Fleiri fréttir

Gunnar Birgisson áfram bæjarstjóri

Oddvitar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í Kópavogi náðu nú í kvöld samkomulagi um meirihlutasamstarf á komandi kjörtímabili. Samkomulag er um að Gunnar I. Birgisson verði bæjarstjóri og að Ómar Stefánsson, oddviti Framsóknarflokks verði formaður bæjarráðs. Málefnasamningur liggur fyrir og veðrur hann lagður fyrir fulltrúaráð flokkanna á miðvikudag.

Síðustu tónleikar I Fagiolini

Framsækin endurreisnartónlist, - hljómar eins og þversögn, en þetta er eitt einkennismerki sönghópsins I Fagiolini, sem hélt síðari tónleika sína á Listahátíð í Íslensku óperunni í dag.

Helgimyndir í Hallgrímskirkju

Roðagylltar helgimyndir skreyta veggi Hallgrímskirkju þessa dagana. Sýning á balkönskum íkonum var opnuð þar í gær og stendur í heilan mánuð. Verkin eru eftir leikmenn í íkonagerð frá Balkanlöndunum, bæði karla og konur.

Ósætti um eftirlit á kjörstað

Ósætti er um hvernig framboð mega standa að eftirliti á kjörstað og frambjóðendur sem tóku að sér hlutverk kjörstjórnarfulltrúa voru meðal ágreiningsmála sem upp komu í sveitarstjórnarkosningunum í gær.

Kemur til greina að endurvekja R-listann

Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vinstrihreyfingarinnar-græns framboðs, segir vel koma til greina að endurvekja Reykjavíkurlistann fyrir borgarstjórnarkosningarnar árið 2010. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, tók í sama streng og ítrekaði þá skoðun sína að slit Reykjavíkurlistasamstarfsins hefðu verið mistök.

Tekur aftur við oddvitahlutverkinu

Eyþór Arnalds segist líta á það sem traustsyfirlýsingu við sig hversu margir kusu Sjálfstæðisflokkinn í Árborg. Hann ætlar að taka strax til starfa með bæjarstjórnarflokki sjálfstæðismanna í Árborg.

Nýjar meirihlutastjórnir að taka á sig mynd

Meirihlutastjórnir í fimm af ellefu stærstu sveitarfélögum landsins féllu í kosningunum í gær. Þreifingar hófust þegar í dag um meirihlutasamstarf vítt og breitt um landið. Akureyri, Mosfellsbær og Akranes eru meðal þeirra staða þar sem búast má við breytingum.

Herréttur mun dæma Hill

Bandaríski flugherinn hefur ákveðið að herréttur skeri úr um örlög Calvin Hills, fyrrverandi þyrluflugliða hjá Varnarliðinu, sem ákærður er fyrir morðið samstarfsmanni sínum, Ashley Turner.

Liðhlaup færast í vöxt

Yfir eitt þúsund breskir hermenn hafa gerst liðhlaupar síðan ófriðurinn í Írak braust út vorið 2003, að því er könnun breska ríkisútvarpsins leiðir í ljós.

Sigur Á-listans staðfestur

Kjörstjórn á Álftanesi lauk fyrir skemmstu endurtalningu á atkvæðum sem greidd voru í sveitarstjórnarkosningunum í gær. Endurtalningin staðfesti sigur Álftaneslistans. Sjálfstæðismenn fóru fram á endurtalningu vegna þess hversu mjótt var á munum en aðeins munaði þremur atkvæðum þegar talningu lauk í gærkvöldi.

Unnið hratt að því að mynda meirihluta í borgarstjórn

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur rætt við fulltrúa flestra hinna flokkanna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Nú fyrir nokkrum mínútum lauk fundi hans, Gísla Marteins Baldurssonar, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að heimili Ólafs F. Magnússonar oddvita Frjálslynda flokksins.

Viðræður um myndun nýs meirihluta í Mosfellsbæ

Fulltrúar Samfylkingarinnar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokksins í Mosfellsbæ hafa hafið formlegar viðræður um myndun nýs meirihluta í bænum. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði meirihluta sínum í gær.

Börnum haldið í Guantanamo

Bresk mannréttindasamtök staðhæfa að allt að sextíu börn undir átján ára aldri hafi verið látin dúsa í Guantanamo-fangabúðunum illræmdu og jafnvel sætt þar pyntingum.

Líðan Sharons óbreytt

Ariel Sharon, fyrrverandi forsætisráðherra Ísraels, var í morgun fluttur af Hadassah-sjúkrahúsinu í Jerúsalem á dvalarheimili í Tel Aviv fyrir fólk í dauðadái.

Ganga samkynhneigðra leyst upp

Rússneska lögreglan leysti upp kröfugöngu samkynhneigðra sem fram átti að fara í höfuðborginni Mosvku í gær.

Eyþór Arnalds heldur sæti sínu sem oddviti

Eyþór Arnalds var að vonum kátur í gærkvöldi þegar fyrstu tölur úr Árborg voru birtar. Staða hans og flokksins fyrir kosningarnar var óljós en nú liggur fyrir að hann haldi sæti sínu sem oddviti flokksins.

Óvíst hver verður næsti borgarstjóri Reykvíkinga

Óvíst er hver verður næsti borgarstjóri Reykvíkinga. Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki hreinan meirihluta en vantaði bara einn mann upp á. Tæplega 86.000 manns voru á kjörskrá í Reykjavík.

Glundroði og gripdeildir í Dili

Algert stjórnleysi virðist ríkja á Austur-Tímor þrátt fyrir að erlent friðargæslulið sé komið til landsins.

Stöðugt finnast fleiri látnir

Nú er orðið ljóst að 4.600 hið minnsta hafi týnt lífi í jarðskjálftanum á Jövu í fyrrinótt. Hjálparstarf er í fullum gangi en hver mínúta er dýrmæt þar sem margir eru enn grafnir í rústum.

Þreifingar fyrir meirihlutamyndun í borginni

Oddvitar flokkanna í Reykjavík vildu ekkert gefa upp um þreifingar fyrir meirihlutamyndun í borginni. Ýmsir spá því að Sjálfstæðisflokkur leiti til annað hvort Frjálslynda flokksins eða Framsóknar um meirihlutasamstarf.

Meirihlutinn hélt óvænt velli

Meirihlutinn hélt á Ísafirði, þvert á það sem skoðanakannanir höfðu gefið ástæðu til að ætla. Bæjarstjórinn og oddviti Sjálfstæðismanna vill halda áfram samstarfinu við Framsóknarflokkinn undir sinni forystu.

Straumurinn lá til vinstri

Straumur kjósenda lá til vinstri í nótt í stærstu sveitarfélögum landsins þar sem Vinstri-grænir og Samfylkingin bættu við sig fjölda sveitarstjórnarmanna. Sjálfstæðismenn bættu lítillega við sig en Framsóknarmenn töpuðu miklu.

Bandaríkjamaður myrti tvo barnunga syni sína

Rúmlega fertugur Bandaríkjamaður myrti tvo barnunga syni sína á hóteli í Miami í Flórída í gær með því að varpa þeim fram af svölum á 15. hæð. Hann framdi svo sjálfsmorð á sama hátt. Að sögn lögreglu hafði maðurinn og eiginkona hans átt í hjónabandserfiðleikum undanfarna mánuði.

Meirihluti sjálfstæðismanna féll á Álftanesi

Meirihluti sjálfstæðismanna féll á Álftanesi, þar er Á-listinn kominn í meirihluta í fyrsta skipti. Það stóð glöggt á Álftanesi, aðeins munaði þremur af 1189 atkvæðum að meirihlutinn hefði haldið. 49,9% kusu Sjálfstæðisflokkinn en 50,1% greiddu Á-listanum atkvæði sitt. Þetta þykir tíðindum sæta enda hefur Á-listinn aldrei verið við völd á Álftanesi.

Akureyrin EA er væntanleg til hafnar í Hafnarfirði um tíuleytið

Akureyrin EA er væntanleg til hafnar í Hafnarfirði um tíuleytið en tveir menn létust um borð í skipinu þegar kviknaði í því um 75 sjómílur norðvestur af Látrabjargi í gær. Sex sjómenn af skipinu voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítala Háskólasjúkrahúss í Fossvogi í gær, en þeir voru allir með snert af reykeytrun.

Alvarleg líkamsáras í Hafnarstræti í morgun

Rólegt var hjá lögreglunni í Reykjavík í nótt þótt mikill fjöldi fólks væri í bænum að skemmta sér. Ein líkamsárás var tilkynnt nú í morgun um klukkan hálf sjö, þar sem maður var barinn í Hafnastræti og var hann fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild alvarlega slasaður.

Úrslit í Hörgárbyggð

Óhlutbundinni kosningu í Hörgárbyggð er lokið. Á kjörskrá voru 287 en alls greiddi 181 atkvæði.

Viðræður hafnar í Árborg

Forystumenn B, S og V lista í Sveitarfélaginu Árborg hafa ákveðið að hefja viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Árborgar kjörtímabilið 2006 – 2010.

Úrslit í Akrahreppi

Óbundinni kosningu í Akrahreppi er lokið. Samtals greiddu 131 atkvæði, auðir seðlar einn og engir ógildir.

Úrslit í Grýtubakkahreppi

Óbundinni kosningu er lokið í Grýtubakkahreppi. Samtals greiddu 197manns atkvæði, einn auður seðill og engir ógildir.

Úrslit í Borgarfjarðarhreppi

Óbundinni kosningu í Borgarfjarðarhreppi er lokið. Samtals greiddu 76 manns atkvæði auðir seðlar voru tveir og engir ógildir.

Úrslit í Reykhólahreppi

Óbundinni kosningu í Reykhólahreppi. Samtals greiddu 116 manns atkvæði, auðir og ógildir seðlar voru engir.

Úrslit í Fljótsdalshreppi

Óbundinni kosningu í Fljótsdalshreppi er lokið. Samtals greiddu 52 manns atkvæði auðir seðlar voru tveir og ógildir seðlar voru engir.

Samantekt á úrslitum

Einn markverðasti atburður kosninganna á höfuðborgarsvæðinu er að Björn Ingi Hrafnsson virðist vera nokkuð öruggur með sæti sitt í borgarstjórn þvert á kannanir. Hann hefur 1155 atkvæða forskot á Oddnýu Sturludóttur. Einnig má nefna afhroð Framsóknarmanna í Kópavogi og stórsigur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Svo hafa Sjálfstæðismenn á Álftanesi beðið um endurtalningu.

Afhroð Framsóknarmanna

Framsóknarflokkurinn hefur tapað tveimur bæjarfulltrúum af þremur í Kópavogi. Meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðisfokks heldur þó velli með sex fulltrúa á móti fimm. Merihlutinn var átta á móti þremur.

Úrslit í Ásahreppi

Óbundinni kosningu í Ásahreppi er lokið. Samtals greiddu 100 manns atkvæði, auðir seðlar voru einn og ógildir seðlar engir.

Úrslit í Helgafellssveit

Óbundinni kosningu í Helgafellssveit er lokið. Samtals greiddu 38 manns atkvæði, auðir og ógildir seðlar voru engir. Úrslitin eru:

Úrslit í Svalbarðsshreppi

Óbundinni kosningu í Svalbarðsshreppi er lokið. Samtals greiddu 58 manns atkvæði auðir og ógildir seðlar voru engir. Úrslitin eru:

Úrslit í Skorradalshreppi

Óbundinni kosningu í Skorradalshreppi er lokið. Samtals greiddu 29 manns atkvæði, auðir seðlar voru tveir og ógildir engir. Úrslitin eru:

Vill að kosið verði til Alþingis sem fyrst

Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna segir að úrslit kosninganna séu skýr skilaboð þjóðarinnar þess efnis að hún kæri sig ekki lengur um ríkisstjórnina. Hann vill að boðað verði til Alþingiskosninga hið fyrsta.

Sjá næstu 50 fréttir