Innlent

Dæmdir fyrir gabb og ölvunarakstur

Ölvunarakstur og gabb reyndist tveimur átján ára Sauðkrækingum dýrkeypt því þeir voru dæmdir til að greiða 80 þúsund krónur í sekt hvor um sig.

Annar var dæmdur fyrir ölvunarakstur en hinn fyrir að plata Neyðarlínuna til að senda lögreglu til aðstoðar manni sem hann sagði í vanda. Með því vildi hann komast hjá því að lögregla stöðvaði hann og félaga hans sem var ölvaður við akstur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×