Fleiri fréttir Dadi Janki á Íslandi Dadi Janki, indversk baráttukona á vettvangi mannréttinda, friðarmála og andlegra gilda átti í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands á Bessastöðum. Hún segir Íslendinga andlega þenkjandi en hún finni fyrir sorg og sársauka hér á landi. Margt sé þó hægt að gera til að bæta það. 20.5.2006 19:00 Segir Björn Inga á barmi taugaáfalls Össur Skarphéðinsson segir aðstoðarmann forsætisráðherra tala í umboði ráðherrans, þegar hann hótar því að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummæli Björns Inga Hrafnssonar í gær bera þess merki að þar tali maður á barmi taugaáfalls segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. 20.5.2006 18:45 Sjálfsvígstilraun sett á svið Fangar í Guantanamo fangabúðunum settu á svið sjálfsvígstilraun til að auðveldara yrði fyrir þá að ráðast á fangaverði í búðunum fyrir helgi. Bandarískum hermönnum tókst að brjóta árásina á bak aftur á skömmum tíma. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í gær að búðunum yrði lokað en Bandaríkjamenn segja árásina sýna hve hættulegir fangarnir þar séu. 20.5.2006 18:45 Styrktarleikur fyrir aðstandendur Pétur Þorvarðarsonar Félagar Péturs Þorvarðarsonar í íþróttafélaginu Hetti á Egilsstöðum spiluðu í gær styrktarleik við íþróttafélagið Leikni á Fáskrúðsfirði. Ekkert hefur spurst til Péturs Þorvarðarsonar frá aðfaranótt síðasta sunnudags en leit stendur enn yfir. 20.5.2006 18:15 Vilja vernda húsin á Laugavegnum Mikið er um að vera á Laugavegi í dag. Þá sérstaklega á horni Klapparstígs og Laugavegar. Tilgangur hátíðarhaldanna var að sýna stuðning í verki við verndun húsa á Laugaveginum en búið er að gefa leyfi fyrir niðurrifi á 29 húsum við götuna, þar af er þriðja hvert hús neðan Klapparstígs. Birgir Þórarinsson talsmaður áhugasamtaka um verndun miðbæjarins segir húsin tengja borgarbúa við fortíðina. Þau séu falleg eins og þau eru. Hann segir byggingarnar geta nýst fullkomlega sem verslunarhúsnæði og þeim eigi ekki að skipta út fyrir "kanablokkir" eins og hann kallar þær hugmyndir sem hann segir nú liggja fyrir hjá borgaryfirvöldum. 20.5.2006 16:16 Búið að opna Hvalfjarðargöng að nýju Búið að opna Hvalfjarðargöngin aftur en þeim var lokað um klukkan hálf tíu í morgun eftir að bifreið var ekið utan í gangnavegginn. Mildi þykir að ekki fór verr en ökumaður og farþegi sluppu með minniháttar meiðsl, bíllinn er þó gerónýtur. 20.5.2006 13:17 Ölvuð ungmenni Lögreglan í Reykjavík var kölluð að skála í Hvalfirðinum í nótt vegna gruns um að þar væri fjöldi ölvaðra ungmenna undir lögaldri. Um áttatíu til nítíu framhaldsskólanema var að ræða, voru þeir flestir undir átján ára aldri og var ölvun talsverð. Svo virðist sem ungmennin hafi fengið skálann leigðan þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Lögreglan hafði samband við rútufyrirtæki sem ók ungmennunum á staðinn og fékk það til að flytja þau aftur til Reykjavíkur. 20.5.2006 12:30 Fulltrúi SÞ hittir Suu Kyi Háttsettur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna átti í morgun fund með Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnaranstöðunnar í Myanmar, en henni hefur verið haldið í stofufangelsi í þrjú ár. 20.5.2006 12:00 Hælisleitendur í mótmælasvelti Um 40 afganskir flóttamenn sem hafa óskað eftir hæli á Írlandi hóta því að svipta sig lífi ef lögregla reynir að reka þá úr kapellu í Dyflinni þar sem þeir hafa haldið til. Allt eru þetta karlmenn á aldrinum 17 til 45 ára og hafa þeir verið í mótmælasveldi í um viku. 20.5.2006 11:30 Tekinn tvisvar fyrir ölvunarakstur í nótt Maður var tekinn vegna gruns um að vera ölvaður undir stýri á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan í Reykjavík flutti manninn til skýrslutöku upp á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Eftir aðeins einn og hálfan tíma var maðurinn stöðvaður aftur af lögreglunni þar sem hann ók á bíl sínum. 20.5.2006 11:00 Ráðherraskipan í Írak samþykkt Íraska þingið samþykkti í morgun skipan nýrrar þjóðstjórnar í landinu. Vonir eru bundnar við að henni takist að lægja öldurnar þar. Ofbeldisverkum virðist heldur ekki ætla að fækka en minnst nítján féllu og fimmtíu og átta særðust í sprengjuárás í Bagdad í morgun. 20.5.2006 10:30 Bilun í reykhreinsibúnaði á Grundartanga Bilun varð í einu reykhreinsivirki Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga í gær. Reykur streymdi því út í loftið um fjögurra klukkutímaskeið áður en bilunin uppgötvaðist. 20.5.2006 10:15 Bílvelta í Hvalfjarðargöngum Hvalfjarðagöngin eru lokuð þar sem slys varð í göngunum nú á níunda tímanum. En fólksbíll valt í göngunum eftir að ökumaður bílsins keyrði utan í vegg og misst stjórn á bílnum. Tveir voru í bílnum en ekki er talið að meiðsl þeirra séu alvarleg. Lögregla er nú á vettvangi og er ekki búist við því að göngin verða opnuð aftur fyrr en undir hádegi. Fólki er bent á að aka Hvalfjörðinn. 20.5.2006 09:54 Samkomulag um stjórn í Írak Leiðtogar fylkinganna í Írak hafa komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í landinu. Ekki er þó búið að ákveða hverjir verði ráðherrar innanríkis- og varnarmála, en þeim embættum fylgja yfirráð yfir vopnuðum sveitum í landinu. 19.5.2006 18:50 Átök milli fanga og fangavarða í Guantanamo-búðunum Til átaka kom milli fanga og fangavarða í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í gær. Fram kemur á fréttavef BBC að fangaverðir voru að reyna að koma í veg fyrir að einn fanginn svipti sig lífi þegar aðrir fangar réðust á þá með vopnum útbúnum úr viftum og öðru tiltæku. 19.5.2006 17:17 Um níu af hverjum tíu stjórnendum hér á landi eru karlar Um níu af hverjum tíu stjórnendum í 100 stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar. Þetta kemur meðal annars fram í athugun sem Rannsóknarsetur vinnuréttar og jafnréttismála við Viðskiptaháskólann á Bifröst hefur birt. 19.5.2006 22:04 Vilja stunda hvalarannsóknir við Ísland Áhugasömum Íslendingum býðst tækifæri á að taka þátt í rannsóknum á hvölum við Íslandsstrendur í sumar. En Alþjóðleg dýraverndunarsamtök hafa sótt um að fá að stunda hvalarannsóknir við Ísland í sumar og bjóða almenningi meðal annars að slást með í för. 19.5.2006 21:58 Patreksskóli vann ferð til Kaupmannahafnar Verðlaunaafhending í samkeppninni Unglingalýðræði í sveit og bæ fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Það var Ungfrú heimur, fröken Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sem afhenti verðlaunin en hún var jafnframt verndari samkeppninnar. 19.5.2006 21:45 Mikil spenna í Palenstínu Mikil spenna er í Palestínu eftir skotbardaga milli andstæðra fylkinga á Gaza landræmunni í morgun. Þetta er martröð flestra Palestínumanna á herteknu svæðunum. Skotbardagar milli andstæðra fylkinga, Fatah hreyfingarinnar og Hamas. Fatah hefur verið ráðandi meðal Palestínumanna alla tíð þangað til Hamas náði óvænt meirihluta á palestínska þinginu í kosningum fyrr á þessu ári. 19.5.2006 21:30 Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar var afhent í dag Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar var afhent í dag, en það var Íslensk Erfðargreining sem fékk viðurkenninguna þetta árið en þetta er tíunda sinn sem hún er afhent. 19.5.2006 21:07 Ráðherralisti Íraks kynntur á morgun Leiðtogar fylkinga í Írak hafa komist að samkomulagi um nýja ríkisstjórn. Ráðherralistinn verður birtur á morgun.Þó leiðtogarnir hafi komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í landinu hefur ekki tekist að manna stöðu innanríkis- og varnarmálaráðherra landsins. Verðandi forsætisráðherra Íraks, Nuri al Maliki, sagði í dag að hann muni halda áfram með að kynna og fá samþykki Íraksþings fyrir ríkisstjórn sína 19.5.2006 21:04 Styðja stækkun álversins í Straumsvík Framsóknarmenn í Hafnarfirði kynntu stefnumál sín á fundi í dag. Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið sterkur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sigurður Eyþórsson sem skipar 1. sæti B-lista og óháðra í bænum segist þó ekki líta til fortíðar. Hann segir Framsóknarflokkinn hafa sett fram metnaðarfulla stefnuskrá þar sem málefni fjölskyldufólks séu höfð að leiðarljósi. 19.5.2006 20:37 Átak gegn barnaníðingum á netinu Átak er hafið til að koma í veg fyrir að eldri menn nái í börn á netinu eins og algengt er. Microsoft á Íslandi hefur tekið höndum saman við félagið SAFT, Samfélag fjölskyldu og tækni, til að berjast gegn vandamálinu. 19.5.2006 19:30 Stimpilgjöld skila 9 milljörðum Stimpilgjöld skiluðu tvöfalt hærri fjárhæð í ríkissjóð í fyrra en áætlað var. Þessi skuldaskattur skilaði fjórum komma fimm milljörðum meira en vænst var, aðallega vegna skuldbreytinga íbúðalána. Engin merki eru um að þessi skattur verði afnumin þrátt fyrir að leiðtogar stjórnarflokkana hafa kallað hann "úreltan og gamaldags hortitt". 19.5.2006 18:59 Tap Framsóknar skaðar stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta í borginni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, frjálslyndir ná inn manni en Framsókn ekki. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að ef niðurstaðan verði á þessum nótum muni það hafa alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Framsóknarmenn sitji ekki undir því að taka einir á sig óvinsældir ríkisstjórnarinnar. 19.5.2006 18:56 ESB menn deila um aðild Íslands að ESB Tveir hæst settu menn Evrópusambandsins gáfu í dag misvísandi yfirlýsingar um hugsanlega aðild Íslands að sambandinu. Yfirmaður stækkunarmála sagði að Ísland gæti orðið næst í röðinni, á eftir Rúmeníu og Búlgaríu, en framkvæmdastjóri ESB sagði síðdegis að ekki væri hægt að horfa til fleiri landa en þeirra sem þegar hafa sótt um aðild. 19.5.2006 18:45 "Mama Africa" tók lagið á fundi Unicef Miriam Makeba, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna og einn virtasti tónlistamaður síðustu aldar, hitti aðstandendur Unicef á Íslandi á Hótel Nordica í dag. 19.5.2006 18:19 Gæsluvarðhaldi framlengt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhaldi yfir mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að stóru fíkniefnamáli sem upp kom í apríl. Mennirnir voru staðnir að verki við að taka á þriðja tug kílóa af amfetamíni og hassi úr bíl sem fluttur var hingað frá Hollandi. Þrír mannanna eru íslenskir en sá fjórði er hollenskur. 19.5.2006 18:14 Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ ökuréttindalaus Annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hefur ekki ökuleyfi þar sem hann var sviptur því í eitt ár eftir ölvunarakstur í nóvember á síðasta ári. Samherjar hans vissu ekki af málinu fyrr en í síðustu viku. 19.5.2006 17:29 Deila um styrkveitingu til Fram Samstaða Sjálfstæðismanna og Alfreðs Þorsteinssonar um styrkveitingu til Fram sýnir að fyrirgreiðslupólitíkin ræður völdum í Reykjavík ef Sjálfstæðismenn komast til valda segir borgarfulltrúi Samfylkingar. Ómerkilegur málflutningur segja hvort tveggja oddviti Sjálfstæðisflokks og formaður Fram. 19.5.2006 17:03 Þreföldun símtala úr heimasíma Fjöldi símtala úr heimasíma í símakerfi Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu þrefaldaðist á meðan símakosning fyrir forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) fór fram í gærkvöldi. 19.5.2006 16:57 Margæsadagurinn á Álftanesi Nemendur í Álftanesskóla fögnuðu margæsinni í dag. Meðal viðburða var uppsetning listaverks á Bessastaðatúni sem forseti Íslands veitti viðtöku. Margæsadagurinn er orðinn árlegur viðburður í Álftanesskóla og var haldinn í þriðja sinn í dag. Honum er ætlað að flétta saman fræðslu og skemmtun og er í samstarfi við bæjarfélagið og forsetaembættið. 19.5.2006 16:40 400 stúdentaíbúðir byggðar við Hlemm 400 stúdentaíbúðir munu rísa við Hlemm á næstu árum, en Skipulagsráð Reykjavíkur og Byggingafélag námsmanna kynnti þessi áform á blaðamannafundi í dag. 19.5.2006 16:30 Dorrit ekki búin að sækja um ríkisborgararétt Forsetahjónin fögnuðu nýlega þriggja ára brúðkaupsafmæli sínu og því getur Dorrit Moussaief sótt um að gerast íslenskur ríkisborgari. Í viðtali við NFS hinn 10. maí sagðist Dorrit ætla að sækja um ríkisborgararétt, en hún hafði skömmu áður átt í útistöðum við starfsmenn innflytjendaeftirlitsins í Ísrael. 19.5.2006 16:27 Mannskætt umferðarslys í Tyrklandi Minnst fjörutíu létu lífið og sjö særðust þegar vöruflutningabíll sem var að flytja ólöglega innflytjendur frá Afganistan og Bangladess skall aftan á kyrrstæðan flutningabíl í bænum Osmaniye í Tyrklandi í dag. Svo virðist sem fólkið hafi kastast út úr bílnum og á götuna þegar áreksturinn varð með þessum hörmulegu afleiðingum. 19.5.2006 16:15 Hörð átök við öryggismúr Ísraela í Bilin Palestínskur mótmælandi slasaðist alvarlega þegar öryggismúr Ísraela á Vesturbakkanum var mótmælt í dag. Mótmælin fór fram í Bilin nálægt borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Mótmælendur köstuðu grjóti að ísraelskum hermönnum sem svöruðu með táragasi og skutu gúmmíkúlum á mótmælendur til að stöðva aðgerðir þeirra 19.5.2006 16:00 Harður árekstur í Mývatnssveit Harður árekstur var á þjóðveginum við gömlu Kísiliðjuna við Mývatn á þriðja tímanum í dag. Tildrög slyssins eru óljós en annar bílanna valt við áreksturinn en hinn fór út af veginum. Ekki munu hafa orðið alvarleg slys á fólki en lögregla er nú á vettvangi. 19.5.2006 15:41 Allir viðskiptabankarnir og SPRON hafa hækkað vexti Allir stóru viðskiptabankarnir og SPRON hafa hækkað vexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðalbankans í gær. Glitnir reið á vaðið í gær og hækkaði bæði verðtryggða og óverðtryggða vexti. Sama gerði SPRON í morgun og nú eftir hádegið hækkauðu KB banki og Landsbankinn sína vexti. 19.5.2006 15:26 Deilt um hvort bílastæðum fækki í miðborginni Þróunarfélag miðborgarinnar mótmælir líkt og Laugavegssamtökin áformum Reykjavíkurborgar um að fækka bílastæðum við götur miðborgarinnar eins og kemur fram í samþykkt borgarstjórnar. Þessari túlkun á samþykktum mótmælir formaður umhverfisráðs. 19.5.2006 15:15 Þýskir læknar krefjast betri kjara og vinnuaðstæðna Fjölmargir ævareiðir læknar lögðu niður vinnu víðsvegar um Þýskaland í dag, í þriðja sinn á fimm mánuðum til að krefjast betri launa og umbóta á vinnuaðstöðu sinni. 19.5.2006 15:00 Landamærastöð opnuð aftur eftir skotárás Landamærastöðin þar sem mexíkóska borgin Tijuana og San Diego í Bandaríkjunum liggja saman var opnuð aftur í dag eftir að landamæraverðir skutu til bana ökumann sem var á leið til Mexíkó síðdegis í gær. 19.5.2006 14:45 Atlanta leigir Saudi Arabian Airlines flugvélar Atlanta hefur gengið frá samningi um leigu Boeing 747-200 fraktvélar til Saudi Arabian Airlines. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Saudi Arabian Airlines leigir fraktvél af félaginu en hún bætist í hóp tveggja Boeing 747-300 farþegavéla sem Saudi Arabian Airlines leigir af Atlanta. 19.5.2006 14:31 KB banki hækkar líka vexti sína KB banki fylgir í kjölfar Glitnis og SPRON og hyggst hækka vexti óverðtryggðra og verðtryggðra lána. Er það gert eftir tilkynningu Seðlabankans í gær um hækkun stýrivaxta um 0,75 prósentustig. 19.5.2006 14:00 Einsdæmi að púað sé fyrir flutning lags Fjöldi áhorfenda púaði og baulaði á Silvíu Nótt áður en hún hóf að flytja lag Íslendinga í undankeppni Eurovision í Ólympíuhöllinni í Grikklandi í gærkvöldi, sem mun vera einsdæmi í sögu keppninnar. 19.5.2006 13:45 Fjallað um Ísland í rússnesku morgunsjónvarpi Fjallað verður um Geysi, álfa og íslenska náttúru í rússnesku morgunsjónvarpi á næstu vikum. Annar aðalstjórnenda þáttarins hefur verið hér á landi ásamt tökuliði að kynna sér land og þjóð og ber hvoru tveggja vel söguna. 19.5.2006 13:30 Sjá næstu 50 fréttir
Dadi Janki á Íslandi Dadi Janki, indversk baráttukona á vettvangi mannréttinda, friðarmála og andlegra gilda átti í dag fund með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands á Bessastöðum. Hún segir Íslendinga andlega þenkjandi en hún finni fyrir sorg og sársauka hér á landi. Margt sé þó hægt að gera til að bæta það. 20.5.2006 19:00
Segir Björn Inga á barmi taugaáfalls Össur Skarphéðinsson segir aðstoðarmann forsætisráðherra tala í umboði ráðherrans, þegar hann hótar því að slakt gengi Framsóknarflokks í komandi kosningum muni bitna á ríkisstjórnarsamstarfinu. Ummæli Björns Inga Hrafnssonar í gær bera þess merki að þar tali maður á barmi taugaáfalls segir þingmaður Sjálfstæðisflokks. 20.5.2006 18:45
Sjálfsvígstilraun sett á svið Fangar í Guantanamo fangabúðunum settu á svið sjálfsvígstilraun til að auðveldara yrði fyrir þá að ráðast á fangaverði í búðunum fyrir helgi. Bandarískum hermönnum tókst að brjóta árásina á bak aftur á skömmum tíma. Nefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna lagði til í gær að búðunum yrði lokað en Bandaríkjamenn segja árásina sýna hve hættulegir fangarnir þar séu. 20.5.2006 18:45
Styrktarleikur fyrir aðstandendur Pétur Þorvarðarsonar Félagar Péturs Þorvarðarsonar í íþróttafélaginu Hetti á Egilsstöðum spiluðu í gær styrktarleik við íþróttafélagið Leikni á Fáskrúðsfirði. Ekkert hefur spurst til Péturs Þorvarðarsonar frá aðfaranótt síðasta sunnudags en leit stendur enn yfir. 20.5.2006 18:15
Vilja vernda húsin á Laugavegnum Mikið er um að vera á Laugavegi í dag. Þá sérstaklega á horni Klapparstígs og Laugavegar. Tilgangur hátíðarhaldanna var að sýna stuðning í verki við verndun húsa á Laugaveginum en búið er að gefa leyfi fyrir niðurrifi á 29 húsum við götuna, þar af er þriðja hvert hús neðan Klapparstígs. Birgir Þórarinsson talsmaður áhugasamtaka um verndun miðbæjarins segir húsin tengja borgarbúa við fortíðina. Þau séu falleg eins og þau eru. Hann segir byggingarnar geta nýst fullkomlega sem verslunarhúsnæði og þeim eigi ekki að skipta út fyrir "kanablokkir" eins og hann kallar þær hugmyndir sem hann segir nú liggja fyrir hjá borgaryfirvöldum. 20.5.2006 16:16
Búið að opna Hvalfjarðargöng að nýju Búið að opna Hvalfjarðargöngin aftur en þeim var lokað um klukkan hálf tíu í morgun eftir að bifreið var ekið utan í gangnavegginn. Mildi þykir að ekki fór verr en ökumaður og farþegi sluppu með minniháttar meiðsl, bíllinn er þó gerónýtur. 20.5.2006 13:17
Ölvuð ungmenni Lögreglan í Reykjavík var kölluð að skála í Hvalfirðinum í nótt vegna gruns um að þar væri fjöldi ölvaðra ungmenna undir lögaldri. Um áttatíu til nítíu framhaldsskólanema var að ræða, voru þeir flestir undir átján ára aldri og var ölvun talsverð. Svo virðist sem ungmennin hafi fengið skálann leigðan þrátt fyrir að vera undir lögaldri. Lögreglan hafði samband við rútufyrirtæki sem ók ungmennunum á staðinn og fékk það til að flytja þau aftur til Reykjavíkur. 20.5.2006 12:30
Fulltrúi SÞ hittir Suu Kyi Háttsettur sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna átti í morgun fund með Aung San Suu Kyi, leiðtoga stjórnaranstöðunnar í Myanmar, en henni hefur verið haldið í stofufangelsi í þrjú ár. 20.5.2006 12:00
Hælisleitendur í mótmælasvelti Um 40 afganskir flóttamenn sem hafa óskað eftir hæli á Írlandi hóta því að svipta sig lífi ef lögregla reynir að reka þá úr kapellu í Dyflinni þar sem þeir hafa haldið til. Allt eru þetta karlmenn á aldrinum 17 til 45 ára og hafa þeir verið í mótmælasveldi í um viku. 20.5.2006 11:30
Tekinn tvisvar fyrir ölvunarakstur í nótt Maður var tekinn vegna gruns um að vera ölvaður undir stýri á fjórða tímanum í nótt. Lögreglan í Reykjavík flutti manninn til skýrslutöku upp á lögreglustöðina við Hverfisgötu. Eftir aðeins einn og hálfan tíma var maðurinn stöðvaður aftur af lögreglunni þar sem hann ók á bíl sínum. 20.5.2006 11:00
Ráðherraskipan í Írak samþykkt Íraska þingið samþykkti í morgun skipan nýrrar þjóðstjórnar í landinu. Vonir eru bundnar við að henni takist að lægja öldurnar þar. Ofbeldisverkum virðist heldur ekki ætla að fækka en minnst nítján féllu og fimmtíu og átta særðust í sprengjuárás í Bagdad í morgun. 20.5.2006 10:30
Bilun í reykhreinsibúnaði á Grundartanga Bilun varð í einu reykhreinsivirki Íslenska járnblendifélagsins á Grundartanga í gær. Reykur streymdi því út í loftið um fjögurra klukkutímaskeið áður en bilunin uppgötvaðist. 20.5.2006 10:15
Bílvelta í Hvalfjarðargöngum Hvalfjarðagöngin eru lokuð þar sem slys varð í göngunum nú á níunda tímanum. En fólksbíll valt í göngunum eftir að ökumaður bílsins keyrði utan í vegg og misst stjórn á bílnum. Tveir voru í bílnum en ekki er talið að meiðsl þeirra séu alvarleg. Lögregla er nú á vettvangi og er ekki búist við því að göngin verða opnuð aftur fyrr en undir hádegi. Fólki er bent á að aka Hvalfjörðinn. 20.5.2006 09:54
Samkomulag um stjórn í Írak Leiðtogar fylkinganna í Írak hafa komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í landinu. Ekki er þó búið að ákveða hverjir verði ráðherrar innanríkis- og varnarmála, en þeim embættum fylgja yfirráð yfir vopnuðum sveitum í landinu. 19.5.2006 18:50
Átök milli fanga og fangavarða í Guantanamo-búðunum Til átaka kom milli fanga og fangavarða í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu í gær. Fram kemur á fréttavef BBC að fangaverðir voru að reyna að koma í veg fyrir að einn fanginn svipti sig lífi þegar aðrir fangar réðust á þá með vopnum útbúnum úr viftum og öðru tiltæku. 19.5.2006 17:17
Um níu af hverjum tíu stjórnendum hér á landi eru karlar Um níu af hverjum tíu stjórnendum í 100 stærstu fyrirtækjum landsins eru karlar. Þetta kemur meðal annars fram í athugun sem Rannsóknarsetur vinnuréttar og jafnréttismála við Viðskiptaháskólann á Bifröst hefur birt. 19.5.2006 22:04
Vilja stunda hvalarannsóknir við Ísland Áhugasömum Íslendingum býðst tækifæri á að taka þátt í rannsóknum á hvölum við Íslandsstrendur í sumar. En Alþjóðleg dýraverndunarsamtök hafa sótt um að fá að stunda hvalarannsóknir við Ísland í sumar og bjóða almenningi meðal annars að slást með í för. 19.5.2006 21:58
Patreksskóli vann ferð til Kaupmannahafnar Verðlaunaafhending í samkeppninni Unglingalýðræði í sveit og bæ fór fram í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Það var Ungfrú heimur, fröken Unnur Birna Vilhjálmsdóttir sem afhenti verðlaunin en hún var jafnframt verndari samkeppninnar. 19.5.2006 21:45
Mikil spenna í Palenstínu Mikil spenna er í Palestínu eftir skotbardaga milli andstæðra fylkinga á Gaza landræmunni í morgun. Þetta er martröð flestra Palestínumanna á herteknu svæðunum. Skotbardagar milli andstæðra fylkinga, Fatah hreyfingarinnar og Hamas. Fatah hefur verið ráðandi meðal Palestínumanna alla tíð þangað til Hamas náði óvænt meirihluta á palestínska þinginu í kosningum fyrr á þessu ári. 19.5.2006 21:30
Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar var afhent í dag Umhverfisviðurkenning Reykjavíkurborgar var afhent í dag, en það var Íslensk Erfðargreining sem fékk viðurkenninguna þetta árið en þetta er tíunda sinn sem hún er afhent. 19.5.2006 21:07
Ráðherralisti Íraks kynntur á morgun Leiðtogar fylkinga í Írak hafa komist að samkomulagi um nýja ríkisstjórn. Ráðherralistinn verður birtur á morgun.Þó leiðtogarnir hafi komist að samkomulagi um stjórnarmyndun í landinu hefur ekki tekist að manna stöðu innanríkis- og varnarmálaráðherra landsins. Verðandi forsætisráðherra Íraks, Nuri al Maliki, sagði í dag að hann muni halda áfram með að kynna og fá samþykki Íraksþings fyrir ríkisstjórn sína 19.5.2006 21:04
Styðja stækkun álversins í Straumsvík Framsóknarmenn í Hafnarfirði kynntu stefnumál sín á fundi í dag. Framsóknarflokkurinn hefur ekki verið sterkur í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Sigurður Eyþórsson sem skipar 1. sæti B-lista og óháðra í bænum segist þó ekki líta til fortíðar. Hann segir Framsóknarflokkinn hafa sett fram metnaðarfulla stefnuskrá þar sem málefni fjölskyldufólks séu höfð að leiðarljósi. 19.5.2006 20:37
Átak gegn barnaníðingum á netinu Átak er hafið til að koma í veg fyrir að eldri menn nái í börn á netinu eins og algengt er. Microsoft á Íslandi hefur tekið höndum saman við félagið SAFT, Samfélag fjölskyldu og tækni, til að berjast gegn vandamálinu. 19.5.2006 19:30
Stimpilgjöld skila 9 milljörðum Stimpilgjöld skiluðu tvöfalt hærri fjárhæð í ríkissjóð í fyrra en áætlað var. Þessi skuldaskattur skilaði fjórum komma fimm milljörðum meira en vænst var, aðallega vegna skuldbreytinga íbúðalána. Engin merki eru um að þessi skattur verði afnumin þrátt fyrir að leiðtogar stjórnarflokkana hafa kallað hann "úreltan og gamaldags hortitt". 19.5.2006 18:59
Tap Framsóknar skaðar stjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokkurinn fengi meirihluta í borginni, samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins, frjálslyndir ná inn manni en Framsókn ekki. Björn Ingi Hrafnsson, oddviti Framsóknar og aðstoðarmaður forsætisráðherra, segir að ef niðurstaðan verði á þessum nótum muni það hafa alvarleg áhrif á ríkisstjórnarsamstarfið. Framsóknarmenn sitji ekki undir því að taka einir á sig óvinsældir ríkisstjórnarinnar. 19.5.2006 18:56
ESB menn deila um aðild Íslands að ESB Tveir hæst settu menn Evrópusambandsins gáfu í dag misvísandi yfirlýsingar um hugsanlega aðild Íslands að sambandinu. Yfirmaður stækkunarmála sagði að Ísland gæti orðið næst í röðinni, á eftir Rúmeníu og Búlgaríu, en framkvæmdastjóri ESB sagði síðdegis að ekki væri hægt að horfa til fleiri landa en þeirra sem þegar hafa sótt um aðild. 19.5.2006 18:45
"Mama Africa" tók lagið á fundi Unicef Miriam Makeba, velgjörðarsendiherra Sameinuðu þjóðanna og einn virtasti tónlistamaður síðustu aldar, hitti aðstandendur Unicef á Íslandi á Hótel Nordica í dag. 19.5.2006 18:19
Gæsluvarðhaldi framlengt Héraðsdómur Reykjavíkur hefur framlengt gæsluvarðhaldi yfir mönnunum fjórum sem grunaðir eru um aðild að stóru fíkniefnamáli sem upp kom í apríl. Mennirnir voru staðnir að verki við að taka á þriðja tug kílóa af amfetamíni og hassi úr bíl sem fluttur var hingað frá Hollandi. Þrír mannanna eru íslenskir en sá fjórði er hollenskur. 19.5.2006 18:14
Frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ ökuréttindalaus Annar maður á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ hefur ekki ökuleyfi þar sem hann var sviptur því í eitt ár eftir ölvunarakstur í nóvember á síðasta ári. Samherjar hans vissu ekki af málinu fyrr en í síðustu viku. 19.5.2006 17:29
Deila um styrkveitingu til Fram Samstaða Sjálfstæðismanna og Alfreðs Þorsteinssonar um styrkveitingu til Fram sýnir að fyrirgreiðslupólitíkin ræður völdum í Reykjavík ef Sjálfstæðismenn komast til valda segir borgarfulltrúi Samfylkingar. Ómerkilegur málflutningur segja hvort tveggja oddviti Sjálfstæðisflokks og formaður Fram. 19.5.2006 17:03
Þreföldun símtala úr heimasíma Fjöldi símtala úr heimasíma í símakerfi Og Vodafone á höfuðborgarsvæðinu þrefaldaðist á meðan símakosning fyrir forkeppni Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) fór fram í gærkvöldi. 19.5.2006 16:57
Margæsadagurinn á Álftanesi Nemendur í Álftanesskóla fögnuðu margæsinni í dag. Meðal viðburða var uppsetning listaverks á Bessastaðatúni sem forseti Íslands veitti viðtöku. Margæsadagurinn er orðinn árlegur viðburður í Álftanesskóla og var haldinn í þriðja sinn í dag. Honum er ætlað að flétta saman fræðslu og skemmtun og er í samstarfi við bæjarfélagið og forsetaembættið. 19.5.2006 16:40
400 stúdentaíbúðir byggðar við Hlemm 400 stúdentaíbúðir munu rísa við Hlemm á næstu árum, en Skipulagsráð Reykjavíkur og Byggingafélag námsmanna kynnti þessi áform á blaðamannafundi í dag. 19.5.2006 16:30
Dorrit ekki búin að sækja um ríkisborgararétt Forsetahjónin fögnuðu nýlega þriggja ára brúðkaupsafmæli sínu og því getur Dorrit Moussaief sótt um að gerast íslenskur ríkisborgari. Í viðtali við NFS hinn 10. maí sagðist Dorrit ætla að sækja um ríkisborgararétt, en hún hafði skömmu áður átt í útistöðum við starfsmenn innflytjendaeftirlitsins í Ísrael. 19.5.2006 16:27
Mannskætt umferðarslys í Tyrklandi Minnst fjörutíu létu lífið og sjö særðust þegar vöruflutningabíll sem var að flytja ólöglega innflytjendur frá Afganistan og Bangladess skall aftan á kyrrstæðan flutningabíl í bænum Osmaniye í Tyrklandi í dag. Svo virðist sem fólkið hafi kastast út úr bílnum og á götuna þegar áreksturinn varð með þessum hörmulegu afleiðingum. 19.5.2006 16:15
Hörð átök við öryggismúr Ísraela í Bilin Palestínskur mótmælandi slasaðist alvarlega þegar öryggismúr Ísraela á Vesturbakkanum var mótmælt í dag. Mótmælin fór fram í Bilin nálægt borginni Ramallah á Vesturbakkanum. Mótmælendur köstuðu grjóti að ísraelskum hermönnum sem svöruðu með táragasi og skutu gúmmíkúlum á mótmælendur til að stöðva aðgerðir þeirra 19.5.2006 16:00
Harður árekstur í Mývatnssveit Harður árekstur var á þjóðveginum við gömlu Kísiliðjuna við Mývatn á þriðja tímanum í dag. Tildrög slyssins eru óljós en annar bílanna valt við áreksturinn en hinn fór út af veginum. Ekki munu hafa orðið alvarleg slys á fólki en lögregla er nú á vettvangi. 19.5.2006 15:41
Allir viðskiptabankarnir og SPRON hafa hækkað vexti Allir stóru viðskiptabankarnir og SPRON hafa hækkað vexti sína í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðalbankans í gær. Glitnir reið á vaðið í gær og hækkaði bæði verðtryggða og óverðtryggða vexti. Sama gerði SPRON í morgun og nú eftir hádegið hækkauðu KB banki og Landsbankinn sína vexti. 19.5.2006 15:26
Deilt um hvort bílastæðum fækki í miðborginni Þróunarfélag miðborgarinnar mótmælir líkt og Laugavegssamtökin áformum Reykjavíkurborgar um að fækka bílastæðum við götur miðborgarinnar eins og kemur fram í samþykkt borgarstjórnar. Þessari túlkun á samþykktum mótmælir formaður umhverfisráðs. 19.5.2006 15:15
Þýskir læknar krefjast betri kjara og vinnuaðstæðna Fjölmargir ævareiðir læknar lögðu niður vinnu víðsvegar um Þýskaland í dag, í þriðja sinn á fimm mánuðum til að krefjast betri launa og umbóta á vinnuaðstöðu sinni. 19.5.2006 15:00
Landamærastöð opnuð aftur eftir skotárás Landamærastöðin þar sem mexíkóska borgin Tijuana og San Diego í Bandaríkjunum liggja saman var opnuð aftur í dag eftir að landamæraverðir skutu til bana ökumann sem var á leið til Mexíkó síðdegis í gær. 19.5.2006 14:45
Atlanta leigir Saudi Arabian Airlines flugvélar Atlanta hefur gengið frá samningi um leigu Boeing 747-200 fraktvélar til Saudi Arabian Airlines. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Saudi Arabian Airlines leigir fraktvél af félaginu en hún bætist í hóp tveggja Boeing 747-300 farþegavéla sem Saudi Arabian Airlines leigir af Atlanta. 19.5.2006 14:31
KB banki hækkar líka vexti sína KB banki fylgir í kjölfar Glitnis og SPRON og hyggst hækka vexti óverðtryggðra og verðtryggðra lána. Er það gert eftir tilkynningu Seðlabankans í gær um hækkun stýrivaxta um 0,75 prósentustig. 19.5.2006 14:00
Einsdæmi að púað sé fyrir flutning lags Fjöldi áhorfenda púaði og baulaði á Silvíu Nótt áður en hún hóf að flytja lag Íslendinga í undankeppni Eurovision í Ólympíuhöllinni í Grikklandi í gærkvöldi, sem mun vera einsdæmi í sögu keppninnar. 19.5.2006 13:45
Fjallað um Ísland í rússnesku morgunsjónvarpi Fjallað verður um Geysi, álfa og íslenska náttúru í rússnesku morgunsjónvarpi á næstu vikum. Annar aðalstjórnenda þáttarins hefur verið hér á landi ásamt tökuliði að kynna sér land og þjóð og ber hvoru tveggja vel söguna. 19.5.2006 13:30