Innlent

Mikil bið á barna- og unglingageðdeild

Börn sem þurfa að komast á barna- og unglingageðdeild mega sætta sig við að bíða í heilt ár. Um eitt hundrað börn eru á biðlista eftir að komast á göngudeild.

Barna- og unglingageðdeild tekur við ungmennum hvaðanæva að af landinu og nú er svo komið að stofnunin annar illa eftirspurn. Ólafur Guðmundsson yfirlæknir segir að um það bil eitthundrað börn bíði eftir fyrstu innlögn inn á göngudeild og í flestum tilvikum sér ekki fyrir endann á biðinni nærri strax.

Sænskir sérfræðingar hafa verið fengnir hingað til lands til þess að gera úttekt á geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn og unglinga á Íslandi. Ljóst er að þeir munu koma inn á hina löngu bið eftir geðheilbrigðisþjónustu. Niðurstöður þeirra eru væntanlegar á næstunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×