Erlent

Íbúar Svarfjallalands kusu aðskilnað frá Serbíu

Milo Djukanovic, forsætisráðherra Svartfjallalands, lýsti í nótt yfir sigri aðskilnaðarsinna í kosningum sem fram fóru í gær um aðskilnað Svarfjallalands frá Serbíu.

Samkvæmt kosningaspám kusu 55,5% íbúa Svartfjallalands með aðskilnaðnum. Evrópusambandið setti það sem skilyrði fyrir viðurkenningu nýs ríkis að 55% kjósenda að minnsta kosti myndu greiða með sambandsslitum. Svo virðist sem það hafi náðst. Kjörsókn var góð eða tæp 87%.

Serbía og Svartfjallaland er eina ríkjasambandið, sem eftir er af gömlu Júgóslavíu. Júgóslavía var sambandsríki Serbíu, Svarfjallalands, Króatíu, Bosníu, Slóveníu og Makedóníu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×