Innlent

Stakk lögregluna af á sundi í Rangá

Bóndi nokkur um fimmtugt reyndi allverulega á krafta lögreglunnar í Rangárþingi um helgina.

Hann hafði verið við gleðskap á skemmtistað á Hellu en þanngað hafði hann komið akandi á dráttarvél. Eftir að hafa setið þar nokkra stund að sumbli ákvað hann að halda heim á bæ sinn milli Hellu og Hvolsvallar en á miðri ferð sinni hitti hann fyrir lögreglumenn sem grunuðu hann um ölvun.

Lögreglan gaf manninum merki um að stöðva faratæki sitt en hann hélt nú ekki heldur lagði til árásar með ámoksturstækjunum á traktornum.

Bóndinn hljóp svo út úr dráttarvélinni og bárust leikar hans og lögreglu um mela og móa sveitarinnar.

Þegar komið var að bökkum Rangár skipti svo engum togum að lagði maðurinn til sunds og misstu laganna verðir þar augun af honum. Þeir fóru fljótlega óttast um hann og kölluðu út björgunarsveitarmenn sem komu samstundis og fínkembdu svæðið en án árangurs.

Seinnihluta laugardagsnætur gaf sá grunaði sig þó fram við lögreglu og var tekin blóðprufa úr honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×