Innlent

Einkaframkvæmd ekki hagkvæmari við Sundabraut

Ríkisendurskoðun segir engin sérstök rök mæla með því að einkaaðilar, frekar en ríki, taki að sér vegaframkvæmdir á borð við Sundabraut, þar sem lítil óvissa er um verkið sjálft eða kostnað. Ríkisendurskoðun telur ekki hægt að skilgreina Hvalfjarðargöngin sem hreina einkafamkvæmd, enda hafi opinberir aðilar staðið að baki hlutafélaginu Speli og telur stofnunin heldur ekki að einkaframkvæmd hefði skilað betri árangri.

Ríkisendurskoðun telur að ríkið hefði getað fengið jafnhagstæð lán og Spölur fékk við gerð Hvalfjarðargangnanna, jafnvel hagstæðari. Ekki sé talið að einkaaðilar geti fjármagnað eða unnið framkvæmdir á borð við Sundabraut á hagkvæmari hátt en ríkið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×