Innlent

Ráðist inn í sjónvarpsstöð í Palestínu

Byssumenn Hamas samtakanna ruddust í dag inn í sjónvarpsstöð Palestíinu manna, á Gaza svæðinu, og brutu þar allt og brömluðu. Talið er að um fimmtán manns hafi verið í innrásarliðinu. Þegar þeir spörkuðu starfsfólkinu út öskruðu þeir þeið eru svikarar , þið eruð hlutdræg, þið eruð óþverrar.

Engin lögregla kom á vettvang og byssumennirnir fengu því að leika lausum hala. Eftir að bafa lagt allt í rrúst, yfirgáfu þeir sjónvarpsstöðina. Enginn beið bana í þessum látum, en að miknnsta kosti einn sjónvarpstökumaður var barinn til óbóta.

Þessi árás er enn eitt upphlaupið í valdabaráttunni milli Mahmúds Abbasar, forseta, og ríkisstjórnar Hamas. Sjónvarpsútsendingar heyra undir Abbas, og Hamas saka sjónvavarpsstöðvarnar um hlutdrægni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×