Erlent

Ný stjórn tekur við í sprengjuregni

Forsætisráðherra Íraks, Nuri Al Maliki, hét í dag ítrustu valdbeitingu gegn hryðjuverkum. Ný stjórn hans tók við völdum í gær, og í morgun var henni fagnað með sprengjuárásum í Bagdad. Að minnsta kosti tíu manns létu lífið í sprengingunum og tugir manna slösuðust. Maliki sagði á fundi með fréttamönnum eftir ríkisstjórnarfund í morgun að hann væri reiðubúinn til að ræða við alla þá sem vildu láta af ofbeldi. Hins vegar væri hann staðráðinn í að ráðast gegn vopnuðum hópum í landinu. Vopn ætti enginn að hafa nema löglegar sveitir ríkisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×