Innlent

Skíðalandsliðið við æfingar fram í júní

Skíðalandslið Íslands í alpagreinum er nú við æfingar á skíðasvæðinu í Tindastóli við fyrirtaks snjóaðstæður og blíðskaparveður. Þetta er í fyrsta skipti sem opið er í Tindastóli í maí og júní en gera má ráð fyrir að nú sé skíðatíðin á enda eftir langa og góða skíðavertíð en alls var opið 120 daga á skíðasvæðinu.

Þá er einnig opið á skíðasvæðinu á Siglufirði en þó einungis á neðri hluta svæðisins vegna þess að of mikill snjór er ofar!






Fleiri fréttir

Sjá meira


×