Innlent

Caput í Háskólabíó í kvöld

Caput-tónlistarhópurinn frumflytur í kvöld verkið Tár Díónýsusar. Verkið er flutt undir upplestri úr verkum Friedrichs Nietches og myndskeiði sem unnið er upp úr gömlum klámmyndum.

Verkið er samið af tveimur Dönum, tónlistina samdi af Lars Graugaard en myndskeiðið vann Thomas Hejlesen, danshöfundur, upp úr þöglum svarthvítum klámmyndum þriðja áratugarins. Thomas vinnur með hreyfingar líkamanna og raðar þeim upp eins og hann væri að vinna dansverk.

Þeir unnu líka textann upp úr verki Nietches, Hinni dýónísísku heimssýn, en textann les hin þekkta sænska leikkona Stina Ekblad, sem er Íslendingum að góðu kunn úr dönsku sjónvarpsþáttunum Krónikunni.

Guðni Franzson, stjórnandi Caput-hópsins, segir inntakið í textanum sé maðurinn sem kynvera og eftirsjá eftir því hvernig sé búið að spilla kynímynd mannsins, sérstaklega í nútímanum. Í textanum sé hinum unga, þróttmikla Appollóni stillt upp móti hinum útlifaða Díónýsusi, sem hefur verið drifinn áfram af neysluhyggjunni og sukkinu.

Tár Díónýsusar verða flutt í Háskólabíói í kvöld klukkan 19 30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×