Fleiri fréttir Ekkert liggur fyrir um afsögn Guðna Halldór Ásgrímsson hefur ákveðið að segja af sér sem forsætisráðherra en Geir H. Haarde tekur við forsætisráðherraembættinu. Hann situr áfram sem formaður Framsóknarflokksins fram á haust. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ekkert liggja fyrir um afsögn sína. 6.6.2006 08:07 Eitt hundrað börn á biðlista BUGL Börn sem þurfa að komast á barna- og unglingageðdeild mega sætta sig við að bíða í heilt ár. Um eitt hundrað börn eru á biðlista eftir að komast á göngudeild. 5.6.2006 22:47 Undarlegur ölvunarakstur Fyrsta stóra ferðahelgin hefur gengið vel fyrir sig það sem af er. Lögregluþjónar í Rangárþingi þurftu þó að reyna verulega á sig um helgina þegar þeir hugðust stöðva mann á dráttarvél sem þeir höfðu grunaðan um að aka undir áhrifum. 5.6.2006 22:39 Klónað múldýrakyn á verðlaunapalli Tvö klónuð múldýr voru í fyrsta og öðru sæti á árlegum múldýraveðreiðum í Nevada í Bandaríkjunum um helgina. Múldýrin tvö eru bræður. 5.6.2006 20:30 Halldór tilkynnir ákvörðun sína klukkan níu Halldór Ásgrímsson hefur boðað til blaðamannafundar í bústað forsætisráðherra á Þingvöllum klukkan níu í kvöld. Álitið er að á fundinum muni hann tilkynna ákvörðun um pólitíska framtíð sína. Sýnt verður beint frá fundinum á NFS klukkan níu. 5.6.2006 20:14 Eftirlit með utanvegaakstri úr lofti Þeir sem stunda utanvegaakstur geta átt von á eftirliti úr lofti en lögreglan og Landhelgisgæslan hafa tekið höndum saman um að stemma stigu við slíkum akstri. Nokkrir brotlegir voru bókaðir af lögreglunni um helgina og geta átt von á sektum. 5.6.2006 20:14 Dveljast á Íslandi mánuðum saman án þess að fá skólavist Dæmi eru um að börn frá Austur-Evrópu dveljist hér mánuðum saman án þess að fá skólavist, þó að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveði á um skýlausan rétt þeirra til að ganga í skóla. Enn hefur ekki reynt á hvort börnum, sem hér dveljast án lögheimilis, yrði synjað um skólavist. 5.6.2006 20:00 The Sun grefur upp klámmyndir af Heather Mills McCartney Breska dagblaðið The Sun birtir í dag svæsnar klámmyndir af Heather McCartney, fyrrverandi eiginkonu bítilsins fræga. Myndirnar eru teknar löngu áður en hún kynntist Sir Paul McCartney. 5.6.2006 20:00 Tískusýning á pokakjólum Hvenær sáuð þið síðast kjóla úr kartöflupokum, bónuspokum eða ruslapokum? Þetta er meðal þess sem getur að líta á tískusýningu í Gúttó í Hafnarfirði klukkan átta annað kvöld. 5.6.2006 19:34 Nýjar fjöldagrafir fundnar í Írak Átján nýjar fjöldagrafir, frá stjórnartíð Saddams Hussein, hafa fundist í Írak. Líklegt er talið að í þeim séu fórnarlömb sjíta-múslima sem Saddam lét myrða. Grafirnar fundust í eyðimörkinni í suðvesturhluta landsins. Talið er að þær séu frá því sjíamúslimar gerðu uppreisn gegn Saddam árið 1991. Í annarri gröfinni hafa fundist líkamsleifar tuttugu og átta karlmanna á aldrinum 20 til 35 ára. Hendur þeirra hafa verið bundnar fyrir aftan bak, og það hefur verið bundið fyrir augu þeirra, áður en þeir voru skotnir. Réttarlæknar sem eru að grafa upp beinagrindurnar hafa einnig fundið mikið magn af skothyklkjum og byssukúlum. Aðeins er búið að grafa upp eina af fjöldagröfunum átján, enn sem komið er. Hinar verða opnaðar ein af annarri, á næstu misserum. Talið er að yfir eitthundrað og áttatíu þúsund shía múslimar hafi verið myrtir árið 1991, þegar þeir gerðu uppreisn gegn forsetanum, í kjölfar fyrra persaflóastríðsins. 5.6.2006 19:12 Stakk lögregluna af á sundi í Rangá Bóndi nokkur um fimmtugt reyndi allverulega á krafta lögreglunnar í Rangárþingi um helgina. Hann hafði verið við gleðskap á skemmtistað á Hellu en þanngað hafði hann komið akandi á dráttarvél. Eftir að hafa setið þar nokkra stund að sumbli ákvað hann að halda heim á bæ sinn milli Hellu og Hvolsvallar en á miðri ferð sinni hitti hann fyrir lögreglumenn sem grunuðu hann um ölvun. Lögreglan gaf manninum merki um að stöðva faratæki sitt en hann hélt nú ekki heldur lagði til árásar með ámoksturstækjunum á traktornum. Bóndinn hljóp svo út úr dráttarvélinni og bárust leikar hans og lögreglu um mela og móa sveitarinnar. Þegar komið var að bökkum Rangár skipti svo engum togum að lagði maðurinn til sunds og misstu laganna verðir þar augun af honum. Þeir fóru fljótlega óttast um hann og kölluðu út björgunarsveitarmenn sem komu samstundis og fínkembdu svæðið en án árangurs. Seinnihluta nætur gaf sá grunaði sig þó fram við lögreglu og var tekin blóðprufa úr honum. 5.6.2006 19:02 Efnahagshorfurnar neikvæðar Matsfyrirtækið Standard og Poor´s hefur breytt mati á efnahagshorfum á Íslandi úr stöðugum í neikvæðar. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir þetta staðfestingu á því að ríkisstjórnin verði að ganga í lið með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólgudrauginn. 5.6.2006 18:54 Framsókn fundar um forystu í flokknum Landsstjórn og þingflokkur Framsóknarmanna hittast í kvöld til að freista þess að ná sáttum um forystu í flokknum. Að minnsta kosti fjögur framsóknarfélög hafa skorað á Guðna Ágústsson, varaformann flokksins, að taka við formannssætinu við brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar. Talið er hins vegar líklegt að Halldór Ásgrímsson endurskoði ákvörðun sína um að hætta hverfi Guðni ekki af sviðinu á sama tíma og hann. 5.6.2006 18:45 Fjársvelti Hafró veldur ónógum rannsóknum á loðnunni Veita þarf meira fjármagni til Hafrannsóknastofnunar til þess að betur megi standa að rannsóknum á loðnustofninum. Bágt ástand þorskstofnsins er ekki eingöngu tilkomið vegna ofveiði á þorski, heldur er ein ástæðan ofveiði á loðnunni. Þetta segja þingmenn stjórnarandstöðu sem sitja í sjávarútvegsnefnd. 5.6.2006 18:44 Andstæðingur Chavez forseti í Perú Svarinn andstæðingur Hugos Chavez sigraði í forsetakosningum í Perú í gær. Hann segist ætla að bæta fyrir fyrri forsetatíð sína, þegar verðbólga rauk upp og landið rambaði á barmi gjaldþrots. 5.6.2006 16:14 Mikil bið á barna- og unglingageðdeild Börn sem þurfa að komast á barna- og unglingageðdeild mega sætta sig við að bíða í heilt ár. Um eitt hundrað börn eru á biðlista eftir að komast á göngudeild. 5.6.2006 15:53 Einkaframkvæmd ekki hagkvæmari við Sundabraut Ríkisendurskoðun segir engin sérstök rök mæla með því að einkaaðilar, frekar en ríki, taki að sér vegaframkvæmdir á borð við Sundabraut, þar sem lítil óvissa er um verkið sjálft eða kostnað. Ríkisendurskoðun telur ekki hægt að skilgreina Hvalfjarðargöngin sem hreina einkafamkvæmd, enda hafi opinberir aðilar staðið að baki hlutafélaginu Speli og telur stofnunin heldur ekki að einkaframkvæmd hefði skilað betri árangri. 5.6.2006 15:40 Ráðist inn í sjónvarpsstöð í Palestínu Byssumenn Hamas samtakanna ruddust í dag inn í sjónvarpsstöð Palestíinu manna, á Gaza svæðinu, og brutu þar allt og brömluðu. Talið er að um fimmtán manns hafi verið í innrásarliðinu. Þegar þeir spörkuðu starfsfólkinu út öskruðu þeir þeið eru svikarar , þið eruð hlutdræg, þið eruð óþverrar. 5.6.2006 15:00 Olíuverð á heimsmarkaði í uppnámi Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp í morgun, eftir að æðsti leiðtogi Írana ýjaði að því í gær að röng nálgun Bandaríkjamanna í kjarnorkudeilunni gæti haft áhrif á olíuframboð. Tunnan af hráolíu var komin yfir sjötíu og þrjá dollara í Bandaríkjunum í morgun. 5.6.2006 13:00 Prime Minister to Resign? 5.6.2006 12:35 Af og frá að lækka aflahlutfallið fyrir næsta fiskveiðiár Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir af og frá að aflahlutfallið verði lækkað fyrir næsta fiskveiðiár. Hann afskrifar þó ekki breytingar á aflareglunni en segir að ekki megi rasa um ráð fram, slíkar breytingar taki tíma þar sem um gríðarmikla hagsmuni sé að ræða fyrir íslensku þjóðina. 5.6.2006 12:24 Sjálfstæðisflokkurinn og Samherjar áfram við völd Sjálfstæðisflokkurinn og Samherjar hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfi um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra kjörtímabilið 2006-2010. Á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á menntamál, málefni eldri borgara, umhverfismál, fjölskylduvænt samfélag, markaðssetningu sveitarfélagsins, atvinnumál, ábyrga fjármálastjórn, ferða- og samgöngumál. 5.6.2006 12:23 Sparisjóður Siglufjarðar tekur yfir reksturinn Glitnir hefur ákveðið að hjætta rekstri útibús á Siglufirði og hefur tekist samkomulag um að Sparisjóður Siglufjarðar kaupi og taki yfir rekstur útibúsins. Markmiðiði er að tryggja viðskiptavinum á Siglufirði áframhaldandi þjónustu í heimabæ en Glitnir telur ljóst að ekki sé rekstrarlegur grundvöllur fyrir tvær fjármálastofnanir í bænum. 5.6.2006 11:57 Íhuga málaferli Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Trópík íhuga höfða mál á hendur þeim sem ábyrgir eru en ekki fékkst skemmtanaleyfi fyrir tónleikana sem vera áttu í kvöld. Hátíðin hefur verið færð á skemmtistaðinn Nasa við Austurvöll þar sem tónleikar munu fara fram í kvöld. 4.6.2006 18:53 Hvítasunnan haldin hátíðleg víða um land Kristnir menn halda Hvítasunnuna hátíðlega í dag og voru bekkir víða þéttsetnir í kirkjum landsins í dag. Hvítasunnan er þriðja stórhátíð kristninnar og með henni lýkur pásktatímanum. 4.6.2006 18:51 Skerðing kvóta ekki lausnin heldur strangara eftirlit Framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna segir að besta ráðið til að byggja upp þorskstofninn sé ekki að skerða aflaheimildir heldur að hafa meira eftirlit með veiðunum. 4.6.2006 18:00 Hvalfjarðargöngin enn lokuð, óvíst hvenær opnar á ný Hvalfjarðargöngin eru enn lokuð vegna þriggja bíla áreksturs niðri í göngunum rétt um klukkan hálffimm. Níu manns voru í bílunum og voru allir fluttir á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss til rannsókna en slys á fólki eru ekki talin alvarleg. Bílarnir eru töluvert skemmdir og þarf að fjarlægja þá með kranabíl. Þetta gæti tekið nokkurn tíma og því óvíst hvenær göngin verða opnuð á ný. 4.6.2006 17:57 Hvalfjarðargöng lokuð vegna áreksturs þriggja bíla Þrír bílar lentu saman í Hvalfjarðargöngum nú rétt í þessu. Göngin eru lokuð um óákveðinn tíma og er fólki bent á að aka Hvalfjörðinn í staðinn. Lögreglan er á leiðinni á staðinn og hefur ekki frekari upplýsingar um slys á fólki né annað en við flytjum frekari fréttir um leið og þær berast. 4.6.2006 16:35 Keflavík "óhreinn" flugvöllur Evrópusambandið skilgreinir Keflavíkurflugvöll sem "óhreinan" flugvöll. Flugvélar sem fara héðan eru á tveimur evrópskum flugvöllum afgreiddar eins og þær séu að koma í fyrsta sinn inná Schengen svæðið. 4.6.2006 16:00 Skíðalandsliðið við æfingar fram í júní Skíðalandslið Íslands í alpagreinum er nú við æfingar á skíðasvæðinu í Tindastóli við fyrirtaks snjóaðstæður og blíðskaparveður. Þetta er í fyrsta skipti sem opið er í Tindastóli í maí og júní en gera má ráð fyrir að nú sé skíðatíðin nú á enda eftir langa og góða skíðavertíð en alls var opið 120 daga á skíðasvæðinu. 4.6.2006 14:45 Stakk lögguna af á sundi Lögreglumenn frá Hvolsvelli lentu í óvenjulegri eftirför þegar þeir vildu ná tali af manni sem var á ferð á dráttarvél eftir Oddavegi og virtist vera undir áhrifum áfengis. Hann tók á rás yfir mýrar og móa og löggan á eftir og þegar kom að Ytri-Rangá, til móts við bæinn Bjólu, óð maðurinn út í og synti niður eftir ánni þegar lögreglumenn óðu á eftir honum. 4.6.2006 14:30 Samskip sameinast dótturfélögum sínum Í haust verður öll flutningastarfsemi Samskipa sameinuð undir nafni Samskipa. Þetta var tilkynnt í Rotterdam þegar félagið veitti viðtöku tveimur spánýjum sérsmíðuðum flutningaskipum. 4.6.2006 14:00 Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju Kristnir menn halda Hvítasunnuna hátíðlega í dag. Sr.Sigurður Pálsson predikaði í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju í morgun. Sr. Sigurður mun brátt láta af störfum sem sóknarprestur og í hans stað kemur sr. Jón Dalbú. Þá söng mótettukórinn söng undir stjórn Harðar Áskelssonar organista. Hvítasunnan er þriðja stórhátíð kristninnar og með henni lýkur pástatímanum. Koma heilags anda í kirkju Krists er minnst en dagurinn er stofndagur kirkjunnar. 4.6.2006 13:30 Íranar tilbúnir til viðræðna Íranar eru tilbúnir til viðræðna um kjarnorkuáætlanir sínar en segja Bandaríkjamenn ekki setja skilyrðin. Forseti landsins segir Írana aldrei munu gefa upp rétt sinn til að auðga úran. Forsetinn sagði þó í gær að Íranar myndu athuga og íhuga vel þau tilboð sem kæmu frá fulltrúm þeirra fimm ríkja sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 4.6.2006 13:00 Brutust inn í gufuna á Laugarvatni Tveir piltar brutust inn í gufubaðið á Laugarvatni í fyrrinótt og stálu þaðan peningum og brutust síðan inn í garðverkfærageymslu Menntaskólans og höfðu á brott með sér eitthvað af verkfærum. Náðist til strákanna í gær og telst málið nú að fullu upplýst. 4.6.2006 12:45 Fjöltyngd söngkeppni í Hafnarfirði Það er ekki hver sem er sem hættir sér í að syngja á öðru tungumálinu en móðurmálinu - og ekki á ensku. Á Cantare, söngkeppni hinna mörgu tungumála, var þetta hins vegar ófrávíkjanleg regla. Söngkeppnin var haldin í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gærkvöld. 4.6.2006 12:30 Guðni þarf að segja af sér eigi Finnur að verða formaður. Framsóknarmenn geta ekki gengið framhjá Guðna Ágússtssyni varaformanni flokksins, -og gert Finn Ingólfsson að formanni næsta föstudag, -nema Guðni segi af sér varaformennsku. Finnur útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin, -verði til hans leitað, en Guðni segir stöðu sína hins vegar sterka. 4.6.2006 12:21 Minningarathöfn á Torgi hins himneska friðar Fjöldi lögreglumanna stóð vaktina á Torgi hins himneska friðar í Peking, höfuðborg Kína í dag. Sautján ár eru síðan herinn lét til skarar skríða gegn námsmönnum á torginu sem kröfðust lýðræðis í landinu. Hundruð, jafnvel þúsundir námsmanna féllu í slagnum. 4.6.2006 11:30 Hægrimenn sigruðu í þingkosningum í Tékklandi Hægrimenn sigruðu í þingkosningum í Tékklandi sem fram fóru í gær með rúmlega 35 prósent atkvæða. Jafnaðarmannaflokkurinn sem þótti sigurstranglegastur fyrir kosningarnar fékk rúmlega 32 prósent. Þrír aðrir flokkar fengu yfir fimm prósenta fylgi, sem var skilyrði fyrir því að flokkarnir fengju þingmenn. 4.6.2006 11:15 Svartfjallaland orðið sjálfstætt ríki Svartfellingar lýstu í gærkvöld yfir sjálfstæði landsins eftir að þingið samþykkti samhljóða tillögu þess efnis í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu nýlega. Ranko Krivokapic, forseti svartfellska þingsins, las upp yfirlýsinguna og sagði að með þessu væri ríkjasambandi við Serbíu formlega slitið. 4.6.2006 11:00 Utanvegaökumenn sektaðir eftir þyrlueftirlit Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlitsflug yfir hálendinu til að fylgjast með hugsanlegum utanvegaakstri á Hengilssvæði, Hellisheiði og hálendinu upp af Árnessýslu. Átta ökumenn mótorkrosshjóla voru í kjölfarið sektaðir fyrir að aka utan vega á Hengilssvæðinu og tveir jeppar voru stöðvaðir utan vega við Hagavatn. 4.6.2006 10:01 Reykjavík Trópík flutt á Nasa í kvöld Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Trópík í dag verður flutt á Nasa vegna þess að ekki fékkst skemmtanaleyfi fyrir Hvítasunnudaginn í risatjaldinu á háskólaplaninu. Hljómsveitin Sleater Kinney sem spila átti á Nasa hefur af þeim sökum verið innlimuð í tónleikadagskrá Trópík en miðar á þá tónleika gilda eftir sem áður. 4.6.2006 09:20 Guðni útilokar ekki afsögn Guðni Ágústsson segir það koma í ljós í næstu viku hvort hann haldi áfram sem varaformaður Framsóknarflokksins. ,,Við skulum sjá hvað gerist,'' segir hann aðspurður um hvort breytingar verði gerðar á ríkisstjórninni. 3.6.2006 20:33 Metfjöldi á Hvannadalshnjúk Metfjöldi fjallgöngumanna mun hafa náð hæsta tindi Íslands í dag. Að mati Ferðafélags Íslands hafa alls um 300 manns horft yfir Öræfasveitina og Vatnajökulinn ofan af Hvannadalshnjúknum í dag. Þar af voru 132 í för með Ferðafélaginu sem eru mun fleiri en í fyrra. 3.6.2006 20:29 Manneskjubókasafn í Hafnarfirðinum Kynlífsfíkill, ungur stjórnmálamaður, múslimi og innflytjandi voru meðal þeirra einstaklingar sem hægt var að fá lánaða í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði í dag. Tilgangur útleigunnar er að upplýsa fólk og koma í veg fyrir fordóma. 3.6.2006 18:51 Sjá næstu 50 fréttir
Ekkert liggur fyrir um afsögn Guðna Halldór Ásgrímsson hefur ákveðið að segja af sér sem forsætisráðherra en Geir H. Haarde tekur við forsætisráðherraembættinu. Hann situr áfram sem formaður Framsóknarflokksins fram á haust. Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir ekkert liggja fyrir um afsögn sína. 6.6.2006 08:07
Eitt hundrað börn á biðlista BUGL Börn sem þurfa að komast á barna- og unglingageðdeild mega sætta sig við að bíða í heilt ár. Um eitt hundrað börn eru á biðlista eftir að komast á göngudeild. 5.6.2006 22:47
Undarlegur ölvunarakstur Fyrsta stóra ferðahelgin hefur gengið vel fyrir sig það sem af er. Lögregluþjónar í Rangárþingi þurftu þó að reyna verulega á sig um helgina þegar þeir hugðust stöðva mann á dráttarvél sem þeir höfðu grunaðan um að aka undir áhrifum. 5.6.2006 22:39
Klónað múldýrakyn á verðlaunapalli Tvö klónuð múldýr voru í fyrsta og öðru sæti á árlegum múldýraveðreiðum í Nevada í Bandaríkjunum um helgina. Múldýrin tvö eru bræður. 5.6.2006 20:30
Halldór tilkynnir ákvörðun sína klukkan níu Halldór Ásgrímsson hefur boðað til blaðamannafundar í bústað forsætisráðherra á Þingvöllum klukkan níu í kvöld. Álitið er að á fundinum muni hann tilkynna ákvörðun um pólitíska framtíð sína. Sýnt verður beint frá fundinum á NFS klukkan níu. 5.6.2006 20:14
Eftirlit með utanvegaakstri úr lofti Þeir sem stunda utanvegaakstur geta átt von á eftirliti úr lofti en lögreglan og Landhelgisgæslan hafa tekið höndum saman um að stemma stigu við slíkum akstri. Nokkrir brotlegir voru bókaðir af lögreglunni um helgina og geta átt von á sektum. 5.6.2006 20:14
Dveljast á Íslandi mánuðum saman án þess að fá skólavist Dæmi eru um að börn frá Austur-Evrópu dveljist hér mánuðum saman án þess að fá skólavist, þó að barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna kveði á um skýlausan rétt þeirra til að ganga í skóla. Enn hefur ekki reynt á hvort börnum, sem hér dveljast án lögheimilis, yrði synjað um skólavist. 5.6.2006 20:00
The Sun grefur upp klámmyndir af Heather Mills McCartney Breska dagblaðið The Sun birtir í dag svæsnar klámmyndir af Heather McCartney, fyrrverandi eiginkonu bítilsins fræga. Myndirnar eru teknar löngu áður en hún kynntist Sir Paul McCartney. 5.6.2006 20:00
Tískusýning á pokakjólum Hvenær sáuð þið síðast kjóla úr kartöflupokum, bónuspokum eða ruslapokum? Þetta er meðal þess sem getur að líta á tískusýningu í Gúttó í Hafnarfirði klukkan átta annað kvöld. 5.6.2006 19:34
Nýjar fjöldagrafir fundnar í Írak Átján nýjar fjöldagrafir, frá stjórnartíð Saddams Hussein, hafa fundist í Írak. Líklegt er talið að í þeim séu fórnarlömb sjíta-múslima sem Saddam lét myrða. Grafirnar fundust í eyðimörkinni í suðvesturhluta landsins. Talið er að þær séu frá því sjíamúslimar gerðu uppreisn gegn Saddam árið 1991. Í annarri gröfinni hafa fundist líkamsleifar tuttugu og átta karlmanna á aldrinum 20 til 35 ára. Hendur þeirra hafa verið bundnar fyrir aftan bak, og það hefur verið bundið fyrir augu þeirra, áður en þeir voru skotnir. Réttarlæknar sem eru að grafa upp beinagrindurnar hafa einnig fundið mikið magn af skothyklkjum og byssukúlum. Aðeins er búið að grafa upp eina af fjöldagröfunum átján, enn sem komið er. Hinar verða opnaðar ein af annarri, á næstu misserum. Talið er að yfir eitthundrað og áttatíu þúsund shía múslimar hafi verið myrtir árið 1991, þegar þeir gerðu uppreisn gegn forsetanum, í kjölfar fyrra persaflóastríðsins. 5.6.2006 19:12
Stakk lögregluna af á sundi í Rangá Bóndi nokkur um fimmtugt reyndi allverulega á krafta lögreglunnar í Rangárþingi um helgina. Hann hafði verið við gleðskap á skemmtistað á Hellu en þanngað hafði hann komið akandi á dráttarvél. Eftir að hafa setið þar nokkra stund að sumbli ákvað hann að halda heim á bæ sinn milli Hellu og Hvolsvallar en á miðri ferð sinni hitti hann fyrir lögreglumenn sem grunuðu hann um ölvun. Lögreglan gaf manninum merki um að stöðva faratæki sitt en hann hélt nú ekki heldur lagði til árásar með ámoksturstækjunum á traktornum. Bóndinn hljóp svo út úr dráttarvélinni og bárust leikar hans og lögreglu um mela og móa sveitarinnar. Þegar komið var að bökkum Rangár skipti svo engum togum að lagði maðurinn til sunds og misstu laganna verðir þar augun af honum. Þeir fóru fljótlega óttast um hann og kölluðu út björgunarsveitarmenn sem komu samstundis og fínkembdu svæðið en án árangurs. Seinnihluta nætur gaf sá grunaði sig þó fram við lögreglu og var tekin blóðprufa úr honum. 5.6.2006 19:02
Efnahagshorfurnar neikvæðar Matsfyrirtækið Standard og Poor´s hefur breytt mati á efnahagshorfum á Íslandi úr stöðugum í neikvæðar. Forstöðumaður Hagfræðistofnunar segir þetta staðfestingu á því að ríkisstjórnin verði að ganga í lið með Seðlabankanum í baráttunni við verðbólgudrauginn. 5.6.2006 18:54
Framsókn fundar um forystu í flokknum Landsstjórn og þingflokkur Framsóknarmanna hittast í kvöld til að freista þess að ná sáttum um forystu í flokknum. Að minnsta kosti fjögur framsóknarfélög hafa skorað á Guðna Ágústsson, varaformann flokksins, að taka við formannssætinu við brotthvarf Halldórs Ásgrímssonar. Talið er hins vegar líklegt að Halldór Ásgrímsson endurskoði ákvörðun sína um að hætta hverfi Guðni ekki af sviðinu á sama tíma og hann. 5.6.2006 18:45
Fjársvelti Hafró veldur ónógum rannsóknum á loðnunni Veita þarf meira fjármagni til Hafrannsóknastofnunar til þess að betur megi standa að rannsóknum á loðnustofninum. Bágt ástand þorskstofnsins er ekki eingöngu tilkomið vegna ofveiði á þorski, heldur er ein ástæðan ofveiði á loðnunni. Þetta segja þingmenn stjórnarandstöðu sem sitja í sjávarútvegsnefnd. 5.6.2006 18:44
Andstæðingur Chavez forseti í Perú Svarinn andstæðingur Hugos Chavez sigraði í forsetakosningum í Perú í gær. Hann segist ætla að bæta fyrir fyrri forsetatíð sína, þegar verðbólga rauk upp og landið rambaði á barmi gjaldþrots. 5.6.2006 16:14
Mikil bið á barna- og unglingageðdeild Börn sem þurfa að komast á barna- og unglingageðdeild mega sætta sig við að bíða í heilt ár. Um eitt hundrað börn eru á biðlista eftir að komast á göngudeild. 5.6.2006 15:53
Einkaframkvæmd ekki hagkvæmari við Sundabraut Ríkisendurskoðun segir engin sérstök rök mæla með því að einkaaðilar, frekar en ríki, taki að sér vegaframkvæmdir á borð við Sundabraut, þar sem lítil óvissa er um verkið sjálft eða kostnað. Ríkisendurskoðun telur ekki hægt að skilgreina Hvalfjarðargöngin sem hreina einkafamkvæmd, enda hafi opinberir aðilar staðið að baki hlutafélaginu Speli og telur stofnunin heldur ekki að einkaframkvæmd hefði skilað betri árangri. 5.6.2006 15:40
Ráðist inn í sjónvarpsstöð í Palestínu Byssumenn Hamas samtakanna ruddust í dag inn í sjónvarpsstöð Palestíinu manna, á Gaza svæðinu, og brutu þar allt og brömluðu. Talið er að um fimmtán manns hafi verið í innrásarliðinu. Þegar þeir spörkuðu starfsfólkinu út öskruðu þeir þeið eru svikarar , þið eruð hlutdræg, þið eruð óþverrar. 5.6.2006 15:00
Olíuverð á heimsmarkaði í uppnámi Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk upp í morgun, eftir að æðsti leiðtogi Írana ýjaði að því í gær að röng nálgun Bandaríkjamanna í kjarnorkudeilunni gæti haft áhrif á olíuframboð. Tunnan af hráolíu var komin yfir sjötíu og þrjá dollara í Bandaríkjunum í morgun. 5.6.2006 13:00
Af og frá að lækka aflahlutfallið fyrir næsta fiskveiðiár Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra segir af og frá að aflahlutfallið verði lækkað fyrir næsta fiskveiðiár. Hann afskrifar þó ekki breytingar á aflareglunni en segir að ekki megi rasa um ráð fram, slíkar breytingar taki tíma þar sem um gríðarmikla hagsmuni sé að ræða fyrir íslensku þjóðina. 5.6.2006 12:24
Sjálfstæðisflokkurinn og Samherjar áfram við völd Sjálfstæðisflokkurinn og Samherjar hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfi um stjórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra kjörtímabilið 2006-2010. Á kjörtímabilinu verður lögð áhersla á menntamál, málefni eldri borgara, umhverfismál, fjölskylduvænt samfélag, markaðssetningu sveitarfélagsins, atvinnumál, ábyrga fjármálastjórn, ferða- og samgöngumál. 5.6.2006 12:23
Sparisjóður Siglufjarðar tekur yfir reksturinn Glitnir hefur ákveðið að hjætta rekstri útibús á Siglufirði og hefur tekist samkomulag um að Sparisjóður Siglufjarðar kaupi og taki yfir rekstur útibúsins. Markmiðiði er að tryggja viðskiptavinum á Siglufirði áframhaldandi þjónustu í heimabæ en Glitnir telur ljóst að ekki sé rekstrarlegur grundvöllur fyrir tvær fjármálastofnanir í bænum. 5.6.2006 11:57
Íhuga málaferli Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Trópík íhuga höfða mál á hendur þeim sem ábyrgir eru en ekki fékkst skemmtanaleyfi fyrir tónleikana sem vera áttu í kvöld. Hátíðin hefur verið færð á skemmtistaðinn Nasa við Austurvöll þar sem tónleikar munu fara fram í kvöld. 4.6.2006 18:53
Hvítasunnan haldin hátíðleg víða um land Kristnir menn halda Hvítasunnuna hátíðlega í dag og voru bekkir víða þéttsetnir í kirkjum landsins í dag. Hvítasunnan er þriðja stórhátíð kristninnar og með henni lýkur pásktatímanum. 4.6.2006 18:51
Skerðing kvóta ekki lausnin heldur strangara eftirlit Framkvæmdastjóri Landsambands íslenskra útvegsmanna segir að besta ráðið til að byggja upp þorskstofninn sé ekki að skerða aflaheimildir heldur að hafa meira eftirlit með veiðunum. 4.6.2006 18:00
Hvalfjarðargöngin enn lokuð, óvíst hvenær opnar á ný Hvalfjarðargöngin eru enn lokuð vegna þriggja bíla áreksturs niðri í göngunum rétt um klukkan hálffimm. Níu manns voru í bílunum og voru allir fluttir á slysadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss til rannsókna en slys á fólki eru ekki talin alvarleg. Bílarnir eru töluvert skemmdir og þarf að fjarlægja þá með kranabíl. Þetta gæti tekið nokkurn tíma og því óvíst hvenær göngin verða opnuð á ný. 4.6.2006 17:57
Hvalfjarðargöng lokuð vegna áreksturs þriggja bíla Þrír bílar lentu saman í Hvalfjarðargöngum nú rétt í þessu. Göngin eru lokuð um óákveðinn tíma og er fólki bent á að aka Hvalfjörðinn í staðinn. Lögreglan er á leiðinni á staðinn og hefur ekki frekari upplýsingar um slys á fólki né annað en við flytjum frekari fréttir um leið og þær berast. 4.6.2006 16:35
Keflavík "óhreinn" flugvöllur Evrópusambandið skilgreinir Keflavíkurflugvöll sem "óhreinan" flugvöll. Flugvélar sem fara héðan eru á tveimur evrópskum flugvöllum afgreiddar eins og þær séu að koma í fyrsta sinn inná Schengen svæðið. 4.6.2006 16:00
Skíðalandsliðið við æfingar fram í júní Skíðalandslið Íslands í alpagreinum er nú við æfingar á skíðasvæðinu í Tindastóli við fyrirtaks snjóaðstæður og blíðskaparveður. Þetta er í fyrsta skipti sem opið er í Tindastóli í maí og júní en gera má ráð fyrir að nú sé skíðatíðin nú á enda eftir langa og góða skíðavertíð en alls var opið 120 daga á skíðasvæðinu. 4.6.2006 14:45
Stakk lögguna af á sundi Lögreglumenn frá Hvolsvelli lentu í óvenjulegri eftirför þegar þeir vildu ná tali af manni sem var á ferð á dráttarvél eftir Oddavegi og virtist vera undir áhrifum áfengis. Hann tók á rás yfir mýrar og móa og löggan á eftir og þegar kom að Ytri-Rangá, til móts við bæinn Bjólu, óð maðurinn út í og synti niður eftir ánni þegar lögreglumenn óðu á eftir honum. 4.6.2006 14:30
Samskip sameinast dótturfélögum sínum Í haust verður öll flutningastarfsemi Samskipa sameinuð undir nafni Samskipa. Þetta var tilkynnt í Rotterdam þegar félagið veitti viðtöku tveimur spánýjum sérsmíðuðum flutningaskipum. 4.6.2006 14:00
Hátíðarmessa í Hallgrímskirkju Kristnir menn halda Hvítasunnuna hátíðlega í dag. Sr.Sigurður Pálsson predikaði í hátíðarmessu í Hallgrímskirkju í morgun. Sr. Sigurður mun brátt láta af störfum sem sóknarprestur og í hans stað kemur sr. Jón Dalbú. Þá söng mótettukórinn söng undir stjórn Harðar Áskelssonar organista. Hvítasunnan er þriðja stórhátíð kristninnar og með henni lýkur pástatímanum. Koma heilags anda í kirkju Krists er minnst en dagurinn er stofndagur kirkjunnar. 4.6.2006 13:30
Íranar tilbúnir til viðræðna Íranar eru tilbúnir til viðræðna um kjarnorkuáætlanir sínar en segja Bandaríkjamenn ekki setja skilyrðin. Forseti landsins segir Írana aldrei munu gefa upp rétt sinn til að auðga úran. Forsetinn sagði þó í gær að Íranar myndu athuga og íhuga vel þau tilboð sem kæmu frá fulltrúm þeirra fimm ríkja sem eiga fast sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. 4.6.2006 13:00
Brutust inn í gufuna á Laugarvatni Tveir piltar brutust inn í gufubaðið á Laugarvatni í fyrrinótt og stálu þaðan peningum og brutust síðan inn í garðverkfærageymslu Menntaskólans og höfðu á brott með sér eitthvað af verkfærum. Náðist til strákanna í gær og telst málið nú að fullu upplýst. 4.6.2006 12:45
Fjöltyngd söngkeppni í Hafnarfirði Það er ekki hver sem er sem hættir sér í að syngja á öðru tungumálinu en móðurmálinu - og ekki á ensku. Á Cantare, söngkeppni hinna mörgu tungumála, var þetta hins vegar ófrávíkjanleg regla. Söngkeppnin var haldin í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gærkvöld. 4.6.2006 12:30
Guðni þarf að segja af sér eigi Finnur að verða formaður. Framsóknarmenn geta ekki gengið framhjá Guðna Ágússtssyni varaformanni flokksins, -og gert Finn Ingólfsson að formanni næsta föstudag, -nema Guðni segi af sér varaformennsku. Finnur útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin, -verði til hans leitað, en Guðni segir stöðu sína hins vegar sterka. 4.6.2006 12:21
Minningarathöfn á Torgi hins himneska friðar Fjöldi lögreglumanna stóð vaktina á Torgi hins himneska friðar í Peking, höfuðborg Kína í dag. Sautján ár eru síðan herinn lét til skarar skríða gegn námsmönnum á torginu sem kröfðust lýðræðis í landinu. Hundruð, jafnvel þúsundir námsmanna féllu í slagnum. 4.6.2006 11:30
Hægrimenn sigruðu í þingkosningum í Tékklandi Hægrimenn sigruðu í þingkosningum í Tékklandi sem fram fóru í gær með rúmlega 35 prósent atkvæða. Jafnaðarmannaflokkurinn sem þótti sigurstranglegastur fyrir kosningarnar fékk rúmlega 32 prósent. Þrír aðrir flokkar fengu yfir fimm prósenta fylgi, sem var skilyrði fyrir því að flokkarnir fengju þingmenn. 4.6.2006 11:15
Svartfjallaland orðið sjálfstætt ríki Svartfellingar lýstu í gærkvöld yfir sjálfstæði landsins eftir að þingið samþykkti samhljóða tillögu þess efnis í samræmi við niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslu nýlega. Ranko Krivokapic, forseti svartfellska þingsins, las upp yfirlýsinguna og sagði að með þessu væri ríkjasambandi við Serbíu formlega slitið. 4.6.2006 11:00
Utanvegaökumenn sektaðir eftir þyrlueftirlit Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlitsflug yfir hálendinu til að fylgjast með hugsanlegum utanvegaakstri á Hengilssvæði, Hellisheiði og hálendinu upp af Árnessýslu. Átta ökumenn mótorkrosshjóla voru í kjölfarið sektaðir fyrir að aka utan vega á Hengilssvæðinu og tveir jeppar voru stöðvaðir utan vega við Hagavatn. 4.6.2006 10:01
Reykjavík Trópík flutt á Nasa í kvöld Dagskrá tónlistarhátíðarinnar Reykjavík Trópík í dag verður flutt á Nasa vegna þess að ekki fékkst skemmtanaleyfi fyrir Hvítasunnudaginn í risatjaldinu á háskólaplaninu. Hljómsveitin Sleater Kinney sem spila átti á Nasa hefur af þeim sökum verið innlimuð í tónleikadagskrá Trópík en miðar á þá tónleika gilda eftir sem áður. 4.6.2006 09:20
Guðni útilokar ekki afsögn Guðni Ágústsson segir það koma í ljós í næstu viku hvort hann haldi áfram sem varaformaður Framsóknarflokksins. ,,Við skulum sjá hvað gerist,'' segir hann aðspurður um hvort breytingar verði gerðar á ríkisstjórninni. 3.6.2006 20:33
Metfjöldi á Hvannadalshnjúk Metfjöldi fjallgöngumanna mun hafa náð hæsta tindi Íslands í dag. Að mati Ferðafélags Íslands hafa alls um 300 manns horft yfir Öræfasveitina og Vatnajökulinn ofan af Hvannadalshnjúknum í dag. Þar af voru 132 í för með Ferðafélaginu sem eru mun fleiri en í fyrra. 3.6.2006 20:29
Manneskjubókasafn í Hafnarfirðinum Kynlífsfíkill, ungur stjórnmálamaður, múslimi og innflytjandi voru meðal þeirra einstaklingar sem hægt var að fá lánaða í Gamla bókasafninu í Hafnarfirði í dag. Tilgangur útleigunnar er að upplýsa fólk og koma í veg fyrir fordóma. 3.6.2006 18:51