Erlent

McCartney og Mills skilin

Bítillinn fyrrverandi, Paul McCartney, og kona hans, Heather Mills, eru að skilja að borði og sæng eftir 4 ára hjónaband.

Í yfirlýsingu segir að þeim hafi reynst erfitt að viðhalda eðlilegu sambandi vegna mikils ágangs fjölmiðla. McCartney og Mills eiga eina dóttur, Beatrice, sem er á þriðja ári.

Bítillinn kynntist Mills áirð 1999 í gegnum góðgerðarsamtök hennar sem hún setti á laggirnar eftir að hún missti annan fótinn í vélhjólaslysi árið 1993.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×