Innlent

Utanvegaökumenn sektaðir eftir þyrlueftirlit

Þessi ökutæki eiga heima inni á sérmerktum brautum og svo sannarlega ekki í viðkvæmri náttúru utan þjóðvega.
Þessi ökutæki eiga heima inni á sérmerktum brautum og svo sannarlega ekki í viðkvæmri náttúru utan þjóðvega.

Þyrla Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlitsflug yfir hálendinu til að fylgjast með hugsanlegum utanvegaakstri á Hengilssvæði, Hellisheiði og hálendinu upp af Árnessýslu. Átta ökumenn mótorkrosshjóla voru í kjölfarið sektaðir fyrir að aka utan vega á Hengilssvæðinu og tveir jeppar voru stöðvaðir utan vega við Hagavatn.

Auk þess fengu hjólamennirnir sekt fyrir að aka um á óskráðum ökutækjum utan sérmerktra, þar til gerðra brauta.

Þyrlan fer líklega í fleiri svipaðar eftirlitsferðir í sumar og ættu menn því að hugsa sig tvisvar um áður en þeir brjóta lög og valda umhverfisspjöllum með utanvegaakstri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×