum króna til að stórefla íslenskukennslu fyrir útlendinga á næsta ári. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Jafnframt verður kröfunni um að útlendingar læri íslensku fylgt fast eftir. 10.11.2006 12:14 Breska leyniþjónustan rannsakar áform um 30 hryðjuverkaárásir Elísa Manningham-Buller, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, segir 30 hryðjuverkaárásir í rannsókn í Bretlandi og að leyniþjónustan fylgist með yfir 1600 einstaklingum, sem margir væru í tengslum við Al-Kæda í Pakistan. 10.11.2006 12:14 Family Performance 10.11.2006 12:07 Akureyrarbær endurnýjar samning um eldsneytiskaup Akureyrarbær og Olíufélagið undirrituðu í morgun framlengingu á samningi um eldsneytiskaup til tveggja ára, auk kaupa á smurolíu og öðrum tengdum vörum. Olíufélagið rekur Esso-stöðvarnar. 10.11.2006 11:49 Vegurinn um Óshlíð lokaður vegna grjóthruns Búið er að loka veginum um Óshlíð, til og frá Bolungarvík, vegna grjóthruns á veginn. Að sögn Vegagerðarinnar urðu þó engir bílar fyrir grjóthruninu en nokkrir keyrðu á milli steina, ef svo má að orði komast. Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði eru lokaðar og verða ekki ruddar í dag vegna snjóflóðahættu. Engin hætta mun þó vera á snjóflóðum í byggð. 10.11.2006 11:40 Competition for Icelandair 10.11.2006 11:38 Tvíhliða samningur í höfn milli Rússa og Bandaríkjamanna Rússneskir og bandarískir samningamenn hafa komist að samkomulagi um tvíhliða samninga sem nauðsynlegir eru til þess að Rússland geti fengið aðgang að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar. Viðræður hafa staðið nánast allan sólarhringinn, að sögn starfsmannastjóra fjármálaráðuneytis Rússlands. 10.11.2006 11:33 Hamas ekki í nýrri stjórn Palestínumanna Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, gaf í skyn í dag að hann myndi ekki taka sæti í þjóðstjórninni sem Hamas samtökin eru að reyna að mynda með Fatah hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta. 10.11.2006 11:19 Fyrstu vélar dagsins farnar frá Keflavík Tvær vélar Iceland Express tóku á loft rétt fyrir ellefu í morgun frá Keflavíkurflugvelli á leið til Kaupmannahafnar og Lundúna. Vélar Icelandair fara líkast til í loftið um hádegisbil. Innanlandsflug verður athugað um tvö eftir hádegi en ekkert hefur verið flogið innanlands í dag. 10.11.2006 11:17 Réttindi samkynhneigðra aukin í Mexíkóborg Þingið í Mexíkóborg lögleiddi í dag borgaralega hjónavígslu samkynhneigðra. Í Mexíkó er næstmesti fjöldi kaþólikka og mómæltu margir þessum nýju lögum. 9.11.2006 23:50 Björgunarsveitir á suðvesturhorninu í viðbragðsstöðu Björgunarsveitir í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir suðvesturhluta landsins í nótt og í fyrramálið. Bílar frá þeim keyra sem stendur um hverfi og aðstoða fólk við að tryggja lausa hluti. Eitthvað er um að þau hafi líka fest niður hluti á byggingarsvæðum, svo sem stillasa. 9.11.2006 23:26 Yfirmaður MI5, bresku leyniþjónustunnar, varar við hryðjuverkaógninni Yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, Lafði Eliza Manningham-Buller, skýrði frá því í ræðu í morgun að vitað væri um allt að 30 áætlanir um hryðjuverk í Bretlandi. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu. 9.11.2006 22:58 Kjörsókn í bandarísku þingkosningunum ekki verið meiri síðan 1982 Talið er að um 83 milljónir, eða um 40,4% kjósenda, hafi kosið í þingkosningum í Bandaríkjunum þann 7. nóvemeber síðastliðinn. Þetta er aukning frá þingkosningunum 2002 en þá kusu um 39,7% kjósenda. 9.11.2006 22:39 Ný skýrsla um vatnsmál í Afríku dregur upp dökka mynd Samkvæmt nýrri skýrslu sem þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér í dag er nauðsynlegt að eyða mun meiri fjármunum en nú er gert í hreinsun vatns. Skýrslan segir einnig að mun fleiri láti lífið úr sjúkdómum sem berast með óhreinu vatni heldur en af HIV/AIDS og malaríu samanlagt. 9.11.2006 22:18 Björgunarsveitir í viðbragsstöðu Björgunarsveitir á suðvesturlandi eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir í nótt. Veður er þegar byrjað að versna og hefur Lögreglan í Reykjavík kallað út svæðisstjóra til þess að undibúa nóttina. 9.11.2006 22:08 Eldur á tjaldsvæði Akraness Klukkan tuttugu mínútur yfir átta í kvöld fékk lögreglan á Akranesi tilkynningu um eld í aðstöðu á tjaldsvæði bæjarins. Logaði glatt þegar slökkvilið bar að garði en um rúman hálftíma tók að ráða niðurlögum eldsins. 9.11.2006 22:02 Allt skólahald fellur niður í Grunnskóla Grindavíkur á morgun, föstudaginn 10.nóvember. Allt skólahald fellur niður í Grunnskóla Grindavíkur á morgun, föstudaginn 10.nóvember. Ástæðan er að kennarar sem eru í námsferð í Bandaríkjunum komast ekki heim í tæka tíð þar sem flugi var frestað vegna veðurs. 9.11.2006 21:30 Fólk beðið að tryggja lausahluti Björgunarsveitin Ársæll, sem starfar á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, og Lögreglan í Reykjavík vilja koma því á framfæri við fólk að binda niður garðhúsgögn, trampólín og allt annað lauslegt sem gæti tekist á loft í veðrinu sem á að ganga yfir í fyrramálið. Minnt er á fólk þarf að borga fyrir þær skemmdir sem hljótast af eigum þeirra. 9.11.2006 21:21 Erfðabreyttur vírus sem krabbameinslyf? Erfðabreyttur vírus getur sýkt og drepið krabbameinsfrumur í heila fólks án þess að skaða heilbrigðar frumur. Þetta kom fram í nýjum rannsóknum sem voru birtar í dag. 9.11.2006 20:57 Allen viðurkennir ósigur George Allen, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Virgínufylki viðurkenndi rétt í þessu ósigur sinn í kosningunum sem fram fóru þann 7. nóvember síðastliðinn. 9.11.2006 20:17 Nýtt bænahús gyðinga opnar í Munchen Nýtt bænahús gyðinga opnaði í Munchen í Þýskalandi í dag, 68 árum eftir að Adolf Hitler lét rífa niður bænahúsið sem stóð þar áður. Litið er á byggingu bænahússins sem staðfestingu á fjölgun gyðingasamfélagsins í Munchen en nasistar hreinsuðu borgina af gyðingum á valdatíma sínum. 9.11.2006 20:05 Vegagerðin varar við grjóthrunni Mikið grjóthrun er í Hvalnes- og Þvottárskriðum og er fólk vinsamlegast beðið um að vera ekki á ferð á þessum slóðum að ástæðulausu. 9.11.2006 19:52 Sjá næstu 50 fréttir
Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst í dag. Verður athugað með flug í fyrramálið. Á þetta við um bæði Flugfélag Íslands og flugfélagið Landsflug. 10.11.2006 16:58
Vegur um Óshlíð opnaður á ný Vegagerðin vill koma því á framfæri að búið er að opna Óshlíð en fólki er bent á að vera ekki á ferðinni að ástæðalausu. Hálkublettir eru á Hellisheiði og Þrengslum. Hálka og éljagangur er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku og snjóþekja og éljagangur er á Fróðárheiði. 10.11.2006 16:48
Náttúrufræðistofnun hefur óskað eftir rannsókn á hvarfi gripa í eigu stofnunarinnar Náttúrufræðistofnun Íslands hefur að höfðu samráði við umhverfisráðuneytið óskað eftir opinberri rannsókn á hvarfi á náttúrurannsóknargögnum og náttúrugripum í eigu íslenska ríkisins sem varðveittir voru í frystigeymslu sem stofnunin hafði á leigu. 10.11.2006 16:39
26 umferðaróhöpp í vikunni Í síðastliðinni viku var tilkynnt um 26 umferðaróhöpp til lögreglunnar og telst það óvenju mikið. Í tveimur þeirra kvörtuðu ökumenn um minni háttar eymsli, en öll teljast þau slysalaus. 10.11.2006 16:28
Pólverjar íhuga að reisa kjarnorkuver vegna vantrausts á Rússum Pólverjar eru að íhuga að reisa kjarnorkuver til orkuframleiðslu, því þeir treysta ekki Rússum til þess að sjá sér fyrir orku. Rússar hafa sýnt sig að vera ekki mjög áreiðanlegir byrgjar, og nota orku sína í pólitískum tilgangi. 10.11.2006 16:24
Vatnajökulsþjóðgarður verður að veruleika Ríkisstjórn Íslands samþykkti á fundi í morgun tillögu Jónínu Bjartmarz umhverfisráðherra að stjórnarfrumvarpi um Vatnajökulsþjóðgarð. Þjóðgarðurinn verður sá stærsti í Evrópu og mun hafa mikla sérstöðu í náttúrufarslegu tilliti í heiminum. 10.11.2006 16:17
Leita leiða til að lifa í breyttu loftslagi Evrópusambandið mun á næsta ári leita eftir hugmyndum um hvernig það getur bætt undirbúning sinn undir loftslagsbreytingar. 10.11.2006 15:41
Vörður um homma og lesbíur Öflugur lögregluvörður var um nokkur þúsund homma og lesbíur og stuðningsfólk þeirra, í skrúðgöngu á Hinsegin dögum í Jerúsalem, í dag. 10.11.2006 15:14
Náttúruverndarráð Noregs vill útrýma kóngakrabba í Noregi Náttúruverndarráð Noregs vill að kóngakrabbar verði álitin umhverfisógn en ekki nytjategund og að veiðar á þeim verði auknar til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. Krabbinn er mesti vargur og leggst til dæmis á síldar- og loðnuhrogn. Hann er nýleg tegund í norskri lögsögu og skilur eftir sig sviðna jörð þar sem hann hefur farið um sjávarbotninn. 10.11.2006 15:07
52 krossar reistir við Suðurlandsveg 52 krossar voru reistir við Kögunarhól rétt vestan við Selfoss, við fallega athöfn klukkan þrjú í dag, til minningar um þá sem látið hafa lífið í umferðarslysum á Suðurlandsvegi. Vel á annað hundrað manns voru á staðnum, 2-3 til að reisa hvern kross. Framámenn í sveitarstjórnum og á Alþingi lýstu margir yfir vilja til framkvæmda í samgöngumálum Sunnlendinga. 10.11.2006 15:00
Lendingaræfing Airbus 380 í Keflavík gekk vel Æfing Airbus-vélar 380 á Keflavíkurflugvelli í dag gekk mjög vel en vélin var að æfa lendingu í miklum hliðarvindi. Vélin kom í sérferð hingað til lands í morgun þegar vitað var að vindurinn yrði þetta mikill. Vélin er talsvert stærri en Boeing 757 vélarnar sem eru algengastar á Keflavíkurflugvelli. Hún vegur 560 tonn en 757 vélarnar vega aðeins 99 tonn. 10.11.2006 14:52
Jólabjórinn flæðir í kvöld Íslendingar virðast komnir á bragðið af jólabjór frá Akureyri. Margir þekkja hefðina frá Danmörku þar sem tappinn er sleginn úr jólabjórtunnunni um gjörvallt landið á sama tíma. Hér er þessi hefð einnig að festa sig í sessi að sögn Þrastar Gestssonar, sem rekur nokkra veitinga- og skemmtistaði í Reykjavík undir nafninu 101-heild. 10.11.2006 14:39
Fyrsta ríkisstjórn Svartfjallalands staðfest Þing Svartfjallalands staðfesti í dag fyrstu ríkisstjórn þessa nýlega sjálfstæða ríkis. 10.11.2006 14:23
Uppstokkun í bresku ríkisstjórninni Breski iðnaðar- og viðskiptaráðherrann Alistair Darling mun taka við embætti orkumálaráðherra, til viðbótar við núverandi embætti. Malcolm Wicks, sem verið hefur orkumálaráðherra færist yfir í vísindaráðuneytið þar sem David Sainsbury lávarður ætlar að draga sig í hlé úr stjórnmálum eftir átta ár sem ráðherra. 10.11.2006 14:19
Slysahættan mest á heimleið eftir Miklubrautinni Höfuðborgarbúar eru í mestri hættu á að lenda í umferðarslysi á leiðinni heim úr vinnu síðdegis, að því er kemur fram í samantekt Forvarnahúss Sjóvár fyrir árið 2005. Hins vegar slasast flestir í hádegisumferðinni. 10.11.2006 14:05
Vilja kaupa gegnumlýsingarbifreið til tolleftirlits Tollstjórinn í Reykjavík fékk í morgun umboð frá ríkisstjórninni til að leita tilboða í gegnumlýsingarbifreið sem verður notuð við tolleftirlit til að gegnumlýsa stærri einingar, svo sem flutningsgáma. Búist er við að bifreiðin og nauðsynlegur búnaður kosti í kringum 120 milljónir króna. 10.11.2006 14:05
Miklir skipsskaðar í sjóorrustum á Sri Lanka Stjórnarherinn á Srí Lanka sökkti í morgun tveimur skipum tamíla-tígra sem sögð voru hlaðin sprengiefnum. Þá var háttsettur stjórnmálamaður úr röðum tamíla skotinn til bana í morgun í höfuðborginni Colombo. 10.11.2006 13:47
Innanlandsflugi frestað til 17:00 - öllu flugi til Vestfjarða aflýst Flugfélag Íslands er búið að aflýsa öllu flugi til og frá Vestfjörðum í dag, tveimur flugum til og frá Ísafirði og einu flugi til og frá Bíldudal. Veður fer versnandi á Vestfjörðum núna og lægir ekki fyrr en í nótt. Öðru innanlandsflugi hefur enn verið frestað, það verður nú athugað fyrir klukkan fimm. 10.11.2006 13:37
Skortur á hæfu starfsfólki helsta ógnunin Helsta ógnunin í starfsumhverfi nýrra íslenskra tæknifyrirtækja, að mati stjórnenda, er skortur á hæfu starfsfólki, frekar en framboð á fjármagni eða almennt efnahagsumhverfi. Mikill meirihluti þessara fyrirtækja eru þjónustufyrirtæki og um helmingur þeirra sérhæfir sig í tölvutækni. 10.11.2006 13:26
Innheimtumiðstöð frestar opnun Sýslumaðurinn á Blönduósi hefur ákveðið að fresta opnun innheimtumiðstöðvar sekta og sakarkostnaðar, sem átti að fara fram á morgun. Fyrirhugað var að Björn Bjarnason dómsmálaráðherra opnaði miðstöðina með formlegum hætti. 10.11.2006 13:19
10 farþegar sluppu lítið meiddir á Holtavörðuheiði Rúta valt út af veginum í kafaldsbyl á Holtavörðuheiði rétt fyrir hádegi í dag. Lögreglubílar frá Borgarnesi og Blönduósi fóru á staðinn en óhappið varð norðan megin í heiðinni. 10 farþegar voru í rútunni en þeir munu ekki hafa slasast mikið. Þegar björgunarsveit kom á staðinn var búið að taka alla farþegana upp í og fóru 6 þeirra suður yfir og 4 norður. 10.11.2006 13:10
Bæjarstjórn Grundarfjarðar mótmælir flottrollsveiðum við Snæfellsnes Bæjarstjórn Grundarfjarðar mótmælir ákvörðun Einars Kristins Guðfinnssonar, sjávarútvegsráðherra, frá í síðustu viku, sem heimilar síldveiðar með flottrolli innan 12 sjómílna við Snæfellsnes. Segir í ályktun bæjarstjórnarinnar að "heimild til flotvörpuveiða við landsteina, eingöngu á Snæfellsnesi, sé ekki í takt við vinnureglur fiskveiðistjórnunar á undanförnum áratugum." 10.11.2006 12:45
Ríkisstjórnin eflir íslenskukennslu Ríkisstjórnin ætlar að verja 100 milljónum króna til að stórefla íslenskukennslu fyrir útlendinga á næsta ári. Þetta var ákveðið á ríkisstjórnarfundi í morgun. Jafnframt verður kröfunni um að útlendingar læri íslensku fylgt fast eftir. 10.11.2006 12:14
Breska leyniþjónustan rannsakar áform um 30 hryðjuverkaárásir Elísa Manningham-Buller, yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, segir 30 hryðjuverkaárásir í rannsókn í Bretlandi og að leyniþjónustan fylgist með yfir 1600 einstaklingum, sem margir væru í tengslum við Al-Kæda í Pakistan. 10.11.2006 12:14
Akureyrarbær endurnýjar samning um eldsneytiskaup Akureyrarbær og Olíufélagið undirrituðu í morgun framlengingu á samningi um eldsneytiskaup til tveggja ára, auk kaupa á smurolíu og öðrum tengdum vörum. Olíufélagið rekur Esso-stöðvarnar. 10.11.2006 11:49
Vegurinn um Óshlíð lokaður vegna grjóthruns Búið er að loka veginum um Óshlíð, til og frá Bolungarvík, vegna grjóthruns á veginn. Að sögn Vegagerðarinnar urðu þó engir bílar fyrir grjóthruninu en nokkrir keyrðu á milli steina, ef svo má að orði komast. Dynjandis- og Hrafnseyrarheiði eru lokaðar og verða ekki ruddar í dag vegna snjóflóðahættu. Engin hætta mun þó vera á snjóflóðum í byggð. 10.11.2006 11:40
Tvíhliða samningur í höfn milli Rússa og Bandaríkjamanna Rússneskir og bandarískir samningamenn hafa komist að samkomulagi um tvíhliða samninga sem nauðsynlegir eru til þess að Rússland geti fengið aðgang að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, samkvæmt heimildum Reuters-fréttastofunnar. Viðræður hafa staðið nánast allan sólarhringinn, að sögn starfsmannastjóra fjármálaráðuneytis Rússlands. 10.11.2006 11:33
Hamas ekki í nýrri stjórn Palestínumanna Ismail Haniyeh, forsætisráðherra Palestínu, gaf í skyn í dag að hann myndi ekki taka sæti í þjóðstjórninni sem Hamas samtökin eru að reyna að mynda með Fatah hreyfingu Mahmouds Abbas, forseta. 10.11.2006 11:19
Fyrstu vélar dagsins farnar frá Keflavík Tvær vélar Iceland Express tóku á loft rétt fyrir ellefu í morgun frá Keflavíkurflugvelli á leið til Kaupmannahafnar og Lundúna. Vélar Icelandair fara líkast til í loftið um hádegisbil. Innanlandsflug verður athugað um tvö eftir hádegi en ekkert hefur verið flogið innanlands í dag. 10.11.2006 11:17
Réttindi samkynhneigðra aukin í Mexíkóborg Þingið í Mexíkóborg lögleiddi í dag borgaralega hjónavígslu samkynhneigðra. Í Mexíkó er næstmesti fjöldi kaþólikka og mómæltu margir þessum nýju lögum. 9.11.2006 23:50
Björgunarsveitir á suðvesturhorninu í viðbragðsstöðu Björgunarsveitir í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir suðvesturhluta landsins í nótt og í fyrramálið. Bílar frá þeim keyra sem stendur um hverfi og aðstoða fólk við að tryggja lausa hluti. Eitthvað er um að þau hafi líka fest niður hluti á byggingarsvæðum, svo sem stillasa. 9.11.2006 23:26
Yfirmaður MI5, bresku leyniþjónustunnar, varar við hryðjuverkaógninni Yfirmaður bresku leyniþjónustunnar MI5, Lafði Eliza Manningham-Buller, skýrði frá því í ræðu í morgun að vitað væri um allt að 30 áætlanir um hryðjuverk í Bretlandi. Fréttavefur BBC skýrir frá þessu. 9.11.2006 22:58
Kjörsókn í bandarísku þingkosningunum ekki verið meiri síðan 1982 Talið er að um 83 milljónir, eða um 40,4% kjósenda, hafi kosið í þingkosningum í Bandaríkjunum þann 7. nóvemeber síðastliðinn. Þetta er aukning frá þingkosningunum 2002 en þá kusu um 39,7% kjósenda. 9.11.2006 22:39
Ný skýrsla um vatnsmál í Afríku dregur upp dökka mynd Samkvæmt nýrri skýrslu sem þróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna sendi frá sér í dag er nauðsynlegt að eyða mun meiri fjármunum en nú er gert í hreinsun vatns. Skýrslan segir einnig að mun fleiri láti lífið úr sjúkdómum sem berast með óhreinu vatni heldur en af HIV/AIDS og malaríu samanlagt. 9.11.2006 22:18
Björgunarsveitir í viðbragsstöðu Björgunarsveitir á suðvesturlandi eru í viðbragðsstöðu vegna veðursins sem á að ganga yfir í nótt. Veður er þegar byrjað að versna og hefur Lögreglan í Reykjavík kallað út svæðisstjóra til þess að undibúa nóttina. 9.11.2006 22:08
Eldur á tjaldsvæði Akraness Klukkan tuttugu mínútur yfir átta í kvöld fékk lögreglan á Akranesi tilkynningu um eld í aðstöðu á tjaldsvæði bæjarins. Logaði glatt þegar slökkvilið bar að garði en um rúman hálftíma tók að ráða niðurlögum eldsins. 9.11.2006 22:02
Allt skólahald fellur niður í Grunnskóla Grindavíkur á morgun, föstudaginn 10.nóvember. Allt skólahald fellur niður í Grunnskóla Grindavíkur á morgun, föstudaginn 10.nóvember. Ástæðan er að kennarar sem eru í námsferð í Bandaríkjunum komast ekki heim í tæka tíð þar sem flugi var frestað vegna veðurs. 9.11.2006 21:30
Fólk beðið að tryggja lausahluti Björgunarsveitin Ársæll, sem starfar á Seltjarnarnesi og í Reykjavík, og Lögreglan í Reykjavík vilja koma því á framfæri við fólk að binda niður garðhúsgögn, trampólín og allt annað lauslegt sem gæti tekist á loft í veðrinu sem á að ganga yfir í fyrramálið. Minnt er á fólk þarf að borga fyrir þær skemmdir sem hljótast af eigum þeirra. 9.11.2006 21:21
Erfðabreyttur vírus sem krabbameinslyf? Erfðabreyttur vírus getur sýkt og drepið krabbameinsfrumur í heila fólks án þess að skaða heilbrigðar frumur. Þetta kom fram í nýjum rannsóknum sem voru birtar í dag. 9.11.2006 20:57
Allen viðurkennir ósigur George Allen, öldungadeildarþingmaður repúblikana í Virgínufylki viðurkenndi rétt í þessu ósigur sinn í kosningunum sem fram fóru þann 7. nóvember síðastliðinn. 9.11.2006 20:17
Nýtt bænahús gyðinga opnar í Munchen Nýtt bænahús gyðinga opnaði í Munchen í Þýskalandi í dag, 68 árum eftir að Adolf Hitler lét rífa niður bænahúsið sem stóð þar áður. Litið er á byggingu bænahússins sem staðfestingu á fjölgun gyðingasamfélagsins í Munchen en nasistar hreinsuðu borgina af gyðingum á valdatíma sínum. 9.11.2006 20:05
Vegagerðin varar við grjóthrunni Mikið grjóthrun er í Hvalnes- og Þvottárskriðum og er fólk vinsamlegast beðið um að vera ekki á ferð á þessum slóðum að ástæðulausu. 9.11.2006 19:52