Innlent

Halldór tilkynnir ákvörðun sína klukkan níu

MYND/Gunnar V. Andrésson

Halldór Ásgrímsson hefur boðað til blaðamannafundar í bústað forsætisráðherra á Þingvöllum klukkan níu í kvöld. Álitið er að á fundinum muni hann tilkynna ákvörðun um pólitíska framtíð sína. Sýnt verður beint frá fundinum á NFS klukkan níu.

Því hefur verið gert í skóna að hann hyggist segja af sér flokksformennsku í Framsóknarflokknum og jafnvel draga sig alfarið út úr stjórnmálum.

Við verðum á vaktinni fram eftir kvöldi og segjum frá framvindu mála jafnóðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×