Fleiri fréttir Forseti Íslands farinn til Finnlands Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt til Finnlands í dag en í hádeginu á morgun mun hann eiga fund með frú Tarja Halonen, forseta Finnlands. Auk þess tekur hann þátt í atburðum síðdegis sem helgaðir eru sölu og markaðssetningu á íslenskri síld í Finnlandi. 22.5.2006 18:00 90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. 22.5.2006 17:40 Foreldrar og vinir mikilvægastir fyrir vellíðan skólabarna Yfirgnæfandi meirihluta grunnskólabarna í 5. til 7. bekk í Reykjavík líður vel í skóla. Samvera barna og foreldra virðist hafa mest að segja um líðan barnanna. Þetta kom fram í dag í kynningu Menntasviðs Reykjavíkurborgar á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal rúmlega 4000 grunnskólabarna vorið 2005. 22.5.2006 17:30 Ólína fær full laun í þrjú ár Ólína Þorvarðardóttir, fráfarandi skólameistari á Ísafirði, fær full laun skólameistara í þrjú ár eftir að hún lýkur störfum í sumar. Fréttavefurinn Mannlíf.is greinir frá þessu og segir að þetta sé samkvæmt samkomulagi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. 22.5.2006 17:23 Krefst 20 milljóna í miskabætur vegna umfjöllunar DV Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV. Málið var höfðað því Gunnari fannst að sér vegið í umfjöllun DV um störf sín og krefst hann miskabóta upp á 20 milljónir króna. 22.5.2006 17:00 Hyggjast leysa húsnæðisvanda ungs fólks Samfylkingin svaraði kalli Stúdentaráðs í dag varðandi húsnæðisvanda ungs fólks, með því að reisa skilti á gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu. Á skiltinu stendur hvað Samfylkingin hyggist gera til að bæta húsnæðisvanda ungs fólks. Flokkurinn hyggst beita sér fyrir byggingu átta hundrað íbúða fyrir stúdenta í miðbænum og í nágrenni við Háskóla Íslands. 22.5.2006 16:06 Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð á Reykjanesbrautinni á Fitjum um klukkan hálf tvö. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík er um tveggja bíla árekstur að ræða og þurfti að flytja einhverja á slysadeild. Ekki er þó vitað um meiðsl þeirra að svo stöddu. 22.5.2006 14:38 Íranar halda fast við kjarnorkuáætlun sína Íranar ætla að halda sig fast við kjarnorkuáætlun sína. Þeir segja kjarnorkurannsóknirnar eiga fullan rétt á sér og um þær verði ekki samið. 22.5.2006 13:30 Svartfjallaland sjálfstætt ríki Svartfellingar samþykktu sjálfstæði frá Serbíu með naumum meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Serbía og Svartfjallaland eru ein eftir í ríkjasambandinu sem eftir er af fyrrverandi Júgóslavíu. 22.5.2006 13:15 Allt erlent herlið frá Írak árið 2010 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breska herliðsins í Írak. 22.5.2006 12:45 Industria opnar skrifstofu í Kína Íslenska fyrirtækið Industria ehf. hefur opnað skrifstofu í Kína, og verður landið þar með hið sjötta þar sem Industria hefur starfsemi. Industria selur alhliða breiðbandslausnir til fjárfestinga- og fjarskiptafyrirtækja, og á Asíumarkaði hefur orðið mikill vöxtur í þessum geira undanfarin misseri segir í tilkynningu frá félaginu. 22.5.2006 12:11 Vetrarveður er á Norður- og Austurlandi Vetrarveður er á Norður- og Austurlandi og er jörð þar orðin alhvít. Úrkoman á eftir að aukast í dag og það er leiðindaspá fyrir morgundaginn. 22.5.2006 11:42 Glæsiveisla hjá Beckham hjónunum Hundruð aðdáenda sem söfnuðust saman við heimili Beckham hjónanna í Hertfordshire í Englandi í von um að berja átrúnaðargoð sín augum höfðu ekki erindi sem erfiði í gærkvöldi þegar til hjónanna flykktust um 350 gestir í HM partý fyrirliðans. Aðdáendurnir urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum þegar gesti hjónanna bar að garði því flestir þeirra komu í eðalvögnum og bifreiðum með skyggðum rúðum og því lítið að sjá. 22.5.2006 11:30 Fundu hass og amfetamín Ökumaður var handtekinn í Reykjavík nótt eftir að eitthvað af hassi og amfetamíni fundust í bíl hans. Efnunum var pakkað í söluumbúðir og er maðurinn grunaður um að hafa ætlað þau til sölu. Hann er í vörslu lögreglu og mun fíkniefnalögreglan yfirheyra hann í dag. 22.5.2006 11:00 Læra að skrifa fréttir og taka þær upp Í Lindaskóla er heill bekkur níu og tíu ára barna sem gæti mannað helstu fréttastöður á Íslandi innan fárra ára. Krakkarnir í fjórða S.H. kunna nú þegar að skrifa fréttir, taka þær upp og klippa þær til. 22.5.2006 10:45 Játar að hafa framið vopnað rán í Apótekaranum Liðlega fertugur karlmaður hefur játað að hafa framið vopnað rán í Apótekaranum við Smiðjuveg á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Hann ógnaði starfsfólki með exi og komst undan með talsvert af lyfjum. 22.5.2006 10:30 Ölvaður, ökuréttindalaus og eftirlýstur Maður sem stöðvaður var við reglubundið eftirlit lögreglu í Reykjavík í nótt reyndist vera bæði ölvaður og ökuréttindalaus vegna fyrri ölvunaraksturs. Það var þó ekki það versta, því bíllinn var líka ótryggður og sjálfur var hann eftirlýstur af lögreglu um allt land vegna fjölda afbrota, sem búið var að dæma hann fyrir. 22.5.2006 10:15 Handtóku fjóra innbrotsþjófa í Breiðholti Lögreglan í Reykjavík handtók fjóra innbrotsþjófa í Breiðholti í nótt þegar þeir brutust þar inn í fyrirtæki. Einn var gripinn glóðvogur þegar hann var að skríða þar út um glugga, lögreglumenn hlupu aðra tvo uppi, en sjá fjórði, sem slapp undan þeim, hljóp í flasið á þeim skömmu síðar. 22.5.2006 10:00 Merkel í heimsókn í Kína Angela Merkel, kanslari Þýsklands, hitti í dag Wen Jiabao, forsætisráðherra Kínverja. Með Merkel í för er iðnaðarráðherra Þýsklands og er tilgangurinn að efla viðskipti milli landanna. 22.5.2006 10:00 Olmert í Washington Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kom til Washington í gær þar sem hann mun hitta George Bush, forseta Bandaríkjanna. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Olmert hittir Bush í ráðherratíð sinni. 22.5.2006 09:30 Blair í Bagdad Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad nú í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breskra herliða í Írak. 22.5.2006 09:15 Íbúar Svarfjallalands kusu aðskilnað frá Serbíu Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, lýsti í nótt yfir sigri aðskilnaðarsinna í kosningum sem fram fóru í gær um aðskilnað Svarfjallalands frá Serbíu. 22.5.2006 08:40 Líkfundur Björgunarsveitarmenn fundu í gærkvöldi lík Péturs Þorvarðarsonar, 17 ára pilts, sem saknað hefur verið frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan aðfararnótt sunnudagsins fjórtánda maí. 22.5.2006 07:44 Silvíu vantaði 14 stig upp á Silvía Nótt var þrettánda af 23 keppendum í undankeppni Eurovision á fimmtudagskvöldið. Pólverjar voru næstir því að komast inn með sjötíu stig og Belgar voru í tólfta sæti. 22.5.2006 05:45 Vongóðir um að finna Pétur Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á laugardag fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðarson, sautján ára pilt frá Egilsstöðum, sem leitað hefur verið í rúma viku. Leitað er á svæði sem er austan og norðan Þjóðfells. Áætlar svæðisstjórnin á Egilsstöðum að slóðin sé 35-40 kílómetra frá Grímsstöðum á Fjöllum þaðan sem Péturs var upphaflega saknað á aðfaranótt síðasta sunnudags. 22.5.2006 00:01 Hugrenningar einstaklings en ekki skoðun flokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki tjá sig um hótanir aðstoðarmanns forsætisráðherra um að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummælin eru hugrenningar einstaklings og endurspegla ekki afstöðu forystu Framsóknarflokksins segir þingflokksformaður Framsóknar. 21.5.2006 19:30 Marokkómenn deyja í rútuslysi á Spáni Alvarlegt rútuslys varð á Spáni í dag með þeim afleiðingum að sjö manns létu lífið og 26 slösuðust. 21.5.2006 18:58 Þúsundir Íslendinga búa við sára fátækt Ný könnun Rauða Krossins á fátækt sýnir svo ekki verður um villst að þeim hópum sem búa við sár kjör hér á landi hefur fjölgað á undanförnum árum. Forseti Íslands segir það með öllu óásættanlegt að þúsundir Íslendinga búi við sára fátækt alla daga ársins. 21.5.2006 18:45 Gengið gegn hungri Hundruð þúsunda manna um allan heim mótmæltu hungri í útigöngum í dag. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna stóð fyrir mótmælunum undir slagorðinu "Berjumst gegn hungri - göngum um heiminn." 21.5.2006 17:34 Æstur múgur réðst að lögreglu Æstur múgur réðst að lögreglu, skemmdi lögreglubíl og reyndi að frelsa fanga á Hellu í nótt. Málið hófst fremur sakleysislega, tilkynning barst lögreglu um slagsmál við veitingastaðin Kristján tíunda, laust upp úr klukkan tvö. 21.5.2006 13:01 Ísraelsher skaut palestínska konu Palestínsk kona lét lífið fyrir kúlum ísraelskra hermanna í nótt þegar Ísraelar réðust á íbúðasvæði í borginni Nablus á vesturbakkanum. Talsmaður Ísraelshers segir að hermenn hafi veri á svæðinu til að handtaka fólk, og að Palestínumenn hafi skotið á hermenn en þeir ekki skotið á móti. Palestínumenn segja hins vegar að konan sem féll hafi orðið fyrir byssukúlum Ísraela þar sem hún var að líta út um gluggan heima hjá sér. Útför hennar fór fram í morgun. Samkvæmt siðum múslima fer útför helst fram samdægurs andlátinu. 21.5.2006 12:29 Forsetinn segir fátækt vaxandi vanda á Íslandi Fátækt er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi segir forseti Íslands. Hann telur nýja skýrslu Rauða Krossins sýna svo ekki verði um villst að þeim hópum sem búi við sár kjör hér á landi hafi fjölgað á undanförnum árum 21.5.2006 12:25 Vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður Ferðamálasamtök Vestfjarða vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður á næstu tveimur árum. Verið er að kynna hugmyndirnar fyrir landeigendum á svæðinu og forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða segir mikilvægt að sátt náist í málinu. 21.5.2006 11:11 Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í Kópavogi Sjálfstæðismenn í Kópavogi undir forystu Gunnars Birgissonar, fá hnreinan meirihluta í bæjarstjórn, ef marka má nýja skoaðnnakönnun Fréttablaðsins. Þeir fá sex bæjarfulltrúa, Samfylking fær þrjá og Vinstri grænir einn. Framsóknarmenn tapa verulega samkvæmt könnun blaðsins, fengju aðeins einn bæjarfulltrúa nú, en voru með þrjá. 21.5.2006 11:05 Svartfellingar kjósa um aðskilnað frá Serbíu Svartfellingar kjósa í dag um aðskilnað frá Serbíu. Mjótt er á mununum, samkvæmt skoðanakönnunum. 21.5.2006 11:01 Grímuklæddir finnskir rokkarar unnu Evróvisjón Finnsku þungarokkararnir Lodi tóku Evróvision keppnina með áhlaupi í gærkvöldi. Mikill fögnuður var í Finnlandi, en þar í landi eru menn vanari því að fá ekkert stig heldur en tólf. 21.5.2006 10:55 Ný stjórn tekur við í sprengjuregni Forsætisráðherra Íraks, Nuri Al Maliki, hét í dag ítrustu valdbeitingu gegn hryðjuverkum. Ný stjórn hans tók við völdum í gær, og í morgun var henni fagnað með sprengjuárásum í Bagdad. 21.5.2006 10:19 Telja sig hafa fundið fótspor Péturs Þorvarðarsonar Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á fimmta tímanum í gær fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðason, sem leitað hefur verið að síðan um síðustu helgi. Fótsporin fundust nokkuð frá því svæði sem þegar er búið að kemba, eða 25 kílómetrum austan við Grímsstaði, þar sem síðast spurðist til Péturs. Töluverður kraftur var settur í leitina eftir að fótsporin fundust, en leitinni var hætt í nótt, þegar aftakaveður gerði á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki útlit fyrir að leit verði fram haldið í dag, þar sem veðrið er með versta móti og ekki búist við að hríðinni sloti fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 21.5.2006 10:18 Tveir handteknir grunaðir um vopnað rán Lögreglan í Kópavogi handtók tvo menn í nótt sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í verslun Lyfs og Heilsu á Smiðjuvegi síðastliðinn fimmtudag. Mennirnir ógnuðu starfsfólki verslunarinnar með exi og rændu þaðan lyfjum. Þeir grunuðu verða færðir til yfirheyrslu um hádegi. 21.5.2006 10:14 Finnland sigraði með "Hard Rock Hallelujah" Framlag Finnlands sigraði nokkuð örugglega í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í Aþenu í Grikklandi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnland sigrar Eurovision en þetta er í 40. sinn sem Finnar taka þátt. Finnland leiddi nánast alla atkvæðagreiðsluna og hlaut samtals 292 stig. Í öðru sæti varð Rússland og í þriðja sæti lenti Bosnía Hersegóvína. 20.5.2006 21:50 Sjálfsvígstilraun sett á svið Fangar í Guantanamo fangabúðunum settu á svið sjálfsvígstilraun til að auðveldara yrði fyrir þá að ráðast á fangaverði í búðunum fyrir helgi. Bandarískum hermönnum tókst að brjóta árásina á bak aftur á skömmum tíma. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í gær að búðunum yrði lokað en Bandaríkjamenn segja árásina sýna hve hættulegir fangarnir þar séu. 20.5.2006 20:46 Vopnað rán á Lækjartorgi Karlmaður var handtekinn í dag eftir vopnað rán í sjoppu á Lækjartorgi. Maðurinn ógnaði starfstúlku með hamri. 20.5.2006 20:43 Fá ekki hærri laun Fastráðnir erlendir hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum fá ekki hærri laun en íslenskir, segir hjúkrunarforstjóri spítalans. Hún getur þó ekki svarað því af eða á hvort hjúkrunarfræðingar sem koma frá norrænni starfsmannaleigu í sumar fái hærri eða lægri laun en þeir íslensku. 20.5.2006 20:30 Færri frá Reykjanesbæ inn á BUGL Innlögnum á barna- og unglingageðdeild frá Reykjanesbæ hefur fækkað um helming á milli ára. Yfirsálfræðingur bæjarins þakkar góðu forvarnarstarfi árangurinn. 20.5.2006 20:00 Áttræðar konur grunaðar um að myrða heimilislausa Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið tvær konur á áttræðisaldri sem eru grunaðar um að hafa myrt heimilislausa menn. Þær höfðu krafist þess að fá greiddar út milljónir bandaríkjadala vegna líftrygginga sem þær höfðu keypt fyrir þá. 20.5.2006 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Forseti Íslands farinn til Finnlands Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, hélt til Finnlands í dag en í hádeginu á morgun mun hann eiga fund með frú Tarja Halonen, forseta Finnlands. Auk þess tekur hann þátt í atburðum síðdegis sem helgaðir eru sölu og markaðssetningu á íslenskri síld í Finnlandi. 22.5.2006 18:00
90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. 22.5.2006 17:40
Foreldrar og vinir mikilvægastir fyrir vellíðan skólabarna Yfirgnæfandi meirihluta grunnskólabarna í 5. til 7. bekk í Reykjavík líður vel í skóla. Samvera barna og foreldra virðist hafa mest að segja um líðan barnanna. Þetta kom fram í dag í kynningu Menntasviðs Reykjavíkurborgar á niðurstöðum könnunar sem gerð var meðal rúmlega 4000 grunnskólabarna vorið 2005. 22.5.2006 17:30
Ólína fær full laun í þrjú ár Ólína Þorvarðardóttir, fráfarandi skólameistari á Ísafirði, fær full laun skólameistara í þrjú ár eftir að hún lýkur störfum í sumar. Fréttavefurinn Mannlíf.is greinir frá þessu og segir að þetta sé samkvæmt samkomulagi við Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. 22.5.2006 17:23
Krefst 20 milljóna í miskabætur vegna umfjöllunar DV Málflutningur fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag í máli Gunnars Hrafns Birgissonar sálfræðings gegn Jónasi Kristjánssyni og Mikael Torfasyni, fyrrverandi ritstjórum DV. Málið var höfðað því Gunnari fannst að sér vegið í umfjöllun DV um störf sín og krefst hann miskabóta upp á 20 milljónir króna. 22.5.2006 17:00
Hyggjast leysa húsnæðisvanda ungs fólks Samfylkingin svaraði kalli Stúdentaráðs í dag varðandi húsnæðisvanda ungs fólks, með því að reisa skilti á gatnamótum Hringbrautar og Sæmundargötu. Á skiltinu stendur hvað Samfylkingin hyggist gera til að bæta húsnæðisvanda ungs fólks. Flokkurinn hyggst beita sér fyrir byggingu átta hundrað íbúða fyrir stúdenta í miðbænum og í nágrenni við Háskóla Íslands. 22.5.2006 16:06
Umferðarslys á Reykjanesbraut Umferðarslys varð á Reykjanesbrautinni á Fitjum um klukkan hálf tvö. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Keflavík er um tveggja bíla árekstur að ræða og þurfti að flytja einhverja á slysadeild. Ekki er þó vitað um meiðsl þeirra að svo stöddu. 22.5.2006 14:38
Íranar halda fast við kjarnorkuáætlun sína Íranar ætla að halda sig fast við kjarnorkuáætlun sína. Þeir segja kjarnorkurannsóknirnar eiga fullan rétt á sér og um þær verði ekki samið. 22.5.2006 13:30
Svartfjallaland sjálfstætt ríki Svartfellingar samþykktu sjálfstæði frá Serbíu með naumum meirihluta atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu í gær. Serbía og Svartfjallaland eru ein eftir í ríkjasambandinu sem eftir er af fyrrverandi Júgóslavíu. 22.5.2006 13:15
Allt erlent herlið frá Írak árið 2010 Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breska herliðsins í Írak. 22.5.2006 12:45
Industria opnar skrifstofu í Kína Íslenska fyrirtækið Industria ehf. hefur opnað skrifstofu í Kína, og verður landið þar með hið sjötta þar sem Industria hefur starfsemi. Industria selur alhliða breiðbandslausnir til fjárfestinga- og fjarskiptafyrirtækja, og á Asíumarkaði hefur orðið mikill vöxtur í þessum geira undanfarin misseri segir í tilkynningu frá félaginu. 22.5.2006 12:11
Vetrarveður er á Norður- og Austurlandi Vetrarveður er á Norður- og Austurlandi og er jörð þar orðin alhvít. Úrkoman á eftir að aukast í dag og það er leiðindaspá fyrir morgundaginn. 22.5.2006 11:42
Glæsiveisla hjá Beckham hjónunum Hundruð aðdáenda sem söfnuðust saman við heimili Beckham hjónanna í Hertfordshire í Englandi í von um að berja átrúnaðargoð sín augum höfðu ekki erindi sem erfiði í gærkvöldi þegar til hjónanna flykktust um 350 gestir í HM partý fyrirliðans. Aðdáendurnir urðu margir hverjir fyrir vonbrigðum þegar gesti hjónanna bar að garði því flestir þeirra komu í eðalvögnum og bifreiðum með skyggðum rúðum og því lítið að sjá. 22.5.2006 11:30
Fundu hass og amfetamín Ökumaður var handtekinn í Reykjavík nótt eftir að eitthvað af hassi og amfetamíni fundust í bíl hans. Efnunum var pakkað í söluumbúðir og er maðurinn grunaður um að hafa ætlað þau til sölu. Hann er í vörslu lögreglu og mun fíkniefnalögreglan yfirheyra hann í dag. 22.5.2006 11:00
Læra að skrifa fréttir og taka þær upp Í Lindaskóla er heill bekkur níu og tíu ára barna sem gæti mannað helstu fréttastöður á Íslandi innan fárra ára. Krakkarnir í fjórða S.H. kunna nú þegar að skrifa fréttir, taka þær upp og klippa þær til. 22.5.2006 10:45
Játar að hafa framið vopnað rán í Apótekaranum Liðlega fertugur karlmaður hefur játað að hafa framið vopnað rán í Apótekaranum við Smiðjuveg á fimmtudagsmorgun í síðustu viku. Hann ógnaði starfsfólki með exi og komst undan með talsvert af lyfjum. 22.5.2006 10:30
Ölvaður, ökuréttindalaus og eftirlýstur Maður sem stöðvaður var við reglubundið eftirlit lögreglu í Reykjavík í nótt reyndist vera bæði ölvaður og ökuréttindalaus vegna fyrri ölvunaraksturs. Það var þó ekki það versta, því bíllinn var líka ótryggður og sjálfur var hann eftirlýstur af lögreglu um allt land vegna fjölda afbrota, sem búið var að dæma hann fyrir. 22.5.2006 10:15
Handtóku fjóra innbrotsþjófa í Breiðholti Lögreglan í Reykjavík handtók fjóra innbrotsþjófa í Breiðholti í nótt þegar þeir brutust þar inn í fyrirtæki. Einn var gripinn glóðvogur þegar hann var að skríða þar út um glugga, lögreglumenn hlupu aðra tvo uppi, en sjá fjórði, sem slapp undan þeim, hljóp í flasið á þeim skömmu síðar. 22.5.2006 10:00
Merkel í heimsókn í Kína Angela Merkel, kanslari Þýsklands, hitti í dag Wen Jiabao, forsætisráðherra Kínverja. Með Merkel í för er iðnaðarráðherra Þýsklands og er tilgangurinn að efla viðskipti milli landanna. 22.5.2006 10:00
Olmert í Washington Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, kom til Washington í gær þar sem hann mun hitta George Bush, forseta Bandaríkjanna. Þetta mun vera í fyrsta skipti sem Olmert hittir Bush í ráðherratíð sinni. 22.5.2006 09:30
Blair í Bagdad Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, kom til Bagdad nú í morgun. Með heimsókn sinni hyggst Blair sýna stuðning sinn við nýja ríkisstjórn Íraka og ræða veru breskra herliða í Írak. 22.5.2006 09:15
Íbúar Svarfjallalands kusu aðskilnað frá Serbíu Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, lýsti í nótt yfir sigri aðskilnaðarsinna í kosningum sem fram fóru í gær um aðskilnað Svarfjallalands frá Serbíu. 22.5.2006 08:40
Líkfundur Björgunarsveitarmenn fundu í gærkvöldi lík Péturs Þorvarðarsonar, 17 ára pilts, sem saknað hefur verið frá Grímsstöðum á Fjöllum síðan aðfararnótt sunnudagsins fjórtánda maí. 22.5.2006 07:44
Silvíu vantaði 14 stig upp á Silvía Nótt var þrettánda af 23 keppendum í undankeppni Eurovision á fimmtudagskvöldið. Pólverjar voru næstir því að komast inn með sjötíu stig og Belgar voru í tólfta sæti. 22.5.2006 05:45
Vongóðir um að finna Pétur Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á laugardag fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðarson, sautján ára pilt frá Egilsstöðum, sem leitað hefur verið í rúma viku. Leitað er á svæði sem er austan og norðan Þjóðfells. Áætlar svæðisstjórnin á Egilsstöðum að slóðin sé 35-40 kílómetra frá Grímsstöðum á Fjöllum þaðan sem Péturs var upphaflega saknað á aðfaranótt síðasta sunnudags. 22.5.2006 00:01
Hugrenningar einstaklings en ekki skoðun flokksins Formaður Sjálfstæðisflokksins vill ekki tjá sig um hótanir aðstoðarmanns forsætisráðherra um að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummælin eru hugrenningar einstaklings og endurspegla ekki afstöðu forystu Framsóknarflokksins segir þingflokksformaður Framsóknar. 21.5.2006 19:30
Marokkómenn deyja í rútuslysi á Spáni Alvarlegt rútuslys varð á Spáni í dag með þeim afleiðingum að sjö manns létu lífið og 26 slösuðust. 21.5.2006 18:58
Þúsundir Íslendinga búa við sára fátækt Ný könnun Rauða Krossins á fátækt sýnir svo ekki verður um villst að þeim hópum sem búa við sár kjör hér á landi hefur fjölgað á undanförnum árum. Forseti Íslands segir það með öllu óásættanlegt að þúsundir Íslendinga búi við sára fátækt alla daga ársins. 21.5.2006 18:45
Gengið gegn hungri Hundruð þúsunda manna um allan heim mótmæltu hungri í útigöngum í dag. Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna stóð fyrir mótmælunum undir slagorðinu "Berjumst gegn hungri - göngum um heiminn." 21.5.2006 17:34
Æstur múgur réðst að lögreglu Æstur múgur réðst að lögreglu, skemmdi lögreglubíl og reyndi að frelsa fanga á Hellu í nótt. Málið hófst fremur sakleysislega, tilkynning barst lögreglu um slagsmál við veitingastaðin Kristján tíunda, laust upp úr klukkan tvö. 21.5.2006 13:01
Ísraelsher skaut palestínska konu Palestínsk kona lét lífið fyrir kúlum ísraelskra hermanna í nótt þegar Ísraelar réðust á íbúðasvæði í borginni Nablus á vesturbakkanum. Talsmaður Ísraelshers segir að hermenn hafi veri á svæðinu til að handtaka fólk, og að Palestínumenn hafi skotið á hermenn en þeir ekki skotið á móti. Palestínumenn segja hins vegar að konan sem féll hafi orðið fyrir byssukúlum Ísraela þar sem hún var að líta út um gluggan heima hjá sér. Útför hennar fór fram í morgun. Samkvæmt siðum múslima fer útför helst fram samdægurs andlátinu. 21.5.2006 12:29
Forsetinn segir fátækt vaxandi vanda á Íslandi Fátækt er vaxandi vandamál í íslensku samfélagi segir forseti Íslands. Hann telur nýja skýrslu Rauða Krossins sýna svo ekki verði um villst að þeim hópum sem búi við sár kjör hér á landi hafi fjölgað á undanförnum árum 21.5.2006 12:25
Vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður Ferðamálasamtök Vestfjarða vilja að Látrabjarg og Rauðasandur verði skilgreind sem þjóðgarður á næstu tveimur árum. Verið er að kynna hugmyndirnar fyrir landeigendum á svæðinu og forstöðumaður Markaðsstofu Vestfjarða segir mikilvægt að sátt náist í málinu. 21.5.2006 11:11
Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta í Kópavogi Sjálfstæðismenn í Kópavogi undir forystu Gunnars Birgissonar, fá hnreinan meirihluta í bæjarstjórn, ef marka má nýja skoaðnnakönnun Fréttablaðsins. Þeir fá sex bæjarfulltrúa, Samfylking fær þrjá og Vinstri grænir einn. Framsóknarmenn tapa verulega samkvæmt könnun blaðsins, fengju aðeins einn bæjarfulltrúa nú, en voru með þrjá. 21.5.2006 11:05
Svartfellingar kjósa um aðskilnað frá Serbíu Svartfellingar kjósa í dag um aðskilnað frá Serbíu. Mjótt er á mununum, samkvæmt skoðanakönnunum. 21.5.2006 11:01
Grímuklæddir finnskir rokkarar unnu Evróvisjón Finnsku þungarokkararnir Lodi tóku Evróvision keppnina með áhlaupi í gærkvöldi. Mikill fögnuður var í Finnlandi, en þar í landi eru menn vanari því að fá ekkert stig heldur en tólf. 21.5.2006 10:55
Ný stjórn tekur við í sprengjuregni Forsætisráðherra Íraks, Nuri Al Maliki, hét í dag ítrustu valdbeitingu gegn hryðjuverkum. Ný stjórn hans tók við völdum í gær, og í morgun var henni fagnað með sprengjuárásum í Bagdad. 21.5.2006 10:19
Telja sig hafa fundið fótspor Péturs Þorvarðarsonar Björgunarsveitir á Austurlandi fundu á fimmta tímanum í gær fótspor sem talin eru vera eftir Pétur Þorvarðason, sem leitað hefur verið að síðan um síðustu helgi. Fótsporin fundust nokkuð frá því svæði sem þegar er búið að kemba, eða 25 kílómetrum austan við Grímsstaði, þar sem síðast spurðist til Péturs. Töluverður kraftur var settur í leitina eftir að fótsporin fundust, en leitinni var hætt í nótt, þegar aftakaveður gerði á svæðinu. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki útlit fyrir að leit verði fram haldið í dag, þar sem veðrið er með versta móti og ekki búist við að hríðinni sloti fyrr en í fyrsta lagi á morgun. 21.5.2006 10:18
Tveir handteknir grunaðir um vopnað rán Lögreglan í Kópavogi handtók tvo menn í nótt sem grunaðir eru um að hafa framið vopnað rán í verslun Lyfs og Heilsu á Smiðjuvegi síðastliðinn fimmtudag. Mennirnir ógnuðu starfsfólki verslunarinnar með exi og rændu þaðan lyfjum. Þeir grunuðu verða færðir til yfirheyrslu um hádegi. 21.5.2006 10:14
Finnland sigraði með "Hard Rock Hallelujah" Framlag Finnlands sigraði nokkuð örugglega í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva sem fram fór í Aþenu í Grikklandi í kvöld. Þetta er í fyrsta sinn sem Finnland sigrar Eurovision en þetta er í 40. sinn sem Finnar taka þátt. Finnland leiddi nánast alla atkvæðagreiðsluna og hlaut samtals 292 stig. Í öðru sæti varð Rússland og í þriðja sæti lenti Bosnía Hersegóvína. 20.5.2006 21:50
Sjálfsvígstilraun sett á svið Fangar í Guantanamo fangabúðunum settu á svið sjálfsvígstilraun til að auðveldara yrði fyrir þá að ráðast á fangaverði í búðunum fyrir helgi. Bandarískum hermönnum tókst að brjóta árásina á bak aftur á skömmum tíma. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í gær að búðunum yrði lokað en Bandaríkjamenn segja árásina sýna hve hættulegir fangarnir þar séu. 20.5.2006 20:46
Vopnað rán á Lækjartorgi Karlmaður var handtekinn í dag eftir vopnað rán í sjoppu á Lækjartorgi. Maðurinn ógnaði starfstúlku með hamri. 20.5.2006 20:43
Fá ekki hærri laun Fastráðnir erlendir hjúkrunarfræðingar á Landspítalanum fá ekki hærri laun en íslenskir, segir hjúkrunarforstjóri spítalans. Hún getur þó ekki svarað því af eða á hvort hjúkrunarfræðingar sem koma frá norrænni starfsmannaleigu í sumar fái hærri eða lægri laun en þeir íslensku. 20.5.2006 20:30
Færri frá Reykjanesbæ inn á BUGL Innlögnum á barna- og unglingageðdeild frá Reykjanesbæ hefur fækkað um helming á milli ára. Yfirsálfræðingur bæjarins þakkar góðu forvarnarstarfi árangurinn. 20.5.2006 20:00
Áttræðar konur grunaðar um að myrða heimilislausa Lögregla í Bandaríkjunum hefur handtekið tvær konur á áttræðisaldri sem eru grunaðar um að hafa myrt heimilislausa menn. Þær höfðu krafist þess að fá greiddar út milljónir bandaríkjadala vegna líftrygginga sem þær höfðu keypt fyrir þá. 20.5.2006 19:30