Innlent

Unnið hratt að því að mynda meirihluta í borgarstjórn

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur rætt við fulltrúa flestra hinna flokkanna um myndun meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur. Nú fyrir nokkrum mínútum lauk fundi hans, Gísla Marteins Baldurssonar, og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að heimili Ólafs F. Magnússonar oddvita Frjálslynda flokksins.

Vilhjálmur sagði að fundi loknum að enn væru mál á viðræðustigi og farið yrði ítarlega ofan í saumana á mögulegum samstarfsfleti við önnur framboð. Hann lagði áherslu á að það yrði unnið hratt að því að mynda meirihluta í borgarstjórn og að það tækist á næstu tveimur til þremur dögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×