Erlent

Ný stjórn á Ítalíu

MYND/AP

Romano Prodi, leiðtogi ólívubandalags mið- og vinstriflokka á Ítalíu, hefur myndað nýja ríkisstjórn sem tekur við völdum síðar í dag.

Flokkabandalagið vann nauman sigur í þingkosningum í síðasta mánuði. Giorgio Napolitano, nýkjörinn Ítalíuforseti, afhenti Prodi stjórnarmyndunarumboð í morgun og lagði Prodi þá fram ráðherralista sinn.

Það verður svo um klukkan hálf þrjú í dag að íslenskum tíma sem nýir ráðherrar taka formlega við völdum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×