Fleiri fréttir Vill íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelsmanna á óbreytta borgara á Gasa og ætla að setja fram formleg mótmæli við sendiherra Ísraels þegar hann kemur hingað í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, fomaður Vinstri grænna, vill ganga enn lengra og jafnvel slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. 9.11.2006 18:40 Andvirði heilsuverndarstöðvarinnar brennur upp í leigu á 10-15 árum Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni. 9.11.2006 18:35 Fréttahaukurinn Ed Bradley látinn Fréttahaukurinn Ed Bradley, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr fréttaskýringarþáttunum 60 mínútur, lést í dag á Mount Sinai spítalanum í New York. Hann var 65 ára og var banameinið hvítblæði. 9.11.2006 18:29 Flugi Icelandair frestað að morgni 10. nóvember vegna stormviðvörunar Icelandair hefur ákveðið að fresta millilandaflugi til og frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna spár um fárviðri. Iceland Express hefur frestað morgunflugi sínu til Lundúna og Kaupmannahafnar til 9:15 í fyrramálið. Sem stendur er áætlun í innanlandsflugi óbreytt. 9.11.2006 18:16 Hæfileikakeppni grunnskóla haldin í 16. sinn Undanúrslitakvöld Skrekksins eru að hefjast. Kvöldin eru þrjú og verða haldin 13., 14. og 15. nóvember 2006 í Borgarleikhúsinu. Allir grunnskólarnir í Reykjavík hafa skráð sig til þátttöku að þessu sinni. 9.11.2006 18:01 Demókratar að ná yfirhöndinni í öldungadeild bandaríska þingsins Búist er við því að repúblikaninn George Allen samþykki í dag að hann hafi tapað í kosningum, til öldungadeildar bandaríska þingsins, fyrir demókratanum Jim Webb. Ef þetta gengur eftir munu demókratar ná yfirhöndinni í öldungadeild bandaríska þingsins í fyrsta sinn í tólf ár. 9.11.2006 17:45 Flóttamenn framtíðarinnar munu flýja sjóinn Ef þær loftslagsbreytingar sem nú eru í gangi halda áfram að versna verða þjóðir heims verða að vera tilbúnar til þess að hjálpa milljónum "sjávarflóttamanna", en það er fólk sem þarf að flýja heimili sín vegna hækkandi yfirborðs sjávar. 9.11.2006 17:25 Dæmt til að greiða stýrimanni á 17 milljón vegna vinnuslyss Ísfélag Vestmannaeyja var í Hæstarétti í dag dæmt til að greiða stýrimanni á loðnuskipinu Tunu GR 18 tæplega 16,5 milljónir króna vegna slyss sem hann varð fyrir á veiðum. Þá festi hann hönd sína í nót sem verið var að draga um borð. 9.11.2006 16:59 Tveggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms að karlmaður skyldi sæta tveggja mánaða fangelsi og verða sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir að aka bifreið bæði ölvaður og án ökuskírteinis. 9.11.2006 16:49 Bush er tilbúinn til að hlusta á allt og alla George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri opinn fyrir öllum tillögum um hvernig skuli leysa málin í Írak. Forsetinn lét þessi orð falla á fundi með fréttamönnum, í Rósagarðinum. Þar var forsetinn mættur ásamt ríkisstjórn sinni. 9.11.2006 16:44 Sjóorrusta við strendur Sri Lanka Tuttugu og þrem hraðskreiðum fallbyssubátum var sökkt í mikilli sjóorrustu undan ströndum Sri Lanka, í dag, að sögn stjórnvalda. 9.11.2006 16:29 Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka sæti á lista Samfylkingarinnar Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún taki sæti á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 9.11.2006 16:24 Það eru pabbarnir sem skipta máli Ný bandarísk rannsókn bendir til þess að ef feður tala gott og vandað mál, þá hafi það mikil áhrif á málþroska barna. Það skiptir hinsvegar engu máli hvort móðirin talar gott og vandað mál, eða ekki. 9.11.2006 16:03 Stjórnvöld hugi alvarlega að þjónustu við erlent starfsfólk Samtök ferðaþjónustunnar segja erlent starfsfólk hafa verið mjög mikilvægt í þeim vexti sem verið hafi síðustu ár í greininni og hvetur stjórnvöld til að huga alvarlega að því að það fái tilhlýðilegar móttökur og þjónustu hér á landi. 9.11.2006 16:01 Íslenski sýningarskálinn verðlaunaður á Feneyjatvíæringnum Íslenski sýningarskálinn á Feneyjatvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut í gær sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkistektastofu, en þar kynna Íslendingar tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík ásamt tilheyrandi skipulagi og uppbyggingu í miðborginni. 9.11.2006 15:33 Andlitslausi maðurinn er látinn Austur-þýski njósnarinn Markus Wolf er látinn, áttatíu og þriggja ára að aldri. Lengst af kalda stríðinu var hann einn valdamesti maður Austur-Þýskalands. 9.11.2006 15:32 Þrefalt fleiri atvinnuleyfi á fyrstu fjórum mánuðum ársins en í fyrra Um þrefalt fleiri ný tímabundin atvinnuleyfi voru gefin út á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Þar segir að 2.350 ný atvinnuleyfi hafi verið gefin út frá ársbyrjun til aprílloka og voru um tveir þriðju leyfanna vegna starfa í bygginariðnaði. 9.11.2006 15:19 Expecting a storm 9.11.2006 15:18 Best að búa í Noregi og á Íslandi Noregur og Ísland eru í efstu tveimur sætunum á nýjum lista Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna yfir lönd þar sem bestu lífsskilyrði í heiminum eru. Öll norrænu ríkin eru meðal þeirra fimmtán landa þar sem best er að búa, Svíar í fimmta sæti, Finnar í ellefta og Danir í fimmtánda. 9.11.2006 15:00 Forsætisráðherra Ísraels segir árásina tæknileg mistök Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að árásin sem gerð var á Gaza-svæðið í gær, hefði verið tæknileg mistök hjá stórskotaliðinu. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni, þar á meðal mörg börn. 9.11.2006 14:56 Tveimur kjarnorkueldflaugum skotið í dag Kalda stríðinu kann að vera lokið, en kjarnorkuveldin vilja þó vera viss um að þau geti ennþá sprengt hvert annað í loft upp, ef svo ber undir 9.11.2006 14:45 Forseti íslands ávarpar ráðstefnu Special Olympics Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun á morgun flytja ávarp á ráðstefnu í New York á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um málefni Special Olympics og fyrirhugaða heimsleika samtakanna í Shanghai í Kína haustið 2007. 9.11.2006 14:37 Interpol óttast týnd norsk vegabréf 9.11.2006 14:26 Hamas hikar við árásir á Ísrael Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ræddi í dag í síma við Khaled Mashaal, hinn útlæga leiðtoga Hamas-samtakanna. Embættismenn segja að þetta sé vísbending um að þeir séu nálægt því að ná samkomulagi um þjóðstjórn. 9.11.2006 14:09 Búist við ofsaveðri á sunnanverðu landinu í fyrramálið Gera má ráð fyrir ofsaveðri vestan til á Suðurlandi og við sunnanverðan Faxaflóa og hugsanlega höfuðborginni í fyrramálið. Hvasst verður í nótt en hið eiginlega ofsaveður skellur á um kl. 5 en uppúr hádegi fer að lægja þó hvasst verði fram eftir öllum degi. Má búast við vindhraða á bilinu 20-33 m/s á þessu svæði og að vindhviður nái um eða yfir 50 m/s í fjöllóttu landslagi. 9.11.2006 14:05 Samþykkt að leita eftir tillögum að frístundakorti Borgarráð samþykki á fundi sínum í morgun að fela Íþrótta- og tómstundaráði og ÍTR að vinna tillögur að svokölluðu frístundakorti vegna þátttöku barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára í æskulýðs, íþrótta- og menningarstarfi í borginni. 9.11.2006 13:48 Feðradagur á Íslandi í fyrsta sinn á sunnudag Feðradagurinn verður í fyrsta sinn haldinn hér á landi á sunnudaginn kemur. Sama dag verður haldin ráðstefna á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Féalgs ábyrgra feðra á Nordica-hótelinu þar sem fjallað verður um feður í samfélagi nútímans og mikla þátttöku feðra á Íslandi í fæðingarorlofi, en fram hefur komið að um 90 prósent feðra nýta sér sitt orlof. 9.11.2006 13:35 Nýtt afbrigði af blátunguveirunni greinist á Sardiníu Áður óþekkt afbrigði af blátunguveirunni sem veldur sjúkdómi í dýrum hefur fundist á ítölsku eyjunni Sardiníu og hefur 20 kílómetra varnarsvæði verið lokað af í kringum þar sem veiran fannst. Evrópuráðið tilkynnti í dag að veiran hefði greinst á mánudag og að hún hefði líklega borist til Evrópu með skordýrum. Hún hefur ekki áður fundist í Evrópu. 9.11.2006 13:00 Bílainnflutningur dregst hratt saman Bílainnflutningur hefur dregist hratt saman síðustu vikurnar og voru innan við þúsund nýir fólksbílar skráðir hér á landi í síðasta mánuði. Það er langt innan við meðaltal síðustu missera. 9.11.2006 12:30 Embættisafglöp ráðamanna Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp í sölu á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg og segir ferlið allt glórulaust. 9.11.2006 12:20 Fórnarlömb árása Ísraels borin til grafar Tugþúsundir Palestínumanna fylgdu fórnarlömbum árásar Ísraela í Beit Hanoun í fyrrinótt til grafar í morgun. Átján manns létust í árásinni, þar á meðal fjölmargar konur og börn. Yfir höfðum syrgjenda sveimuðu ómannaðar ísraelskar eftirlitsflugvélar. 9.11.2006 12:19 Teenager Drug Problem 9.11.2006 12:15 Umræðan ekki „kosningabrella“ hjá Frjálslyndum Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins segir niðurstöður í skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkanna ekki koma á óvart. Hann segir Frjálslynda hafa fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Þá segir hann ekki um „kosningabrellu“ að ræða, frjálslyndir hafi einfaldlega talað máli stórs hluta þjóðarinnar í málefnum innflytjenda. Í könnunninni mælist Frjálslyndi flokkurinn með ellefu prósenta fylgi og er það mesta fylgi sem hann hefur fengið til þessa. 9.11.2006 12:06 Ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjanna Þótt Donald Rumsfeld hafi látið af embætti varnarmálaráðherra og Robert Gates, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, komið í stað hans er ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjamanna í Írak. 9.11.2006 12:00 Líðan fólks sem bjargað var úr eldsvoða óbreytt Líðan mannsins og konunnar sem bjargað var úr eldsvoða í Ferjubakka í Reykjavík í fyrradag er óbreytt. Þeim er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Konan, sem ofbeldismaður stakk með hnífi og kveikti í heimili hennar á Húsavík, er á batavegi. Hún var útskrifuð af gjörgæslu í fyrradag og er nú á almennri deild. 9.11.2006 11:52 Nýr og betri Vísir.is Nýr, öflugri og stílhreinni Vísir.is birtist landsmönnum í dag eftir gagngera endurskoðun á uppbyggingu, útliti og innihaldi. Stóraukin áhersla er á almennan fréttaflutning, íþrótta- og viðskiptafréttir. Að baki fréttahluta Vísis er 60 manna fréttastofa NFS auk Fréttablaðsins en að jafnaði hafa um tíu þrautreyndir fréttamenn það meginhlutverk að skrifa fréttir á Vísi. Fréttir birtast bæði í textaformi og sem sjónvarpsinnslög sem hægt er að sjá og heyra á netinu. 9.11.2006 11:38 Um 500 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Tæplega 500 manns hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer á laugardaginn kemur. Þetta kemur fram á heimasíðu flokksins. Fimmtán sækjast eftir sæti á lista flokksins, þar á meðal allir átta núverandi þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. 9.11.2006 11:24 Risarán í Smálöndum Ræningjar sprengdu brynvarðan peningaflutningabíl frá Securitas fyrir utan bankaútibú Svebank í Rydaholm í Smálöndunum um áttaleytið í morgun. Sænskir fjölmiðlar segja ránið eitt það stærsta í ár og lögreglan leitar nú tveggja grímuklæddra og að því er virðist þaulskipulagðra ræningja. 9.11.2006 11:15 Undirritaði tvísköttunarsamning við Úkraínu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirritaði í gær tvísköttunarsamning við Úkraínu ásamt Mykola Azarov, fjármálaráðherra landsins, en Valgerður hefur verið í opinberri heimsókn í Úkraínu undanfarna daga. 9.11.2006 11:12 Hækkað öryggisstig vegna bréfs sem sumir segja „augljóst gabb“ Indverjar hækkuðu öryggisstig á sex flugvöllum í morgun eftir að nafnlaust hótunarbréf varaði við árásum Al kaída á sex flugvelli á SA-Indlandi. Ýmsir öryggisstarfsmenn segja bréfið „augljóst gabb“ og nefna fyrir því nokkur rök en flugvallaryfirvöld taka enga áhættu. Flugvallarstarfsmaður í Tamil Nadu fann bréfið í gær. 9.11.2006 11:10 Íhuga kosti við að vinna saman Sameinuðu þjóðirnar íhuga að blanda saman sveitum Sameinuðu þjóðanna í Darfur-héraði og sveitum Afríkusambandsins. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Darfur-héraði í Súdan hafa mætt mikilli andstöðu. Sveitir Afríkusambandsins hafa takmarkað fjármagn og eru illa útbúnar. Sameinaðar sveitir gætu nýtt styrkleika beggja og náð þannig betri árangri. 8.11.2006 23:39 Ungir fjölmenntu á kjörstaði Fjöldi ungra Bandaríkjamanna sem mætti á kjörstaði í gær hefur ekki verið meiri í tuttugu ár. Í kringum 24% kosningabærra Bandaríkjamanna undir þrítugu kaus í þingkosningunum í gær. Talið er að þróun mála í Írak hafi ýtt á hópinn að kjósa og tryggja Demókrötum meirihluta á þingi. 8.11.2006 23:01 Komast leiðar sinnar með stolið norskt vegabréf Norðmenn eru uggandi yfir þeirri þróun að sífellt fleiri séu stöðvaðir við vegabréfaeftirlit með falsað norskt vegabréf. Fréttavefur Aftenposten í Noregi greinir frá því að hjá Interpol séu tilkynningar um 130.000 norsk vegabréf sem er saknað. Alls eru 12 milljón stolin vegabréf á skrá hjá Interpol. Haft er eftir yfirmanni hjá lögreglunni í Noregi að stolin norsk vegabréf séu vinsæl erlendis. 8.11.2006 22:24 Rumsfeld taldi gott fyrir alla að hann léti af embætti Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í gær hluta ástæðunnar fyrir því að hann ákvað að segja af sér. 8.11.2006 22:00 Vatíkanið fordæmir Gleðigöngu samkynhneigðra Vatíkanið hefur fordæmt Gleðigöngu samkynhneigðra sem halda á í Jerúsalem í Ísrael á föstudaginn kemur. Vatíkanið telur gönguna særandi í garð trúaðra og hvetur yfirvöld í Ísrael til að koma í veg fyrir gönguna. 8.11.2006 21:20 Sjá næstu 50 fréttir
Vill íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael Íslensk stjórnvöld fordæma árás Ísraelsmanna á óbreytta borgara á Gasa og ætla að setja fram formleg mótmæli við sendiherra Ísraels þegar hann kemur hingað í næstu viku. Steingrímur J. Sigfússon, fomaður Vinstri grænna, vill ganga enn lengra og jafnvel slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. 9.11.2006 18:40
Andvirði heilsuverndarstöðvarinnar brennur upp í leigu á 10-15 árum Peningarnir sem fengust fyrir Heilsuverndarstöðina á Barónsstíg munu étast upp á 10-15 árum í leigu undir Heilsugæsluna í Mjóddinni. Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp við söluna en ráðuneytisstjóri heilbrigðisráðuneytisins segir að það hefði kostað ríkið 1100 milljónir að halda gömlu Heilsuverndarstöðinni. 9.11.2006 18:35
Fréttahaukurinn Ed Bradley látinn Fréttahaukurinn Ed Bradley, sem sjónvarpsáhorfendur þekkja úr fréttaskýringarþáttunum 60 mínútur, lést í dag á Mount Sinai spítalanum í New York. Hann var 65 ára og var banameinið hvítblæði. 9.11.2006 18:29
Flugi Icelandair frestað að morgni 10. nóvember vegna stormviðvörunar Icelandair hefur ákveðið að fresta millilandaflugi til og frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið vegna spár um fárviðri. Iceland Express hefur frestað morgunflugi sínu til Lundúna og Kaupmannahafnar til 9:15 í fyrramálið. Sem stendur er áætlun í innanlandsflugi óbreytt. 9.11.2006 18:16
Hæfileikakeppni grunnskóla haldin í 16. sinn Undanúrslitakvöld Skrekksins eru að hefjast. Kvöldin eru þrjú og verða haldin 13., 14. og 15. nóvember 2006 í Borgarleikhúsinu. Allir grunnskólarnir í Reykjavík hafa skráð sig til þátttöku að þessu sinni. 9.11.2006 18:01
Demókratar að ná yfirhöndinni í öldungadeild bandaríska þingsins Búist er við því að repúblikaninn George Allen samþykki í dag að hann hafi tapað í kosningum, til öldungadeildar bandaríska þingsins, fyrir demókratanum Jim Webb. Ef þetta gengur eftir munu demókratar ná yfirhöndinni í öldungadeild bandaríska þingsins í fyrsta sinn í tólf ár. 9.11.2006 17:45
Flóttamenn framtíðarinnar munu flýja sjóinn Ef þær loftslagsbreytingar sem nú eru í gangi halda áfram að versna verða þjóðir heims verða að vera tilbúnar til þess að hjálpa milljónum "sjávarflóttamanna", en það er fólk sem þarf að flýja heimili sín vegna hækkandi yfirborðs sjávar. 9.11.2006 17:25
Dæmt til að greiða stýrimanni á 17 milljón vegna vinnuslyss Ísfélag Vestmannaeyja var í Hæstarétti í dag dæmt til að greiða stýrimanni á loðnuskipinu Tunu GR 18 tæplega 16,5 milljónir króna vegna slyss sem hann varð fyrir á veiðum. Þá festi hann hönd sína í nót sem verið var að draga um borð. 9.11.2006 16:59
Tveggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan ölvunarakstur Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms að karlmaður skyldi sæta tveggja mánaða fangelsi og verða sviptur ökuréttindum ævilangt fyrir að aka bifreið bæði ölvaður og án ökuskírteinis. 9.11.2006 16:49
Bush er tilbúinn til að hlusta á allt og alla George Bush, forseti Bandaríkjanna, sagði í dag að hann væri opinn fyrir öllum tillögum um hvernig skuli leysa málin í Írak. Forsetinn lét þessi orð falla á fundi með fréttamönnum, í Rósagarðinum. Þar var forsetinn mættur ásamt ríkisstjórn sinni. 9.11.2006 16:44
Sjóorrusta við strendur Sri Lanka Tuttugu og þrem hraðskreiðum fallbyssubátum var sökkt í mikilli sjóorrustu undan ströndum Sri Lanka, í dag, að sögn stjórnvalda. 9.11.2006 16:29
Hefur ekki tekið ákvörðun um að taka sæti á lista Samfylkingarinnar Anna Kristín Gunnarsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, hefur ekki tekið ákvörðun um það hvort hún taki sæti á lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar. 9.11.2006 16:24
Það eru pabbarnir sem skipta máli Ný bandarísk rannsókn bendir til þess að ef feður tala gott og vandað mál, þá hafi það mikil áhrif á málþroska barna. Það skiptir hinsvegar engu máli hvort móðirin talar gott og vandað mál, eða ekki. 9.11.2006 16:03
Stjórnvöld hugi alvarlega að þjónustu við erlent starfsfólk Samtök ferðaþjónustunnar segja erlent starfsfólk hafa verið mjög mikilvægt í þeim vexti sem verið hafi síðustu ár í greininni og hvetur stjórnvöld til að huga alvarlega að því að það fái tilhlýðilegar móttökur og þjónustu hér á landi. 9.11.2006 16:01
Íslenski sýningarskálinn verðlaunaður á Feneyjatvíæringnum Íslenski sýningarskálinn á Feneyjatvíæringnum um byggingarlist og borgarskipulag hlaut í gær sérstaka viðurkenningu dómnefndar fyrir framúrskarandi framsetningu og samspil listamanns og arkistektastofu, en þar kynna Íslendingar tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík ásamt tilheyrandi skipulagi og uppbyggingu í miðborginni. 9.11.2006 15:33
Andlitslausi maðurinn er látinn Austur-þýski njósnarinn Markus Wolf er látinn, áttatíu og þriggja ára að aldri. Lengst af kalda stríðinu var hann einn valdamesti maður Austur-Þýskalands. 9.11.2006 15:32
Þrefalt fleiri atvinnuleyfi á fyrstu fjórum mánuðum ársins en í fyrra Um þrefalt fleiri ný tímabundin atvinnuleyfi voru gefin út á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar. Þar segir að 2.350 ný atvinnuleyfi hafi verið gefin út frá ársbyrjun til aprílloka og voru um tveir þriðju leyfanna vegna starfa í bygginariðnaði. 9.11.2006 15:19
Best að búa í Noregi og á Íslandi Noregur og Ísland eru í efstu tveimur sætunum á nýjum lista Þróunaráætlunar Sameinuðu þjóðanna yfir lönd þar sem bestu lífsskilyrði í heiminum eru. Öll norrænu ríkin eru meðal þeirra fimmtán landa þar sem best er að búa, Svíar í fimmta sæti, Finnar í ellefta og Danir í fimmtánda. 9.11.2006 15:00
Forsætisráðherra Ísraels segir árásina tæknileg mistök Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, sagði í dag að árásin sem gerð var á Gaza-svæðið í gær, hefði verið tæknileg mistök hjá stórskotaliðinu. Átján óbreyttir borgarar féllu í árásinni, þar á meðal mörg börn. 9.11.2006 14:56
Tveimur kjarnorkueldflaugum skotið í dag Kalda stríðinu kann að vera lokið, en kjarnorkuveldin vilja þó vera viss um að þau geti ennþá sprengt hvert annað í loft upp, ef svo ber undir 9.11.2006 14:45
Forseti íslands ávarpar ráðstefnu Special Olympics Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, mun á morgun flytja ávarp á ráðstefnu í New York á vettvangi Sameinuðu þjóðanna um málefni Special Olympics og fyrirhugaða heimsleika samtakanna í Shanghai í Kína haustið 2007. 9.11.2006 14:37
Hamas hikar við árásir á Ísrael Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ræddi í dag í síma við Khaled Mashaal, hinn útlæga leiðtoga Hamas-samtakanna. Embættismenn segja að þetta sé vísbending um að þeir séu nálægt því að ná samkomulagi um þjóðstjórn. 9.11.2006 14:09
Búist við ofsaveðri á sunnanverðu landinu í fyrramálið Gera má ráð fyrir ofsaveðri vestan til á Suðurlandi og við sunnanverðan Faxaflóa og hugsanlega höfuðborginni í fyrramálið. Hvasst verður í nótt en hið eiginlega ofsaveður skellur á um kl. 5 en uppúr hádegi fer að lægja þó hvasst verði fram eftir öllum degi. Má búast við vindhraða á bilinu 20-33 m/s á þessu svæði og að vindhviður nái um eða yfir 50 m/s í fjöllóttu landslagi. 9.11.2006 14:05
Samþykkt að leita eftir tillögum að frístundakorti Borgarráð samþykki á fundi sínum í morgun að fela Íþrótta- og tómstundaráði og ÍTR að vinna tillögur að svokölluðu frístundakorti vegna þátttöku barna og unglinga á aldrinum 6-18 ára í æskulýðs, íþrótta- og menningarstarfi í borginni. 9.11.2006 13:48
Feðradagur á Íslandi í fyrsta sinn á sunnudag Feðradagurinn verður í fyrsta sinn haldinn hér á landi á sunnudaginn kemur. Sama dag verður haldin ráðstefna á vegum félagsmálaráðuneytisins, Jafnréttisstofu og Féalgs ábyrgra feðra á Nordica-hótelinu þar sem fjallað verður um feður í samfélagi nútímans og mikla þátttöku feðra á Íslandi í fæðingarorlofi, en fram hefur komið að um 90 prósent feðra nýta sér sitt orlof. 9.11.2006 13:35
Nýtt afbrigði af blátunguveirunni greinist á Sardiníu Áður óþekkt afbrigði af blátunguveirunni sem veldur sjúkdómi í dýrum hefur fundist á ítölsku eyjunni Sardiníu og hefur 20 kílómetra varnarsvæði verið lokað af í kringum þar sem veiran fannst. Evrópuráðið tilkynnti í dag að veiran hefði greinst á mánudag og að hún hefði líklega borist til Evrópu með skordýrum. Hún hefur ekki áður fundist í Evrópu. 9.11.2006 13:00
Bílainnflutningur dregst hratt saman Bílainnflutningur hefur dregist hratt saman síðustu vikurnar og voru innan við þúsund nýir fólksbílar skráðir hér á landi í síðasta mánuði. Það er langt innan við meðaltal síðustu missera. 9.11.2006 12:30
Embættisafglöp ráðamanna Forstöðumaður Miðstöðvar heilsuverndar barna sakar ráðamenn um embættisafglöp í sölu á Heilsuverndarstöðinni við Barónsstíg og segir ferlið allt glórulaust. 9.11.2006 12:20
Fórnarlömb árása Ísraels borin til grafar Tugþúsundir Palestínumanna fylgdu fórnarlömbum árásar Ísraela í Beit Hanoun í fyrrinótt til grafar í morgun. Átján manns létust í árásinni, þar á meðal fjölmargar konur og börn. Yfir höfðum syrgjenda sveimuðu ómannaðar ísraelskar eftirlitsflugvélar. 9.11.2006 12:19
Umræðan ekki „kosningabrella“ hjá Frjálslyndum Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins segir niðurstöður í skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi flokkanna ekki koma á óvart. Hann segir Frjálslynda hafa fundið fyrir miklum meðbyr síðustu daga. Þá segir hann ekki um „kosningabrellu“ að ræða, frjálslyndir hafi einfaldlega talað máli stórs hluta þjóðarinnar í málefnum innflytjenda. Í könnunninni mælist Frjálslyndi flokkurinn með ellefu prósenta fylgi og er það mesta fylgi sem hann hefur fengið til þessa. 9.11.2006 12:06
Ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjanna Þótt Donald Rumsfeld hafi látið af embætti varnarmálaráðherra og Robert Gates, fyrrverandi yfirmaður leyniþjónustunnar CIA, komið í stað hans er ekki búist við róttækum breytingum á stefnu Bandaríkjamanna í Írak. 9.11.2006 12:00
Líðan fólks sem bjargað var úr eldsvoða óbreytt Líðan mannsins og konunnar sem bjargað var úr eldsvoða í Ferjubakka í Reykjavík í fyrradag er óbreytt. Þeim er haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans. Konan, sem ofbeldismaður stakk með hnífi og kveikti í heimili hennar á Húsavík, er á batavegi. Hún var útskrifuð af gjörgæslu í fyrradag og er nú á almennri deild. 9.11.2006 11:52
Nýr og betri Vísir.is Nýr, öflugri og stílhreinni Vísir.is birtist landsmönnum í dag eftir gagngera endurskoðun á uppbyggingu, útliti og innihaldi. Stóraukin áhersla er á almennan fréttaflutning, íþrótta- og viðskiptafréttir. Að baki fréttahluta Vísis er 60 manna fréttastofa NFS auk Fréttablaðsins en að jafnaði hafa um tíu þrautreyndir fréttamenn það meginhlutverk að skrifa fréttir á Vísi. Fréttir birtast bæði í textaformi og sem sjónvarpsinnslög sem hægt er að sjá og heyra á netinu. 9.11.2006 11:38
Um 500 hafa kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík Tæplega 500 manns hafa kosið utan kjörfundar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fram fer á laugardaginn kemur. Þetta kemur fram á heimasíðu flokksins. Fimmtán sækjast eftir sæti á lista flokksins, þar á meðal allir átta núverandi þingmenn flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. 9.11.2006 11:24
Risarán í Smálöndum Ræningjar sprengdu brynvarðan peningaflutningabíl frá Securitas fyrir utan bankaútibú Svebank í Rydaholm í Smálöndunum um áttaleytið í morgun. Sænskir fjölmiðlar segja ránið eitt það stærsta í ár og lögreglan leitar nú tveggja grímuklæddra og að því er virðist þaulskipulagðra ræningja. 9.11.2006 11:15
Undirritaði tvísköttunarsamning við Úkraínu Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra undirritaði í gær tvísköttunarsamning við Úkraínu ásamt Mykola Azarov, fjármálaráðherra landsins, en Valgerður hefur verið í opinberri heimsókn í Úkraínu undanfarna daga. 9.11.2006 11:12
Hækkað öryggisstig vegna bréfs sem sumir segja „augljóst gabb“ Indverjar hækkuðu öryggisstig á sex flugvöllum í morgun eftir að nafnlaust hótunarbréf varaði við árásum Al kaída á sex flugvelli á SA-Indlandi. Ýmsir öryggisstarfsmenn segja bréfið „augljóst gabb“ og nefna fyrir því nokkur rök en flugvallaryfirvöld taka enga áhættu. Flugvallarstarfsmaður í Tamil Nadu fann bréfið í gær. 9.11.2006 11:10
Íhuga kosti við að vinna saman Sameinuðu þjóðirnar íhuga að blanda saman sveitum Sameinuðu þjóðanna í Darfur-héraði og sveitum Afríkusambandsins. Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna í Darfur-héraði í Súdan hafa mætt mikilli andstöðu. Sveitir Afríkusambandsins hafa takmarkað fjármagn og eru illa útbúnar. Sameinaðar sveitir gætu nýtt styrkleika beggja og náð þannig betri árangri. 8.11.2006 23:39
Ungir fjölmenntu á kjörstaði Fjöldi ungra Bandaríkjamanna sem mætti á kjörstaði í gær hefur ekki verið meiri í tuttugu ár. Í kringum 24% kosningabærra Bandaríkjamanna undir þrítugu kaus í þingkosningunum í gær. Talið er að þróun mála í Írak hafi ýtt á hópinn að kjósa og tryggja Demókrötum meirihluta á þingi. 8.11.2006 23:01
Komast leiðar sinnar með stolið norskt vegabréf Norðmenn eru uggandi yfir þeirri þróun að sífellt fleiri séu stöðvaðir við vegabréfaeftirlit með falsað norskt vegabréf. Fréttavefur Aftenposten í Noregi greinir frá því að hjá Interpol séu tilkynningar um 130.000 norsk vegabréf sem er saknað. Alls eru 12 milljón stolin vegabréf á skrá hjá Interpol. Haft er eftir yfirmanni hjá lögreglunni í Noregi að stolin norsk vegabréf séu vinsæl erlendis. 8.11.2006 22:24
Rumsfeld taldi gott fyrir alla að hann léti af embætti Donald Rumsfeld, fráfarandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í gær hluta ástæðunnar fyrir því að hann ákvað að segja af sér. 8.11.2006 22:00
Vatíkanið fordæmir Gleðigöngu samkynhneigðra Vatíkanið hefur fordæmt Gleðigöngu samkynhneigðra sem halda á í Jerúsalem í Ísrael á föstudaginn kemur. Vatíkanið telur gönguna særandi í garð trúaðra og hvetur yfirvöld í Ísrael til að koma í veg fyrir gönguna. 8.11.2006 21:20