Innlent

Síðustu tónleikar I Fagiolini

Framsækin endurreisnartónlist, - hljómar eins og þversögn, en þetta er eitt einkennismerki sönghópsins, I Fagiolini, sem hélt síðari tónleika sína á Listahátíð í Íslensku óperunni í dag.

Sönghópurinn var ekki kominn í búninga þegar NFS kíkti á æfingu í dag en sýningarnar eru talsvert sjónarspil þegar allir eru uppáklæddir í miðaldabúninga og gæða sönginn lífi með látbragð. Sýningin Brennandi hjarta, sem flutt var í Óperunni í dag, er samansafn margra glæsilegustu söngverka ítalska skáldsins Claudios Monteverdis, og inniheldur fjölradda söng með og án undirleiks á lútu og sembal, dúetta, madrígala og tríó.

Sýningin hefur fengið frábæra dóma í breskum blöðum og var frumsýnd á Íslandi í gær í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×