Innlent

Tískusýning á pokakjólum

Hvenær sáuð þið síðast kjóla úr kartöflupokum, bónuspokum eða ruslapokum? Þetta er meðal þess sem getur að líta á tískusýningu í Gúttó í Hafnarfirði klukkan átta annað kvöld.

Það eru bjartir dagar í Hafnarfirði. Bjartir dagar eru lista- og menningarhátíð Hafnarfjarðar, sem nú er haldin í fjórða skiptið. Hátíðin hefur að leiðarljósi að skemmta bæjarbúum og gestum og leggja góðum málum lið.

Til dæmis verður tískusýning í Gúttó klukkan átta annað kvöld, og rennur 500 króna aðgangseyrir til krabbameinssjúkra barna. Hönnuður þessarar mjög svo sérstöku tískusýningar er Nikulína Einarsdóttir og módelin eru hún sjálf og vinkonur hennar. Málefni krabbameinssjúkra barna hafa lengi verið Nikulínu hugleikin.

Ekki láta ykkur vanta í Gúttó klukkan átta annað kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×