Innlent

Þjófar gripnir glóðvolgir

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mynd/Pjetur

Lögreglumenn gripu þrjá menn glóðvolga þar sem þeir munduðu sig við að brjótast inn í íbúðarhús við Laufásveg um fjögurleytið í nótt. Þeir voru með margvíslegan búnað til innbrota í fórum sínum, eins og kúbein, skrúfjárn, hnífa og fleira. Þeir hafa allir gerst brotlegir við lög áður og gista fangageymslur þar til þeir verða yfirheyrðir í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×