Keflavík "óhreinn" flugvöllur 4. júní 2006 16:00 MYND/Gunnar V. Andrésson Evrópusambandið skilgreinir Keflavíkurflugvöll sem "óhreinan" flugvöll. Flugvélar sem fara héðan eru á tveimur evrópskum flugvöllum afgreiddar eins og þær séu að koma í fyrsta sinn inná Schengen svæðið. Ástæðan fyrir þessum vandræðagangi eru annars vegar kritur á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um gæði vopnaleitar og hins vegar sú staðreynd að komu- og brottfararfarþegar blandast á Keflavíkurflugvelli. Evrópusambandið viðurkennir ekki vopnaleit sem gerð er á brottfararfarþegum í Bandaríkjunum. Þessir farþegar skipta um vél í Keflavík og blandast brottfararfarþegum sem er búið að gera á vopnaleit - og smita hjörðina, ef svo má segja, samkvæmt skilgreiningum Evrópusambandsins. Vélarnar eru þá afgreiddar sem utanschengen vélar ytra og þá aftur á sama máta við komuna hingað aftur. Kastrupflugvöllur fór fyrir skömmu að afgreiða þessar vélar útfrá þessum forsendum og í gær bættist Schiphol flugvöllur í Amsterdam í hópinn. Samkvæmt heimildum NFS eru Íslendingar með þessari stöðu ekki að standa að fullu við skuldbindingar sínar í Schengen-samstarfinu. Það þarf að bregðast við þessu í skyndi og mun lausnin vera sú að setja upp vopnaleitarbúnað í flugstöðinni til að leita á þeim farþegum sem koma frá Bandaríkjunum og eru á leið áfram til Evrópu. Með slíkum tækjakosti yrði Keflavíkur aftur "hreinn" en það mun taka að minnsta kosti nokkrar vikur að koma þessum tækjakosti fyrir, þjálfa mannskap á hann og fá heilbrigðisvottorð á völlinn frá Evrópusamabndinu. Hvorki flugvallarstjórinn né sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli vildu tjá sig um málið og vísuðu á ráðuneyti sitt eða annað. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira
Evrópusambandið skilgreinir Keflavíkurflugvöll sem "óhreinan" flugvöll. Flugvélar sem fara héðan eru á tveimur evrópskum flugvöllum afgreiddar eins og þær séu að koma í fyrsta sinn inná Schengen svæðið. Ástæðan fyrir þessum vandræðagangi eru annars vegar kritur á milli Evrópusambandsins og Bandaríkjanna um gæði vopnaleitar og hins vegar sú staðreynd að komu- og brottfararfarþegar blandast á Keflavíkurflugvelli. Evrópusambandið viðurkennir ekki vopnaleit sem gerð er á brottfararfarþegum í Bandaríkjunum. Þessir farþegar skipta um vél í Keflavík og blandast brottfararfarþegum sem er búið að gera á vopnaleit - og smita hjörðina, ef svo má segja, samkvæmt skilgreiningum Evrópusambandsins. Vélarnar eru þá afgreiddar sem utanschengen vélar ytra og þá aftur á sama máta við komuna hingað aftur. Kastrupflugvöllur fór fyrir skömmu að afgreiða þessar vélar útfrá þessum forsendum og í gær bættist Schiphol flugvöllur í Amsterdam í hópinn. Samkvæmt heimildum NFS eru Íslendingar með þessari stöðu ekki að standa að fullu við skuldbindingar sínar í Schengen-samstarfinu. Það þarf að bregðast við þessu í skyndi og mun lausnin vera sú að setja upp vopnaleitarbúnað í flugstöðinni til að leita á þeim farþegum sem koma frá Bandaríkjunum og eru á leið áfram til Evrópu. Með slíkum tækjakosti yrði Keflavíkur aftur "hreinn" en það mun taka að minnsta kosti nokkrar vikur að koma þessum tækjakosti fyrir, þjálfa mannskap á hann og fá heilbrigðisvottorð á völlinn frá Evrópusamabndinu. Hvorki flugvallarstjórinn né sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli vildu tjá sig um málið og vísuðu á ráðuneyti sitt eða annað.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Erlent Fleiri fréttir Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Sjá meira