Fleiri fréttir Eiturlyfjabarón handtekinn í Brasilíu Lögregla í Bandaríkjunum, Brasilíu og Kólumbíu hafa að líkindum greitt einum umfangsmesta eiturlyfjahring í heimi náðarhöggið með aðgerðum sínum fyrr í vikunni. Þá var leiðtogi hans og einn eftirlýstasti eiturlyfjabarón í heimi handtekinn. 18.5.2006 10:00 Seðlabankinn hækkar stýrivexti Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti um 0,75 prósentustig í 12,25 prósent. Hækkunin er í samræmi við spár greiningadeilda bankanna, sem spáðu um 50 til 75 punkta hækkun stýrivaxta. 18.5.2006 09:02 Mótmælt við sendiráð Finna og Svía Sendiráð Finna og Svía í Buenos Aires í Argentínu urðu fyrir barðinu á æfum mótmælendum sem segja áætlanir um byggingu trjákvoðuverksmiðja í nágrannaríkinu Úrúgvæ skaða landbúnað og ferðamannaiðnað í Argentínu. Finnskt og sænskt fyrirtæki taka þátt í framkvæmdunum. 18.5.2006 09:00 Þjófar gripnir glóðvolgir Lögreglumenn gripu þrjá menn glóðvolga þar sem þeir munduðu sig við að brjótast inn í íbúðarhús við Laufásveg um fjögurleytið í nótt. Þeir voru með margvíslegan búnað til innbrota í fórum sínum, eins og kúbein, skrúfjárn, hnífa og fleira. Þeir hafa allir gerst brotlegir við lög áður og gista fangageymslur þar til þeir verða yfirheyrðir í dag. 18.5.2006 08:30 Keyrði á ljósastaur Ökumaður, sem grunaður er um ölvun, missti stjórn á jeppa sínum í Árbæjarhverfi í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. Við það féll staurinn ofan á strætóskýli, en svo vel vildi til að þar var enginn þá stundina. Við höggið meiddist ökumaðurinn, en þó ekki alvarlega, og voru stafsmenn Orkuveitunnar kallaðir út til að aftengja staurinn. 18.5.2006 08:30 Óvíst hvenær bandarískir hermenn koma heim frá Írak Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki geta lofað því að stór hluti þeirra bandarísku hermanna sem eru í Írak verði kallaðir heim fyrir lok þessa árs. 18.5.2006 08:30 Mikil verðmunur á verði í hillum og á kassa Meira ósamræmi er á milli verðs í hillum og afgreiðslukössum í einstökum matvörverslunum en nokkru sinni fyrr, og vekur Neytendastofa sérstaka athygli á þessu. Af tilkynningu Neytendastofu má ráða að í öllum tilvikum sé fólk að greiða meira fyrir vöruna en það taldi sig vera að kaupa hana á. 18.5.2006 08:00 Mörg hundruð þúsund manns yfirgefa heimili sín Meira en 600 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín á suðurströnd Kína í morgun vegna fellibylsins Chanchu sem búist er við að gangi þar á land í dag. 18.5.2006 08:00 Matarverð í Reykjavík nær helmingi hærra en í Stokkhólmi Matarkarfan í Reykjavík er nærri tvöfalt dýrari en í Stokkhólmi samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands í matvöruverslunum á Norðurlöndum. Af íbúum í höfuðborgum norrænu ríkjanna borga Oslóbúar einir svipað verð og Reykvíkingar fyrir matinn. 17.5.2006 22:25 Flugmóðurskipi sökkt á Mexíkóflóa Bandaríska herskipinu Oriskany var sökkt í Mexíkóflóa í dag. Ekki voru það þó óvinasveitir sem grönduðu skipinu, heldur bandaríski sjóherinn sjálfur, með því að sprengja tæp 230 kíló af sprengiefni um borð í skipinu til að sökkva því. 17.5.2006 23:13 Kosningaþátttaka innflytjenda geti hugsanlega ráðið úrslitum Þátttaka innflytjenda getur hugsanlega skipt sköpum varðandi úrslit kosninga í einstökum bæjarfélögum, að mati framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Hann bendir á hópurinn sé stór og mikilvægur og að stjórnmálaflokkarnir séu að átta sig á þeirri staðreynd. 17.5.2006 23:00 Boða aðgerðir til að draga úr vanda Landspítalans Ákveðið hefur verið að grípa til fjölþættra aðgerða til að draga úr útskriftarvanda Landsspítalans og slá á þá manneklu sem hann stendur frammi fyrir Þetta var ákveðið á fundi sem Siv Friðleifsdóttir átti með stjórnendum spítalans. 17.5.2006 22:27 Beðið um frið í Sómalíu Hundruð Sómala söfnuðust saman í íþróttahöllinni í Mogadishu í dag til að krefjast friðar eftir vikulanga bardaga sem hafa banað yfir 140 manns. Ofbeldið er eitt það versta í áratug í Sómalíu. Baráttan hefur staðið milli vopnaðra hópa múslima og hópa borgara sem ekki eru tengdir trúarhópum. 17.5.2006 21:33 Svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í tvo daga Svifryksmengun yfir Reykjavík var yfir heilsuverndarmörkum samfellt í tvo sólarhringa í síðustu viku vegna mengunar sem barst frá Rússlandi. Þetta kemur fram á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. 17.5.2006 20:23 Prodi kynnir ríkisstjórn sína Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, kynnti ríkisstjórn sína í dag. Hennar bíður erfitt verkefni við að koma efnahag landsins á réttan kjöl. 17.5.2006 20:00 Mills og McCartney skilin Bítillinn Paul McCartney og Heather Mills, eiginkona hans, hafa ákveðið að skilja að borði og sæng eftir fjögurra ára hjónaband. Þau segja ágang fjölmiðla hafa gert sér ókleift að lifa eðlilegu lífi og því hafi þau ákveðið að fara hvort sína leið. 17.5.2006 19:00 Varað við ósamræmi í verðmerkingum Óvenjumikið ósamræmi hefur verið í verðmerkingum í matvöruverslunum þannig að verð á afgreiðslukassa er hærra en hilluverð. Það er Neytendastofa sem vekur athygli á þessu. Á heimasíðu stofnunarinnar kemur fram að í nýlegri könnun hafi komið í ljós meira ósamræmi milli hilluverðs og verðs á kassa en áður hafi þekkst. 17.5.2006 19:00 Caput í Háskólabíó í kvöld Caput-tónlistarhópurinn frumflytur í kvöld verkið Tár Díónýsusar. Verkið er flutt undir upplestri úr verkum Friedrichs Nietches og myndskeiði sem unnið er upp úr gömlum klámmyndum. 17.5.2006 18:59 Engin sérstök náttúrufegurð í landinu sem sekkur! Nú eru aðeins fjórir mánuðir í það að byrjað verði að safna vatni í lón Kárahnjúkavirkjunar og fer því hver að verða síðastur til að sjá það land sem fer á kaf. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir að engin sérstök náttúrufegurð sé í landinu sem hverfi undir lónið. 17.5.2006 18:49 Ráðherrar liðka fyrir umdeildu frumvarpi Ráðherrar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa náð samkomulagi um að gera breytingar á umdeildu frumvarpi iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vonast til að þær liðki fyrir því að málið nái fram að ganga án þess að kollvarpa frumvarpinu. 17.5.2006 18:46 Ofsatrúarmaður skaut dómara Íslamskur öfgamaður réðst inn í réttarsal í Ankara í Tyrklandi í morgun og skaut á dómara. Hann er sagður hafa viljað hefna fyrir dóm yfir kennurum sem bannað var að bera íslamska höfuðklúta. 17.5.2006 18:30 Tvöfalt fleiri erlendir ríkisborgarar á kjörskrá Um tvöfalt fleiri erlendir ríkisborgarar hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum í vor en í kosningunum fyrir fjórum árum. Þá hafa nærri 2500 manns þegar neytt atkvæðisréttar síns í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Laugardalshöll frá mánaðamótum. 17.5.2006 17:30 Fleyttu kertum vegna Péturs Grunnskólabörn á Egilsstöðum fleyttu kertum í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum í gærkvöldi fyrir Pétur Þorvarðarson sem enn er ófundinn. Með þessu vildu þau sýna samstöðu með þeim sem leita Péturs og þeim sem eiga um sárt að binda heima, meðan hann er ófundinn. 17.5.2006 17:00 Framsóknarflokkurinn vill sérstakan Kópavogsstrætó Framsóknarflokkurinn í Kópavogi vill halda áfram að lækka dagvistargjöld og koma á fót sérstökum Kópavogsstrætó. Oddviti B-listans segist ekki leggja áherslu á að Framsóknarflokkurinn endurheimti bæjarstjórastólinn í Kópavogi. 17.5.2006 16:52 Halda áfram undirbúningi álvers Alcoa, ríkisstjórnin og Húsavíkurbær undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að halda áfram rannsóknum á hagkvæmni þess að bygja 250 þúsund tonna álver á Norðurlandi. Viljayfirlýsingin kemur í framhaldi af staðarvalssamkomulagi frá í mars. 17.5.2006 16:45 Samið um kaup í Fjarðaáli Í dag var gengið frá kjarasamningum fyrir þá starfsmenn sem koma til með að vinna hjá álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði. Fulltrúar Alcoa Fjarðaáls, Starfsgreinafélags Austurlands, Rafiðnaðarsambands Íslands og Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar skrifuðu undir vinnustaðasamninginn í dag. 17.5.2006 16:06 Veita kannski aðstoð við eftirlit Færeyingar eru reiðubúnir að skoða hvort færeyskt eftirlitsskip geti orðið Landhelgisgæslu Íslands að liði við eftirlit með veiðum á Reykjaneshrygg. Þetta kom fram í viðræðum Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra við Björn Kalsö, starfsbróður hans frá Færeyjum. 17.5.2006 15:59 Margir vilja vinna hjá Landhelgisgæslunni Mikill áhugi er á störfum hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Um 120 manns sóttu um vinnu hjá Landhelgisgæslunni eftir að auglýst var eftir fólki til starfa hjá þyrlusveitinni vegna stækkunar hennar. 17.5.2006 15:21 Samþykktu nýgerðan samning við OR Félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkur sem vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur samþykktu í dag nýjan kjarasamning sem gerður var í fyrradag. Tæplega helmingur félaganna, eða 108 manns, neytti atkvæðisréttar síns og sögðu 85 prósent já við samningnum. Kjaraviðræður hafa staðið lengi en síðasti kjarasamningur rann út 1. desember síðastliðinn. 17.5.2006 15:16 Dæmdir fyrir gabb og ölvunarakstur Ölvunarakstur og gabb reyndist tveimur átján ára Sauðkrækingum dýrkeypt því þeir voru dæmdir til að greiða 80 þúsund krónur í sekt hvor um sig. 17.5.2006 14:57 Greiða atkvæði um samning við OR Félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar greiða í dag atkvæði um kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn, sem er fyrsti sjálfstæðis kjarasamningurinn sem félagið gerir við Orkuveituna verður kynntur félagsmönnum síðdegis. Að kynningu lokinni verða greidd atkvæði um samninginn. 17.5.2006 14:00 Fimm dómarar særðust í skotárás Fimm dómarar við hæstarétt í Ankara í Tyrklandi særðust, þar af tveir lífshættulega þegar vopnaður maður hóf skothríð inn í dómshúsinu. Talið er að árásarmaðurinn sé lögfræðingur og er hann nú í haldi lögreglu sem segir óvíst hver ástæða árásarinnar var. 17.5.2006 13:57 Tré gegn útblæstri Iðntæknistofnun hefur samið við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um gróðursetningju trjáa til mótvægis við koltvísýringsútblástur frá stofnuninni. 17.5.2006 13:44 McCartney og Mills skilin Bítillinn fyrrverandi, Paul McCartney, og kona hans, Heather Mills, eru að skilja að borði og sæng eftir 4 ára hjónaband. 17.5.2006 13:35 Öskjuhlíðarskóli fær Grænfánann Gleði og stolt skein út hverju andliti nemenda og starfsmanna Öskjuhlíðarskóla í morgun þegar þau tóku við Grænfánanum, viðurkenningu fyrir ötullt starf í umhverfismálum. Skólinn mun flagga fánanum næstu tvö árin í það minnsta. 17.5.2006 13:23 Fallið frá beiðni um gæsluvarðhald Tveir ungir menn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. maí fyrir að nema mann á brott og misþyrma honum í Heiðmörk um síðustu helgi. Þriðji maðurinn var einnig talinn tengjast málinu en í morgun var fallið frá beiðni um gæsluvarðhald yfir honum. 17.5.2006 13:15 KEA úthlutar 5 milljónum króna úr Háskólasjóði Á aðalfundi KEA þann 6. maí síðastliðinn var tilkynnt um úthlutun úr Háskólasjóði KEA árið 2006. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, afhenti styrkina við formlega athöfn í húsnæði Háskólans á Borgum í dag kl. 11:00. 17.5.2006 12:53 Aldrei fleiri leikskólakennarar útskrifaðir 85 manns munu útskrifast sem leikskólakennarar frá Kennaraháskóla Íslands í júní. Þetta er stærsti árgangur leikskólakennara til þessa en svo virðist sem kjaradeila leikskólakennara hafi lítil áhrif á ásóknina í námið. 17.5.2006 12:30 Fljúga til sex nýrra áfangastaða Iceland Express opnaði i gær áætlunarferðir til sex nýrra áfangastaða í Evrópu. Félagið er að skoða fleiri áfangastaði og einnig innanlandsflug á Íslandi. 17.5.2006 12:15 Heitt í kolunum á fundi um aldraða Heilbrigðisráðherra voru afhentar hátt í þrettán þúsund undirskriftir aldraðra og fatlaðra um bætt kjör, á hátt í þúsund manna fundi þessara hópa með fulltrúum stjórnvalda í Háskólabíói í gærkvöldi, þar sem heitt var í kolunum. 17.5.2006 12:05 Par slasaðist í bílslysi Bíll valt út af veginum við bæinn Gröf í Eyjafjarðarsveit laust undir hádegi í morgun. Par var í bílnum og var það flutt á slysadeild með sjúkrabíl. 17.5.2006 11:48 Gefur lítið fyrir gagnrýnina Iðnaðarráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni á frumvarp um nýsköpunarsjóð á ársfundi Iðntæknistofnunar í morgun. Frumvarpið væri tilraun til að skera á aðskilnað milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins þegar kæmi að stuðningi við nýsköpun og atvinnuþróun. 17.5.2006 11:30 Ný stjórn á Ítalíu Romano Prodi, leiðtogi ólívubandalags mið- og vinstriflokka á Ítalíu, hefur myndað nýja ríkisstjórn sem tekur við völdum síðar í dag. 17.5.2006 11:15 FL Group til Lundúna FL Group hefur opnað skrifstofu í Lundúnum og ráðið framkvæmdastjóra til að stýra starfsemi félagsins í Bretlandi. Sá heitir Adam Shaw og hefur meðal annars starfað hjá KB banka í Lundúnum. 17.5.2006 11:15 Sjálfsinnritun í Leifsstöð Farþegar Icelandair á leið til útlanda geta frá og með deginum í dag innritað sig sjálfir til brottfarar frá Leifsstöð. Sex nýjar sjálfsafgreiðsluvélar verða teknar í notkun í hádeginu. Markmiðið er að flýta fyrir innritun og stytta biðraðir. 17.5.2006 11:00 Sjá næstu 50 fréttir
Eiturlyfjabarón handtekinn í Brasilíu Lögregla í Bandaríkjunum, Brasilíu og Kólumbíu hafa að líkindum greitt einum umfangsmesta eiturlyfjahring í heimi náðarhöggið með aðgerðum sínum fyrr í vikunni. Þá var leiðtogi hans og einn eftirlýstasti eiturlyfjabarón í heimi handtekinn. 18.5.2006 10:00
Seðlabankinn hækkar stýrivexti Seðlabanki Íslands hefur hækkað stýrivexti um 0,75 prósentustig í 12,25 prósent. Hækkunin er í samræmi við spár greiningadeilda bankanna, sem spáðu um 50 til 75 punkta hækkun stýrivaxta. 18.5.2006 09:02
Mótmælt við sendiráð Finna og Svía Sendiráð Finna og Svía í Buenos Aires í Argentínu urðu fyrir barðinu á æfum mótmælendum sem segja áætlanir um byggingu trjákvoðuverksmiðja í nágrannaríkinu Úrúgvæ skaða landbúnað og ferðamannaiðnað í Argentínu. Finnskt og sænskt fyrirtæki taka þátt í framkvæmdunum. 18.5.2006 09:00
Þjófar gripnir glóðvolgir Lögreglumenn gripu þrjá menn glóðvolga þar sem þeir munduðu sig við að brjótast inn í íbúðarhús við Laufásveg um fjögurleytið í nótt. Þeir voru með margvíslegan búnað til innbrota í fórum sínum, eins og kúbein, skrúfjárn, hnífa og fleira. Þeir hafa allir gerst brotlegir við lög áður og gista fangageymslur þar til þeir verða yfirheyrðir í dag. 18.5.2006 08:30
Keyrði á ljósastaur Ökumaður, sem grunaður er um ölvun, missti stjórn á jeppa sínum í Árbæjarhverfi í gærkvöldi og hafnaði á ljósastaur. Við það féll staurinn ofan á strætóskýli, en svo vel vildi til að þar var enginn þá stundina. Við höggið meiddist ökumaðurinn, en þó ekki alvarlega, og voru stafsmenn Orkuveitunnar kallaðir út til að aftengja staurinn. 18.5.2006 08:30
Óvíst hvenær bandarískir hermenn koma heim frá Írak Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki geta lofað því að stór hluti þeirra bandarísku hermanna sem eru í Írak verði kallaðir heim fyrir lok þessa árs. 18.5.2006 08:30
Mikil verðmunur á verði í hillum og á kassa Meira ósamræmi er á milli verðs í hillum og afgreiðslukössum í einstökum matvörverslunum en nokkru sinni fyrr, og vekur Neytendastofa sérstaka athygli á þessu. Af tilkynningu Neytendastofu má ráða að í öllum tilvikum sé fólk að greiða meira fyrir vöruna en það taldi sig vera að kaupa hana á. 18.5.2006 08:00
Mörg hundruð þúsund manns yfirgefa heimili sín Meira en 600 þúsund manns þurftu að yfirgefa heimili sín á suðurströnd Kína í morgun vegna fellibylsins Chanchu sem búist er við að gangi þar á land í dag. 18.5.2006 08:00
Matarverð í Reykjavík nær helmingi hærra en í Stokkhólmi Matarkarfan í Reykjavík er nærri tvöfalt dýrari en í Stokkhólmi samkvæmt nýrri verðkönnun Alþýðusambands Íslands í matvöruverslunum á Norðurlöndum. Af íbúum í höfuðborgum norrænu ríkjanna borga Oslóbúar einir svipað verð og Reykvíkingar fyrir matinn. 17.5.2006 22:25
Flugmóðurskipi sökkt á Mexíkóflóa Bandaríska herskipinu Oriskany var sökkt í Mexíkóflóa í dag. Ekki voru það þó óvinasveitir sem grönduðu skipinu, heldur bandaríski sjóherinn sjálfur, með því að sprengja tæp 230 kíló af sprengiefni um borð í skipinu til að sökkva því. 17.5.2006 23:13
Kosningaþátttaka innflytjenda geti hugsanlega ráðið úrslitum Þátttaka innflytjenda getur hugsanlega skipt sköpum varðandi úrslit kosninga í einstökum bæjarfélögum, að mati framkvæmdastjóra Alþjóðahúss. Hann bendir á hópurinn sé stór og mikilvægur og að stjórnmálaflokkarnir séu að átta sig á þeirri staðreynd. 17.5.2006 23:00
Boða aðgerðir til að draga úr vanda Landspítalans Ákveðið hefur verið að grípa til fjölþættra aðgerða til að draga úr útskriftarvanda Landsspítalans og slá á þá manneklu sem hann stendur frammi fyrir Þetta var ákveðið á fundi sem Siv Friðleifsdóttir átti með stjórnendum spítalans. 17.5.2006 22:27
Beðið um frið í Sómalíu Hundruð Sómala söfnuðust saman í íþróttahöllinni í Mogadishu í dag til að krefjast friðar eftir vikulanga bardaga sem hafa banað yfir 140 manns. Ofbeldið er eitt það versta í áratug í Sómalíu. Baráttan hefur staðið milli vopnaðra hópa múslima og hópa borgara sem ekki eru tengdir trúarhópum. 17.5.2006 21:33
Svifryksmengun yfir heilsuverndarmörkum í tvo daga Svifryksmengun yfir Reykjavík var yfir heilsuverndarmörkum samfellt í tvo sólarhringa í síðustu viku vegna mengunar sem barst frá Rússlandi. Þetta kemur fram á vef umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. 17.5.2006 20:23
Prodi kynnir ríkisstjórn sína Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, kynnti ríkisstjórn sína í dag. Hennar bíður erfitt verkefni við að koma efnahag landsins á réttan kjöl. 17.5.2006 20:00
Mills og McCartney skilin Bítillinn Paul McCartney og Heather Mills, eiginkona hans, hafa ákveðið að skilja að borði og sæng eftir fjögurra ára hjónaband. Þau segja ágang fjölmiðla hafa gert sér ókleift að lifa eðlilegu lífi og því hafi þau ákveðið að fara hvort sína leið. 17.5.2006 19:00
Varað við ósamræmi í verðmerkingum Óvenjumikið ósamræmi hefur verið í verðmerkingum í matvöruverslunum þannig að verð á afgreiðslukassa er hærra en hilluverð. Það er Neytendastofa sem vekur athygli á þessu. Á heimasíðu stofnunarinnar kemur fram að í nýlegri könnun hafi komið í ljós meira ósamræmi milli hilluverðs og verðs á kassa en áður hafi þekkst. 17.5.2006 19:00
Caput í Háskólabíó í kvöld Caput-tónlistarhópurinn frumflytur í kvöld verkið Tár Díónýsusar. Verkið er flutt undir upplestri úr verkum Friedrichs Nietches og myndskeiði sem unnið er upp úr gömlum klámmyndum. 17.5.2006 18:59
Engin sérstök náttúrufegurð í landinu sem sekkur! Nú eru aðeins fjórir mánuðir í það að byrjað verði að safna vatni í lón Kárahnjúkavirkjunar og fer því hver að verða síðastur til að sjá það land sem fer á kaf. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra segir að engin sérstök náttúrufegurð sé í landinu sem hverfi undir lónið. 17.5.2006 18:49
Ráðherrar liðka fyrir umdeildu frumvarpi Ráðherrar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa náð samkomulagi um að gera breytingar á umdeildu frumvarpi iðnaðarráðherra um Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra vonast til að þær liðki fyrir því að málið nái fram að ganga án þess að kollvarpa frumvarpinu. 17.5.2006 18:46
Ofsatrúarmaður skaut dómara Íslamskur öfgamaður réðst inn í réttarsal í Ankara í Tyrklandi í morgun og skaut á dómara. Hann er sagður hafa viljað hefna fyrir dóm yfir kennurum sem bannað var að bera íslamska höfuðklúta. 17.5.2006 18:30
Tvöfalt fleiri erlendir ríkisborgarar á kjörskrá Um tvöfalt fleiri erlendir ríkisborgarar hafa kosningarétt í sveitarstjórnarkosningum í vor en í kosningunum fyrir fjórum árum. Þá hafa nærri 2500 manns þegar neytt atkvæðisréttar síns í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Laugardalshöll frá mánaðamótum. 17.5.2006 17:30
Fleyttu kertum vegna Péturs Grunnskólabörn á Egilsstöðum fleyttu kertum í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum í gærkvöldi fyrir Pétur Þorvarðarson sem enn er ófundinn. Með þessu vildu þau sýna samstöðu með þeim sem leita Péturs og þeim sem eiga um sárt að binda heima, meðan hann er ófundinn. 17.5.2006 17:00
Framsóknarflokkurinn vill sérstakan Kópavogsstrætó Framsóknarflokkurinn í Kópavogi vill halda áfram að lækka dagvistargjöld og koma á fót sérstökum Kópavogsstrætó. Oddviti B-listans segist ekki leggja áherslu á að Framsóknarflokkurinn endurheimti bæjarstjórastólinn í Kópavogi. 17.5.2006 16:52
Halda áfram undirbúningi álvers Alcoa, ríkisstjórnin og Húsavíkurbær undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um að halda áfram rannsóknum á hagkvæmni þess að bygja 250 þúsund tonna álver á Norðurlandi. Viljayfirlýsingin kemur í framhaldi af staðarvalssamkomulagi frá í mars. 17.5.2006 16:45
Samið um kaup í Fjarðaáli Í dag var gengið frá kjarasamningum fyrir þá starfsmenn sem koma til með að vinna hjá álveri Fjarðaáls á Reyðarfirði. Fulltrúar Alcoa Fjarðaáls, Starfsgreinafélags Austurlands, Rafiðnaðarsambands Íslands og Verkalýðsfélags Reyðarfjarðar skrifuðu undir vinnustaðasamninginn í dag. 17.5.2006 16:06
Veita kannski aðstoð við eftirlit Færeyingar eru reiðubúnir að skoða hvort færeyskt eftirlitsskip geti orðið Landhelgisgæslu Íslands að liði við eftirlit með veiðum á Reykjaneshrygg. Þetta kom fram í viðræðum Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra við Björn Kalsö, starfsbróður hans frá Færeyjum. 17.5.2006 15:59
Margir vilja vinna hjá Landhelgisgæslunni Mikill áhugi er á störfum hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar. Um 120 manns sóttu um vinnu hjá Landhelgisgæslunni eftir að auglýst var eftir fólki til starfa hjá þyrlusveitinni vegna stækkunar hennar. 17.5.2006 15:21
Samþykktu nýgerðan samning við OR Félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkur sem vinna hjá Orkuveitu Reykjavíkur samþykktu í dag nýjan kjarasamning sem gerður var í fyrradag. Tæplega helmingur félaganna, eða 108 manns, neytti atkvæðisréttar síns og sögðu 85 prósent já við samningnum. Kjaraviðræður hafa staðið lengi en síðasti kjarasamningur rann út 1. desember síðastliðinn. 17.5.2006 15:16
Dæmdir fyrir gabb og ölvunarakstur Ölvunarakstur og gabb reyndist tveimur átján ára Sauðkrækingum dýrkeypt því þeir voru dæmdir til að greiða 80 þúsund krónur í sekt hvor um sig. 17.5.2006 14:57
Greiða atkvæði um samning við OR Félagar í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar greiða í dag atkvæði um kjarasamning við Orkuveitu Reykjavíkur. Samningurinn, sem er fyrsti sjálfstæðis kjarasamningurinn sem félagið gerir við Orkuveituna verður kynntur félagsmönnum síðdegis. Að kynningu lokinni verða greidd atkvæði um samninginn. 17.5.2006 14:00
Fimm dómarar særðust í skotárás Fimm dómarar við hæstarétt í Ankara í Tyrklandi særðust, þar af tveir lífshættulega þegar vopnaður maður hóf skothríð inn í dómshúsinu. Talið er að árásarmaðurinn sé lögfræðingur og er hann nú í haldi lögreglu sem segir óvíst hver ástæða árásarinnar var. 17.5.2006 13:57
Tré gegn útblæstri Iðntæknistofnun hefur samið við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar um gróðursetningju trjáa til mótvægis við koltvísýringsútblástur frá stofnuninni. 17.5.2006 13:44
McCartney og Mills skilin Bítillinn fyrrverandi, Paul McCartney, og kona hans, Heather Mills, eru að skilja að borði og sæng eftir 4 ára hjónaband. 17.5.2006 13:35
Öskjuhlíðarskóli fær Grænfánann Gleði og stolt skein út hverju andliti nemenda og starfsmanna Öskjuhlíðarskóla í morgun þegar þau tóku við Grænfánanum, viðurkenningu fyrir ötullt starf í umhverfismálum. Skólinn mun flagga fánanum næstu tvö árin í það minnsta. 17.5.2006 13:23
Fallið frá beiðni um gæsluvarðhald Tveir ungir menn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 30. maí fyrir að nema mann á brott og misþyrma honum í Heiðmörk um síðustu helgi. Þriðji maðurinn var einnig talinn tengjast málinu en í morgun var fallið frá beiðni um gæsluvarðhald yfir honum. 17.5.2006 13:15
KEA úthlutar 5 milljónum króna úr Háskólasjóði Á aðalfundi KEA þann 6. maí síðastliðinn var tilkynnt um úthlutun úr Háskólasjóði KEA árið 2006. Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, afhenti styrkina við formlega athöfn í húsnæði Háskólans á Borgum í dag kl. 11:00. 17.5.2006 12:53
Aldrei fleiri leikskólakennarar útskrifaðir 85 manns munu útskrifast sem leikskólakennarar frá Kennaraháskóla Íslands í júní. Þetta er stærsti árgangur leikskólakennara til þessa en svo virðist sem kjaradeila leikskólakennara hafi lítil áhrif á ásóknina í námið. 17.5.2006 12:30
Fljúga til sex nýrra áfangastaða Iceland Express opnaði i gær áætlunarferðir til sex nýrra áfangastaða í Evrópu. Félagið er að skoða fleiri áfangastaði og einnig innanlandsflug á Íslandi. 17.5.2006 12:15
Heitt í kolunum á fundi um aldraða Heilbrigðisráðherra voru afhentar hátt í þrettán þúsund undirskriftir aldraðra og fatlaðra um bætt kjör, á hátt í þúsund manna fundi þessara hópa með fulltrúum stjórnvalda í Háskólabíói í gærkvöldi, þar sem heitt var í kolunum. 17.5.2006 12:05
Par slasaðist í bílslysi Bíll valt út af veginum við bæinn Gröf í Eyjafjarðarsveit laust undir hádegi í morgun. Par var í bílnum og var það flutt á slysadeild með sjúkrabíl. 17.5.2006 11:48
Gefur lítið fyrir gagnrýnina Iðnaðarráðherra gaf lítið fyrir gagnrýni á frumvarp um nýsköpunarsjóð á ársfundi Iðntæknistofnunar í morgun. Frumvarpið væri tilraun til að skera á aðskilnað milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins þegar kæmi að stuðningi við nýsköpun og atvinnuþróun. 17.5.2006 11:30
Ný stjórn á Ítalíu Romano Prodi, leiðtogi ólívubandalags mið- og vinstriflokka á Ítalíu, hefur myndað nýja ríkisstjórn sem tekur við völdum síðar í dag. 17.5.2006 11:15
FL Group til Lundúna FL Group hefur opnað skrifstofu í Lundúnum og ráðið framkvæmdastjóra til að stýra starfsemi félagsins í Bretlandi. Sá heitir Adam Shaw og hefur meðal annars starfað hjá KB banka í Lundúnum. 17.5.2006 11:15
Sjálfsinnritun í Leifsstöð Farþegar Icelandair á leið til útlanda geta frá og með deginum í dag innritað sig sjálfir til brottfarar frá Leifsstöð. Sex nýjar sjálfsafgreiðsluvélar verða teknar í notkun í hádeginu. Markmiðið er að flýta fyrir innritun og stytta biðraðir. 17.5.2006 11:00