Fleiri fréttir Danir vilja kalla danska hermenn heim frá Írak Um helmingur Dana vill kalla heim danskar hersveitir frá Írak samkvæmt nýlegri skoðanna könnun þar í landi. Politiken greinir frá því að stuðningur Dana við þátttöku í Íraksstríðinu sé hverfandi en árið 2004 voru um 72% Dana fylgjandi því að senda danska hermenn til Írak en einungis um 40% nú. Samkvæmt varnarmálaráðherra Danmerkur, Søren Gade, eru þó litlar líkur á að danskir hermenn verði kallaði heim í nánustu framtíð. 3.6.2006 14:16 Metfjöldi göngufólks á Hvanndalshnjúki Metfjöldi fjallgöngumanna mun hafa náð hæsta tindi Íslands í dag. Að mati Ferðafélags Íslands eru það alls um 300 manns sem horfa ofan af Hvannadalsnjúknum í dag. Þar af eru 132 í för með Ferðafélaginu sem eru mun fleiri en í fyrra. Þá eru Íslenskir fjallaleiðsögumenn og Einar í Hofsnesi með skipulagðar ferðir, auk þess sem erfitt er að slá tölu á alla þá sem leggja á Hnjúkinn á eigin vegum. 3.6.2006 13:45 Hegningarhúsið tekur lit Hegningarhúsið gamla við Skólavörðustíg er nú að varpa af sér grámanum og taka lit í sólinni, að minnsta kosti á einni hliðinni. Málaranemar við Iðnskólann í Reykjavík eru nú að leggja lokahönd á málverk sitt á austurvegg Hegningarhússins, sem snýr að Sparisjóðshúsinu við Skólavörðustíginn. 3.6.2006 13:00 Serbía lýsir brátt fyrir sjálfstæði Júgóslavía heyrir sögunni til í næstu viku þegar Serbía, síðast lýðveldanna, lýsir opinberlega yfir sjálfstæði. Aðeins Svartfjallaland og Serbía eru eftir af því lýðveldum sem Júgóslavía eitt sinn var en landið samanstóð af Slóveníu, Bosníu-Herzegovinu, Króatíu, Makedóníu, Albaníu, Svartfjallalandi og Serbíu. 3.6.2006 12:45 Tólf manns slösuðust í sprengingu í Tyrklandi Alls slösuðust tólf manns þegar sprengja sprakk við verslunarmiðstöð í borginni Mersin um 450 kílómetra suður af höfuðborginni Ankara í morgun. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér en kúrdískir hryðjuverkamenn hafa áður notað svipaðar aðferðir. Enginn þeirra slösuðu eru í lífshættu. Þá brotnuðu rúður í nokkrum verslunum í verslunarmiðstöðinni. 3.6.2006 12:30 Sjálfstæðismenn og Samherjar mynda meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn og samherjar hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfi um sjtórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra kjörtímabiliið 2006 til 2010. Unnur Brá Konráðsdóttir í Sjálfstæðisflokki verður bæjarstjóri, Ólafur Eggertsson, Samherjum verður oddviti og Elvar Eyvindsson, Sjálfstæðisflokki verður formaður Byggðaráðs. Á kjörtímabilinu verður meðal annars lögð áhersla á menntamál, málefni eldri borgara og umhverfismál. 3.6.2006 12:15 Maður særðist í aðgerðum hryðjuverkalögreglu Maður særðist, þó ekki alvarlega, þegar hryðjuverkalögreglan í Bretlandi réðst inn í hús hans í Lundúnum í gær og skaut hann. Talið var að í húsinu væru búin til efnavopn. Yfir 250 lögreglumenn tóku þátt í árásinni og er aðgerð hryðjuverkalögreglunnar þar í landi ein sú umfangsmesta í langan tíma. Maðurinn sem skotinn var er 23 ára. Hann er nú á sjúkrahúsi og á batavegi. Grunsemdir lögreglunnar virtust þó ekki á rökum reistar því engin ummerki um vopnagerð, funndust í húsinu. 3.6.2006 12:15 Segja Finn ekki vera lausn fyrir Framsókn Það væri heimskulegt fyrir Framsóknarflokkinn að gera Finn Ingólfsson að formanni, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir slíkan leik vondan fyrir Framsókn sem þegar hafi orð á sér fyrir að vera hagsmunaklíka, en ekki stjórnmálaflokkur. 3.6.2006 12:00 Dæmdur til að greiða 200.000 vegna náttúruspjalla Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til að greiða 200.000 króna sekt fyrir að hafa rutt slóða í þeim tilgangi að gera reiðveg utan vega ofan Hveragerðis, alls tæpa fjóra kílómetra. Maðurinn hafði ekki aflað framkvæmdaleyfis sveitastjórnar líkt og lög kveða á um, né fengið samþykki landeiganda. 3.6.2006 11:14 Vilja endurskoða lög um vaxtabætur Stjórnarandstaðan krafðist þess á þingi fyrir stundu að lög um vaxtabætur vegna fasteignakaupa yrðu endurskoðuð strax. Þúsundir lágtekjufjölskyldna stæðu frammi fyrir mikilli skerðingu ella. 3.6.2006 10:30 Fylgdu reglum Bandaríski herinn segir að ekkert bendi til þess að bandarískir hermenn hafi drepið ellefu óbreytta borgara í húsi í bænum Ishaqi í Írak þann 15. mars síðastliðinn. 3.6.2006 10:10 Björgunarsveitarmenn mótmæla kílómetragjaldi á Alþingi Björgunarsveitarmenn safnast saman upp úr tíu í bílum sínum fyrir framan Alþingishúsið til að mótmæla frumvarpi um olíugjald, sem nú liggur fyrir þinginu til samþykktar í dag. Samkvæmt frumvarpinu þurfa björgunarsveitir að borga kílómetragjald af bílum sínum í hvert skipti sem farið er úr húsi til að bjarga nauðstöddum. 3.6.2006 10:10 Sjálfboðaliðar á Suðureyri Hópur sjálfboðaliða á vegum samtakanna Seeds Iceland hefur dvalið á Suðureyri undanfarna daga. Á fréttavefinum Bæjarins besta kemur fram að sjálfboðaliðarnir hafa unnið að almennum umhverfismálum í bænum, gróðursetningu og við að mála. Alls eru 14 einstaklingar í hópnum frá hinum ýmsu löndum, svo sem Slóvakíu, Póllandi, Tékklandi og Spáni. Sjálfboðaliðarnir bera sjálfir allan kostnað af komu sinni til Suðureyrar en fá frítt fæði og húsnæði á meðan á verkefninu stendur. 3.6.2006 10:00 Tvö minniháttar fíkniefnamál á Akureyri Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Lögregla fann fíkniefni í fórum tveggja einstaklinga, en þeir höfðu ætlað efnið til eigin neyslu. Málin teljast upplýst. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur en hann hafði keyrt á. 3.6.2006 09:28 Ólga vegna kílómetragjalds hjá björgunarsveitamönnum Ólga er meðal björgunarsveitamanna vegna laga um olíugjald og kílómetragjald sem til stendur að samþykkja frá Alþingi fyrir þinglok. Þar er lagt til að björgunarsveitum verði heimilt að nota litaða gjaldfrjálsa olíu á ökutæki sín en í staðinn greiði þær sérstakt kílómetragjald af akstri þeirra. 2.6.2006 22:25 Eins árs fangelsi fyrir tvær líkamsárásir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins ár fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur haustið 2004. Hann var ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið svo að hann féll og höfuð hans skall í gangstéttina og hann hlaut nokkur meiðsl og fyrir hafa slegið annan í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. 2.6.2006 22:15 Sex mánaða fangelsi fyrir að ráðast á lögregluþjón Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir að ráðast á lögregluþjón. Lögreglan hafði komin manninum til hjálpar eftir að hann hafði ekið á skilti á umferðareyju og slasast á andliti. 2.6.2006 22:00 Sjö fræðimenn fá afnot af Jónshúsi Sjö fræðimenn fá afnot af húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Alls bárust 16 umsóknir og því færri sem komust að en vildu. Þessir fræðimenn fengu afnot af íbúðinni: 2.6.2006 20:53 Geimstöðin fær andlitslyftingu Í upphafi júnímánaðar huga eflaust margir að því að dytta af húsum sínum og híbýlum. 2.6.2006 20:00 Ríkisstjórnin verði að koma að hugsanlegri sátt Forseti ASÍ vill að ríkisstjórnin komi að hugsanlegri sátt við Samtök atvinnulífsins sem hugsuð er til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga í haust. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina vilja leggja sitt af mörkum til að ná böndum á verðbólgunni. 2.6.2006 19:16 Lögleyfing heróíns gefur góða raun í Sviss Nýjum sprautufíklum í Zürich hefur snarfækkað eftir að yfirvöld fóru sjálf að láta heróínneytendum efnið í té og útvega þeim aðstöðu til að sprauta sig. 2.6.2006 19:15 Ásakanir um fleiri fjöldamorð Nýjar ásakanir eru komnar fram um að bandarískir hermenn hafi myrt íraska borgara með köldu blóði, að þessu sinni í bænum Ishaqi í mars síðastliðnum, þar sem ellefu manns lágu í valnum. Fyrrverandi yfirmaður Abu Ghraib-fangelsisins dregur í efa að fjöldamorðin þar og í Haditha séu einsdæmi. 2.6.2006 18:45 Halldór hyggst segja af sér formennsku í Framsóknarflokknum Halldór Ásgrímsson hyggst segja af sér sem formaður Framsóknarflokksins. Óljóst er á þessu stigi málsins hvort eða hvaða áhrif ákvörðun hans hefur á ríkisstjórnina. 2.6.2006 18:12 Enn mynda Framsókn og Sjálfstæðismenn meirihluta Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkur í Árborg hafa náð meirihlutasamkomulagi í bæjarstjórn Árborgar. Þegar hefur verið ráðið í stöðu bæjarstjóra og var Stefanía Katrín Karlsdóttir fyrrverandi rektor Tækniháskólans verið ráðin til starfans. Þorvaldur Guðmundsson, framsóknarflokki mun gegna embætti forseta bæjarstjórnar. Þórunn Jóna Hauksdóttir verður formaður bæjarráðs fyrsta árið en þá mun Eyþór Arnalds taka við því embætti. 2.6.2006 17:37 Verður samið um þinglok í dag? Það ræðst á næstu klukkustundum hvort samið verði um að ljúka sumarþingi, jafnvel á morgun. Þreifingar eiga sér nú stað milli stjórnar og stjórnaranstöðu um þau mál sem harðast er deilt um og hvort fresta eigi þeim til næsta hausts. 2.6.2006 17:34 Ánægður með niðurstöður Hæstaréttar Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, er ánægður með dóm Hæstaréttar í máli Jónínu Benedikstdóttur gegn 365 prentmiðlum. Fréttablaðið fékk tölvubréf Jónínu afhent á ný í morgun en Sýslumaðurinn í Reykjavík tók tölvubréfin í sína vörslu fyrr í vetur. 2.6.2006 15:38 Sjálfstæðisflokkur og Samfylking í bæjarstjórn Akureyrar Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Oddvitar flokkanna, þeir Kristján Þór Júlíusson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, tilkynntu þetta á Ráðhústorginu á Akureyri í dag. Kristján Þór verður áfram bæjarstjóri, að minnsta kosti fyrst um sinn, en Hermann Jón verður formaður bæjarráðs. hann tekur svo væntanlega við embætti bæjarstjóra eftir þrjú ár. 2.6.2006 14:57 Sjálfstæðismenn og Samfylking líklega saman í meirihluta á Akureyri Hermann Jón Tómasson og Kristján Þór Júlíusson, hafa fundað á Ráðhústorginu á Akureyri í dag. Búist er við að þeir gefi frá sér yfirlýsingu um meirihlutamyndun í bæjarstjórn Akureyrar hvað úr hverju. Viðræður hafa staðið síðustu daga. 2.6.2006 13:42 Litháar safna undirskriftum til heiðurs íslensku þjóðinni Hafin er undirskriftasöfnun í Litháen til að þakka íslensku þjóðinni fyrir að hafa verið fyrst allra til að viðurkenna sjálfstæði landsins. Fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands að við hátíðlega athöfn í ráðhúsinu í Vilnius í gær hafi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekið á móti tilkynningu um undirskriftasöfnunina. 2.6.2006 12:45 Reykjavík makes Art Review cover 2.6.2006 12:18 Þrjú stéttarfélög sameinuð á Vesturlandi Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Valur í Dalabyggð og Verkalýðsfélagið Hörður í sveitarfélögunum sunnan Skarðsheiðar hafa öll sameinast í Stéttarfélag Vesturlands. 2.6.2006 12:15 Vilja auka einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni er það sem koma skal að mati Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri samtakanna telur að einkarekstur hafi gefið góða raun og hann vill sjá aukna þróun í þá átt. 2.6.2006 12:15 Áhlaup á hús í Lundúnum Einn maður særðist í skotbardaga þegar breska lögreglan gerði áhlaup á hús í austurhluta Lundúna í morgun. Maðurinn mun ekki vera í lífshættu og var þegar fluttur á nærliggjandi sjúkrahús. 2.6.2006 12:00 Rússar segja samkomulag útiloka hernaðaraðgerðir Samkomulag utanríkisráðherra stórveldanna um næstu skref í kjarnorkudeilunni við Írana útilokar beitingu hervalds. Þetta sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í morgun. 2.6.2006 11:45 Sýrlendingar komu í veg fyrir hryðjuverk Öryggissveitum á Sýrlandi tókst í morgun að koma í veg fyrir að hryðjuverkamönnum tækist að leggja undir sig mannlausa byggingu í nágrenni ríkissjónvarpsins í landinu. 2.6.2006 11:30 Ekki svartsýnir við upphaf laxveiðitímabils Engin lax veiddist í Norðurá í gær, þegar veiðitímabílið hófst þar og stjórnarmenn í Stangveiðifélagi Reykjavíkur reyndu þar fyrir sér. Menn eru þó síður en svo svartsýnir á framhaldið, enda var áin óvenju vatnsmikil, köld og gruggug í gær. 2.6.2006 11:30 Læknanemar mættu ekki til vinnu Læknanemar á fjórða og fimmta ári mættu ekki til vinnu sinnar á Landspítalanum í morgun. Það gerðu þeir heldur ekki í gær til þess að mótmæla því sem þeir kalla kjaraskerðingu af hálfu stjórnenda spítalans. Lækningaforstjóri Landspítalans segir hins vegar að laun ungra lækna hafi hækkað langmest í nýgerðum kjarasamningum. 2.6.2006 11:15 Will Oldham records in Reykjavik 2.6.2006 11:07 SA gera verkalýðshreyfingunni tilboð Samtök atvinnulífsins hafa gert verkalýðshreyfingunni tilboð til að koma í veg fyrir að kjarasamningum verði sagt upp um næstu áramót. 2.6.2006 11:02 Skógareldar í Kína slökktir Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að slökkva elda sem hafa logað í 11 daga í skóglendi í Hei-long-jang-kantónu í Kína. Um það bil 11 þúsund slökkviliðs- og lögreglumenn, auk skógarvarða, tóku þátt í baráttunni við eldana. Talið er að um 50 þúsund hektara svæði hafi orðið eldunum að bráð. 2.6.2006 11:00 18 mánaða fangelsi fyrir árás á lögregluþjóna Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir árás á tvo lögregluþjóna. Maðurinn lagði til lögregluþjónanna með hnífi eftir að lögreglan hafði afskipti af honum á heimili hans. 2.6.2006 10:45 Forsvarsmenn byggingarfélags dæmdir til að greiða milljónir Tveir forsvarsmenn byggingarfélags voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 22,2 milljóna hvor í sekt fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum. 2.6.2006 10:30 Sátt um tillögur Sátt náðist um tillögur í fyrirhuguðum viðræðum við Írana um kjarnorkumál þeirra á fundi utanríkisráðherra stórveldanna fimm sem sæti eiga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, í Vín í Austurríki í gær. 2.6.2006 10:15 SA með hugmyndir að samkomulagi Samtök atvinnulífsins hafa mótað hugmyndir að samkomulagi um lausn á aðsteðjandi vanda á vinnumarkaði vegna verðbólgu og væntanlegrar endurskoðunar kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkmaði í nóvember. Verkalýðshreyfingin er nú að fara yfir hugmyndirnar sem mótaðar voru eftir óformlegar viðræður ýmissa forystumanna verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. 2.6.2006 10:00 15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa haft samræði við konu í samkvæmi á meðan hún gat ekki spyrnt á móti sökum ölvunar og svefndrunga. 2.6.2006 09:45 Sjá næstu 50 fréttir
Danir vilja kalla danska hermenn heim frá Írak Um helmingur Dana vill kalla heim danskar hersveitir frá Írak samkvæmt nýlegri skoðanna könnun þar í landi. Politiken greinir frá því að stuðningur Dana við þátttöku í Íraksstríðinu sé hverfandi en árið 2004 voru um 72% Dana fylgjandi því að senda danska hermenn til Írak en einungis um 40% nú. Samkvæmt varnarmálaráðherra Danmerkur, Søren Gade, eru þó litlar líkur á að danskir hermenn verði kallaði heim í nánustu framtíð. 3.6.2006 14:16
Metfjöldi göngufólks á Hvanndalshnjúki Metfjöldi fjallgöngumanna mun hafa náð hæsta tindi Íslands í dag. Að mati Ferðafélags Íslands eru það alls um 300 manns sem horfa ofan af Hvannadalsnjúknum í dag. Þar af eru 132 í för með Ferðafélaginu sem eru mun fleiri en í fyrra. Þá eru Íslenskir fjallaleiðsögumenn og Einar í Hofsnesi með skipulagðar ferðir, auk þess sem erfitt er að slá tölu á alla þá sem leggja á Hnjúkinn á eigin vegum. 3.6.2006 13:45
Hegningarhúsið tekur lit Hegningarhúsið gamla við Skólavörðustíg er nú að varpa af sér grámanum og taka lit í sólinni, að minnsta kosti á einni hliðinni. Málaranemar við Iðnskólann í Reykjavík eru nú að leggja lokahönd á málverk sitt á austurvegg Hegningarhússins, sem snýr að Sparisjóðshúsinu við Skólavörðustíginn. 3.6.2006 13:00
Serbía lýsir brátt fyrir sjálfstæði Júgóslavía heyrir sögunni til í næstu viku þegar Serbía, síðast lýðveldanna, lýsir opinberlega yfir sjálfstæði. Aðeins Svartfjallaland og Serbía eru eftir af því lýðveldum sem Júgóslavía eitt sinn var en landið samanstóð af Slóveníu, Bosníu-Herzegovinu, Króatíu, Makedóníu, Albaníu, Svartfjallalandi og Serbíu. 3.6.2006 12:45
Tólf manns slösuðust í sprengingu í Tyrklandi Alls slösuðust tólf manns þegar sprengja sprakk við verslunarmiðstöð í borginni Mersin um 450 kílómetra suður af höfuðborginni Ankara í morgun. Enginn hefur lýst ódæðinu á hendur sér en kúrdískir hryðjuverkamenn hafa áður notað svipaðar aðferðir. Enginn þeirra slösuðu eru í lífshættu. Þá brotnuðu rúður í nokkrum verslunum í verslunarmiðstöðinni. 3.6.2006 12:30
Sjálfstæðismenn og Samherjar mynda meirihluta Sjálfstæðisflokkurinn og samherjar hafa ákveðið að halda áfram meirihlutasamstarfi um sjtórn sveitarfélagsins Rangárþings eystra kjörtímabiliið 2006 til 2010. Unnur Brá Konráðsdóttir í Sjálfstæðisflokki verður bæjarstjóri, Ólafur Eggertsson, Samherjum verður oddviti og Elvar Eyvindsson, Sjálfstæðisflokki verður formaður Byggðaráðs. Á kjörtímabilinu verður meðal annars lögð áhersla á menntamál, málefni eldri borgara og umhverfismál. 3.6.2006 12:15
Maður særðist í aðgerðum hryðjuverkalögreglu Maður særðist, þó ekki alvarlega, þegar hryðjuverkalögreglan í Bretlandi réðst inn í hús hans í Lundúnum í gær og skaut hann. Talið var að í húsinu væru búin til efnavopn. Yfir 250 lögreglumenn tóku þátt í árásinni og er aðgerð hryðjuverkalögreglunnar þar í landi ein sú umfangsmesta í langan tíma. Maðurinn sem skotinn var er 23 ára. Hann er nú á sjúkrahúsi og á batavegi. Grunsemdir lögreglunnar virtust þó ekki á rökum reistar því engin ummerki um vopnagerð, funndust í húsinu. 3.6.2006 12:15
Segja Finn ekki vera lausn fyrir Framsókn Það væri heimskulegt fyrir Framsóknarflokkinn að gera Finn Ingólfsson að formanni, segir Össur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar. Kolbrún Halldórsdóttir þingmaður Vinstri grænna segir slíkan leik vondan fyrir Framsókn sem þegar hafi orð á sér fyrir að vera hagsmunaklíka, en ekki stjórnmálaflokkur. 3.6.2006 12:00
Dæmdur til að greiða 200.000 vegna náttúruspjalla Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til að greiða 200.000 króna sekt fyrir að hafa rutt slóða í þeim tilgangi að gera reiðveg utan vega ofan Hveragerðis, alls tæpa fjóra kílómetra. Maðurinn hafði ekki aflað framkvæmdaleyfis sveitastjórnar líkt og lög kveða á um, né fengið samþykki landeiganda. 3.6.2006 11:14
Vilja endurskoða lög um vaxtabætur Stjórnarandstaðan krafðist þess á þingi fyrir stundu að lög um vaxtabætur vegna fasteignakaupa yrðu endurskoðuð strax. Þúsundir lágtekjufjölskyldna stæðu frammi fyrir mikilli skerðingu ella. 3.6.2006 10:30
Fylgdu reglum Bandaríski herinn segir að ekkert bendi til þess að bandarískir hermenn hafi drepið ellefu óbreytta borgara í húsi í bænum Ishaqi í Írak þann 15. mars síðastliðinn. 3.6.2006 10:10
Björgunarsveitarmenn mótmæla kílómetragjaldi á Alþingi Björgunarsveitarmenn safnast saman upp úr tíu í bílum sínum fyrir framan Alþingishúsið til að mótmæla frumvarpi um olíugjald, sem nú liggur fyrir þinginu til samþykktar í dag. Samkvæmt frumvarpinu þurfa björgunarsveitir að borga kílómetragjald af bílum sínum í hvert skipti sem farið er úr húsi til að bjarga nauðstöddum. 3.6.2006 10:10
Sjálfboðaliðar á Suðureyri Hópur sjálfboðaliða á vegum samtakanna Seeds Iceland hefur dvalið á Suðureyri undanfarna daga. Á fréttavefinum Bæjarins besta kemur fram að sjálfboðaliðarnir hafa unnið að almennum umhverfismálum í bænum, gróðursetningu og við að mála. Alls eru 14 einstaklingar í hópnum frá hinum ýmsu löndum, svo sem Slóvakíu, Póllandi, Tékklandi og Spáni. Sjálfboðaliðarnir bera sjálfir allan kostnað af komu sinni til Suðureyrar en fá frítt fæði og húsnæði á meðan á verkefninu stendur. 3.6.2006 10:00
Tvö minniháttar fíkniefnamál á Akureyri Tvö minniháttar fíkniefnamál komu upp á Akureyri í nótt. Lögregla fann fíkniefni í fórum tveggja einstaklinga, en þeir höfðu ætlað efnið til eigin neyslu. Málin teljast upplýst. Þá var einn ökumaður stöðvaður vegna gruns um ölvunarakstur en hann hafði keyrt á. 3.6.2006 09:28
Ólga vegna kílómetragjalds hjá björgunarsveitamönnum Ólga er meðal björgunarsveitamanna vegna laga um olíugjald og kílómetragjald sem til stendur að samþykkja frá Alþingi fyrir þinglok. Þar er lagt til að björgunarsveitum verði heimilt að nota litaða gjaldfrjálsa olíu á ökutæki sín en í staðinn greiði þær sérstakt kílómetragjald af akstri þeirra. 2.6.2006 22:25
Eins árs fangelsi fyrir tvær líkamsárásir Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins ár fangelsi fyrir tvær líkamsárásir í miðbæ Reykjavíkur haustið 2004. Hann var ákærður fyrir að hafa slegið mann í andlitið svo að hann féll og höfuð hans skall í gangstéttina og hann hlaut nokkur meiðsl og fyrir hafa slegið annan í andlitið með þeim afleiðingum að hann nefbrotnaði. 2.6.2006 22:15
Sex mánaða fangelsi fyrir að ráðast á lögregluþjón Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá skilorðsbundna, fyrir að ráðast á lögregluþjón. Lögreglan hafði komin manninum til hjálpar eftir að hann hafði ekið á skilti á umferðareyju og slasast á andliti. 2.6.2006 22:00
Sjö fræðimenn fá afnot af Jónshúsi Sjö fræðimenn fá afnot af húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn. Alls bárust 16 umsóknir og því færri sem komust að en vildu. Þessir fræðimenn fengu afnot af íbúðinni: 2.6.2006 20:53
Geimstöðin fær andlitslyftingu Í upphafi júnímánaðar huga eflaust margir að því að dytta af húsum sínum og híbýlum. 2.6.2006 20:00
Ríkisstjórnin verði að koma að hugsanlegri sátt Forseti ASÍ vill að ríkisstjórnin komi að hugsanlegri sátt við Samtök atvinnulífsins sem hugsuð er til að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga í haust. Fjármálaráðherra segir ríkisstjórnina vilja leggja sitt af mörkum til að ná böndum á verðbólgunni. 2.6.2006 19:16
Lögleyfing heróíns gefur góða raun í Sviss Nýjum sprautufíklum í Zürich hefur snarfækkað eftir að yfirvöld fóru sjálf að láta heróínneytendum efnið í té og útvega þeim aðstöðu til að sprauta sig. 2.6.2006 19:15
Ásakanir um fleiri fjöldamorð Nýjar ásakanir eru komnar fram um að bandarískir hermenn hafi myrt íraska borgara með köldu blóði, að þessu sinni í bænum Ishaqi í mars síðastliðnum, þar sem ellefu manns lágu í valnum. Fyrrverandi yfirmaður Abu Ghraib-fangelsisins dregur í efa að fjöldamorðin þar og í Haditha séu einsdæmi. 2.6.2006 18:45
Halldór hyggst segja af sér formennsku í Framsóknarflokknum Halldór Ásgrímsson hyggst segja af sér sem formaður Framsóknarflokksins. Óljóst er á þessu stigi málsins hvort eða hvaða áhrif ákvörðun hans hefur á ríkisstjórnina. 2.6.2006 18:12
Enn mynda Framsókn og Sjálfstæðismenn meirihluta Sjálfstæðismenn og Framsóknarflokkur í Árborg hafa náð meirihlutasamkomulagi í bæjarstjórn Árborgar. Þegar hefur verið ráðið í stöðu bæjarstjóra og var Stefanía Katrín Karlsdóttir fyrrverandi rektor Tækniháskólans verið ráðin til starfans. Þorvaldur Guðmundsson, framsóknarflokki mun gegna embætti forseta bæjarstjórnar. Þórunn Jóna Hauksdóttir verður formaður bæjarráðs fyrsta árið en þá mun Eyþór Arnalds taka við því embætti. 2.6.2006 17:37
Verður samið um þinglok í dag? Það ræðst á næstu klukkustundum hvort samið verði um að ljúka sumarþingi, jafnvel á morgun. Þreifingar eiga sér nú stað milli stjórnar og stjórnaranstöðu um þau mál sem harðast er deilt um og hvort fresta eigi þeim til næsta hausts. 2.6.2006 17:34
Ánægður með niðurstöður Hæstaréttar Sigurjón M. Egilsson, fréttastjóri Fréttablaðsins, er ánægður með dóm Hæstaréttar í máli Jónínu Benedikstdóttur gegn 365 prentmiðlum. Fréttablaðið fékk tölvubréf Jónínu afhent á ný í morgun en Sýslumaðurinn í Reykjavík tók tölvubréfin í sína vörslu fyrr í vetur. 2.6.2006 15:38
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking í bæjarstjórn Akureyrar Sjálfstæðisflokkur og Samfylking hafa myndað meirihluta í bæjarstjórn Akureyrar. Oddvitar flokkanna, þeir Kristján Þór Júlíusson, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Hermann Jón Tómasson, oddviti Samfylkingarinnar, tilkynntu þetta á Ráðhústorginu á Akureyri í dag. Kristján Þór verður áfram bæjarstjóri, að minnsta kosti fyrst um sinn, en Hermann Jón verður formaður bæjarráðs. hann tekur svo væntanlega við embætti bæjarstjóra eftir þrjú ár. 2.6.2006 14:57
Sjálfstæðismenn og Samfylking líklega saman í meirihluta á Akureyri Hermann Jón Tómasson og Kristján Þór Júlíusson, hafa fundað á Ráðhústorginu á Akureyri í dag. Búist er við að þeir gefi frá sér yfirlýsingu um meirihlutamyndun í bæjarstjórn Akureyrar hvað úr hverju. Viðræður hafa staðið síðustu daga. 2.6.2006 13:42
Litháar safna undirskriftum til heiðurs íslensku þjóðinni Hafin er undirskriftasöfnun í Litháen til að þakka íslensku þjóðinni fyrir að hafa verið fyrst allra til að viðurkenna sjálfstæði landsins. Fram kemur í tilkynningu frá skrifstofu forseta Íslands að við hátíðlega athöfn í ráðhúsinu í Vilnius í gær hafi Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tekið á móti tilkynningu um undirskriftasöfnunina. 2.6.2006 12:45
Þrjú stéttarfélög sameinuð á Vesturlandi Verkalýðsfélag Borgarness, Verkalýðsfélagið Valur í Dalabyggð og Verkalýðsfélagið Hörður í sveitarfélögunum sunnan Skarðsheiðar hafa öll sameinast í Stéttarfélag Vesturlands. 2.6.2006 12:15
Vilja auka einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Einkarekstur í heilbrigðisþjónustunni er það sem koma skal að mati Samtaka atvinnulífsins. Framkvæmdastjóri samtakanna telur að einkarekstur hafi gefið góða raun og hann vill sjá aukna þróun í þá átt. 2.6.2006 12:15
Áhlaup á hús í Lundúnum Einn maður særðist í skotbardaga þegar breska lögreglan gerði áhlaup á hús í austurhluta Lundúna í morgun. Maðurinn mun ekki vera í lífshættu og var þegar fluttur á nærliggjandi sjúkrahús. 2.6.2006 12:00
Rússar segja samkomulag útiloka hernaðaraðgerðir Samkomulag utanríkisráðherra stórveldanna um næstu skref í kjarnorkudeilunni við Írana útilokar beitingu hervalds. Þetta sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í morgun. 2.6.2006 11:45
Sýrlendingar komu í veg fyrir hryðjuverk Öryggissveitum á Sýrlandi tókst í morgun að koma í veg fyrir að hryðjuverkamönnum tækist að leggja undir sig mannlausa byggingu í nágrenni ríkissjónvarpsins í landinu. 2.6.2006 11:30
Ekki svartsýnir við upphaf laxveiðitímabils Engin lax veiddist í Norðurá í gær, þegar veiðitímabílið hófst þar og stjórnarmenn í Stangveiðifélagi Reykjavíkur reyndu þar fyrir sér. Menn eru þó síður en svo svartsýnir á framhaldið, enda var áin óvenju vatnsmikil, köld og gruggug í gær. 2.6.2006 11:30
Læknanemar mættu ekki til vinnu Læknanemar á fjórða og fimmta ári mættu ekki til vinnu sinnar á Landspítalanum í morgun. Það gerðu þeir heldur ekki í gær til þess að mótmæla því sem þeir kalla kjaraskerðingu af hálfu stjórnenda spítalans. Lækningaforstjóri Landspítalans segir hins vegar að laun ungra lækna hafi hækkað langmest í nýgerðum kjarasamningum. 2.6.2006 11:15
SA gera verkalýðshreyfingunni tilboð Samtök atvinnulífsins hafa gert verkalýðshreyfingunni tilboð til að koma í veg fyrir að kjarasamningum verði sagt upp um næstu áramót. 2.6.2006 11:02
Skógareldar í Kína slökktir Slökkviliðsmönnum tókst í nótt að slökkva elda sem hafa logað í 11 daga í skóglendi í Hei-long-jang-kantónu í Kína. Um það bil 11 þúsund slökkviliðs- og lögreglumenn, auk skógarvarða, tóku þátt í baráttunni við eldana. Talið er að um 50 þúsund hektara svæði hafi orðið eldunum að bráð. 2.6.2006 11:00
18 mánaða fangelsi fyrir árás á lögregluþjóna Hæstiréttur Íslands staðfesti í gær átján mánaða fangelsisdóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir karlmanni fyrir árás á tvo lögregluþjóna. Maðurinn lagði til lögregluþjónanna með hnífi eftir að lögreglan hafði afskipti af honum á heimili hans. 2.6.2006 10:45
Forsvarsmenn byggingarfélags dæmdir til að greiða milljónir Tveir forsvarsmenn byggingarfélags voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær dæmdir í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu 22,2 milljóna hvor í sekt fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum. 2.6.2006 10:30
Sátt um tillögur Sátt náðist um tillögur í fyrirhuguðum viðræðum við Írana um kjarnorkumál þeirra á fundi utanríkisráðherra stórveldanna fimm sem sæti eiga í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, auk Þýskalands, í Vín í Austurríki í gær. 2.6.2006 10:15
SA með hugmyndir að samkomulagi Samtök atvinnulífsins hafa mótað hugmyndir að samkomulagi um lausn á aðsteðjandi vanda á vinnumarkaði vegna verðbólgu og væntanlegrar endurskoðunar kjarasamninga á hinum almenna vinnumarkmaði í nóvember. Verkalýðshreyfingin er nú að fara yfir hugmyndirnar sem mótaðar voru eftir óformlegar viðræður ýmissa forystumanna verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins. 2.6.2006 10:00
15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur dæmdi í gær karlmann í 15 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot. Hann var ákærður fyrir að hafa haft samræði við konu í samkvæmi á meðan hún gat ekki spyrnt á móti sökum ölvunar og svefndrunga. 2.6.2006 09:45