Innlent

Guðni þarf að segja af sér eigi Finnur að verða formaður.

MYND/Gunnar V. Andrésson

Framsóknarmenn geta ekki gengið framhjá Guðna Ágússtssyni varaformanni flokksins, -og gert Finn Ingólfsson að formanni næsta föstudag, -nema Guðni segi af sér varaformennsku. Finnur útilokar ekki endurkomu í stjórnmálin, -verði til hans leitað, en Guðni segir stöðu sína hins vegar sterka.

Í lögum Framsóknarflokksins segir að varaformaður skuli taka við formennsku, -hætti formaðurinn af einhverjum sökum. Við höfum sagt frá því hér á NFS, -að Halldór Ásgrímsson, -sé á leið út úr pólitík. Í fljótu bragði mætti því þálykta sem svo, -í samræmi við lög flokksins, -að varaformaðurinn Guðni Ágústsson, -tæki þá við.

9. grein 9. kafla flokkslaganna er svohljóðandi: Ef formaður flokksins hverfur úr embætti tekur varaformaður við störfum hans. Miðstjórn skal þá kjósa nýjan varaformann á næsta fundi sínum og gildir kjör hans til næsta flokksþings þar á eftir.

Miðað við þetta virðist liggja í augum uppi að Guðni taki við ef Halldór hættir. -Sá mun þó ekki vera vilji ráðandi afla innan Framsóknarflokksins.

-Blásið hefur verið til miðstjórnarfundar á föstudaginn komandi. -Þar væri hægt, -sé það vilji miðstjórnar, -að að kjósa nýjan formann Framsóknarflokksins sem tæki strax við og myndi sitja fram að næsta Flokksþingi, -sem verður í haust. -Að því gefnu reyndar að Guðni Ágústsson hætti líka um leið Halldór.

Nafn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi varaformanns Framsóknarflokksins, -ber hæst í umræðunni um nýjan formann Framsóknar. Margir töldu hann þá vera krónprins flokksins og arftaka Halldórs þegar hann hætti.

Hann hefur mikla reynslu úr stjórnmálum, Seðlabankastjórn og viðskiptum, -eins og glögglega má lesa um í litmyndaskreyttu opnuviðtali við hann í Morgunblaðinu í dag. Sjálfur útilokar Finnur í viðtalinu við blaðið, -ekki endurkomu í stjórnmálin, -verði til hans leitað. Hann segir reyndar fjölda fólks hafa leitað til sín, og hvatt sig, -til að skella sér aftur í pólitíkina. Líklega er þó Guðni Ágústsson ekki á meðal þeirra. Hann telur stöðu sína sem varaformanns sterka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×